Vísir - 16.03.1963, Blaðsíða 10
w
VÍSIR . Laugardagur 16. marz 1963.
minningu frú Krist-
Leikdómar -
ínar Stefánsdóttur
Fædd: 6. apríl 1889
Dáin: 5. marz 1963
í dag kveðjum við hana frá
Stóra-Núpi í Eystrihrepp, þangað
sem flestir þeirra fara, sem þá
sveit byggja og ekki gera víð-
reist um dagana.
Þegar ég vil minnast fóstru
minnar er ekki af að taka sýnileg-
um afrekum á þjóðlífsvellinum, sér
stakir atburðir séu í minnum
hafðir frekar en gerist með fólki
yfirleitt. Því fjær, að lýðhylli hafi
hún notið, utan frændahrings, enda
ekki gengið hjarta hennar nærri.
Hvað má þá segja um slíka
konu? Það, að hún var svo heil-
steypt í sinni umhyggju um menn
og málleysingja að oft þótti nóg
um.
Hún bjó yfir þeirri tvíræðu
glettni, sem betra var að sjá en
undir búa, og átti skap sem var
ekki allra.
Alla sína daga eftir æskuár var
heimili hennar að Ásum með maka
sínum. Þar kom ég fyrst sem barn,
þá var hún ung kona og dvaldist
ég þar öll sumur fram yfir tvítugs
aldur. Mynd hennar geymist mér
frá þessum tímum, þegar ég fór
að fá skyn á útliti fólks, enda taka
mæður trauðla á sig aðra mynd en
þá, sem greypist í hug barns.
Auðvitað var allri ást tekið sem
sjálfsögðum hlut í þann tíð, —
því eftirminnanlegt er aðeins ást-
leysið — og þótti hennar eigin
; börnum oft nóg um.
Þegar ég fór að komast til vits,
sá ég það, sem mér var áður hulið;
sjálfsfórn hennar á vinnupalli lífs-
ins og grínhæfileikar hennar.
Hún var sú ósérhlífnasta, fyrst
upp alla morgna, síðust á kvöldin,
undantekningarlaust, þá ég man og
þótti þó aðeins, partur af góðu
landslagi, að hún sæist fyrst og síð
ast án frekari umþenkingar.
Slíkri sóun krafta er sjaldnast
gaumur gefinn fyrr en fólk er allt.
Bæði er það, að rík gestrisni
var þeim hjónum báðum í blóð
borin og Ásar Iiggja um þjóðbraut
þvera, því var það heimili nokkurs
konar hótel öll sumur um minn
aldur og er enn hjá afkomendum
þeirra hjóna.
Þangað flykktust frændur og vin
ir — og þeirra vinir — og öllum
Krlstín Stefánsdóttir.
sinni, þótt ekki sé því mótmælt,
að oft lífgar það upp á tilveruna.
Mínar beztu stundir á fullorðins
árum voru f bardússi eldhússins í
Ásum meðan fóstra mín var og
hét og náði að ræða ótruflað við
þá, sem þóttust af heiminum. Varð
ég þar áheryandi að mörgu ánægju
legu samtalinu.
Henni lá sérstaklega vel að ræða
við fólk, hvernig sem það var, og
var sjálf alltaf tilbúin í litbrigðum
samræðunnar og vissi fár, hvor
sér skemmti betur, og er skaði að
henni skyldi ekki endast aldur til
að þjóna þeirri gáfu betur þegar
um hægðist á efri árum.
Nú, þegar hún er öll og aðeins
til í hugum okkar, minnir það
okkur á að dauðinn er ávallt ná-
lægur og á hans vit gengur hver
einn, en ásýnd hans er mild þegar
vitað er að maður getur ekki lifað
Iengur.
H. St.
Framhald af bls. 9:
Leikhúsið vantar fé, svo það má
helzt ekki spilla fyrir aðsókn
inni með slæmum ritdómi. Leik-
endurnir og höfundurinn eru
kannski vinir hans eða e. t. v.
