Vísir - 06.04.1963, Blaðsíða 6
V I S I R. Laugardagur 6. apríl 1963.
Fermingar á morgun
^ramhald af bls. 10
Svava W. Árnad., Álfhð' egi 16.
DRENGIR:
Ásbjörn Hjálmarss., Álfhólsv. 30A
Bergsveinn Auðunsson, Melgerði 30
Gísli K. Pétursson, Hrauntungu 29.
GuðmundKr Vikar Einarsson, Hlé-
gerði 20.
Guðmundur Ringsted Magnússon,
Birkihvammi 15.
Heigi Jónsson, Hlíðarvegi 40.
Helgi Pétursson, Digranesvegi 75.
Hiimar Sigurðsson, Grundargerði
10, Rvk.
Jón B. Pálsson, Víghólastíg 13.
Kristján Haukur Ántonsson, Víg-
hólastíg 8.
Lúther Hróbjartsson, Akurgerði 25.
Rúnar Steinsen, Nýbýlavegi 29.
Sigurður Friðriksson, Reynihvamm
8.
Stefán Grímsson, Melgerði 19.
Tryggvi Jakobsson, Hófgerði 9.
Viðar Gunngeirsson, Steinagerði 6,
Rvk.
Ferming í Kópavogskirkju á
pálmasunnudag, kl. 2 e. h. —
Séra Gunnar Árnason.
STÚLKUR:
Anna Agnarsd., Sunnubraut 25.
Ágústa Daníelsd., Hlíðarvegi 19 A.
Ásta Jónsd., Álfhólsvegi 119.
Bára Leifsd., Hlaðbrekku 19.
Hallfríður Höskuldsd., Víghólastig
14.
Hildur Sigurðard., Þinghólabr. 61.
Inga Jóna Andrésd., Hrauntungu 11
Ingibjörg Auðunsd., Hlíðarvegi 23.
Kolbrún Hilmarsd., Digranesv. 12A
Nanna Mjöll Atlad., Þinghólabr. 66
Patricia Kvinn, Nýbýlavegi 46.
Ragnheiður Sigurðard., Bjarnhóla-
stíg 12.
Sigríður Hulda Sveinsd., Lindar-
hvammi 11. 1
Siguriaug Garðarsd., Þinghólabraut
36.
Þórhildur Einarsd., Hlaðbrekku 9.
DRENGIR:
Björn Ingólfsson, Kársnesbraut 57.
Björn Sigurjónsson, Álfhólsvegi 34
Egill Þórðarson, Reynihvammi 26.
Einar Sólmundsson, Birkimel 10.
Eyþór Jónsson, Digranesvegi 41.
Helgi Kristófersson, Miklubraut 74
Rvk.
Jóakim T. Andrésson, Lyngbrekku
19.
Jóhannes Ragnarsson, Hófgerði 13.
Jón G. Guðmundsson, Kópavogs-
braut 54.
Kristmundur Ásmndsson, Víði-
hvammi 24.
Magnús Steinþórsson, Álfhólsv. 54.
Samúel Guðmundsson, Digranesv.
54 B.
Sigurður I. Ólafsson, Nýbýlav. 32.
Háteigssókn. — Ferming i Frí-
kirkjunni 7. apríl kl. 11 f. h. —
Séra Jón Þorvarðsson.
STÚLKUR:
Aníta S. Knútsdóttir, Bólstaðarhlíð
30.
Eygló Guðmundsd., Mávahlíð 39.
Guðbjörg Ragnheiður Sigurðard.,
Stangarholti 12.
Guðríður Jóhannesd., Bólstaðarhl.
26.
Guðrún Erla Engilbertsd., Háteigs-
vegi 16.
Helga Einarsd., Skaftahlíð 22.
Hildur Sveinsd., Háteigsvegi 25.
Ingibjörg Pálsd., Eskihlíð 10.
Jóhanna Guðrún Ólafsd., Eskihlíð
22 A.
Jónína Pálsd.,'Eskihlíð 10.
Margrét Brandsd., Stakkholti 3.
Ragna Fossberg, Barmahlíð 7.
Ragnheiður Lárusd., Barmahlíð 30.
Sigríður Guðrún Halldórsd., Eski-
hlíð 14 A.
Svanfríður Hagvaag, Barmahlíð 34.
Valgerður Ingimarsd., Stigahlíð 12.
DRENGIR:
Bernhard Halldór Stefánsson, Stiga
hlíð 14.
Dan Valgarð Wíum, Fossvogsbl.
53.
Guðmundur Kristinn Þorsteinsson, i
Bogahlíð 7. I
Haukur Ásmundsson. Skaftahlíð 31
Jón Gröndal, Bogahlíð 20.
Jón Guðmundsson, Miklubraut 11.
Jón Svavar Jónasson, Heiðag. 28.
hlíð 19.
Jónas Theodor Hallgrímss., Skafta-
hlíð 9.
Kristján K. Víkingsson, Stigahl. 4.
Magnús Hreggviðsson, Stigahl. 2.
Oddur Karl Gunnlaugur Hjaltason,
Hamrahlíð 29.
