Vísir - 22.03.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 22.03.1963, Blaðsíða 7
V1SIR . Föstudagur 22 marz 1963. «' Hvenær hin mikla vísindalega 1« orðabók yfir seinni tíma ís- *■ lenzku kemur út, veit enginn ennþá. Það er Háskóli íslands / sem stendur að henni, enda i ■* mæltu máii kölluð orðabók Há- .* skólans. Undirbúningur að *• henni hófst veturinn 1944—45, ■“ og síðan má heita að unnið hafi !■ verið óslitið að henni. Oftast í hafa þrír fastráðnir menn starf- «■ að við orðabókina, en ádráttur ;« hefur fengizt um það að vinnu- «; aflið verði aukið og verkinu !■ þar með hraðað. jí Vísir leitaði á fund dr. Jak- -obs Benediktssonar forstöðu- J* manns Orðabókarinnar til að fá ■I hjá hontftn ýmsar upplýsingar «: um hana og hvernig starfið gengi í heild. M. a. um það hvenær líkur væru fyrir því í* að útgáfan sjálf gæti hafizt. ;! — Því get ég ekki svarað, í; sagði dr. Jakob. Það fer fyrst og fremst eftir starfsliðinu. Fram til þessa höfum við verið «: liðfáir, fyrst aðeins einn maður, Árni Kristjánsson cand. mag., ■: en frá 1947 höfum við starfað !■ að henni þrír, og núna eru það % auk mfn þeir Ásgeir Blöndal «; Magnússon cand. mag og Jón :■ Aðalsteinn Jónsson cand. mag. •1 Föstu starfsliði hennar hefur «: ekki fjölgað síðan, við bindum hins vegar nokkrar vonir við ■: það að eitthvað rætist úr í því I; efni og höfum m. a. fengið á- drátt um að það verði gert. «; Auk fastaliðsins hafa einkum stúdentar og kandidatar haft Iausavinnu á stundum við að «: skrifa seðla o. fl. Það hefur far- ;« ið eftir peningagetu hverju sinni. -— Hvað hafa fjárframlög ;« verið mikil til orðabókarinnar «: frá upphafi? :• — Þáð Var Sáttmálasjóður ■I sem veitti fé til fyrstu undir- «: búningsvinnunnar, og síðan ;« hefur hann tekið meiri eða ■: minni þátt í kostnaðinum ásamt I* ríkissjóði. Síðustu árin hefur Sáttmálasjóður greitt 100 þús. kr. á ári til orðabókarinnar, en ;« ríkissjóður 225 þús. kr. ■; — Ná verkefni orðabókarinn- ar einvörðungu yfir síðari tíma *. íslenzku? ■ »; — Orðabók Háskólans er ;■ ætlað að vera söguleg orðabók íslenzkrar tungu' frá upphafi. ■; Hins vegar skal þess getið að / hún mun styðjast við orðabók J. þá, sem Árnanefnd í Khöfn «; vinnur að um þessar mundir ;« yfir fornmálið, eða þar til ' fyrsta bók er prentuð á ís- •; lenzku, sem varðveitzt hefur, ;« sem var Nýja testamenti Odds *; Gottskálkssonar. Söfnun til J; orðabókar Háskólans hefst með ;í þeirri bók, en samanlagt eiga «; þessar orðabækur að ná yfir ;« sögu íslenzkrar tungu frá upp- ■; bafi ritaldar. Orðasöfnun og J; öðrum undirbúningi að orðabók ;. Árnanefndar munu nú nær eða •; algerlega lokið og má gera ráð ;■ fyrir að útgáfa hennar hefjist áður en langt líður. Hún verður J; margra binda verk. J. — !• hverju er undirbúnings- .; starfið að orðabók Háskólans ;« einkum fólgið? — Fyrst og fremst ýtarlegri .; orðtöku á íslenzkum ritum allt ;« frá upphafi prentaldar og fram ■; á þennan dag, en líka söfnun .; orða og orðtækja úr mæltu máli ;« alþýðunnar, sem víðast að af •; landinu. ;■ — Er það síðarnefnda ekki ;! meiri erfiðleikum bundið? •; — Jú vissulega. í því efni ;« er mestallt undir alþýð- >; unni sjálfri komið hvernig |; hún bregzt við. En hún hefur sýnt þar lofsverðan skilning og okkur hvaðanæva af landinu 2T> og 30 þúsund seðlar yfir orð, sem almenningur hefur sent okkur hvaðanæva af landinu. Þetta hefur langsamlega mest borizt í sambandi við íslenzku- þætti Ríkisútvarpsins, sem starfsmenn orðabókarinnar hafa haft með höndum um nokkur undanfarin ár. Með þessu fáum við jafnframt merkilegar upp- lýsingar um útbreiðslu orða og mállýzkumun eftir héruðum. Þessi atriði eru okkur þeim mun kærkomnari sem al- gerlega vantar skipulegar rann- sóknir á orðaforða ( mæltu máli. íslendinga. Þess má reynd ar geta að dr. Björn M. Olsén ferðaðist um landið fyrir sið- ustu aldamót til að safna orðum úr mæltu máli. Frumheimildir að þessari söfnun, sem eru vasabækur dr. Björns, eru nú í vörzlu orðabókarinnar. Annað stórt og gott safn höfum við að láni, en það eru orð sem Þórbergur Þórðarson rithöfundur safnaði á nokkru árabilj á 3ja tug aldarinnar. Bæði þessi söfn hafa að meira eða minna leyti verið hagnýtt í . orðabók Sigfúsar Blöndals, Starfsmenn orðabókar Iiáskólans talið frá vinstri: dr. Jakob Benediktsson forstöðumaður, Jón Aðal- steinn Jónsson og Ásgeir Blöndal Magnússon. Orðabók Háskólans einkum orðasafn Björns Ólsens, en Þórbergur bætti mjög