óvinir, — pólitiskir andstæðing-
ar, nú eða þá samherjar, sem
blaðið helzt ekki má setja ofan
I við, eða á neinn hátt móðga,
og þar fram eftir götunum. Leik-
dómarnir bera þess oft glögg
merki, að þeir sem skrifa, hafa
oft í meira lagi bundnar hend-
ur. Hvað mikið sjálfri listinni
skín gott af þess konar ,,kritik“
er aftur á móti nokkurt vafa-
mál.
ÍWntun r
prentsmiöja & gúmmistlmplagerö
Einholti 2 - Simi 20960
tekið með þeirri vináttu, sem ekki
spyr, hversu mikla aukavinnu
þurfti á sig að leggja við að þjóna
þeim her með veizlukosti utan
heimilisfólks þá daga, sem skyldi
hvíldardaginn heilagan, þamiig að
jafnvel húsbændur viku úr rúmi
fyrir þeim, sem geð höfðu að
þiggja.
Þegar unglingsárum sleppti sá
ég fóstru mína frá þeim sjónar-
hóli, sem sinn þátt átti í að lyfta
henni frá dagsins önn, glögg-
skyggni á það forvitnilega í fari
náungans og léttvægi áýndar-
mérinskunnar.
Eftir að þetta varð mér ljóst,
fór ég stundum austur með vini
mínum til að sýna þeim þá konu,
sem ég hafði sagt þeim sögurnar
af og þeir trauðla’ trúðu, og þeirri
viðkynningu hafa þeir ekki gleymt.
Öllum var þar tekið opnum örm-
um því þetta voru mínir vinir og
hún gat sag.t þeim nákvæmar en
þeir sjálfir hverjir þeir væru að
Iangfeðgatali, ef þeirra ættir voru
á annað borð umtalsverðar.
Launhæðnin hefir löngum verið
Hreppamönnum eiginleg, og eru
þar margir mannþekkjarar í góðu
lagi og láta mannlega bresti ekki
fram hjá sér fara, og hefur það
verið lagt þeim til lofs og lasts
eftir efnum og ástæðum hverju
Frímerkjaþáttur
Að þessu sinni birtir frí-
merkjaþátturinn niyndir af
nokkrum frímerkjum frá smá-
ríkinu San Marino, sem komu
út snemma á þessu ári.
Þetta eru myndir af seglskip-
um frá fyrri öldum.'.Frtoierkja-
serían er mjög faUeg iOg, á þeim
myndum, sem hér birtast, sjást
fyrst fornegypzkt skip, þá holl-
enskt skip, rómversk galeiða,
víkingaskip, Santa Maria sem
Kolumbus sigldi á til Ameríku,
hafskip eins og þau tíokuðust
á nýlendutímunum og galeiða
frá 16. öld. Nokkur fleiri merki
eru í seríunni, sem sýnir þró-
un hinna stóru seglskipa frá
fyrstu tíð.
Frímerki frá smárikinu San
Marino eru mjög vinsæl. Að vísu
vita allir, að minnstur hluti frí-
merkjaútgáfu þessa smárikis á
Ítalíuskaga eru notuð til póst-
sendinga, þvi að segja má að
San Marino 'ifi á þvf að selja
frímerkjasöfnurum frímerki. —
kið illa upp
og frímerkjasafnarar forðast
slíkar gróðabrallsaðgerðir.
Þó gegnir -okkru öðru máli
með hin þrjú evrópsku smáríki,
San Marino, Monaco og Liecht-
enstein, sérstaklega þau tvö
fyrri, að þau hafa orðið mjög
vinsæi og er athyglisvert að
þessum vinsældum hafa þau
náð meðal frímerkjasafnara
fyrst og fremst fyrir það
að frímerkin eru svo falleg
og skemmtilega valin. Á síð-
ustu árum hefur t. d. komið
hver frfmerkjaserían annarri
fallegri frá Monaco. Ein serían
var með bílategundir, önnur
með flugvélategundir og enn
fremur seríur með ýmsum
greinum íþrótta, olympíumerk-
in, knattspyrnumerkin, veiði-
merkin og svo dýramyndir svo
sem hin afbragðs fallega fugla-
sería 1960.
