Vísir - 22.03.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 22.03.1963, Blaðsíða 1
VKSIR 53. árg — Föstudagur 22. marz. 1983. — 67. tbl. Bruni saml/mis á tveimur stöðum Um 5-leytið í gær frétti ritstjórn Vísis að mikill eld ur væri kominn upp í húsi suður með Hafnarfjarðar- vegi skammt frá Silfur- túni. Fréttastofa blaðsins hringdi þegar í Slökkvistöð ina í Hafnarfirði og spurði hvað væri um að vera. í símann haföi komið slökkvi- liðsmaður, sem var mikið niðri fyrir, lafmóður og æstur. — Ég má ekkert vera að því að tala við blaðamenn. Siðan bætti hann við með örvæntingarhreim í röddinni: — Það er eldur á tveimur stöðum samtímis. Fréttamaður blaðsins fór á stað- inn og kom þá í ljós, að eldur hafði komið upp nær því samtímis i vélbátnum Sæborgu, sem var i viðgerð i skipasmiðastöðinni Dröfn og í húsinu Brautarholti í Garða- Framh. á bls. 5 Slökkviliðsmaður Óli Valgeir Gíslason stendur við brennandi húsið hjá Silfurtúni með brunaslöngu, en enginn dropi kemur úr siöngunni. r i i ERLINGIIV hvolfdi skyndilega I morgun Óltast um tvo af skipverjunum véI frá Flugfélagi is. Mjög skyndilegt og hrapallegt sióslys varð í morgun klukkan 8,30 um 24 sjómílur vestur af Vestniannaeyjum. 80 tonna fiskibátur, Erling- ur IV, fékk sjó á sig og skipti það engum togum að honum hvolfdi. Átta mönnum af skips höfninni tókst að kom- ast upp í gúmmibjörg- unarbát með undursam- legum hætti, en tveir skipsmanna, Samúel Ingvarsson úr Reykja- vík og Guðni Friðriks- son frá Haga í Vest- mannaeyjum hafa ekki fundizt og stendur nú yfir víðtæk leit að þeim, sem sextán bátar og flug lands taka þátt i. Slysið varð með svo snöggum hætti, að undursamlegt má telj- ast að skipverjum tókst að ná i gúmmíbjörgunarbáinn. Var það fyrst- og fremst skipstjórinn Ás- berg Lárentíusson, sem sýndi undravert snarræði. Það var ekki fyrr en báturinn '■ar sokkinn, sem honum tókst að opna gúmmíbátinn. Hafði skipstjórinn gripið um línu þá, sem kippt er í til að opna fyrir loftflöskuna, sem blæs bátinn upp. Hélt hann dauðahaldi í lfn- una, þangað til báturinn blés sig Framh. á bls. 5 BREZKS SJOMANNS LEIT- AÐ ÍREYKJA VlKURHÖFN Saknað er sjómanns af brezkum togara sem liggur I Reykjavíkur- höfn. Óttast er að maðurinn hafi I dottið i höfnlna og átti að gera ■ ráðstafanir eftir hádegið í dag til j að fá froskmann til að kafa. Togarinn Machbeth frá Hull kom hingað fyrir 2 dögum með 2 skip- verja, sem veikzt höfðu af inflú- enzu. Þegar skipið ætlaði út aftur vantaði einn skipverja, O. Flag- herty að nafni, 24 ára gamall, 175 cm hár, svarthærður og hrokkin- hærður, tattóveraður á höndum og klæddur dökkgráum fötum. Var lýst eftir manninum og lög- reglan beðin að svipast um eftir honum, en þær eftirgrennslanir höfðu engan árangur borið I morg un. 1 morgun hringdi reyndar kona Framh. á bls. 5 Ljóst að Burmeister ber fulla ábyrgð á brunanum Tekinn nð veiðum 1 nótt tók eitt varðskipanna brezka togarann Carlisle, Grims by 681 að veiðum um það bil 1 sjómílu innan markanna út af Faxaflóa. Skipstjórinn var tek- inn um borð i varðskipið til yf- irheyrslu. Var hann mótþróa- fUllur, og vildi ekkert viður- kenna. Suðaustan rok var á þessu svæði, og varð varðskip- ið að fara með togarann norður á Skarðsvík, tii þess að koma skipstjóranum um hQrð aftur. Togarinn er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 3 í dag. L------------ Sjópróf vegna brunans í Gullfossi stóðu yfir í gær í sjórétti Kaupmannahafn- ar. Kom þar skýrt i ljós, að skipasmíðastöð Bur- meister og Wain ber sök á því með gáleysi starfs- tnanna sinna að eldurinn kviknaði. Skipasmíðastöð-1 in ber ábyrgð á því að ytri i botnventlar voru opnir í botnventlum skipsins, svo að 70 tonn af olíu streymdu út. Það kom einnig í ljós, að skipa- smíðastöðin lét ekki framkvæma nauðsynlegar varúðarráðstafanir, þegar ljóst var orðið að allt þetta mikla olíumagn var runnið út í dokkina. Af yfirheyrslum í sjóréttinum Framh, á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.