Vísir - 22.03.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 22.03.1963, Blaðsíða 4
u i« ;i V í S I R . Föstudagur 22. marz 1963. Vísindin í þjónustu friðar Fyrir þá sem hlusta daglega á fréttir frá Genf eða lesa um af- vopnunarráðstefnuna í blöðum getur verið fróðlegt að vita, að einn af tækniráðgjöfum Kenne- dys, sem þarna var staddur og kom beint frá Genf, taldi lítið að græða á þeim fréttum sem fréttastofur Evrópu létu frá sér fara um þessa samninga. A. m. k. kvað hann samninganefndar- mennina sjálfa daglega vera undrandi á þeim getgátum og rangfærzlum sem sendar væru á öldum Ijósvakans hvarvetna um heim. Var það og álit fleiri manna að fréttaþjónusta nútím- ans ætti mikinn þátt í þvf að auka á spennu og ala á tor- tryggni. Hvar sem einhver átök væru hópuðust fréttamenn að og oft liti helzt út fyrir í fréttum blaða og útvarps að mannkynið gerði ekkert annað en jagast og berjast. Slikur fréttaflutningur væri sizt til þess fallinn að auð- velda samninga og skapa gagn- kvæmt traust milli þjóða. Var látín í Ijós sú ósk, að fréttastof- ur, blöð og útvarp viidu draga úr æsifréttum í sambandi við eins alvarlegt mál og Genfarsamning- arnir eru og raunar allir samn- ingar, sem að þvi miða aö draga úr viðsjám manna eða þjóða á milli. □------ Gú skoðun var almennt rikjandi meðal eðlisfræðinganna, sem þarna voru staddir, að þeir bæru að vissu Ieyti ábyrgð á því, að nú væri hægt að útrýma mann- kýninu að mestu leyti á nokkrum klukkustundum. Á uppgötvunum þeirra byggist nú það ægilega vald sem stjórn- málamenn og hershöfðingjar hefðu i höndum sér og gæti hve- nær sem væri leitt til tortíming- ar. Vegna þessarar þungu ábyrgð ar telja þessir sömu menn sér nú skylt að gera allt sem i þeirra valdi stendur til þess að koma i veg fyrir að orkan verði notuð til tortimingar. Eina ráðíð til þess telja þeir að byggja upp nýjan og betri heim. Þegar rætt er um framtiðina á slikum grundvelli er eðlilegt að menn geri sér grein fyrir því hversu munurinn á kjörum mann- kynsins er gífurlegur. Mikill hluti mannkynsins getur aldrei borðað sig saddan, hlýtur enga menntun, fer á mis við læknis- hjálp og skortir húsnæði. Heil- brigðismál heimsins eru enn mjög skammt á veg komin. í 12 Afrikulöndum er aðeins einn læknir á hverja 20.000 ibúa og i einu landi eru 70.000 íbúar á hvern lækni. í Asiu eru sums staðar 60.000 ibúar á hvern lækni. Ef þessi 12 áðurnefndu Afriku- lönd gætu útskrifað 1000 lækna á ári næstu 20 ári'n myndu samt verða 10.000 ibúar á hvern lækni. Eins og sakir standa er alls ekki um að ræða að útskrifa nema 500 lækna á ári i þessum löndum. Útbreiðslu farsótta er oft ekki hægt að hefta sökum skorts á fjármagni og ekki bætir það úr skák að Kina er ekki með i al- þjóðlegu samstarfi. í sumum löndum eru allt að 90% af fullorðnu fólki ólæst og óskrifandi. í 43 löndum Afriku, Asiu og Suður-Ameriku eru um það bil 880 milljónir íbúa, þar af er rúmlega 600 milljóriir eldri en 15 ára, ólæsir. í 15 Asiulöndum eru 87 milljónir barna, sem ekki njóta neinnar kennslu og 65 mill- jónir barna í þessum sömu lönd- um hafa ekki full not af þeirri kennslu sem býðst sökum sultar. Þegar staðreyndir eins og þess- ar eru lagðar á borðið er ekki að undra þótt visindamenn margra landa telji það skyldu sína að benda þjóðum og rikisstjörnum á, að allri þessari neyð mætti út- rýma ef vigvæðingu væri breytt í afvopnun. — Með þeirri tækni, sem mannkynið ræður nú yfir væri ekki aðeins auðgert að framleiða nægan mai handa öllum íbúum jarðarinnar Það væri auðgert þótt þeir væru helmingi fleiri en þeir eru nú. Enn sem komið er hafa auðlindir hafsins sem matvælaforðabúrs aðeins að mjög litlu leyti verið nýttar en eðlis- og efnafræðing- arnir fullyrtu að þangað mætti um langa framtið sækja gnægð næringarefna svo ekki þyrfti að kviða hungri þótt menn hættu að eyða mannslífum i striði. Það sem gert er eins og stend- Síðari