Vísir - 01.04.1963, Side 9

Vísir - 01.04.1963, Side 9
VÍSIR . Mánudagur 1. apríl 1963, 9 Eftir Gretar H. jr- Oskars- son -K y^rið 1946 hófu þjú norræn flugfélög sameiginlegt áætl- unarflug til Noröur- og Suður- Ameríku undir nafninu Skand- inavian Airlines System — SAS. Þessi þrjú flugfélög voru DDL — Det Danske Luftfartselskab A/S, DNL — Det Norske Luftfartselskab A/S og SILA — Svensk Interkontinental Lufttransport A/B. SILA sam- einaðist svo síðar öðru sænsku flugfélagi ABA — AB AERO- TRANSPORT og hét eftir það fulltrúi Svlþjóðar innan SAS ABA. Gekk samvinna flugfé- iaganna illa i byrjun og árin 1947—48 var mikill halll á rekstrinum. Jókst samt sam- starfið ár frá ári og þann 8. febrúar 1951 voru undirritaðir samningar milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar um algera sameiningu hinna þriggja þjóð- Iegu flugfélaga í eitt stórt skandinavískt flugfélag, sem væri verðugur fulltrúi Norður- landanna á sviði flugmálanna. SAS var þar með stofnað og var eignarhlutum þess skipt þannig, að ABA átti 3/7 hluta og DDL og DNL 2/7 hluta hvort um sig. Ríkið átti svo helming í hverju þessara flugfélaga og þar með helming f SAS. Við sameininguna átti SAS 12 DC-6, 9 DC-4, 26 DC-3, 6 Skandia, 2 Ju-52 og 2 Short Sandringham flugbáta, sem not- aðir voru í norska strandflugið. DC-6 voru notaðar í langflugið og tók nú flugið til New York frá Kaupmannahöfn 21 klst. á móti 26 klst., er fyrstu flug- ferðirnar voru hafnar 1946, þá með DC-4. p'n nú hófust uppgangstímar fyrir SAS. Allt var gert fyr- ir þennan frumburð norrænnar flugsamvinnu og gat SAS sér brátt gott orð um víða veröid. Jafnvel negrarnir í svörtustu Afríku gátu vitað heilmikið um SAS, án þess að vita neitt ann- að um Norðurlönd. Hefur SAS alla tíð verið mikil landkynning fyrir Skandinavíu. Árið 1953 keypti SAS DC- 6B og styttist nú flugtíminn enn og 1956 voru keyptar 14 DC- 7C flugvélar fyrir langleiðirnar1 og var þá flugtíminn til New York kominn niður I 14 tíma. 1954 hóf SAS pólflug til Los Angeles og gafst það vel. 1957 var svo hafið pólflug til Japan um Anchorage f Alaska. Flaug nú SAS um alla Evrópu, til Norður- og Suður-Ameríku, Austurlanda og Afríku. Sífellt hærra og lengra flugu „víking- arnir" (SAS flugvélarnar bera víkinganöfn) og báru hróður átthaganna um víða veröld. Var þvf kannski auðveldara að gleyma smá mistökum og sjá í gegnum fingur sér með hluti, sem betur 'hefðu mátt fara. Tjann 15. maf 1959 hófst þotu- öldin fyrir SAS. Þá hóf sig á loft frá Arlanda f Stokk- hólmi fyrsta SAS þotan af gerð- inni Caravelie á leið til Kaup- Mynd úr auglýsingabæklingi frá SAS. þess stuðnings, sem ríki getur veitt einu fyrirtæki, en samt er fjárhagsleg útkoma þess með hörmungum og skattgreiðend- urnir verða að hlaupa undir baggann. Á sama tíma blómstra önnur flugfélög eins og Braat- hens SAFE, Loftleiðir og Pan American, sem eigi hafa skatt- greiðendurna til þess að borga hallann, heldur borga sjálf mikla skatta til ríkisins. Hörð- ustu gagnrýnina fékk SAS f Nor egi. Var mönnum enn í fersku minni framkoma SAS við Braat- hens SAFE, þegar Braathen var sviptur öllum sfnum utanlands- flugleiðum og SAS fékk þær f staðinn. Enn í dag fær hið al- norska Braathens SAFE eigi að fljúga beztu flugleiðir Noregs, norðan Þrándheims, fyrir SAS, sem hefur einkaleyfi á þeim flug leiðum. Braathens SAFE rekur samt innanlandsflug í Suður- Noregi með glæsibrag og góð- um hagnaði í harðri samkeppni við SAS. Hefur Norðmönnum líka oftast fundizt þeir vera sett- ir hjá innan SAS og hafa feng- ið lélegar flugsamgöngur við um heiminn. Eru oft háværar radd- ir innan Noregs um eigið utan- landsflugfélag og eru Norðmenn fljótir að minna á fslenzku flug- félögin í því sambandi, sem bæ'ði saman og hvort um sig hafa sett algert heimsmet f flug- samgöngum „pá den flygpigga ön“, þ. e. íslandi. Meina Norð- menn meira en maður kannski heldur, þegar þeir segja, að SAS sé skammstöfun á „Svenskt Allt Samman". 