Vísir - 22.03.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 22.03.1963, Blaðsíða 8
V f S IR . Föstudagur 22. marz 1963. VtSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. 1 iausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Fjöldi framfaramála Á því var vakin athygli hér í blaðinu í gær hve mörg ný og merk stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fyrir þingið að undanförnu. Upp var talinn um tugur þeirra, og er í þeim öllum gert ráð fyrir miklum og marghátt- uðum breytingum til framfara. Tvö þeirra varða sér- staklega efnalega hagsæld ungra sem gamalla lands- manna. Eru það almannatryggingafrumvarpið og frumvarpið um bústaði aldraðs fólks. Bæði þessi frum- vörp fela í sér stórkostlegar hagsbætur fyrir lands- menn frá því sem nú er. Mörg frumvarpanna fjalla um framfarir í atvinnuvegunum og upþbyggingu sér- stakra starfsgreina, svo sem frumvarpið um Iðnlána- sjóð, landakaup kaupstaða og hið væntanlega frum- varp um nýja tollskrá. Þessi frumvörp ríkisstjórnarinnar eru áþreifanleg merki hinnar miklu uppbyggingar sem nú á sér stað á flestum sviðum þjóðlífsins. Þau eru vitni um að hér er í rauninni á ferðinni stórkostleg bylting í félags- og atvinhumálum landsins. Framkvæmdaáæthinin og framkvæmdalánið enska eru tvö önnur dæmi um þessa sömu staðreynd. Þetta sýnir að nú situr að völdum í landinu ríkis- stjórn sem þorir áð stjóma. Því miður hefur tekið nokkurn tíma að vinna upp dáðleysi og afturför þá, sem seta vinstri stjómarinnar hafði í för méð sér. En nú miðar öllu vel á veg, enda neitar því enginn, að aldrei hefur verið annað eins góðæri í landinu. Fram- sókn spáði móðuharðindum og Hannibal spáði at- vinnuleysi og kreppu fyrir hönd kommúnista. Hvort tveggja reyndust þetta hinar örgustu falsspár, eins og efni stóðu til. Stjómarandstaðan reynir af sinni alkumtu snilld að telja fólki trú um að það sé góða veðrið sem ráði góð- ærinu. Landsmenn munu meta slíkar fullyrðingár að verðleikum. Brátt gefst þeim kostur á að segja til um hvorthalda á áfram núverandi uppbyggingár- og fram- farastefnu eða ekki. Það verður ekki erfitt val. Neytendasamtökin Nýlega urðu Neytendasamtökin 10 ára. Það er ' ástæða til þess að óska þeirn til hamingju með af- || mælið. Þau hafa unnið þarft og gott verk á þessu árabili. Það kemur alltaf öðru hvoru fyrir að vörur og þjón- ustá ém ekki svo úr garði gerð sem skyldi. Fyrr áttu viðskiptavinirnir engan málsvara, er aðstöðu hefði til bess að framkvæma rannsókn Og halda málum þeirrá fram af festu og sanngirni. Neytendasamtökin hafa bætt úr þessum skorti. Og þau hafa einnig gert annað. Með tilvist sinni elnni saman hafa þau bætt vörugæði og þjónustu frá því sem áður var, og ^r það vel. ;;!::: rr-sri: ^ •vr,'J' ' ' 4 r~ Frá aðalfundi meistarasambandsins Meistarasamband byggingar- manna i Reykjavík hefur nú starfað um 5 ára skeið. Það telur um 500 félaga og starf- rækir skrifstofu í samráði við Landssamband iðnaðarmanna, sem er til húsa í Iðnaðarbank- anum í Lækjargötu. í tilefni af nýafstöðnum að- alfundi meistarasambandsins hefur Vísir leitað tiI^Sigurðar Péturssonar, sem hefur daglegt eftirlit með höndum af hálfu sambandsins, og beðið hann um nokkrar upplýsingar um< störf og tilgang þess og daglegan rekstur. — Meistarasamband bygg- ingamanna, sagði Sigurður, var stofnað af 6 meistarafélögum i byggingaiðnaðinum 5. maí 1958. Fyrsti formaður sambandsins var Tómas Vigfússon, húsa- smíðameistari, og gegndi hann því starfi í full tvö 6r, en þá var Grímur Bjarnason, pípulagn ingameistari, kjörinn formaður, og hefur hann síðan verið end- urkjörinn, nú slðast á aðalfundi sambandsins, er haldinn var 17. þ. m. Til áramóta 1960—’61 hafði sambandið sjálfstæða skrif- stofu, er leitaðist við að veita aðildarfélögunum þá þjónustu er það mátti, en sökum fjár- skorts og annarra byrjunarörð- ugleika reyndist ekki fært að hafa þeim starfskröftum é að skipa, er nægðu til að hafa skrif stofu