Vísir - 06.04.1963, Side 9

Vísir - 06.04.1963, Side 9
V í SI R . Laugardagur 6. apríl 1983 9 Skólahúsið í íslenzku kristniboðsstöðinni í Konsó. Sjúkraskýlið í íslenzku kiristniboðsstöðinni í Konsó. Kristniboð í AFRÍKU Pálmasunnudagur er næstk. sunnudag og verður hann, að hefðbundinni venju .helgaður kristniboðsstarfseminni. 1 við- tali því, sem hér fer á eftir greinir Felix Ólafsson kristni- boði frá þessari starfsemi, sem hefir orðið æ víðtækari, og þáttttöku íslenzkra kristniboða og kristniboðsvina í henni. Felix Ólafsson og kona hans, Kristín Guðleifsdóttir voru brautryðjendur íslenzka kristni boðsins í Konsó £ Eþíopíu. Þau fóru héðan í janúar 1953, voru fyrst nokkra mánuði í Lundún- um til undirbúnings starfinu, þar næst um árs bil í Addis Abbeba, til þess að læra mál Eþíópíumanna, og komu heim eftir fimm ára burtveru. í Konsó eru nú hjórtin Gísli Arn- kelsson og Katrín Guðlaugs- dóttir, og tvær hjúkrunarkon- ur, Ingunn Gísladóttir og Elsa Jakobsen, sem er færeysk, Jó- hannés Ólafsson læknir og kona hans Áslaug Johnsen frá Vest- mannaeyjum starfa í Gidole. 1 hvíldarleyfi eru nú hér heima Benedikt Jasonarson og kona hans Margrét Hróbjartsdóttir, og fara þau væntanlega aftur til Konsó um áramót næstu. Tal okkar barst fyrst að Sambandi íslenzkra kristniboðs- félaga, en að því standa ýms félög og hópar áhugamanna víðsvegar um landið. Elzta kristni- boðsfélagið — Elzta kristniboðsfélagið á landinu, sagði Felix Ólafsson, er Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík, en nokkru yngra er Kristniboðsfélagið í Reykiavík, í daglegu tali kallað kristniboðs- félag karla. Þess má geta, að þessi félög eiga og reka kristniboðshúsið Betaniu, Laufásvegi 13, og með- limir þessara félaga beittu sér fyrir stofnun kristniboðssam- bands 1929, en þá hafði Ólafur Ólafsson kristniboði dvalist hér um skeið og sagt frá starfi sínu í Kína. Islenzk kristniboðs- stöð í Eþíópiu. Fram til ársins 1952 ráku Is- lendingar ekki sjálfstætt kristni boð, en launuðu að eins ís- lenzka kristniboða.'sem störfuðu á vegum norskra félaga. þá Ólaf Ólafsson og Jóhann Hannesson, en á þvi ári var ákveðið að reisa islenzka kristniboðsstöð i Eþíopiu, og það hefir komið í ljós, að sú ákvörðun hefir haft mikla þýðingu til þess að efla áhuga manna hér á landi fyrir kristniboði, og upp frá því hef- Rætt við Felix Ólatsson kristnihoba ir aðild okkar að kristniboði verið í örum vexti. Gjafir og framlög 1 millj. kr. 1962. Til marks um áhuga manna og fórnfýsi má nefna, að tekjur Kristniboðssambandsins námu á s.l. ári rösklega 1 milljón króna og eru það allt gjafir og framlög einstaklinga og hópa innan kirkjunnar, sem áhuga hafa fyrir þessu málefni. Rösk- lega helming þess fjár yfir- færðum við til starfsins í Eþí- opiu, og greiddum auk þess ferðakostnað hjóna, sem þá komu heim frá kristniboðsstarfi sínu í Konsó. Þá hafði sam- bandið fimm launaða starfs- menn á vegum sínum hér heima. Yfir 15 þúsund sjúklingum hjálpað. Eg bað F. Ó. að greina nán- ara frá starfinu í Konsó — einnig hjálparstarfsemi i þágu sjúkra o. fl. — Starfsemi