Vísir - 06.04.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 06.04.1963, Blaðsíða 16
f * » ? 7 y i í í I f i I I j * i j i llliillftti ; 'I VISIR Laugardagur 6. apríl 1963. EG LABBAÐI INN A LAUGAVEG7 Blindflugtæki til ísafjurðui 1 sumar verður unnið að því að setja upp radartæki og hluta af blindflugstækjum á Arnarnesi við mynni Skutuls- fjarðar hjá ísafjarðarkaupstað. Þegar tæki þessu eru komin upp munu þau hafa í för með sér stóraukið öryggi fyrir flug- ferðir til ísafjarðar og gera ferðimar þangað reglulegri og ssari. Flug til ísafjarðar hefur verið all óöruggt, þar sem ekki hefur verið hægt að fljúga þangað nema bjart veður og gott skyggni sé, en með þessum nýju tækjum á að verða auðvelt að fljúga til ísafjarðar þó skyggni sé slæmt. Verður nú hægt með þessum nýju tækjum að leiðbeina flugvélum í dimmviðri til lendingar á ísa- fjarðarflugvelli og munu flug- vélarnar koma niður að ísa- fjarðardjúpi við ögur og síðan auðvelt að Ieiðbeina þeim til lendingar á flugvellinum í Skutuisfirði. Sérfræðingar skoða Reykjavíkurflugvöll Þann 17. april n. k. koma hingað til lands tveir flugmálasérfræðing- ar á vegum Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar ICAO og verður það verkefni þeirra samkvæmt sér- stakri beiðni íslenzku flugmála- stjórnarinnar, að kanna öll örygg- ismál Reykjavíkurflugvallar og rekstur flugsins á honum. Sérfræðingar þessir heita Hell- mann, sem er flugvélasérfræðingur finnskur að ætt og Shepherd, sem er fiugrekstrarsérfræðingur brezk- ur að þjóðemi. Fær flugmálastjórn in þessa menn hingað m. a. í sajn- bandi við þær umkvartanir, sem komið hafa fram í blaðagreinum að undanfömu um það að fyllsta öryggis sé ekki gætt í sambandi við flug Cloudmasterflugvéla frá Reykjavíkurflugvelli. Ný síldarhrota framundan? í gær síðdegis voru líkur þær, að síldarhrota væri framundan og í nótt munu sennilega um 30 síld- arskip hafa verið á sjó. Til Reykja vikur komu 8 skip með á að giska 6950 tn. Mestan afla höfðu Stapafell, 1400 tn., Súlan 1400, Hafrún 1000. Bátarnir voru að koma inn kl. 2— 5 og fóru út aftur, er þeir höfðu losað. Afiann fengu þeir á Hraunsvík og er síldin stór og talin góð. Um helmingur bátanna, sem voru á sjó í fyrrinótt og gærmorg- un munu hafa fengið síld, og fór langmestur hlutinn til Reykjavíkur og eitthvað til Hafnarfjarðar. I gær var hinn árlegi peysu- fatadagur Kvennaskólans I Reykjavík og settu námsmeyj- arnar svip á bæinn þegar þær gengu í flokk eftir götum hans. Þessi mynd var tekin í gær af hópnum, þar sem stúlkurnar „löbbuðu inn á Laugaveg“ al- veg eins og ömmur þeirra gerðu í kringum aldamótin á íslenzk- um peysufatabúningi, þegar sá frægi bragur var ortur. Vegaverkstjórinn á Siglufirði, Friðgeir Árna son, sem hefur um langt árabil séð um það á sumrin að ryðja burt snjó úr Siglufjarðar- skarði kveðst nú búast við því að búið verði að opna skarðið á mánudag inn. Hafa Norðurleiðir ákveðið að efna til hóp- ferðar landleiðina til Sigluf jarðar á þriðjudag- inn á skíðalandsmótið sem þar fer fram. Er bú- izt við því að keyrt verði gegnum Sigíuf jarð arskarð en til vonar og vara verður treyst á ferð með flóabátnum Drangi frá Sauðárkróki Sri/ö- létt í skarö inu Mynd þessa tók ljósmyndari Vísis neðst í Siglufjarð- arskarði í fyrra- dag, þegar verið var að byrja að ryðja skarðið og jarðýturnar þegar búnar að ýta göng í gegnum fyrstu skaflana. til Siglufjarðar. Friðgeir vegaverkstjóri segir það vera alveg einstakt hve lítill snjór er i Siglufjarðar- skarði enda verður það eins dæmi ef Siglufjarðarskarð verð ur nú opnað I fyrrihluta aprfl. Tvær stórar jarðýtur vinna að því að ryðja skarðið og hófu þær verkið á fimmtudagsmorg- un. Að vestanverðu, eða úr Fljótum sækir að skarðinum 18 tonna ýta, sem er eign Vega- gerðar rlkisins. Þar er mjög snjólétt og vantaði X kvöld að- eins helzlumuninn tib að ýtan kæmist upp í háskarðið. Að norðanverðu sækir að skarðinu 14 tonna jarðýta sem er eign Siglufjarðarkaupstaðar. Þar er nokkru meiri snjór, en samt fá- dæma lítill af þessum árstíma að vera. Dásamlegt veður er nú á hverjum degi í Siglufirði, steikj andi sólskin, I fyrradag var 13 stiga hiti og í gsér 12 stiga hiti. Skógrækfinni ber- ast góðar gjafir Ludvig Braathen hinn norski skipaeigandi og auðjöfur ætlar ekki að gera það endasleppt við ís- lenzka skógrækt. Nýlega sendi hann Skógrækt rikisins að gjöf á- vísun að upphæð 10 þúsund norsk ar krónur eða sem nemur um 60 þús. fsl. kr. með hlýjum og góð- um óskum um framgang skógrækt ar á Islandi. Skógræktarfélaginu hafa borizt fleiri gjafir meöal annars barst því 10 þús. króna dánargjöf sem Ragnhildur Runólfsdóttir kaup- kona, Hafnarstræti 18 arfleiddi það að, en hún andaðist hér í bæ hinn 6. marz s.l.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.