Vísir - 06.04.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 06.04.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Laugardagur 6. apríl 1963. KOLA VERKFALLI LOKID Verkfalli franskra námumanna er lokið og hófst vinna að nýju í hinum þjóðnýttu kolanámum rík- isins í gærmorgun. Það var í gær, sem endanlega var frá þessu gengið, er námu- menn samþykktu að- tillögum leið- toga sinna, að fallast á samkomu- lag, sem náðst hafði milli samn- inganefndar námumanna og Kola- ráðsins, en samkvæmt því fengu námumenn mikilvægum kröfum framgengt, en þó ekki yfir 11% kauphækkun þegar, heldur var samið um kauphækkun, sem nem- ur 12i/2%, þannig að hækkunin kemur að hálfu til framkvæmda nú, en að fullu stig af stigi á næstu 6 mánuðum. Námumenn fá og lengra sumarleyfi. Fréttaritarar leggja áherzlu á, að með sam- komulagi þessu hafi báðir aðilar slakað til. Samkomuiag hefur náðst um kaup og kjör járnbrautastarfs- manna, en ekki um kjör starfs- manna f gasverum ríkisins, ög er óttazt, að þeir haldi áfram skyndi- Helgnrráðstefnci N.K. LAUGARDAG efnir Heimdallur tii ráðstefnu um Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans. Ráðstefnan hefst kl. 12,30 með miðdegisverðarboði Mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins. Eftirfarandi 6 inngangserindi verða flutt: 1. Már Elísson: Efnahags- málastefna Sjálfstæðisflokksins. 2. Þór Vilhjálmsson: Utan- ríkisstefna Sjálfstæðisflokks- ins. 3. Gunnar G. Schram: Sjálf- stæðisflokkurinn og velferðar- ríkið. Sunnudagur — kl. 2 í Vaihöll: 4. Magnús L. Sveinsson: Sjálfstæðisflokkurinn og verkalýðurinn. 5. Bjarni Beinteinsson: Við- horf Sjálfstæðisflokksins til samvinnu við aðra flokka. 6. Birgir ísl. Gunnarsson: Skipulag og starfsemi Sjálf- stæðisflokksins. Væntanlegir þátttakendur látið skrá sig til þátttöku á skrifstofu Heimdallar í síma 18192 eða 17102. Stjórn Heimdallar. verkfölium til að koma fram kröf- um sínum. Enn fremur er búizt við skyndiverkfalli útvarps- og sjónvarpsmanna £ gær. í framhaldsfréttum segir, að flestir þeirra 240,000 námumanna, sem tóku þátt í fimm vikna verk- fallinu, hafi byrjað vinnu í gær, en verkfallsverðir voru enn á Flugféiagið —- Framh. at bls. 1. ist ekki að vænta neins svars frá því um öryggi flugferða þess á Reykjavíkurflugvelli. Þessar upplýsingar, sem Vísir birtir hér eru hafðar eftir flug- málastjóra Agnari Kofoed Han- sen á fundi sem hann hélt með blaðamönnum í gær, þar sem hann rabbaði við þá almennt um flugmál og Reykjavíkur- flugvöll. í sambandi við þetta sagði flugmálastjóri, að það væri all alvarlegt ef Flugfélag íslands teldi ekki að gætt væri fyllsta öryggis við flug frá Reykja- víkurflugvelli. Ef svo væri að það teldi að fyllsta öryggis væri ekki gætt væri eðlilegast að það hætti flugi frá Reykja- víkurflugvelli og flytti þá starf- semi sína til Keflavíkurflugvall- í viðtalinu ræddi flugmála- stjóri mjög um Reykjavíkur- flugvöll og komst hann að þeirri niðurstöðu, að óhjá- kvæmilegt væri að notast við hann enn um sinn a. m. k. fyrir allt innaniandsflug, einfaldlega vegna þess, að ekkert fjármagn eða fjárveitingar væru fyrir hendi til að fara að reisa