17 n einhverjar orsakir hlutu að iiggja fyrir hinu mikla tapi SAS árin 1960—61. Ber þess þá fyrst að geta, að SAS keypti DC-8 þotur, en eigi Bo- eing 706, sem t. d. Pan Ameri- can og fjölmörg önnur flugfélög Sagan afnorrænu flugsam- mannahafnar og áfram suður á bóginn, allt til Kairo. Nýtt tfmabil var hafið fyrir SAS og flugfarþega þess. Flugtíminn styttist niður í 40 mínútur, ef svo má segja. Nú tók það t. d. ekki nema rúma 3 tfma að fljúga frá Kaupmannahöfn til Vínarborgar á móti tæpum 5 tímum áður. Caravelle var nýr sigur tækninnar og stoltur full- trúi evrópskar flugvélasmíði. Caravelle er smíðuð af Sud Aviation f Frakklandi og tekur 80 farþega, skipt f 1. farrými og ferðamannafarrými. Hún er samansett úr 400.000 ólíkum hlutum og vegur 46 tonn. Tveir hreyflar aftast á skrokknum knýja hana áfram með 850 km. hraða á klst. í 12 km. hæð. Farþegarnir halla sér aftur i dúnmjúkum sætum og hlusta á tónlist úr litlum hátölurum við sæti sfn og heyra ekki til hreyflanna, né heldur verða þeir varir titrings, sem svo mjög getur verið hvimleiður farþeg- um í flugvélum knúnum sýl- inderhreyflum. — Caravelle náði strax gífurlegum vinsæld- um flugfarþega og 6 mánuðum eftir að SAS tók þá fyrstu b notkun höfðu 70.000 farþegar . flogið með Caravelle. SAS pantaði alls 17, en lánar Swiss- air fjórar, sem er liður í heilla- ríku samstarfi þessara flugfé- laga. Notar SAS Caravelle á Evrópuleiðum og til nálægari Austurlanda og N.-Afríku. 1 marz 1961 flaug 500 þúsundasti farþeginn með Caravelle og flaug SAS þá til 32ja borga með þessum frábæru flugvélum. Hefur Caravelle reynzt sér- staklega vei og hagkvæm í rekstri. Var það þvf kaldhæðni örlaganna, að fyrsta og hingað til eina flugslys SAS, sem kost- að hefur mannslff, skyldi orsak- ast af Caravelle. Þann 19. jan- úar 1960 fórst „Orm Viking“ f nágrenni Ankara f Tyrklandi og með flugvélinni 41 maður. Fyrir langleiðir sfnar ákvað SAS að kaupa 7 Douglas- Commercial-Eight. DC-8 þotur og 4 Convair Coronado. Síðar hætti SAS við að kaupa eigin Coronado, en hefur tvær að láni frá Swissair. DC-8 þoturnar skyldu notast á leiðunum yfir N.-Atlantshafið, í pólflugið og til fjarlægari Austurlanda. Cor- onado skyldi notuð á Afríku- og S.-Ameríku-leiðum. DC-8 tekur 130 farþega og flýgur með 950 km. hraða á klst. Coronado er aftur á móti minni, tekur aðeins 99 farþega, en fiýgur með 1030 km. hraða á klst. ■jVTú mátti segja, að stórveldis- draumar SAS hafi rætzt. Flugvélaflotinn hafði aldrei ver- ið stærri, aldrei fleiri farþegar, aldrei flogið jafn langt og til jafn margra staða. SAS gat jafnvel auglýst sig „pure jet airline world wide“, þar eð hægt var að fljúga hringinn í kringum hnöttinn með SÁS og allar utanlandsleiðir flognar með þotum. En síðari hluta árs 1960 fór að draga fyrir sðlu SAS og ár- ið 1961 var skuggalegasta árið í sögu þess. Þá brakaði f stoð- unum, og mátti ekki mikið til að allt hryndi í rúst. Orsakirnar voru fjármálin. SAS tapaði 84 milljónum sænskra króna 1960 og 89.6 milljónum 1961. Almenn ingsálitið og blöðin kröfðust fulls uppgjörs í málum félags- ins. Hvernig var þetta með SAS eiginlega? Naut ckki SAS alls keyptu. Var byrjað að taka Bo- eing 707 í notkun þegar 1958, en SAS fékk eigi sínar fyrstu DC-8 þotur fyrr en 1960. Varð þvf SAS tveimur árum of seint með að selja eldri flugvélar sínar og markaðurinn fyrir DC- 6B og DC-7C yfirfullur, þegar SAS vildi selja. Tókst SAS samt að selja DC-6B flugvélarnar á góðu verði, einkum vegna hins frábæra viðhalds á flugvélum sínum, sem er viðbrugðið í flug- heiminum. Þar á meðal keypti Flugfélag íslands eina DC-6B. En SAS situr enn uppi með 10 „skrúfuflugvélar" af gerðinni DC-7C og hefur enga möguleika á að selja þær. Kostuðu þær 12 milljónir sænskra króna stykkið 1956 og eru hvergi nærri full- notaðar. Einungis afskriftir þess ara flugvéla nema milljónum ár- lega. Viðhaldskostnaður og vara hlutahald vegna hinna fjölmörgu flugvélategunda var einnig mjög kostnaðarsamt. En fleira varð til þess að auka tap SAS. Um 50 milljðnir töpuðust á viðskiptum við Guest Framhald á bls. 7. I jl i » H ;I nuii 11

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.