Vísir - 04.04.1963, Síða 15

Vísir - 04.04.1963, Síða 15
VlSIR II «11 Hlllll 1 Fimmtudagur 4. apríl 1963. 75 © framhaldssaga eftir Jane Blackmore stjörnuskin og skuggar ar og handleggir hennar héngu máttlausir niður. Hann horfði ró- lega á hana, og hún titraði, því að henni fannst, að hann reyndi að lesa leyndustu hugsanir hennar. -— Horfðu á mig, Sorrel. Hún hreyfði sig ekki og hann lagði hend ur sínar að kinnum hennar og lyfti upp höfði hennar. Titrandi frá hvirfli til ilja lagði hún aftur augun. — Horfðu á mig, Sorrel. — Finnst þér ég vera fráhrind- andi? spurði hann ertnislega,- Hún leit upp. Það lagði svo mik- inn yl frá lófa hans í kinnarnar, að henni fannst þær brenna. — Þú — þú ert sonur vinnuveit- anda míns? — Er það allt og sumt? Sorrel, svaraðu mér. Eða hafði móðir mín einhverja ástæðu til að skrökva þessu að þér? Hún stóð án þess að hreyfa sig úr sporum. Hvernig var hún kom- in í þessa erfiðu aðstöðu? Hvers vegna hafði hún reynt að telja sér trú um, að henni geðjaðist ekki að þessum manni? Ef hún hefði bara horfzt í augu við það, hvern- ig tilfinningum hennar var varið, þá hefðj hún ekki gengið í gildr- una, séfn hann hafði sett fyrir hana. — Þér sögðuð mér einu sinni, að móðir yðar hefði sterka þörf fyrir að ráða yfir öðrum, sagði hún í léttum tón. — Það hefur Diana ekki. Og hún sá það h'ka — hvert krókur- inn beygðist. — Þú ert galdranorn, Sorrel, sagði hann og hló. Vertu nú ekki vond lengur. Ég veit að ég fer klaufalega að, en ég hef enga reynslu, skilurðu, og mér stendur hjartan^ega á sama um hvað! mamma og Diana hugsa um þig. Það sem máli skiptir eru tilfinn- ingar mínar í þinn garð og tilfinn- ingar þínar í minn. Hann kyssti hana, horfði blíð- lega á hana og strauk hár hennar. Og það vakti að nýju gamlar minn- ingar. Eins og hann hefði komið við gamalt sár með þeim afleið- ingum, að hann fór.allt í einu að verkja í það. Hún sá hvers hann ætlaði að spyrja og varð gripin felmtri. Hún sleit sig ' frá honum og hljóp yfir engið, hún vissi ekki hvers vegna. Hún vissi bara, að hún varð að komast burt frá hon- um, langt í burt frá hinum. Hún varð að vera ein fá frið, geta hugs- að í næði til þess að skilja sjálfa sig og komast að niðurstöðu um hvað hún ætti að gera — áður en hann bæri upp spurningar, sem hún gæti ekki svarað nú. Hún heyrði ekkert hljóð að baki sér. Samt náði hann henni við hliðið, greip í handlegg hennar og sveiflaði henni að sér. Og er hún sá hann svona nærri sér skildist henni hvers vegna hún hafði flúið. Hún var hrædd vegna þess, að henni fannst Peter horfa á sig — biðjandi um hjálp — sem gat eyði- lagt framtíð hennar — hjálp, sem hefði þó að eins leitt til þess, að hann yrði að kveljast einum degi Iengur, ef hún neitaði. — Nei, hrópaði hún, hárri, sker- andi röddu. Nei, eg get það ekki, spurðu mig ekki..í hamingju bæn- um spurðu mig ekki. — Sorrel, hvað er að? Hún starði á hann trufluð á svip. — Misskildi ég þig, sagði hann og horfði á hana dapurlega. — Nei, nei, það snertir ekki þig. — Er það Rupert? Hún hristi höfuðið. Hún gat ekki sagt Itonum allt. Ekki enn :— ekki meðari gleði hennar yfir að vera farin að lifa á riý var ekki á traustari grunni. — Sorrel, segðu mér allt af létta — ég skal hjálpa þér. — Það geturðu ekki, sagði hún klökk. — Gefðu mér tækifæri til að reyna það, sagði hann. — Ekki núna, bað hún, ekki í nótt, spurðu mig ekki frekar í nótt. Hún titraði. Hann beygði sig niður og horfði framan í hana. Hann þrýsti henni að sér án þess að segja neitt og strauk hár henn- ar varlega. — Ég get beðið, sagði hann af viðkvæmni, þegar réttur tími er kominn segirðu mér allt af Iétta. Saman getum við sigrast á öllum erfiðleikum. Andartak hall- aði hún sér að honum og reyndi að njóta þess, að hafa fundið frið. En þetta var ekki nema andar- tak. Svo ýtti hún honum frá sér. — Þú veizt ekkert um mig, sagði j hún beizklega. Nei, segðu ekki meira, láttu mig bara fara. • -— Ef það er það, sem þú villt. — Það er það. Hún horfði á hann og mælti lágt: — Mundu bara eitt,hvað, sem gerist, og það er, að ég er að reyna að koma heiðarlega fram við þig. Svo gekk hún frá honum. Hún gekk hratt gegnum hliðið -— fór stiginn meðfram trjánum og inn I húsið. Það var gripið um hönd hennar. Það lá við að hún missti jafnvægi. Hún var í þann veginn að hrópa, er tekið var fyrir munn hennar. 