Fyrir það hve San Marino-
merkin eru falleg, er eins og
frímerkjasafnararnir fyrirgefi
San Marino brot sem ekki yrðu
liðin þar sem kastað er höndum
til verksins. Enn ber þess að
geta að frumverð merkjanna er
ekki hátt.
En sá galli er á skipamerkj-
unum nú eins og sumum öðr-
um útgáfum San Marino, pð
upplagið er varla nóg miðað við
eftirspurnina. Nú þegar er svo
komið að serfan fæst ekki f
heild hjá póststjórn landsins.
Er því fyrirsjáanlegt, að þau
muni hækka verulega í verði
Slíkt myndi fæla safnara frá,
ef það væri ekki San Marino,
sem allt er fyrirgefið.
Shoor
O' r t n tr i n.
SAMEINAR MARGA KOSTi:
FAGURT ÚTLIT, ORKU. TRAUSTLEIKA
RÓMAÐA AKSTURSHÆFNI
OG LÁGT V E R Ð |
TÉHHNESHA BIFREIÐAUMBOÚIf)
VONAMTIMTI 12. SÍMI J7SÍI
■ Jt
Frank Sinatra.
Frank Sinatra er önnum kai
inn maður og getur alls ekki
verið án einkaritara síns, sem
er mjög duglegur — en því
verður ekki neitað að hann
gerir mikið til að halda henni
(einkaritaranum) hjá sér.
Á þremur sfðustu afmælis-
dögum hennar hefur hann gef
ið henni bíl á 4000 dollara,
pels á 5000 dollara og gim-
steinaarmband á 6000 dollara.
Það er því ekki að undra
að Hollywoodbúar skuli kalia
hana „gullslegna einkaritar-
ann“ og segi jafnvel:
— Ef Frankie-boy heldur
þessu áfram, verður þess ekki
Iangt að bíða að hann gefi
henni flugvél.
*
Enn eru það fréttir af Liz
Taylor.
Líz Taylor krefst þess, að
| sérhvert smáatriði sé tilbúið,
áður en hún gengur fram fyrir
' $ kvikmyndavélina, með svip og
| fas drottningar.
Eitt sinn var allt tilbúið,
eftir margra klukkustunda
undirbúning, og Liz gekk fram
! og hrópaði upp yfir sig:
— Hvar er Teresa?
Þetta orsakaði almcnna ring
i ! ulreið. Allir — nema kvik-
myndatökustjórinn — urðu að
> fara að leita að Teresu — og
eftir heila kvalafulla klulcku-
stund fannst Teresa Ioksins.
Teresa? — Litill Yorkshire-
rottuhundur, sem Liz krefst,
að sé nálægur meðan kvik-
myndir hennar eru teknar. Án
hans — segir hún — verða
hin ótrúlegustu mistök.
Það er því ekkert undarlegt,
að Liz Taylor-myndirnar skuli
vera dýrar.
*
Hér eftir skal enginn segja
að kanzlari Vestur-Þýzkalands
hafi ekki peru í kollinum.
ítalskt fyrirtæki hefur nefni
lega hafið framleiðslu á „Aden
; auer-styttum“ og innan í þeim
eru Ijósaperur. Það verður víst
ekki dýrt að fá hinn gamla
kanzlara til að Iýsa upp heim-
ilin — stytturnar kosta aðeins
! um 100 krónur.
í Englandi, landi hinna
- ströngu reglna, var maður
nokkur til yfirheyrslu.
Þjóðerni? tautaði embætt
ismaðurinn. — Þér eruð
: franskur, ekki satt?
— Nei, svo sannarlega er ég
J|| cnskur, bæði faðir minn og
: móðir voru ensk.
— Já, en þér eruð þó fædd-
ur f Frakklandi?
— Já, að vísu, en þótt tík
eignist hvolpa sína í hesthúsi,
verða þeir ekki hestar.