Vísir - 04.04.1963, Síða 8
0~
V í S IR . Fimmtudagur 4. apríl 1963.
s|
'~.l I),' ,'IIHUI—IIBMIWl- m
' Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og sfgreiðsla Ingó'.fsstræti 3.
Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði.
f lausasölu 4 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Aðildarbeiðni S./.S.
Efnahagsbandalagsmálið kemur ekki aftur á dag-
skrá fyrr en 1966, sagði Einar Olgeirsson á þingi fyrir
nokkrum dögum.
■ Þótt Einar" sé yfirleitt ekki góð heimild í þjóðmál-
um þá hafði hann þó í aðalatriðum rétt fyrir sér, þeg-
ar hann mælti þetta. Kjarni málsins er sá, að Efna-
hagsbandalagsmálið er úr sögunni í bili og verður ekki
aftur á dagskrá fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkur ár.
Það leiðir af alkunnum alþjóðaatburðum. En fram-
'sóknarflokkurinn lætur s'íkár staðreyndir sig litlu 1
skipta og heldur því fram, að í sumar verði kosið um
EBE málið. Það er auðvitað alrangt. Hitt er rétt, að
síðar meir þarf Alþingi væntanlega að taka afstöðu
til þessa bandalags, ef þróun mála verður slík, að Eng-
land og Norðurlöndin telja sér fært að ganga þar til
þátttöku. En það vita allir, sem með málinu hafa fylgzt,
að á því verður löng bið. Þegar að því kemur mun nú-
verandi stjórnarflokkum fullkomlega treystandi til
þess að taka ábyrga afstöðu til málsins, ekki síður en
þeir hafa gert hingað til. í þessu máli hafa þeir hvergi
rasað um ráð fram, þrátt fyrir fimbulfamb framsókn-
ar um hið gagnstæða. Þeir hafa kynnt sér allar hliðar
Efnahagsbandalagsmá'sins og dregið að taka ákvörð-
un um málið fyrr en frekari upplýsingar lægju fyrir.
Og í þessum könnunum voru framsóknarmenn ríkis-
stjórninni fullkomlega sammála. Jafnvél Eysteinn og
Helgi Bergs töldu aukaaðild mjög koma til greina áð-
ur en ríkisstjórnin hafði látið nokkuð uppskátt um
það mál.
Þess vegna mun kosningabomban springa í hönd-
unum á Eysteini. Og hann ætti að minnast þess, að
jafnvel S.Í.S. mælti með því í álitsgerð í fyrra, að send
væri aðildarumsókn að EBE. Slíka beiðni sendi ríkis- ^
stjómin hins vegar ekki. Eysteinn ætti því að ræða ;
við sína eigin menn í S.Í.S. um málið áður en hann
veður með frekara fleipur inn í þingsalina.
Græðum landið
Nú nálgast tími skógræktarmanna. Innan
skamms verður aftur hafizt handa við að klæða land-
ið og þar tekið til sem hætt var í haust. Landið hefir
mjög blásið upp á undanförnum öldum, en nú er mark-
visst unnið að því að græða sárin. Það starf er mikið
landnámsstarf og sem betur fer verður æ fleirum Ijóst
mikilvægi landgræðslunnar og skógræktarinnar. En
þar þurfa þó miklu fleiri að leggja hönd á plóginn
Starf að skógrækt í leyfum og frístundum miðar ekki
aðeins að því að gera landið fegurra og betra, heldur
er það einnig tilefni til hollrar útiveru og heilbrigðs
‘íkamlegs starfs. Gerum því hóp skógræktarmannanna
enn stærri á sumri komanda.
Séra Kraft og Martens í anddyri Hótel Borgar.
Æskufólk á að ferðast
um og kynna land sitt
Síðustu viku dvöldust hér tveir
þýzkir æskulýðsleiðtogar frá
Schleswig Holstein. Það eru þeir
séra Kraft og Martens. Dvöl þeirra
sér var í nokkru sambandi við
hina þýzku sýningu sem haldin
var hér á vegum æskulýðsráðs,
og einnig í sambandi við gagn-
kvæmar heimsóknir, sem æskulýðs
félög í Þýzkalandi og á íslandi
gangast fyrir.
Fréttamaður Vísis hitti þá að
máli, séra Kraft og Martens, og
spurði þá nokkurra spurninga um
æskulýðsmál erlendis, og um álit
þeirra á starfseminni hér á landi.
Það hafa alis staðar orðið mikl-
ar breytingar á. sagði séra Kraft,
og þær breytingar hafa áreiðanlega |
verið til hins betra. Stjórnir og
yfirvöld öll gefa nú hvers konar
æskulýðsstarfsemi miklu meiri
tækifæri og veita henni meiri at-
hygli en áður. Það er okkur mikil
ánægia að koma hingað, og við
vonum að heimsóknin megi enn
stuðla að velvild og skilningi milli
hjóða okkar.
