Vísir - 16.03.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 16.03.1963, Blaðsíða 13
V í SIR . Laugardagur 16. marz 1963. 13 TAKMÖRKIN - Frh. at bls 4. aðcf brúðarkrónu. Stðan gaf gamli sóknarpresturinn þau saman. í”1 ustaf Larsson heitir kirkju- vörðurinn í Nar. Hann und irbjó stóra brúðkaupsveizlu. Sonur hans, Nils Evert, ætlaði að ganga að eiga unnustu sína, Ingu. Allt var undirbúið og unga parið fór til prestsins til að biðja hann um að fram- kvæma hjónavígsluna. Þar urðu þau fyrir miklu á- falli og sluppu ekki burt frá prestinum fyrr en eftir margra klukkustunda yfirheyrslur. Loks lýsti presturinn því yfir, að hann neitaði að gefa þau sam- an. Ástæðan fyrir þessu var sú, að Inga hafði eignazt barn, er hún var kornung stúlka. Hún hafði sjálf alið barnið upp og annazt það vel. Nú hafði hún loksins fundið mann, sem hún vildi giftast. Presturinn hóf yfirheyrsluna svona: — Hvernig ætluðuð þér að vera búin við hjónavígsluna? — I venjulegum brúðarkjól. Þá tók presturinn af skarið: — Það getur kirkjan ekki leyft nema þér hafið fengið fyrirgefningu syndanna. Presturinn lagði til sameig- inlegan bænalestur með honum á prestssetrinu. Svo hélt hann áfram: —4 Síðan spyr ég allar sem koma til mín, hvort þær séu ófrískar. Ég vona að það sé ekki tilfellið núna. þá þótti hinum væntanlega brúðguma nóg komið og hann sagði: — Eru það takmörkin milli dyggðugs og syndugs manns? — Já, það er rétt. — Er það þá meiri synd að stúlka hefur orðið barríshaf- andi, heldur en ef hún hefur átt samræði við mann en ekki orðið barnshafandi? — Samræði er ekki leyfilegt fyrir hjónavígslu. Fyrst hjóna- vígsla, síðan samlíf. — En þá getur næstum eng- in borið brúðarkrónuna. Við þetta reiddist presturinn. — Ég kom hingað til að kenna yður, hvað væri rétt. Og við Ingu sagði hann: — Slík kona sem þér má ekki einu sinni vera brúðarmeyja. — Það hef ég samt verið tvisvar og ég get ekki fundið að ég séNsyndug fyrir það sem ég hef gert. Þannig var dagurinn eyðilagð ur fyrir Nils Evert og Ingu. Kirkjuvörðurinn, faðir Nils Everts, varð ákaflega reiður og sama mátti segja um alla sókn- ina. Þau Nils og Inga urðu nú að fara til gamla sóknarprests- ins, sem var fluttur í næstu sókn, en það var neyðarlegt að þurfa að aka nærri 100 kíló- metra -til að láta gifta sig. Þau munu áldrei gleyma þessum leiðinlega degi. TVu var allt í háalofti út af 11 þessu og blöðin á Gotlandi fóru að skrifa um málið. Harð- ar deilur hafa komið upp milli manna hákirkjunnar og almenn ings. Þegar fréttamenn heimsóttu prestinn og báðu hann um að skýra frá sjónarmiðum sínum, vildi hann helzt ekkert tala við þá. Meðal þess sem hann sagði, þar sem hann stóð í dyragætt- inni, var: — Ég get vaknað upp um miðja nótt og farið að hlæja að lygum og rógi fólksins. Ég er ekki hræddur við að mér verði vikið úr embætti. Það yrði þá af öðrum sökum. Svo bætti hann við: — Fólk ætti fremur að Iesa biblíuna en blöð- in. • Nú fer unga fólkið I Nár ekki Iengur til sóknarprestsins til að biðja hann um að gifta sig sam- an. Nú er það ekki aðeins brúð- arkrónan sem stendur ónotuð, heldur líka kirkjan. Kvenfélagið ætlaði að hafa kirkjusamkomu, en hætti við það. Það var svo mikill hiti í umræðunum, þegar undirbúa átti samkomuna. — Presturinn framkvæmir lögregluyfirheyrslu yfir unga fólkinu, sögðu kon- urnar. Það versta er, að við skyldum nokkurn tíma gefa kirkjunni brúðarkrónuna. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður IVíálflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4. Simi 11043. Kúluhúnar og skápahöldur í fjölbreyttu úrvali nýkomið. b V99»ngavörur h.f. Laugaveg' 178 . Sími 35697. Xpelair Viftan hreinsar loftið á vinnustað, ! jjtiern- i?.í\ 1 eldhúsum og skrifstofum Snorrabraut 44 . Sími 16242. \ , í Vörður — Hvöt — Heimdallur — Óðin •• 'Jmju SPILAKVOLD Siálfstæðisfélaganna í Keykjavík verður þriðjudaginn 19. marz kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. D A G S K R Á : 1. Spiluð félagsvist. 2. Ávarp: Sveinn Guðmundsson t ' iL 31 Spilaverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrætti. 5. íslenzk kvikmynd. Sætamiðar afhentir í skrifstofu Sjálfstæðisflokk^ms í Sjálfstæðishúsinu mánudag kl. 5-6. Húsið opnað kl. 20 og lokað kl. 20.30. SKEMMTINEFNDIN. . < AWW.mvw.VAW.V.'.V.V.V.VAV.mWVAVMVÍVAWAWLV.'W.WWAVWW.mWVA'WA^W

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.