Vísir - 22.03.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 22.03.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Föstudagur 22 maiz '1963. Skipstjórinn á Macbeth spyrst fyrir um O. Fiagherty Brefinn — ------------------ Framhald at bls. 1. til lögreglunnar og taldi að maður þessi myndi hafa komið í gær inn í verzlun þar sem hún vinnur og boðið páskaegg til sölu. Hinsvegar telur skipstjórinn á togaranum að þetta geti ekki hafa verið sinn togarasjómaður, heldur skipverji af öðrum togara, sem líka var staddur I Reykjavíkurhöfn. Sézt hafði til O. Flagherty niður við höfn, og þá mjög drukkinn. Var þýzkur togari þá að láta úr höfn og þótti hugsanlegt að hann myndi hafa farið þangað um borð og síðan út með togaranum. Átti að hafa samband við þýzka tog- arann fyrir hádegið í dag og ganga úr skugga um hvort maðurinn væri þar, en ef svo væri ekki þá að gera ráðstafanir til að láta slæða eða kafa. Þegar Vísir hafði samband við umboðsmann togarans, Geir Zoega, rétt fyrir hádegið í morg- un, sagðist hann hafa gert ráð- stafanir til að fá froskmann til að kafa eftir hádegið í dag. Aðstæður VEéru að vísu slæmar vegna þess hve sjórinn væri gruggugur og dimmur eftir hvassviðrið. Um togarann Machbeth er það að segja, að hann bíður hér. eftir þrem hásetum sem koma hingað flugleiðis frá Englandi. Berskálar — Framhald af bls. 16. flokksins, gerði grein fyrir þess- um tillögum og áætlúnum á borgarstjórnarfundinuni í gær. Fulltrúar minnihlutans ,sem töl uðu lýstu allir ánægju sinni með þessa áætlun, töldu að hér væri um stóran áfanga í byggingar- málum höfuðborgarinnar • að ræða. f áætluninni er gert ráð fyrir að aldrað fóik njóti , nokkurs híuta þeirra íbúða, sem byggðar verða eða keyptar, einkum á neðstu hæðum hússins, sem byggt verður við- Austurbrún. Gísli Halldórsson sagði í ræðu sinni, að herskálum hefði fækk- að ört á undanförnum árum, svo að nú væri b"'ð að rýma 80% allra ibúða i herskálum. Hefði Re^ykjavíkurborg Iagt fram mikið fjármagn til að aðstoða fólk við að eignast eigin íbúðir, enda hefði það verið stefna borgarstjórnarinnar að sem flest ir kæmu eigin þaki yfir höfuðið. Þegar búið væri að byggja Álfta mýrarhúsin myndi Reykjavíkur- borg vera búin að veita um 125 milljónir króna á fáeinum und- anfömum árum, til að uppræta heilsuspillandi húsnæði. Alis verður því borgarsjóður búinn að veita 200 millj. króna til út- rýmingar herskálum og heilsu- spillandi húsnæði, þegar fram- kvæmd umræddrar áætiunar er lokið, eftir tvö ár. Af hálfu minnihluta borgar- stjórnar tóku til máls Guðmund- ur Vigfússon, Einar Ágústsson, Soffía Ingvarsdóttir og Alfreð Gíslason. Lýstu^ þau ánægju sinni yfir áætluninni, þar sem nauðsynlegt hefði verið að út- rýma heilsuspillandi húsnæði í borginni. Þá sagði borgarstjórinn, Geir Hallgrímsson nokkur orð. Hann vék að þeim ummæl- um Guðmundar Vigfússonar, að meirihluti borgarstjómar hefði hingað til ekki viljað fallast á að byggðar væru leiguíbúðir í þvi skyni að útrýma með þeim heilsuspillandi húsnæði, en nú hefði meirihluti borgarstjómar skipt um skoðun i þessu efni. Borgarstjórinn kvað þetta vera misskilning hjá Guðmundi. Meirihluti borgarstjórnar hef- ur aldrei sagt að hann væri and- vígur byggingu leiguíbúða í þessu skyni, sagði borgarstjór- inn, en hann hefur verið ein- róma fylgjandi þeirri stefnu, að þetta vandamál yrði, að sem allra mestu leyti, ieyst með því að þeir, sem byggju í óviðun- andi húsnæði fengju tækifæri til að koma upp eigin húsnæði. Árangurinn af þeirri stefnu er, sagði borgarstjórinn, að 80% ! þeirra, sem búið hafa í herskál- um, á undanförnum ámm, eða siðan 1957, hafa nú flutzt í eig- in húsnæði, og væru meðal þeirra mjög margir, sem flutzt hefðu f húsnæði, sem borgar- stjórnin lét byggja og seidi sið- an. Loks sagði borgarstjórinn, að það væri stefna Sjálfstæðis- flokksins, nú sem fyrr, að sem flestar fjölskyldur gætu átt sitt eigið húsnæði, og að aðstoð hins opinberra komi ekki til fyrr en geta einstaklinganna þrýtur. Brunar — kom í ljós, að