Vísir - 22.03.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 22.03.1963, Blaðsíða 16
 Myndlmar af slysinu á Laugaveginum tók Bragi Guðmundsson ljósm. Vísis. Hér andi á götunni fyrir framan bílinn. VISIR Föstudagur 22. marz 1963. Götumar eiga ekki að vera Sagði móðir 5 óra dreags, sem varð fyrir bíl Við höggið mlssti Viðar litii skóna af fótum sér og lágu þeir undir miðjum bfl rétt framan við afturhjólin. Um hálfáttaleytið í gærkvöldi varð umferðarsiys innst á Lauga- veginum, sem leit mjög alvarlega út um tíma, en vonir til að betur rætist úr en á horfðist í fyrstu. Þama varð 5 ára drengur fyrir bif reið og iiggur hann nú i barna- deild Landakotsspítala. Meiðsli hans voru enn ekki að fullu rann- sökuð f morgun. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk hjá umferðardeild rann sóknarlögreglunnar í morgun hafði leigubifreið verið á leið austur Laugaveginn um kl. 7,30 í gær- kvöldi. Bílstjórinn telur sig hafa ekið með 30-35 km. hraða þegar hann var kominn rétt austur fyrir Laugarnesveginn kvaðst hann skyndilega hafa orðið var drengs sem kom á harðahlaupum frá hægri og hljóp skáhallt austur yfir Laugaveginn. Bílstjórinn taldi sig ekkert hafa getað gert annað en hemla, en það dugði þó ekki til. Drengur- inn skall á miðjum framenda bíls- ins, lítið eitt þó til hægri. Segir bdstjórinn að sér hafi virzt sem drengurinn bærist spottakorn með bílnum, eða þar til bíllinn stöðvað- ist til fulls. Þá kastaðist drengur- inn af bílnum og framfyrir hann, þannig að hann lá á að gizka 4-5 metra fyrir framan bílinn þegar bílstjórinn kom út. Hinsvegar lágu báðir skór drengsins undir — því sem næst miðjum bílnum. Drengurinn virtist ekki mikið slasaður, hann hafði fulia meðvit- und, en grét beisklega. Ytri áverk ar á honum voru ekki miklir, en nokkrir samt á höfði hans, bæði á hvirfli og aftan við eyrun. Hins vegar var hann mjög fölur að sögn lögreglunnar, daufur í dálkinn og miður sín á meðan hann beið í slysaýarðstofunni í gærkvöldi. Eins og venja er, þegar um mik- il höfuðhögg er að ræða, var dreng urinn fluttur í sjúkrahús að frum rannsókn lokinni í slysavarðstof- unni í gærkvöldi. Hann liggur nú í barnadeild Landakotsspítala og þar verður jafnframt rannsakað hvort um innvortis meiðsli kunni að vera að ræða. Um tíu leytið í morgun var ekki byrjað á þeirri rannsókn, en hjúkrunarkona i spít alanum taldi að drengnum liði þá eftir öllum vonum. Hinn slasaði drengur heitir Við- ar Guðjohnsen, sonur Grétu og Framhald ’á bls 5 Fólk streymir að. Bílstjóri sem kom að fór úr jakkanum og lagði hann yfir drenginn til að hlýja honum. Likamsárás kærð í nótt kom allblóðugur maður inn í lögreglustöðina og kærði yfir því að á sig hafi verið ráðizt rétt áður í Austurstræti og verið barinn nið- ur. Þetta atvik mun hafa skeð rétt fyrir kl. 4 í nótt. Maðurinn, sem kærði árásina var áberandi ölvað- ur. og gat enga Iýsingu gefið á þeim, sem á hann réðist. En hann kvaðst hafa verið á gangi í Aust- urstræti þegar skyndilega var ráð- izt á hann af ókenndum manni ðg hann sleginn niður. Maðurinn var mjög blóðugur í andliti og flutti lögreglan hann í slysavarðstofuna, þar sem gert var að meiðslum hans en að því búnu var hann fluttur heim til sín. Skömmu síðar barst lögreglunni kæra um hávaða og ærsl í Aust- urstræti. Sendi hún menn á vett- vang, en þegar þeir komu á staðinn I voru ærslabelgirnir allir á bak og burt. sést Viðar litli liggj- Eftir tvö ár býr enginn í herskálum / REYKJA VÍK Á næstu tveimur ár- um verður öllum her- skálaíbúðum útrýmt í Reykjavík, samkvæmt áætlun um útrýmingu heilsuspillandi húsnæð- is, sem borgarstjórn Reykjavíkur ræddi á fundi sínum í gær. Reykjavíkurborg mun byggja eða kaupa 168 íbúðir á þessum tíma og leigja þær þeim, sem ekki hafa sjálfir aðstöðu til að byggja eigin íbúð- ir. Sennilega verður keypt hús með 48 íbúð- um við Kaplaskjólsveg, 12 hæða hús með 68 íbúð um við Austurbrún og 54 íbúða bygging í þriggja hæða fjölbýlis- húsi við Kleppsveg. Loks verður veitt lán til þeirra, sem búa í óvið unandi húsnæði, en eiga eigin íbúðir í byggingu og vantar fé til að ljúka framkvæmdum. Framkvæmdir þessar munu kosta um 75 millj- ónir króna og hefur fjár- magn til framkvæmd- anna verið tryggt. Gísli Halldórsson, einn af borgarfulltrúum Sjálfstæöis- Framh ->is 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.