Vísir - 01.04.1963, Side 2

Vísir - 01.04.1963, Side 2
2 V í SIR . Mánudagur 1. aprfl 1963. tí^Alj /r 4i ____ pJ n r^L y ////my////////m/'Zf^ZM^%" Harka KR-inga eyðikgði leikinn gegn Fram Þórður Ásgeirsson skorar eitt af mörkum Þróttar í leiknum gegn Víking. Harka og ruddaskapur einkenndi viðureign KR og Fram á Handknattleiks- móti íslands í gærkvöldi. Sökudólgarnir voru allir úr KR, en yfir leik Fram- ara var ró og spekt og í rauninni má furðulegt telja hve mikla sálarró Framar- ar sýndu eftir hina hörðu Dg þungu pústra, sem þeir í sífellu fengu. Sigur Fram var aldrei í vafa, þótt ekki Hörð mótspyrna Þróttar en Víkingur vann 30:26 Þróttur missti enn í gær- ívöldi úr greipum sér tæki iæri til að ná í stig í ís- landsmótinu í handknatt- leik, sem runnu bæði í hendur Víkingum, sem annu Ieikinn eftir nokkuð harða baráttu við Þróttar- ana, sem léku oft mjög skemmtilega. Sigur Vík- ings var 30:26. Þróttarar byrjuðu vel og skor- uðu fyrstu mörkin tvö, en Víkingar glopruðu boltanum út af og urðu síðar að sjá falleg og vönduð skot varin af hinum snjalla markverði Þróttar, sem sýndi einstakan leik og sannaði enn einu sinni mikla hæfileika sína, sem allir hafa komið auga á, — nema kannski landsliðs- nefndin, sem valdi síðasta landslið. Þróttur tók öll vöid í leiknum lengst af í fyrri hálfleik og komst í 9:5, en þá var eins og meiri ró og festa færðist yfir leik Víkings ; og jafnframt eitthvert slen í Þrótt, og eftir nokkrar mínútur voru skot Jóhanns Gfslasonar og Rósmundar búin að færa Víking forystuna 10:9, en Helgi Árnason jafnaði. 1 hálf- leik var staðan 13:12 fyrir Víking. í síðari hálfleik voru Víkingarnir öllu betra liðið, þó ekki væri mikill munur á liðunum. Víkingar náðu fjögurra marka forystu, 19:15, en Þróttarar minnkuðu í 2 mörk og enn eru Víkingar 4 mörk yfir í 21:17 og 23:19, en mest varð bilið 30:23, en síðustu þrjú mörkin komu frá Þrótti. Sigurður Hauksson var bezti mað ur Víkings í gærkvöldi, en mark- vörðurinn Brynjar Bragason átti ágætan leik. Jóhann Gíslason skor- aði mikið, en er orðinn fullþungur. Af Þrótturum átti Haukur langbezt- an leik, auk Guðm. Gústarfssonar, sem fyrr er getið, en sjaldan hefur gamla Hálogaland séð' aðra eins markvörzlu og hjá honum. Ágætir í Þróttarliöinu voru einnig Axel. Axelsson og Þórður Ásgeirsson. Dómari leiksins, Valur Benedikts son, var heil „stúdia", greinilega ekki í sem beztu „stuði" til að dæma handknattleik. Ósamræmið og ónákvæmnin voru einstök. Brot, sem heita máttu meinlítil, voru dæmd vítaköst, en ljót brot fyrir opnu marki voru færð út fyrir punktalínu. Var af þessu óhagur fyrir bæði liðin, en sízt fyrir Þrótt. — jbp — TOTTENHAM með sex í eidinum Tottenham verður að sjá af 6 beztu leikmönnum sínum í lands- leik Englands og Skotlands 6. apríl n.k. England valdi 3 leik- menn Tottenham í sitt lið og í gær kunngerðu Skotar sitt lið, sem einnig er með 3 leikmönnum „Sporanna“. Lið Skota lítur þannig út: Brown, Tottenham — Hamil- ton, Dundec — Caldo;, Rangers — Mackay, Tottenham, — Ure, ton, Dundee — Caldew, Rangers — Henderson, Rangers — White, Tottenham — St. John, Liverpooi — Law. Manch. United — Wilson, Rangers. Enska liðið lítur þannig út: Banks, Leicester — Armfield, Blackpool — Byrne 'Liverpool — Moore, West Ham — Norman, Tottenham — Flowers, Wolves - Douglas, Blackburn — Greaves, Tottenham — Smith, Tottenham — Melia, Liverpool — Charlton, Manch. United. Tveir óþekktir leikmenn eru í enska liðinu, þeir Jimmy Meiia og Gerry Byrne. Leikurinn fer fram á Wembley og er áhugi geysimik- ill