íslenzku kristni- boðanna hefir sífellt verið að aukast. Við höfum ekki ná- kvæmar tölur fyrir hendi fyrir 1962, en 1961 t. d. fengu 15.483 sjúklingar meðhöndlun í ís- lenzka sjúkraskýlinu og ef við reiknum með 300 starfsdögum á árinu verða það 50 sjúklingar á dag, og mun sú tala hafa hækkað verulega árið sem Ieið. Kirkjugestir. Kirkjugestir eru iðulega 6— 800 á sunnudögum í kristni- boðsstöðinni, en auk þess hafa Konsómenn reist sér kirkju- kofa í 7 þorpum. Sama máli gegnir um skóla- og fræðslu- starfsemina. Nokkrum erfið- leikum veldur, að við höfum ekki nógu góðan húsakost fyrir starfsemina, ,en 1961 voru fastir skÖlanemendur í stöðinni 120, og þar af dvöldu 19 í heima- vist. Innlendi söfnuðurinn rek- ur nú einnig lestrarskóla í sjö þorpum. Sá söfnuður er til orðinn algerlega fyrir starf ís- lenzka kristnibnðsins. Fastir safnaðarmeðlimir eru talsvert á annað hundrað, en námskeið fyrir trúnema eru einnig haldin að staðaldri. Talið barst að því hvort í ráði væri að auka starfsemina. Aðkallandi þörf. — Það er mikið rætt um á hvern hátt við íslendingar gætum aukið framlag okkar til starfseminnar £ Suður-Eþíopíu, þar sem þörfin er aðkallandi. íslenzku kristniboðarnir gera sér nú Ijóst, að möguleikarnir til starfs eru nú meiri en nokkurn tíma áður, en óvíst er hversu lengi þau tækifæri eru fyrir hendi. I því sambandi hef- ir verið á það minnst hvort hugsast gæti, að við íslending- ar sæjum okkur fært að reka norsku kristniboðsstöðina í GIDOLE samhliða stöðinpi. í Kongó. Þessar tvær stöövar eru staðséttar f 'sama fylki og hafa margt sameiginlegt, og þar starfar íslenzkur læknir nú þegar við sjúkrahús norska kristniboðsins. Er það Jóhannes Ólafsson. I bréfi, sem hann skrifaði í marz, getur hann um þörfina á þessum tveimur kristniboðsstöðum, og þá eink- um hina miklu þörf, sem þar er fyrir hendi á læknishjálp. Telur hann sig að eins 'geta sinnt þessum tveimur stöðum, að tvær hjúkrunarkonur væru í hvorri stöð, en þá gæti læknir- inn ferðast á milli með skurð- stofu-hjúkrunarkonu og annast hin erfiðari tilfelli. En við skiljum vel, að þetta verkefni eitt er algerlega óviðráðanlegt þeim starfskröftum, sem kristniboðið ræður yfir nú. Eina hjálp 40 þús. nianna. I Kónsó búa 30—40 þúsund manns, svo ekki sé nefnd of há tala, og á Gidole-svæðinu mun fleiri, og hefir fólkið þar og í Konsó enga möguleika á að Ieita sér slíkrar hjálpar nema hjá kristniboðinu. Ekki gætu íslendingar þó tekið að sér að reka þessar tvær stöðvar upp á eigin spýtur að svo stöddu, en Færeyingar sem launa nú þegar eina hjúkrunarkonu, sem starfar með íslenzka kristni- boðinu, hafa óskað eftir að auka sinn þátt í samstarfinu. Væri ákaflega æskilegt, að við gætum notað þessi tækifæri, sem þarna eru fyrir hendi. I þessu sambandi má geta þess, að Haraldur Ólafsson kom til Eþopiu í marz ásamt fjölskyldu sinni. Hann er launaður af Norska lútherska kristniboðs- sambandinu, þar eð ísl. kristni- boðið sér sér ekki fært að launa hann að svo stöddu. Gerum við Framhald á. bls. 6

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.