sambandsins opna nema stuttan tíma á degi hverjum, til viðbótar þeirri þjónustu, er fólst í eftirlitsstatfi á félags- svæðinu. Þessi takmörkun 6 rekstri skrifstofunnar hafði all-' mikil vandkvæði f för með sér, er leiddu til þess að leitað var nýrra úrræða í þessum efnum. Á slðari hluta árs 1960 varð það að ráði að ganga til sam- starfs við Landssamband iðnað- armanna um rekstur skrifstofu fyrir bæði samböndin, og að þá verandi framkvæmdastjóri Landssambandsins, Bragi Hann- esson, lögfræðingur, yrði jafn- framt framkvæmdastjóri meist- arasambandsins. Þetta fyrir- komulag var svo upp tekið um áramót ’60—’61. Landssamband iðnaðarmanna, sem um langt skeið hafði rekið sjálfstæða skrifstofu, jók nú starfskrafta hennar og tók um leið að sér alla fyrirgreiðslu og Skrifstofustörf fyrir meistara- sambandið. Þessi nýbreytni mun tvfmæla laust hafa orðið meistarasam- bandinu til mikils ávinnings og hefur samstarf allt við Lands- sambandið og -handleiðsla fram- kvæmdastjóra þess reynzt meist Sigurður Pétursson. arasambandinu svo vel sem beztu vonir stóðu til, og munU forráðamenn samtakanna Hyggja gott til áframhaldandi samvinnu á þessum grundvelli. Segja má að þau samtök iðn- aðarmanna sem hér hafa veriö nefnd, standi nú á tímamótum að því leyti að iim þessar mund ir fara fram hjá þeim fram- kvæmdastjóraskipti. Bragi Hann esson lögfræðingur, sem verið hefur framkvæmdastjóri Lands- sambands iðnaðarmanna s. 1. 5 ér, lætur nú af því starfi, en við tekur ungur viðskiptafræð- Ingur Ottó Schopka, er verður þá um leið framkvæmdastjóri meistarasambandsins. Bragi Hannesson, hefur i starfi sínu fyrir samtök iðnaðar manna, áunnið sér tiltrú þeirra og virðingu, og munu þeir vænta góðs af hans hendi, einp ig í hinni nýju stöðu, en eins og kunnugt er, var hann -um síðustu áramót ráðinn sem einn af bankastjórum Iðnaðarbanka Islands. — Hver er höfuðtilgangur meistarasambandsins og aðal- Verkefni þess? — Höfuðtilgangur sambands- ins er að efla samstarf og kynn ingu meistarafélag f bygginga- iðnaðinum, og styðja með þvf að hagsmuna og menningarmál- um sambandsfélaganna. Auk .þess leggur það áherzlu á að beina þróun samtakanna inn á þær brautir er leíða til heilla fyrir þá fjölmörgu borgara er njóta þjónustu meðlimanna, og mælir með öllu er leiðir til gagnkvæmrar try-ggi.ngar í við- skiptum verkkaupa pg verk- sala, svo sem greinagóðum samningum um þau Verk, sem vina skal. Sem dæmi um fyrirgreiðslu sambandsins Við aðildarfélögin má nefna það að á s. 1. árt náð ist fyrir atbeina þess, sámkomu lag um gagnkvæm réttindi bygg ingameistará í RéykjáVfk og Kópavogi, en eins og mörgum er kunnugt hafði um alllangt skéið verið uppi viðkvæmt vandamál milli þessara bæjaf- félaga varðandi úthlutun bygg- ingarléýfa. Annað dæmi mætti nefna er skýrir nokkuð afstöðu sam- bandsins til þeirra vandamála er einkum varðar húsbyggjend- ur, en eru þó um leið vanda- mál þjóðarinnar allrar. Fyrir for göngu meistarasambandsins var á s. 1. ári efnt til ráðstefnu er fjallaði um þá torleystu spurn- ingu hvort hægt væri að komast fyrir orsakir þær er leiða til sprungna 1 steinsteyptum mann virkjum, og ráða bót þar á. Til þessarar ráðstefnu voru kvaddir allir þeir aðilar er lík- legir þóttu til að geta veitt brautargengi rannsóknum, varð andi vandamál, er líklegar væru til að leiða til raunhæfra úr- bóta. Nokkru sfðar skrifaði sam bandið iðnaðarmálaráðherra bréf um þetta efni þar sem ósk- að var álits og aðstoðar ráðu* neytisins i þessu þýðingarmikla vandamáli. — Hver er tilgangur sam- bandsins með eftirliti á félags- svæðinu, sem þú vékst að i upp hafi þessa samtals? — Hið daglega eftirlit á Vinnustöðum beinist aðallega að þvf að fylgjast með því að mál- efnasamningar milli sveina- og meistarafélaga í byggingariðnað inum séu haldnir, en þeir kveða svo á, með örfáum undantekn* ingum, að meðlimir meistara- félagsins skuli einir hafa rétt til Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.