grein ur til þess að draga úr neyð i heiminum er sumpart gert af efnuðum þjóðum i Ameriku og Evrópu sumpart fyrir milli- göngu Sameinuðu þjóðanna. Að- stoð Sameinuðu þjóðanna virðist hafa gefið bezta raun, þar eð hún er veitt af hlutlausum aðila, sem ekki þarf að hugsa um þarf- ir annarra en þeirrar þjóðar, sem aðstoðina hlýtur. Aðstoð frá efn- uðum stórveldum hefur þann annmarka að hætt er við, að sá sem við hjálpinni tekur verði beinlínis eða óbeinlínis háður gefanda, en það er allra hluta vegna mjög óheppilegt. □------ eftir Ólaf Gunnarsson sálfræðing \ ðstoð við vanþróaðar þjóðir. er J á ýmsan hátt vandasöm i framkvæmd jafnvel þótt fé sé til reiðu. Þessar þjóðir eru nú komnar á það stig, að þeim er orðið ljöst, að það er ekki neitt náttúrulögmál að þær svelti og þær vita að aðrar þjóðir lifa í allsnægtum. Þetta er eitt af því, sem um langan aldur verður or- sök spennu í heiminum og engin leið er til að afstýra henni nema sú, að sjá um að ^llir fái nóg að borða og hljóti aðra Ólafur Gunnarsson. möguleika til að lifa þvi, sem kallað er mannsæmandi líf. Tal- ið er að þessu marki verði að- eins náð með því að auka mat- vælaframleiðsluna i vanþróuðu löndunum til mikilla muna, og auka viðskipti milli hinna ýmsu hluta heims sem mest. Enn sem komið er hafa van- þróaðar þjóðir aðeins að sára- litlu leyti tekið vísindin í þjón- ustu sina. Bandariskur prófessor sagði mér sem dæmi um sóun andlegra verðmæta, að i flestum löndum Suður-Ameriku væru há- skólakennarar svo illa launaðir, að þeir yrðu að vinna aukastörf til þess að geta lifað. Afleiðingin af þessu væri sú, að ekkert þrek yrði aflögu til visindaiðkana en það drægi svo aftur úr eðlilegri þróun þjóðfélaganna. Oft vill það við brenna i hjálp- arstarfi því, sem unnið cr í van- þróuðu löndunum að ekki er hugsað nóg fyrir framtiðinni en reynt að ná einhverjum stundar- árangri sem er meira til að sýn- ast en vera. Einkum hefur sú að- stoð sem ekki er veitt fyrir milli- göngu Sameinuðu þjóðanna þótt bera merki þessa. Ef freista skal þess að ala mannkynið upp til friðar i fram- tiðinni dugir ekki að kasta hönd- unum til þeirra áætlana, sem gerðar kunna að verða til þess að draga úr spennu og tryggja öryggi. Eins og stendur verður bilið milli hins ólæsa manns í van- þróuðu landi og borgarans i vel- ferðarrikinu æ stærra. Vísindin hafa valdið byltingum í mörgBm þjóðfélögum og skólarnir verða að breyta ýmsu af þeim sökum, sumu til mikilla muna eins og kennslu í liffræði, eðlis- og efna- fræði og félagsfræðum. Ef unþ lingarnir eiga að geta farið út í þann heim, sem biður þeirra verða þeir að hafa al! staðgóða þekkingu á sjálfum sér 02 um- 'nverfi sinu. Maðurinn verður að gera sér grein hvar hann á heima í umhverfinu. Hann má ekki láta þvinga sig inn í neitt ákveðið, það verður að ala hann þannig upp, að hann geti valið og hafn- að í samræmi við hæfileika sína og áhugamál, Æsku framtíðarinnar verður að ala upp í anda sáttfýsi og friðar. Mennirnir verða að læra að virða hverjir aðra hvaða hörund-dit sem þeir kunna að hafa, hvaða atvinnuvegir, sem þeirra bíða. Hvaða menningararfi sem þeir kunna að byggja á og hversu fá- ránlega drauma sem forfeður þeirra kann að hafa dreymt um upphefð ákveðinna þjóða á ann- arra kostnað. í þessu sambandi er það með- al mikilvægustu mála, að tækni- menntuðu þjóðirnar færi ekki hinum vanþróuðu allan þann fróðleik, sem orðið hefur til þess að vekja missætti i gamla heim- inum. Sú mannkynssaga sem r-tuðlar að striði er slæm saga, ikfnvel þótt hún sé viðurkennd af sagnfræðingum. Menningar- sagan hlýtur að lcysa striðs- söguna af hólmi að mestu leyti a. m. k. unz mannkynið er kom- ið á það stig, að það getur notað striðssöguna eins og við notum nú ævintýri um útilegumenn og ýmsar huldar vættir. Enn sem komið er virðist fólk hvarvetna um heim vera reiðu- búið til að gera frekar ráð fyrir því ncikvæða en þvi