þarna vantar vatn til slökkvistarfsins. Einn brunahani er þarna skammt frá og voru slöng- ur tengdar við hann, en vatnið er lítið, þar sem það er tekið úr litlu vatnsbóli þarna. Varð að gripa til þess ráðs að flytja vatn í striga- belgjum á staðinn frá Hafnarfirði. Það er allalvarlegt mál hve erfitt er að fá vatn til slökkvistarfa í byggðinni kringum Silfurtún, því að þar eru mörg timburhús. Enn fremur myndi vera vöntun á vatni ef eldur kæmi upp við Vífilsstaði. í Silfurtúni er þó verið að vinna að endurbótum og leggja allgott vatnskerfi og brunahana um byggð ina. Það er af húsinu Brautarholti að segja, að slökkviliðinu tókst loks að slökkva eldinn, en þá var húsið ónýtt, svo að ekki þarf að selja það til niðurrifs. Slysið — Framhald af hls 1 hreppi, en hús þetta er við Hafn- arfjarðarveginn milli Vífilsstaðaaf- leggjarans og Álftanessafleggjar- ans. Það er að segja af eldinum í bátnum, að hann var í vélarúmi hans og tókst fljótlega að slökkva hann. Bruninn f húsinu var alvarlegri. Að vísu var þetta gamalt forskallað hús, sem Garðahreppur hafði ný- lega keypt til niðurrifs og stóð mannlaust. En hitt var alvarlegra, að það er sannað að börn voru þar á ferðinni með eldspýtur og höfðu kveikt í húsinu. Er þetta í annað skipti á einu ári, sem börn kveikja í húsi í grennd við Silfurtún. Hitt var líka alvarlegra, að það Framhald af bls. 16. Péturs Guðjohnsens í Hátúni 6. Hann er fæddur 14. jan. 1958 og er því nýlega orðinn 5 ára. ,1 Vísir átti í morgun stutt samtal við frú Grétu, móður Viðars litla. Hún sagði að Viðar litli hefði farið í bíó síðdegis í gær ásamt eldri bróður sínum, sem er 10 ára og hafi þeir verið að koma þaðan þeg ar slysið varð. — Ég vissi ekkert um slysið, sagði frú Gréta, fyrr en bróðir hans kom heim og sagði mér frá þvíf Mér brá ákaflega og hljóp strax á slysstaðinn. Hann lá þar þá ennþá, en svo fór ég með hon- um í sjúkrabílnum upp í slysa- varðstofuna. — Ég hef verið miður mín síðan bætti frú Gréta við, ég gat lítið sofið í nótt og treysti mér ekki að fara til vinnu í dag. Ég er sjokker uð ennþá. En ég vona að það ræt- ist vel úr þessu og að drengur- inn minn sé ekki mikið slasaður. Læknar segja að hann hafi fengið þungt höfuðhögg, en telja þó að hann sé ekki höfuðkúpubrotinn. Ég hringdi upp í Landakotsspítala í morgun og mér var sagt að Viðar litli væri vakandi og liði sæmi- lega. Vísir spurði frú Grétu hvort hún vildi segja nokkuð fleira í sam- bandi við þetta slys. Hún kvaðst vilja segja það eitt að göturnar væru alltof hættulegar fyrir börn. Þær væru ekki hinn rétti vettvang ur fyrir þau, enda hafi það komið berlega í ljós með þessu slysi í gærkvöldi. Burmeister — Framh at bls. 1. kom það glöggt fram, að aðalorsök brunans var hið mikla olíumagn, sem hafði runnið út í kvíifa. Hitt er ekki fullkomlega ljóst, hvernig eldur komst í olíuna. Erlingur Jónsson stýrimaður á Gullfossi skýrir frá þvi að þegar uppvíst hafi orðið á sunnudaginn að olía. hafi verið komin f kvina hafi hann gefið áhöfninni fyrirmæli um að vera ekki með eld og enn fremur bannað að kasta nokkru út fyrir borðstokkinn. Þá hafði hann rætt um hættuna við fulltrúa skipa smíðastöðvarinnar og höfðu þeir heitið þvi að framkvæma nauðsyn- legar öryggisráðstafanir. Þar að auki hafði hann sett fastan bruna- vörð meðal áhafnarinnar. Það þykir einna líklegast, að eld- urinn hafi kviknað í út frá koks- ofnum, sem settir höfðu verið und- ir skipið til að varna því að vatn frysi i botntönkum, en ekki er það þó öruggt þar sem því er haldið fram að búið hafi verið að slökkva á þeim. Enn fremur var því haldið fram, að háseti á Gullfossi hafi unn ið með gaslampa við skipið, en þvi ér haldið fram að búið hafi verið að slökkva á honum 1 y2 klst. áður en eldurinn kom upp. Þá er upp- MINNING Ragnar H. B. Kristins- son framkvæmdastjóri Fæddur 17. febrúar 1906 Dáinn 15. marz 1963. Lífið gengur sinn gang — og vinur minn allur — horfinn í bili. Um ættir Ragnars munu aðrir greina, en hann var af traustum stofni í báðar ættir. Það er margs að