Hver finnst vður munurinn vera
í aðalatriðum á starfsháttum æsku 1
lýðsráðsins hér og í Þýzkaiandi? i
Það er tæplega réttlátt að gera :
■ amanburð á þessum tveimur |
iöndum. Þýzkaland er miklu fjöl-
mennara. og hefur einnig mikið
meira fé til afnota í bessu skyni
heldur en ísland. Og með meiru
fé er eðlilega hægt að gera miklu
meira fyrir unglingana. Einnig eru
fieiri tegundir af klúbbum, þar
sem áhugamál eru miklu fjölbreytt
ari. En æskulýðsstarfsemi hérna á
íslandi á öruggiega mikla framtíð
í vændum.
Og sýnist yður að við hérna
gerum okkur þetta ljóst, t.d. í
sambandi við fjárhagshliðina?
Áreiðanlega. Að vísu, eins og
séra Kraft minntist á áðan, þá á
íslenzk æskulýðsstarfsemi meira
framundan en að baki. En þróunin
er mjög ör á öllum sviðum. Ég
kom hingað fyrir um það bil
tveimur árum síðan, þá einnig með
séra Kraft. Og breytingarnar og
Stutf rahb
við tvo þýzka
æskulýðs-
leiðtoga
framfarirnar á þeim sviðum, sem
ég hef haft einhver afskipti af,
og svo því sem maður bara sér,
eru undraverðar.
Hafið þið heimsótt einhverja af
klúbbum æskulýðsráðs?
Já, við skoðuðum um daginn
nokkra þeirra, flugmodelklúbb, frí-
merkjaklúbb o.fl. Einnig komum
við á sjóvinnunámskeið, og vorum
sérstaklega hrifnir af því.
Við vonum að einhvem tíma
eigum við eftir að fá einhvern
þessara ungu manna í heimsókn
til Þýzkalands og ekki aðeins leið-
togana, heldur einnig hópa af
æskufólki. Þýzkir unglingar kæmu
til íslands, og íslenzkir unglingar
færu til Þýzkalands. Það er enn
ein leið til þess að kynnast betur.
Haldið þér að það líði á löngu
unz slík skipti fara að vera al-
geng?
Það má alltaf búast við því að
það verði nokkur tími. En ekki er
gott að segja nákvæmlega um það.
Það er eiginlega hið stóra tak-
mark, að þetta gerist. Þegar svo
langt er komið, að æskufólk ferð-
ast milli landa, kynnir sína eigin
þjóð, og kynnist um leið öðrum,
verður gaman að starfa að æsku-
lýðsmálum. Þessar ferðir geta leitt
margt gott af sér.
-K '
Að lokum sagði séra Kraft:
. Eins og ég minntist á áðan, þá
á starfsemi hins íslenzka æsku-
lýðsraðs áreiðanlega mikla fram-
tíð fyrir sér. Ég vona að í fram-
tíðinni megi velvild, skilningur og
samstarf verða sem mest milli
þjóða okkar.
Þeir séra Kraft og Martens
héldu til Þýzkalands s.l. mánudag.
Nýtt ættfræði rit
-K
Við snúum okkur nú að Mar-
tens. )
Hvað er það að áliti yðar, sem
er nauðsynlegast til þess að æsku-
lýðsstarfsemi gangi vel, oe sé ár-
angursrík?
Þetta er nokkuð stór spurning,
en svarið er í raun og veru ósköp
einfalt. Það þarf mikia peninga,
gott húsnæði, ýmis konar efni,
góða leiðtoga, og svo auðvitað
áhuga hjá unglingunum. En hann
er oftast auðvelt að vekja, ef hitt
er fyrir hendi.
Nýtt ættfræðirit var að koma á
markaðinn þessa dagana. Fjailar
það um Vigfús Árnason lögmann
og afkomendur hans. Jóhann Eiríks
son ættfræðingur hefur safnað og
skráð, en prentsmiðjan Leiftur h.f.
gaf út.
Ættfaðirinn, Vigfús Árnason var
fæddur að Sölvholti í Flóa árið
1705 og dó að Stóru Vogum á
Vatnleysuströnd 1763. Faðir Vig-
fúsar var Árni bóndi. og síðar
yfirbryti í Skálhollti, Ketilsson
prests að Ásum í Skaftártungu.
Frá Árna er kominn mikill og
stór ættbálkur og er hér í framan-
greindri bók gerð grein fyrir einum
lið þessa ættbálks, þ.e. þeirri kvísl
sem komið hefur frá elzta syni
hans, Vigfúsi.
Talið er að Vigfús hafi alizt upp
hjá afa sínum, Oddi á Fitjum, en
lögréttumaður varð hann í Þverár-
þingi 1741 og síðar í Kjalarnes-
þingi 1757. Vigfús var tvíkvæmtur.
Átti fyrst Ingveldi Brynjólfsdóttur
bónda og lögréttumanns að Ölfus-
vatni í Grafningi og síðar átti hann
Helgu Jónsdóttur lögréttumanns
að Esjubergi.
Höfundur bókarinnar, Jóhann
Eiríksson er einn úr hópi kunnustu
ættfræðinga landsins og hefur hann
þegar gefið út nokkur ættfræðirit
en önnur hefur hann í undirbún-
Framhald á bls. 10.