nýjan flugvöil á Álftanesi, sem myndi kosta hundruð milljóna króna. ★ Hann skýrði og frá því, að fyrir meir en ári hefði Flugmála stjórnin'fengið hingað til lands færasta sérfræðing Bandaríkj- anna í rekstri og flugi Cloud- masterflugvéla Mr. Harry L. Irman og hefði hann komizt að því eftir ýtariegar rannsóknir, að fyllsta öryggis væri gætt á Reykjavíkurflugvelli í sambandi við flugtak og lendingu Cloud- masterflugvélanna. Hafði þessi sérfræðingur meira að segja komizt að þeirri niðurstöðu, að fjarlægðin milli flugbrautar og Miðbæjarins væri nægileg til ,þess að Cloudmasterflugvélarn- arar myndu hafa nægilegt svæði til að hefja sig á loft með aðeins þrjá hreyfla í gangi, ef miðað er við þá hleðslu sem flugvélarnar hafa hér. Þ a k k i r Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa KRISTINS KRISTINSSONAR Njálsgötu 77. Sérstaklega viljum við þakka kirkjukór Hallgrímskirkju, Páli Halldórssyni orgelleikara, Karlakór Reykjavíkur, Sig- urði Þórðarsyni söngvara, Guðmundi Jónssyni óperusöngv- ara, Bifreiðastjórafélaginu Frama og Hestamannafélaginu Fák. Vilborg Sigmundsdóttir Reynir Kristinsson. Erna Haraldsdóttir og bamabörn. verði í námunum í Norður-Frakk- landi. Talið er að 85 af hundraði hafi komið til vinnu, en margir látið óánægju í ljós yfir samning- unum. í námunum í Austur-Frakk iandi var þátttakan 100% og eins í Mið- og Suður-Frakklandi, þar sem námumenn fylktu liði til vinnu með lúðrasveitir í farar- broddi, en í Norður-Frakklandi komu aðeins 25 af hundraði til vinnu, en leiðtogar námumanna ætla, að þegar mesti skaphitinn hjaðni í ungum námumönnum, muni allt færast í venjulegt horf. Tvær kirkjur vígður Ákveðið hefur verið að vígja nýja kirkju í Súðavík f dymbil- vikunni, en þar hefur aldrei áður verið reist kirkja. Biskqpinn yfir íslandi framkvæmir vígsluna og s.l. sunnudag vígði hann nýja kirkju að Höskuldsstöðum í Húnavatns- prófastsdæmi. Fyrir tveimur árum var kirkjan á Hesteyri tekin ofan sökum eyð- ingar byggðar þar og voru viðir úr henni notaðir í nýju kirkjuna í Súðavík, Hún er með svipuðu sniði og Hesteyrarkirkjan gamla, en nokkru stærri. í Súðavík eru bú- settir 200—300 manns og hefur fólk þar sýnt mikinn áhuga fyrir kirkjubyggingunni og Iagt fram krafta sína við byggingu hennar, bæði börn og fullorðnir, undir for- ustu sóknarprestsins, séra Bern- harðs Guðmundssonar og konu hans, sem eru búsett í Súðavík í Ögurþingum. Kirkjunni hafa bor- izt margar gjafir til vígslunnar. Kirkjan á Höskuldsstöðuni, sem var vígð s.l. sunnudag, er stein- kirkja og rúmar á annað hundrað manns, en í sókninni eru 140 manns. Þessi kirkja hefur verið í smíðum undanfarin ár og er hið myndarlegasta guðshús. Fyrir var á Höskuldsstöðum timburkirkja frá 1876 og má geta þess til gam- ans að Friðrik, faðir séra Friðriks Friðrikssonar, smíðaði þá kirkju. Við kirkjuvígsluna á sunnudaginn prédikaði sóknarpresturinn séra Pétur Ingjaldsson, en meðai við- staddra var héraðsprófasturinn og ýmsir aðrir nágrannaprestar. Að lokinni vígslu bauð kvenfélag sókn arinnar öllum viðstöddum til kaffi- drykkju. FÉLAGSLfF Skíðaráð Reykjavikur biður keppendur sína á landsmótið