við sitt orðasafn eftir að orðabók- Blöndals kom út. Auk þessara tveggja safna úr samtímamálinu er til allmikið af orðasöfnum í handriti frá fyrri tímum, sum geymd hér heima önnur erlendis. Þeirra merkast er orðasafn Jóns Ól- afssonar frá Grunnavík, sem er i 9 stórum folíobindum, en það hefur orðabók Háskólans nú látið Ijósmynda og fengið ljósmyndirnar í vörzlu sína. Jón byrjaði á orðasöfnun sinni upp úr 1730 og hélt henni á- fram allt til dauðadags. I heild er þetta safn hans geysilegur brunnur um íslenzkt mál fram á hans daga, og það sem mestu máli varðar þó er hans eigið samtíðarmál á fyrri hluta 18. aldar. Annað stærsta orðasafn Is- lendings, sem um er vitað, en þó hvergi eins merkilegt, er safn Guðmundar Ólafssonar fræðimanns, sem lézt í Svíþjóð seint á 17. öld. Þetta safn Guðmundar hefur ekkert verið notað enn sem komið er og er lítt sem ekki kannað. — Þess skal getið að búið er að orðtaka flest þau orðasöfn sem geymd eru í Landsbókasafninu en eftir að orðtaka flest þeirra, sem geymd eru í erlendum söfnum. — En hvernig gengur að orðtaka prentaðar bækur? — Að því hefur vérið unnið óslitið frá upphafi og enn er geysimikið verkefni fram- undan. Við erum þegar búnir að orðtaka allar íslenzkar bæk- ur fram um miðjan síðustu öld, enda eru þær ekki fleifi en svo að tiltækilegt hefur verið að fara yfir þær allar. Við erum líka búnir að orðtaka heilmikið af bókum síðustu 100 ára þó að meiri hlutinn sé þó enn eftir. — Ekki komizt þið yfir að orðtaka allar íslenzkar bækur? — Nei, það er okkur ljóst. Þess vegna höfum við gert bráðabirgðaáætlun um það hvaða bækur við teljum okkur þurfa að orðtaka og hverjum við sleppum. Þar reynum við að fá eins fjölbreytta mynd og tök em á af íslenzku ritmáli. — Orðtakið þið blöð, t. d. dagblöð? — Já, við erum þegar búnir að orðtaka sum gömlu blöðin, þ. á m. meginhluta Þjóðólfs og mörg fleiri blöð. Við tökum líka stikkprufur af dagblöðun- um, enda þótt við höfum ekki neina möguleika á að lesa þau spjaldanna milli. Einmitt blöðin hafa meiri þýðingu fyrir okkur en flesta grunar. Við þurfum að gera okkur grein fyrir hvenær og hvernig ný orð komast inn í málið. Á síðustu áratugum hef- ur orðið gerbreyting í at- vinnuháttum, óg það, ásamt aukinni tæknið orsakar ný heiti á hlutum og vinnuaðferðum, og á þau rekst maður ekki hvað sízt í blöðum og tímaritum. Þessvegna verðum við að lesa þau. Það má e. t. v. segja að orðabók Blöndals hafi mikið mnn> mmmmmmmmmm af orðum úr nútímatækni. En bæði er það að mörg ár eru liðin frá því orðabók hans kom út og fjöldi tækniorða hafa myndast síðan, en líka hitt að hún er eltki" vísindaleg í þess orðs fyllstu merkingu og rekur orðin ekki sögulega, eins og við verðurri að gera. — Hvernig er með nýyrði og nýyrðagerð í málinu? — Orðabókin sem slík fæst ekki við nýyrðagerð. Hins vegar er það orðabókamefnd Háskól ans sem haft hefur yfirumsjón með söfnun og útgáfu nýyrða, jafnliliða því sem henni er ætl- að að hafa ýfirumsjón með orða bók Háskólans. Hafa þegar ver- ið gefin út fjögur hefti af „Ný- yrðum“ og auk þess „Tækni- orðabók11, sem Sigurður Guð- mundsson sá um. Allt það efni sem safnast hefur til þess- arar nota gengur síðan til orða bókarinnar og verður fellt inn í söfn hennar. Sama gegnir um orðasöfnun þá, sem fram hefur farið til útgáfu á viðaukabindi við orðabók Sigfúsar Blöndals. — Er von á nýju bindi af þeirri orðabók? Já, við próf. Halldór Hall dórsson höfum undanfarið unn- ið að viðbótarbindi við hana, sem væntanlega kemur út á þessu ári. Hún verður um 200 síður að stærð í sama broti og orðabók Blöndals, og í henni verða 30—40 þúsúnd orð. — Hvers konar orð eru það? — Það er yfirleitt ný orð, orð sem öll hafa verið tekin úr bókum sém komið hafa út frá því er orðabók Sigfúsar Blönd- als kom út, 1924. Það er engan veginn ætlast til að hún flytji samt heildarsafn nýrra orða í íslenzku máli, en við höfum orð tekið ákveðið úrval af síðustu áratuga bókum og ennfremur það sem við teljum vera Iífvæn Iegt úr nýyrðasöfnum. Allt það efni, sem á þennan hátt hefur verið safnað úr máli síðustu 30-40 ára, rennur til orðabókar Háskólans áður en líkur og er þannig Iétt verulega undir söfn- Framhald á bls. 10. .... .. ............................ Blað úr orðabókarhandriti Grunnavíkur Jóns. Orðabók hans er í 9 þykkum foliobindum og hefur hún verið ljósprentuð til afnota fyrir orðabók Háskólans. 7 ppr. i= L

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.