Ólafur Þorsteinsson, Blönduhlíð 2.
Páll Svavarsson, Selvogsgrunni 16.
Pétur Kristján Hafstein, Háuhl. 16.
Pétur Ólafsson, Álftamýri 75.
Skúli Thoroddsen, Miklubraut 62.
Stefán Már Halldórsson, Drápuhl.
v33.
Tómas Grétar Ingólfsson, Löngu-
hlíð 19.
Tryggvi Tryggvason, Skaftahlíð 33.
Þórður Sigurgeirss., Stangarholti 2.
Kristniboð —
Framh. af bls. 9.
okkur ljóst að við þurfum á
liðsstyrk að halda í Konsó.
Þeg.ar „Várt Land“
kom til skjalanna.
— Ég get nefnt dæmi um
brýna þörf og nýja möguleika.
Á starfsþingi norsku kristni-
boðanna, sem haldið var i jan-
úar, en það þing sækja íslenzku
kristniboðarnir einnig, var
mikið rætt um nauðsyn þess,
að koma á fót enn einni kristni-
boðsstöð norðarlega á norska
starfsakrinum. Þar eru víðáttu-
mikil héruð, þar sem íbúarnir
hafa orðið fyrir verulegum á-
hrifum af starfi kristniboðsins,
en kristniboðarnir hins vegar
ekki komizt yfir að anna þess-
um verkefnum sökum fjarlægð-
ar og mikilla verkefna, sem
þegar eru fyrir hendi þar sem
nú er starfað. Fór þingið þess
á leit við stjórn kristniboðsins,
að hún veitti samþykki sitt til
þess að ný kristniboðsstöð yrði
reíst þar. Áætlað var, að kostn-
aður mundi verða 175 þúsund
norskar krónur. Því miður fann
stjórn kristniboðsins sig knúða
til þess að svara neitandi, þvi
að fjárhagsáætlun fyrir 1963
var þegar gerð og ekki hægt að
leggja fram meira fé. Þá var
það, að kristilega dagblaðið
VÁRT LAND í Oslo skoraði á
kaupendur sína, að leggja fram
fé til slíkrar stöðvar. Þótti
mörgum þetta nokkuð djörf á-
skorun, en svo frábærlega góð-
ur var árangurinn, að
á 32 dögum höfðu blaðinu
borizt 175.000 norskar krón-
ur og var það nægilegt fé
til þess að kaupa lóð, byggja
íveruhús, sjúkraskýli, skóla
og heimavlst, kaupa bil til
sjúkraflutninga og leggja
veg að stöðinni.
Er þetta glöggt dæmi þess
hversu mikils frændur okkar
Norðmenn meta þetta starf og
hve glögga grein þeir gera sér
fyrir nauðsyn þess, að nota
tækifærin, sem eru fyrir hendi.
Ótrúleg breyting
á skömmum tíma.
Ég vil taka það fram, að
þegar ég tala um tækifærin,
sem nú eru fyrir hendi, hefi ég
í huga þær miklu breytingar,
sem nú eiga sér stað í þjóðfé-
lagsmálum og stjórnmálum Af-
ríku. Þar gerast oft stórfelldar
breytingar á ótrúlega skömm-
um tíma. Þetta ber þó ekki að
skilja svo, að hinar ungu þjóð-
ir Afríku óski ekki eftir kristn-
um áhrifum eða starfi kristni-
boða. Er hægt að vitna í um-
mæli ýmsra leiðtoga frjálsrar
Afríku í dag, sem halda því
fram, að boðskapur bibliunnar
og kristniboðsins eigi mestan
þátt í að þjóðir þeirra hafa öðl- [
ast sjálfstæði. Að vísu eru til |
lönd eins og Súdan þar sem
Mohammeðstrúarmenn eru alls
ráðandi. Mohammeðstrúarþjóð- |
irnar óska að sjálfsögðu ekki
eftir kristnum áhrifum, en all-
flestar hinar ungu þjóðir Af-
ríku hafa beðið kristniboðana
og innlendu kirkjuna að halda
áfram starfi sínu. T. d. eru %
allra skóla í Tanganyika reknir
af innlendu kirkjunni og
kristniboðinu,
og skólar, sem reistir hafa
verið og reknir af kristni-
boðsfélögum í Afríku eru
um 100.000. Sýnir það hve
víðtæk starfsemin er, og
meiri en menn almennt hafa
gert sér Ijóst hér og víðar. j
Vitnisburður
Luthuli.
Friðarverðlaunin fyrir árið
1960 voru veitt Suður-Afríku-
blökkumanninum Albert John
Luthuli. Hann hefir ávallt bar-
izt fyrir því, að hinar nýju þjóð
ir Afríku grundvölluðust á
kristinni trú, og þegar hann tók
við friðarverðlaununum í
Oslo í.desember 1961, gat hann
þess, að kristniboðið hefði enn
mikilvægu hlutverki að gegna í
Afríku.
A. Th.
TWntun Jf
prentsmiója & gúmmístímpiagerö
Hlnholtl 2 - Slmi 20»60
Sem kunnugt er standa nú yfir sýningar I Þjóðleikhúsinu á svissneska
Ieikritinu Andorra, en það hefur hlotið afburða góða dóma gagnrýnenda.