jákvæða i fari þeirra sem það þekkir ekki. gandarískur prófessor sagði frá rannsókn í Bandarikj- unum sem studdi þessa skoðun. Bandarískir stúdentar fengu lista með nöfnum ýmsra þjóða og áttu þeir að gera grein fyrir því hvort þeir gætu hugrað sér þessar þjóðir sem nábúa jafnvel sem fjölskyldumeðlimi. Á listunum voru auk fjölda annarra, nöfn þriggja þjóða sem ekki eru til. Aðeins örfáir stúdentar iýstu því yfir, að þeir gætu ekkert um þessar þjóðir sagt, þær væru þeim með öllu ókunnar. Flestir létu hins vegar í ljósi ógeð á þeim og fundu þeim flest til for- áttu, t. d. var þess getið, að þessar þjóðir myndu sennilega vera fjandsamlegar Bandarikja- mönnum, sumir töldu að þær byggju við kommúnistisk stjórn- skipulag 0. s. frv. Þegar svona niðurstöður liggja fyrir eftir athugun á stúdentum hljóta menn að spyrja hvers er þá að vænta af öðrum? Flestir munu úr sinu eigin umhverfi '■ækkja einliver dæmi um hleypi- dóma, sem leiða til neikvæðra athafna, en baráttán við hleypi- dómana er einmitt einn liðurinn í þvi að gera heiminn betri en áð- ur og getur hver sem er unnið að því hver á sinum vettvangi. Hvatt var til þess á Pugwash- ráðstefnunni að skipulagðar yrðu a. m. k. fjórar ráðstefnur vís- indamanna, sem fjölluðu um upp- eldismál. Skyldu menn á þessum ráðstefnum reyna að marka aðal- stefnuna í uppeldis- og fræðslu málum framtiðarinnar. Það má geta þess, að af 6 mönnum sem aðallega unnu að því að semja yfirlýsingu um uppeldismál voru tveir, sem únn- ið höfðu við að finna upp fyrstu kjarnorkusprengjuna og sá sem mestan þátt átti í þvf verki var ritari þessarar nefndar. '□----- V/afalaust tefur það fyri’r ai- ' mennri afvopnun að allur almenningur hefur á því bjarg-, fasta trú, að þótt heimurinn far- ist að mestu leyti þá muni þeir sjálfir og þeirra nánustu ein- hvern veginn komast af. Þetta er hin mikla lifslygi, sem menn bregða fyrir sig og telja sér trú um að hættan sé ekki eins mikil og hún raunverulega er. Þeir Framhald á bls. 10. Leikhúsmál hefja göngu sína á ný Um siðastliðna hclgi hóf nýtt iistatímarit göngu sína í Reykja- vk. Er það tímaritið Leikhúsmál, sem þannig hefur göngu sina í annað sinn, en það kom áður út i 10 ár f umsjá og eigu Haralds Björnssonar á timabilinu 1940— 50. Þá tók Þjóðleikhúsið til starfa, og þar sem Haraldur var fastráðinn leikari þar og þar að auki f þjóðleikhúsráði, treysti hann sér ekki til þess að halda út blaði, sem hlaut að gagnrýna sýn- ingar leikhússins. Tók Haraldur nærri sér að þurfa að hætta út- gáfu blaðsins, sem siðan hefur legið í dvala í 13 ár. AÍ5 endurútgáfu Leikhúsmála stendur hópur ungra manna, sem skipta þannig með sér verkum: Ritstjórn annast Ólafur Mixa, Oddur Björnsson og Þorleifur Hauksson, framkvæmdastjórn ann- ast Gísli Alfreðsson og Klemenz Jónsson, auglýsingastjóri og um- brotsmaður er Garðar Gíslason og ljósmyndari Andrés Kolbeinsson. Fyrsta tölublað Leikhúsmála í hinum nýja búningi er bæði stórt og mjög vandað að öllum frá- gangi, 64 blaðsiður i stóru broti, birtir mikið af myndum og prent- að á vandaðan pappír. Af efni blaðsins má nefna grein um Har- ald Björnsson og Leikhúsmál, Sveinn Einarsson ritar um Andorra og Eðlisfræðingana og viðtal er við Sigurð Róbertsson. Þá cru í blaðinu allmargar greinar,. sem snerta gagnrýni, viðtöl eruvið all- marga leikhúsmenn um það hvernig gagnrýnandi eigi að vera, leikdómar um frumsýningar i Reykjavfk og grein sem nefnist Gagnrýni gagnrýnd. Sigurður Grímsson ritar greinina Leiklíst á liðnum árum, þá er utvafþsgagn- rýni, þáttur um kvikmyndir og síðast en ekki sízt leikritið Saga úr dýragarðinum eftir Edward Albee i íslenzkri þýðingu Thor Vilhjálmssonar. Útkoma nýs listatímarits i Reykjavík er viðburður, sem vert er að veita fyllstu athygli, og er ó- þarft að eyða orði að þvf, hve mikið gagn slikt rit getur unnið islenzkri lciklist. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.