4. kapituli Hvíslað var af miklum alvöru- þunga: — Nú ertu fangi. — Jónatan, andvarpaði Sorrel. — Gerði ég þig hrædda? — Þú getur verið viss um það — og nú þegar hræðslan var rokin burt gaus reiði hennar upp. -— Hvað ertu að gera héma niðri? — Ég var bara að ná mér í eitt- hvað að drekka. — En þarftu að fara þannig að því, að þú gerir mig dauðskelk- aða? Hann tyllti sér á tá og hvíslaði að henni: — Það er einhver í eldhúsinu. Hún varð gripin ótta, horfði hvasslega á hann í hálfdimmunni og spurði: — Ertu nú viss um, að þig hafi ekki verið að dreyma? En vitanlega datt henni ekki neitt slíkt í hug. — O-nei, ég held nú ekki. Ég heyrði til hans! — Hvers? — Þjófsins. Sorrel hló. — Hvers vegna skyidi þjófur hafast við I eldhúsinu? — Jú, ef hann hefði strokið úr betrunarhúsi, kannski forhertur glæpamaður, glorhungraður f þokkabót? — Þú. gerir of mikið að því að glápa á sjónvarpið. — Ef þú trúir mér ekki skaltu bara fara sjálf og svipast um eftir j honum. Hún óskaði sér þess nú, að J Davíð hefði fylgt henni inn. Ef i hún hlypi upp þegar gæti hún j kannski náð í hann, en þegar hún ; ætlaði af stað heyrði hún að bíll j var settur í gang. Hann hlaut að j hafa geymt hann nálægt húsinu j og var nú að fara af stað. j — Ertu nokkuð smeyk?, sagði ■ drengurinn ertnislega. — Já ég er hrædd. — En ég er alls ósmeykur, sagði hann og horfði á hana af fyrirlitningu. Það særði stolt henn- ar. Kannski var þetta bara venju- legur þjófur. Vel gat líka verið, að hann væri morðingi. Hún hugsaði um Davíð. Ef hún gæti komið þessum ókunna þjóf eða hvað hann nú var að óvörum, gæti það orðið til að jafna reikningana. Ef hún sýndi nú af sér dálitið hug- rekki auðnaðist henni kannski að gleyma hugleysi sínu gagnvart Peter. — Vertu kyrr hérna, sagði hún ákveðin og rólega. Eg sleppti kanarífuglinum okkar . . . mér fannst svo hræðilegt að hann skyldi þurfa að vera innilok- aður í búri. . . . 3/7 Til Argentínu . . . Fljótt! RAM MAGERÐINI nSBRU GRETTISGÖTU 54| SIM 1-1 9 1 0 8 I FASTEIGNAVAL Lögfræðiskrifstofa og fasteignasala, Skólavörðustíg 3A III. hæð. Símar 22911 og 14624 JÖN ARASON GESTUR EYSTEINSSON Paccard ’53 40 þús. Ford ’55 50 þús. skipti á Chevrolet ’59. Chevrolet ’55 65 þús. Chevrolet ’57 100 þús. Chevrolet ’54 55 þús. Caravan ’60 110 þús. Taunus ’59 100 þús. Taunus ’58 90 þús. Weapon ’53 15 manna 65 þús. Ef þér ætlið að selja bílinn yðar þá látið okk- ur selja hann og þér verðið ríkur, andi maður! fótgang- W RAUÐARÁ SKÚLAGATA 55 — SÍMI I5»li Öskubakkar á fæti RÉTTA SIG VIÐ SJÁLFKRAFA. 3. LITIR. Kristján Siggeisson h.f. Laugavegi 13 — Sími 13879 T A R Z k N Tarzan: „Nú, þegar stjarnan er fundin ættirðu heldur að leggja áherzlu á að gera góða kvik- mynd en slæma auglýsingu". Zukoff: „Við munum láta okk ur þetta að kenningu verða. Ég ‘WE’VE LEAKNEZ OUR LESSONÍTHE 7IKECTOR SlðHCZ ‘|’M SO HAFFY THAT !W IS UNHAÍMEZ." er svo feginn að Ivy skuli ekki hafa sakað“. „Og ég á þér mest að þakka, "ANJP I AW MOST ISIZE5TE7\ TO VOU, TAEZAN IVV VINES SAIPj AS SHE FONZLV SAZE7 AT JOE 5ISH0F, "FOF SIVINS AE A WHOLE NEW LIFE 1*1047.6001 Tarzan“, sagði Ivy Vines og hall aði sér að Joe, „fyrir að hafa gerbreytt lífi mínu“. Rafglit Hafnarstræti 15 Nýjar skraut og raf- magnsvörur daglega. Sími 12329. SÆNGUR Endumýjum gömlu sængum- ar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún og fióurhreinsun Kirkjuteig 29. Sími 33301 Gæruúlpur Aðeins kr. 990 -i 4*1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.