minnast frá fyrstu kynnum í Rafmagnsverzlun Jóns Sigurðssonar. Var bókhaldari þar um skeið, síðan aðaldriffjöðrin í umfangsmiklu fyrirtæki föður síns og eftir lát hans tók hann ásamt bróður sínum við rekstrin- um öllum og farnaðist vel, eins og allt, sem hann tók að sér. Ragnar er mér fyrst og fremst minnisstæður haustið 1928, er ég byrjaði í leikfimisflokki í Glímufé- laginu Ármann — hann var fyrir- liðinn — alltaf fremstur og allir félagarnir, sem fyrir aftan stóðu, lærðu af honum prúðmennsku og háttvísi. Ef einhver óhöpp, veik- indi, slys eða annað kom fyrir hjá kunningjunum, þá gekk hann fram fyrir skjöldu, en hinir komu á eftir, að öðrum ólöstuðum. Einn úr þess- um vinahóp sagði við mig eftir Iát hans, að hann myndi leggja á sig að bera hann til hinztu hvíldar hvaðan sem væri af Iandinu, enda var hann með afbrigðum vinsæll og hrókur alls fagnaðar í vinahóp, enda veit ég og að aldrei féll skuggi á'vináttu okkar gömlu fé- laganna í leikfimisflokki Ármanns. Ragnar, ég þakka þér vináttuna og Ieyfi mér að mæla fyrir munn gömlu félaganna á sama hátt. Eftirlifandi eiginkonu og börnurn votta ég dýpstu samúð. Ragnar heldur áfram að gera garðinn frægan. Hann gengur fyrst- ur. Guðm. Kristjánsson. lýst að starfsmenn Burmeister og Wain voru að vinna við logsuðu um morguninn og enn væri sá möguleiki fyrir hendi að einhver hefði af mistökum kastað logandi sígarettu niður. ' Viggo Maack'verkfræðingur, um- boðsmaður Eimskipafélagsins háfði strax talað við yfirverkfræðing Burmeister og Wain þegar hann frétti að olían hefði runnið út. Sagði hann að yfirverkfræðingur- inn hefði viðurkennt að sökin væri skipasmíðastöðvarinnar og hefði hann fallizt á að stöðin yrði að taka á sig kostnað við hreinsun olíunnar úr kvínni. Enn hefur skaðinn ekki verið met inn til fulls, en Iauslega er áætlað að hann némi 6—8 milljónum danskra, króna, eða allt upp undir 50 milljónir íslenzkra króna. Sjóslys — Framhald af bls. 1. upp. En þá var skipstjórinn sjálf ur uppgefinn og sökk í sjóinn. En öðrum skipverjum sem kom- ust í björgunarbátinn tókst að draga hann upp á línunni og þannig að bjarga honum. Öll skiphöfnin héls sér uppi með sundi í sjónum og sýndu þeir mikið þrek, sérstaklega einn skipverjanna Óskar Þórarinsson, sem hafði rekið langt frá gúmmí bátnum, en tókst að synda að honum. En loks voru það þó aðeins átta skipverjar, sem höfðu komizt upp f gúmmíbát- inn, tveir voru týndir. Skipbrotsmennirnir tóku nú fram neyðarblys, sem geymd eru í gúmmíbátnum og kveiktu á þeim. Bar það þann árangur að skipverjar á bátnum Halkí- on, sem var þárna skammt frá urðu neyðarblysanna varir. Þeir sendu þegar út neyðarkall gegn- um radiötækin og sigldu á slys- staðinn. — Voru þeir innan skamms komnir að gúmmíbátn- um og björguðu skipsbrotsmönn unum. Þetta er í þriðja skiptið sem skipshöfnin á Halkíon er svo gæfusöm að bjarga skipbrots- mönnum, hitt var björgun skips manna af Blátindi og Bergi frá Vestmannaeyjum. Þá má og geta þess, að í gær urðu skip- verjar á Halkíon þess varir að eldur var kominn upp f bátn- um Tjaldi í Vestmannaeyja- höfn og vegna þess hve fljótt þeir urðu eldsins varir tókst að slökkva hann áður en meira tjón hlytist af. Nú leita sem fyrr segir, 16 bátar á slysstaðnum að þeim tveimur mönnum sem týndir eru og auk þess Douglas-flug- vélin Glófaxi frá Flugfélaginu. Með flugvélinni eru Karl Schi- öth, flugstjóri og Geir Gísla- son aðstoðarflugstjóri og fimm menn frá Landhelgisgæzlunni, þeirra á meðal Garðar Pálsson, sjóliðsforingi, og Guðjón Jóns- son flugstjóri. , Erlingur IV. var einn af Svi- þjóðarbátunum, byggður 1947 úr eik. FÉLAGSIÍF Ármenningar! Skiðafólk! Farið verður í Jósepsdal n.k. laugardag. Nógur snjór og brékk- ur við állra hæfi. Ódýrt fæði á staðnum. Farið frá BSR kl. 2 og 6 Stjórnin. Jarðarför VALTÝS STEFÁNSSONAR ritstjóra fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 23. marz kl. 10.30. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Aðstandendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.