Vísir - 01.04.1963, Side 1

Vísir - 01.04.1963, Side 1
53. árg. — Mánudagur 1. aprfl 1963. —'75. tbl. Unglingstelpa stór slasast / Keflavík Það slys varð um kl. 9 í gær- kvöldi, fram undan húsinu nr. 79 við Hringbraut í Keflavík, að 14 ára telpa úr Gagnfræðaskóia Kefla víkur, Kolbrún Árnadóttir að nafni, til heimilis að Birkiteig 14, varð fyrir fólksbifreiðinni Ö 756 og meiddist mjög mikið. Kolbrún höf- uðkúpubrotnaði, fótbrotnaði og skrámaðist töluvert og liggur nú í sjúkrahúsi. Stúlkan var meðvit- undarlaus i nótt, en mun hafa verið að koma til meðvitundar í morgun. Bílstjórinn, sem ók á stúlkuna, segist ekki hafa orðið hennar var fyrr en hún stóð á götunni rétt framan við bílinn, og varð árekstur þá ekki umflúinn. Stúlkan var ein á ferð og var ekki vitað til þess í morgun að nokkrir sjónarvottar hefðu orðið að þessu slysi. En bíl- systir drengsins, sem lézt af voða- skotinu í Keflavik í fyrrinótt, eins og getið er um 1 annarri frétt hér í blaðinu í dag. Listi Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðismanna í Austurlandskjördæmi hefir gengið frá framboðslista Sjálfstæðisflokksins við næstu al- þingiskosningar. Er hann þannig: 1. Jónas Pétursson alþingismaður, Lagarfelli. 2. Sverrir Hermannsson viðskiptafræðingur, Reykjavík. 3. Pétur Blöndal vélsmíðameistari, Seyðisfirði. 4. Benedikt Stefánsson bóndi, Hvalnesi, A-Skaftafellssýslu. 5. Axel Tulinius sýslumaður, Eskifirði. 6. Helgi Gíslason verkstj., Helgafelli, N-Múlasýslu. 7. Páll Guðmundsson bóndi, Gilsárstekk, Breiðdal. 8. Helgi Guðmundsson bóndi, Hoffelli, A-Skaftafellssýslu. 9. Sigurjón Jónsson verkstj., Vopnafirði. 10. Ingólfur Hallgrímsson, framkvæmdastj., Eskifirði. 14 ára drengur deyr af voða- skoti í Kefíavík sem þeir voru að leika sér með. Er ekki að orðlengja það, að fyrir óvarkárni hljóp skot úr rifflinum í brjóst Freys með þeim afleiðingum er fyrr segir. Drengirnir höfðu ekki að- gætt að öryggislásinn væri á skotvopninu. Mikil skelfing greip drengina þegar þeir sáu hvað orðið var og varð þeim fyrst fyrir að leita að símanúmeri næturlæknisins í Keflavík, en svo vildi til að blað með þessu númeri vantaði i símaskrána. Þeir hringdu þá á lögregluna, sem kom samstund- is, og símaði eftir lækni og presti, en þá var Freyr dáinn. Freyr Sverrisson var sem fyrr segir nemandi I Gagnfræðaskóla Keflavíkur. í morgun var minn- ingarathöfn um hann í skólanum og kennsla fellur niður í dag vegna þessá sorglega atburð- 4>- Kolbrún Árnadóttir, sem slasaðist í gær. stjórinn á Ö 756 segist hafa verið nýbúinn að mæta vörubíl á Hring- brautinni, er slysið varð, og óskar lögreglan í Keflavík eftir því að hafa tal af bílstjóranum á vöru- bílnum. Kolbrún Árnadóttir er bekkjar- Sá sorglegi og svip- legi atburður gerðist í Keflavík laust fyrir kl. 1 aðfaranótt sunnudags- ins að 14 ára drengur, Freyr Sverrisson, Tún- götu 13, Keflavík, varð fyrir voðaskoti og beið þegar bana. Freyr var yngri sonur hjónanna Sverris Matthíassonar framkvæmdastjóra og Fjólu Matthíasson. Atvik voru sem hér segir: Á laugardagskvöldið voru 4 dreng ir, bekkjarbræður úr Gagnfræða skóla Keflavlkur, staddir í húsi j einu þar i bæ og engir fullorðnir j Bandarikjastjórn hefur hert eftir-1 árásir á Kúbu frá bandarísku landi. heima. Drengirnir voru að ; lit við strendur Floridaskaga og Samtfmis hefur verið hert eftir- hlusta á segulband, horfa á sjón j Puerto Rico til þess að hindra, að lit með forsprökkum útlaga í Miami varp og fundu riffil f húsinu, i kúbanskir útlagar undirbúi eða geri I og ferðafrelsi 18 þeirra takmarkað. Freyr Sverrisson skólapilturinn, sem lézt af voðaskoti. Bandaríkin kerða eftirlit til að hindra árásir á Kábu VORAFLAHROTAN MIKLA B YRJUÐ í VESTM.EYM Mikil aflahrota er nú í Vestmannaeyjum og hef ur því verið ákveðið að gefa nemendum í Gagn- fræðaskólanum frí til þess að geta tekið þátt í framleiðslustörfunum. Fengu unglingarnir frí á laugardaginn og hafa þeir og Eyjaskeggjar allir síðan unnið nótt með degi að verkun aflans. Á sunnudaginn komu í land 1200 lestir af fiski í Eyjum, enda var svo komið, að verið var að landa fiski úr bátunum á öllu því bryggjuplássi,' sem fáanlegt var.alls staðar var unnið, hvergi eyða við nokkra bryggju. Það munu vera um 250 ungl- ingar, sem fengið hafa frt f Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og munar mjög mikið um þann vinnukraft. Fara bæði stúlkurn- ar og piltarnir til vinnu í frysti- húsunum og með hjálp þeirra er nú verið að vinna milljóna- verðmæti úr sjó f Eyjum. Þau munu fá frí fram eftir vikunni svo lengi sem aflahrotan helzt. Að lokum má geta þess, að vertiðin í Vestmannaeyjum hef- ur verið frábær og ágæt á allan hátt í vetur. Heildarafli í Eyjum í vetur er kominn upp í 1200 lestir og er það langtum rneiri afli en þekkzt hefur áður í Eyj- um. Er hér um mikla blómaöld að ræða, aðeins eitt skortir, það er vinnuaflið. Þá hefur Bandaríkjastjórn beðið brezku stjórnina um aukið eftirlit með því að eyjar í Bahamaeyja- klasanum verði ekki notaðar til árása á Kúbu, og hefur brezka stjórnin brugðizt vel við og skjótt | og sent freigátuna Londonderry á vettvang til eftirlits. Ráðstafanir Bandaríkjastjórnar 1 eru í samræmi við fyrri yfirlýs- ingar hennar, að hún sé andvfg ' slíkum árásum sem hér um ræðir, Framh. á bls. 5. Frestur til 15 þ.m. Kjaradómur átti að byrja að fjalla um launamál opinberra starfsmanna nú um mánaðamót in, en ákveðið hefur verið að fresta því að málið komi fyrir dórninn. Sáttasemjari hefur að undan- förnu unnið með samninga- nefndum ríkisstjórnarinnar og BSRB að Iausn málsins. Er nú Iokið niðurröðun í launaflokka. ---i ...ii .i ii imh——

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.