Leikstjórinn Walter Firner telur Andorra þýðingarmesta Ieikritið, sem
skrifað hafi verið eftir síðari heimsstyrjöldina.
Næsta sýning á leikritinu verður annað kvöld.
Myndin er af Bessa Bjarnasyni og Áma Tryggvasyni. (Frá Þjóðleikh.)
Málalengingar Framsóknarflokksins ekki aðeins
þreytandi heldur líka nauðaómerkilegar — Telja
bændaskólafrumvarp til bóta en greiða samt at-
kvæði gegn því.
Yfifleitt telst það merkilegt
sem sagt er á Alþingi. Þar
hafa menn að atvinnu að ræða
um landsins gagn og nauðsynj-
ar, þar er rætt um hagnýt mál
og þar eru mennirnir sem
stjórna landinu.
Samt er það svo, að eftir
þingfundi í neðri deild í gær,
er það undirrituðum næst skapi
að láta ekki eitt orð frá sér
fara í þennan dálk um þær um-
ræður sem þar fóru fram.
Hvortveggja er, að tal manna
var hið nauða ómerkilegasta og
síendurteknar ræður og fullyrð-
ingar frá því margsinnis fyrr í
vetur ganga nú öfgum næst.
Rætt var um Efnahagsbanda-
lagið, Eysteinn Jónsson hafði
orðið og geta menn getið sér
nærri um efni ræðunnar. Rakti
hann ýtarlega sem fyrr, að
stjórnin vildi aukaaðild og ekk-
ert annað, hvað G.ylfi hefði
sagt í þetta skiptið og hitt
skiptið, hvað Framsókn áliti
bezt og hvað kjósendur ættu
að gera. Þau nýmæli voru þó
í málaflutningi Eysteins, að nú
hefur hann uppgötvað að ríkis-
stjórnin hafði aldrei lýst því
yfir skýrt og skorinort að ís-
land ætti ekki að gerast full-
gildur aðili að EBE!
Eftir að hafa flutt klukku-
tíma ræðu um Efnahagsbanda-
’.agið, (umræðan fór reyndar
alls ekki fram undir þeim dag-
eftir Ellert B. Schram
skrárlið), fór Eysteinn að tala
um það, að ,,hann skildi raun-
ar ekkert í ráðherra að vilja
deila um þessi mál, þau væru
margrakin"!
Ráðherra vfsaði þesari setn-
ingu Eysteins beinustu leið
heim til föðurhúsanna. Hann
var síðan stuttorður, lýsti því
eingöngu yfir hver afstaða ríkis
stjórnarinnar væri og hefði
alltaf verið í þessu máli. Er
ekki ástæða til að fjölyrða um
það.
Ekki.„ létu Framsóknarmenn
við það sitja að berja höfð-
inu við steininn f Efnahags-
bandalagsmálinu einu. Frum-
varp um bændaskóla var til um
ræðu í neðri deild, eftir aðTiafa
hlotið afgreiðslu í efri deild.
Þar fluttu Framsóknarmenn
frávfsunartillögu með þeim rök-
um að frumvarpið væri ekki
nógu vel úr garði gert, og þó
sérstaklega vegna þess að eng-
inn bóndi hefði setið í nefnd
þeirri er undirbjó málið. í
neðri deild flytja þeir nú sömu
frávísunartillöguna, með sömu
rökum.
unnar Gíslason og Ingólfur
^ Jónsson létu báðir í ljós
furðu sína á þessari afstöðu
Framsóknarmanna. í gagnrýni
sinni benda beir ekki á neina
efnislega vankanta á frumvarp-
inu, og að það hljóti að vera
gallað þar sem enginn bóndi
hafi undirbúið frumvarpið. Þeir
Gunnar og Ingólfur bentu á,
að í nefndinni hafi setið báðir
skólastjórar búnaðarskólanna,
og það sé ekkert annað en van-
traust á þá, þegar talað er um
illa skipaða nefnd. Skólastjór-
arnir eru menn bezt inn í mál-
efnum bænda, skilja og þekkja
sjónarmið þeirra og stjórna auk
þess tveim af stærstu búum
landsins. Þeir eru bændur að
öllu leyti nema að starfsheit-
inu einu undanskildu.
Björn Pálsson, þingmaður
Framsóknarflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra, kvaddi
sér hljóðs við þessar umræður
og lýst einnig undrun sinni á
málatilbúnaði flokksbræðra
sinna. Björn vildi sfður en svo
meiri reisn yfir frumvarpið,
hann kvaðst helzt ekki vilja
nema einn búnaðarskóla (frum-
varpið gerir ráð fyrir þremur).
Ágúst ÞorvaMsson og Óskar
Jónsson málsvavar Framsóknar
í máli þessu, viðurkenndu báð-
ir að nokkur bót væri í frum-
varpinu og margar breytingar
horfðu til heilla, en fluttu áfram
sfna frávísunartillögu og
greiddu ótrauðir atkvæði gegn
frumvarpinu. Ástæður eru enn
ókunnar.
/