á Sigiufirði að hafa samband við for mann skíðaráðs Reykjavíkur á laugardagskvöld kl. 8. Lagt verður af stað þriðjudagsmorgun kl. 8 frá Amtmannsstíg 2. Skíðaráð Rvíkur. Skíðaferðir um helgina: Laugardag kl. 2 og kl. 6. Sunnudag kl. 10 og kl. 1 Skíðaráð Reykjavikur. SSkíðaferðir um páskana: Skíðaferðir um páskana verða sem hér segir: Miðvikudag 10. apríl kl. 8 e. h. Fimmtudag 11. apríl ki. 10 og kl. 5 og í bæinn kl. 6. Föstudag 12. apríl kl. 10 og kl. 5 og í bæinn kl. ‘6. 6 og í bæinn kl. 7. Laugardag 13. apríl kl. 8 og kl. Sunnudag 14. apríl kl. 10 og kl. 5 og í bæinn kl. 6. Mánudag 15. apríl kl. 10 og í bæ- inn kl. 5. Geymið auglýsinguna því að ekki verður auglýst aftur. Skíðaráð Reykjavíkur. Kammermúsikklúbburinn jpyrir um það bil tíu árum, gat maður átt von á að heyra annað slagið góðan strengjakvartett leika listir sín- ar hér í bænum. Ríkisútvarpið hafði á sínum snærum einn slíkan, og veitti Björn Ólafsson konsertmeistari honum for- stöðu. Mér er enn minnsstæð meðferð hans á nokkrum kvartettum eftir Mozart og Beethoven, og líklega ekki sizt á kvartett nr. 1 eftir Jón Leifs, sem vakti mikla hrifningu í hópi okkar unglinganna. Starf- semi þeirra félaganna, sem eru Josep Felzmann, Jón Sen, Ein- ar Vigfússon og svo auðvitað Björn, hefur legið niðri að mestu um ára bil. Þann 4. apríl s.I. Iéku þeir þó á vegum kammermúsíkklúbbsins, kvart- ett í D dúr k 499 eftir Mozart og Op. 18 nr, 4 eftir Beethoven. Til að spara allar orðlengingar, er bezt að segja strax, að und- irritaður hefur sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum á nokkr- um tónleikum. Hér skortir á allt sem gefur raunverulegum kvartettsamleik gildi. Hvergi örlaði á minnstu tilfinningu fyrir þeim lit og lífi sem þessi yndislegu verk eru hlaðin af. Tónhæð og hljóðfall voru út og austur, og í rauninni hljóm- aði þetta eins og skopstæling af Vínarklassík eftir einhvern miður smekklegan atónalista. Æfingarleysi og lífsþreyta voru semsé höfuðeinkenni þessa flutnings. jgn hvernig má slíkt verða í höndum jafn ágætra tón- listarmanna? Við verðum að ætla að hér hafi verið um hræðilega tilviljun að ræða. Mennirnir hafi verið svo dauð- þreyttir eftir sinfóníu og leik- húsþrældóm, að þeir hafi varla vitað í þennan heim né annan. Alla vega skulum við vona að næst þegar heyrist í kvartett Björns Ólafssonar, verði aftur komið á gamla lagið, eða jafn- vel annað nýtt og betra. En það gerist þó varla að ýmsum aðstæðum óbreyttum. Leifur Þórarinsson. Sjcifstæðisfólk! Munið ¥ar8arkaffið í Vsslhéll í dag Fermingarskeyti Hin vinsælu fermingarskeyti, sumarstarfs K.F.U.M. og K. verða afgreidd sem sér segir. Laugardaga frá kl. 2 e. h. í skrifstofu félagsins Amt- mannsstíg 2B Sunnudaga frá kl. 10—12 og 1—5 e. h. á eftirtöldum stöðum. Miðbær K.F.U.M. og K. Amtmannsstíg 2B. Vesturbær. Barnaheimilið Drafnarborg. Laugames. K.F.U.M. og K. Kirkjuteig 33. Langhoiti. K.F.U.M. og K. við Hólaveg. Smáfbúða- og Bústaðahverfi. Breiðagerðisskóla. Nánari uppl. á skrifstofu félaganna á Amtmannsstíg 2B. VINDÁSHLÍÐ VATNASKÓGUR. *xm^AfmiESBaEMmr’ma& j BBsrmssas

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.