fyrir leiknum. Eæri bilið milli liðanna mik ið, en sigurinn hefði mátt vera stærri en hann varð, 31:26. Leikurinn var í byrjun jafn og Framarar voru lengi að „hita upp“. KR-ingar fylgdust alveg með og höfðu jafnvel yfir í byrjun, en um miðjan hálfleik eða laust eftir það eru Framarar yfir I 8:5 og í hálf- leik eru þeir búnir að auka við og hafa 12:7 yfir. í síðari hálfleik jók Ingólfur enn við mörkin og skoraði tvö til við- bótar bæði úr vítaköstum, 14:7. Eft ir þetta var lítill vafi á hvor sigra mundi, enda þótt KR virtist stund- um ógna nokkuð með því að hafa aðeins 4 mörk undir. Leikurinn var annars heldur slak Frh á bls. 7. Knottspyrna í eftir póskn Knattspyrnu„vertíðin“ mun hefjast að þessu sinni sunnudag , inn 21. apríl n. k. með leik milli | KR og Víkings og hefst leik- ( 1 urinn kl. 14. Kvöldið eftir keppa svo Fram og Þróttur. Heyrzt hefur að Víkingar séu ‘ i að hugsa um að draga sig út I úr keppni í meistaraflokki, en lið félagsins í þessum flokki hef ur verið mjög lélegt undanfarin I ár og verið heldur til hnjóðs en hitt. Hefur heyrzt I því tilefni I að hætti Víkingur við þátttöku, 1 verði Reykjavíkurmótið leikið i tvöfalt, þannig að félögin mæt- ist I tveim leikjum I stað eins áður. Guöjón Jónsson, Fram. Staðan Staðan I 1. dcild eftir Ieikina í gær er þessi: ★ Víkingur—Þróttur 30:26. ★ Fram—KR 31:26. Fram 9 8 0 1 292:209 16 Víkingur 9 6 1 2 206:195 13 FH 8 6 0 2 226:179 12 KR 10 2 0 8 250:279 4 ÍR 9 3 2 4 243:248 8 Þróttur 9 1 0 8 195:275 2 Markahæstir f 1. deild: Ingólfur Óskarsson, Fram 112 Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR, 98 Karl Jóhannsson, KR, 74 Reynir Jóhannsson, KR, 73 Axel Axelsson, Þrótti, 59 Hermann Samúelsson, ÍR, 43 Guðjón Jónsson, Fram, 43 Rósmundur Jónsson, Víking, 38 Birgir Björnsson, FH, 36 Ágúst Oddgeirsson, Fram, 36 Haukur Þorvaldsson, Þrótti, 34 Öm Hallsteinsson, FH, 34. Skíðalandsmótið JIMMY MELIA. Fyrsti landsleikurinn fyrir England. Skíðasamband íslands hefur á- kveðið að Skíðalandsmót Islands fari fram á Siglufirði nú um pásk- ana, og hefst það þriðjudaginn 9. apríl og Iýkur sunnudaginn 14. apríl. Mótsstjórnina skipa: Helgi Sveinsson, mótsstjóri, Guðmundur Árnason, Baldur Ólafsson, Aðal- heiður Rögnvaldsdóttir, Bragi Magnússon og Jón Þorsteinsson. Keppnistilhögun verður þannig að keppnin hefst þriðjudaginn 9. apríl með 15 og 10 km. skfða- göngu. Miðvikitdaginn 10. apríl fer fram stökk í öllum flokkum. Fimmtudaginn 11. aprfl verður 4x 10 km. boðganga og flokkasvig. Laugardaginn 13. apríl fer fram 30 km. ganga og stórsvig karla og kvenna. Sunnudaginn 14. aprfl verður svig karla og kvenna í öll- um flokkum. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt fyrir þriðjudaginn 2. apríl, þar sem útdráttur um rás- röð keppenda fer frám miðviku- daginn 30. apríl kl. 20. Þau íþrótta- sambönd sem þátt taka f mótinu, þurfa að hafa fulltrúa við útdrátt um rásröð keppenda. Frekar lítill snjór er nú á Siglu- firði og mundu skíðamenn gjarnan þiggja meiri snjó. Möguleikar munu vera á að halda skíðamótið í Skarðdal. Tími til undirbúnings er naumur þar sem nýlega var ákveðið að halda skíðamótið hér (á Siglu- firði), áður var ákveðið að lands- mótið yrði á Norðfirði. Siglfirðing- ar geta þó haft mikið gagn af góð- um undirbúningi skíðamanna á Neskaupstað. Búizt er við mikilli þátttöku, því að fjölmenni hefur ávallt ver- ið á skíðalandsmótum á Siglufirði. Þing Skíðasambands íslands fer fram á Siglufirði um páskana f sambandi við skíðamótið. Ragnar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.