Vísir - 06.04.1963, Blaðsíða 15
V í S I R . Laugardagur 6. apríl 1983.
15
©
framhaldssaga
eftir Jane Blackmore
stjörnuskin
og skuggar
— Ég hélt, að ég hefði verið
alveg ómyrkur í máli í dag, sagði
hann, eins og hann hefði lesið húgs
anir hennar.
Hann stóð fyrir aftan hana. —
Hana langaði til þess að flýja langt
burt frá honum.
— Og ég hélt, að ég hefði svar-
að yður jafn greiniiega, svaraði
hún.
— Sorrel. Hann lagði liendur
sínar að hálsi hennar og strauk
hörund hennar.
— Ég elska þig!
Hún sneri sér við snögglega.
— Elskar, sagði hún af megnri
fyrirlitningu.
— Já, ég elska þig, sagði hann.
Hann greip um herðar hennar og
hún fann vínlyktina af honum, er
andardrátt hans lagði beint fram-
an f hana. Hugur hennar var fulll-
ur andstyggðar á honum, en jafn-
framt var hún óttaslegin. Hún
reyndi að losna úr greipum hans,
en hann tók því* fastara á.
— Þér eruð kvæntur, sagði hún
kuldalega í vandræðum sínum.
— Bara að nafninu. Engin ásta-
tengsl hafa verið milli okkar Dí-
önu í mörg ár.
— Það kemur ekki mér við.
— Jú, ég hefði getað haldið á-
fram að iifa, — þótt ekki væri
nema hálfu lífi — ef ...
— Hættið þessu, ég vildi heldur
deyja en að hafa nokkuð slíkt
saman við yður að sælda.
'— Segðu þetta ekki, kveldu mig
ekki svona.
— Þér kveljið sjálfan yður.
— Nei, það ert þú — með kop-
arrauða hárið og kuldalega svipinn,
sem kvelur mig. Ég verð að kom-
ast yfir þig, Sorrel, sagði hann
æstur.
— Þarna komstu upp um þig, —
þú verður að komast yfir mig. Þú
talar eins og þeir, sem alltaf hefur
verið dekrað við, aldrei verið neit-
að um neitt, allt lagt upp í hend-
urnar á, — og girnist 'þeir eitt-
hvað, er það sem leikfang, er þeir
verða að fá, — jafnvel þótt um
konu sé að ræða og lífshamingju
hennar. En þér gétið kannski ekki
verið öðruvísi, — þér eruð svo
vanur því að slá konum gullhamra,
leika sér að þeim, og kasta svo
leikfanginu burt, þegar þér eruð
orðinn leiður á þvf. En ég verð
bara ekki leikfang yðar.
Hann var orðinn náfölur, kipr-
ingur í munnvikunum.
Er það Davfð, sem er með í spil-
inu? sagði hann með spurnarhreim
í röddinni.
— Blandið honum ekki í þetta.
•—Nei, það má vitanlega ekki
blanda honum í þetta, sagði hann
og hló hæðnislega. En hlustaðu nú
á mig, geti ég ekki fengið þig, þá
skalt þú að minnsta kosti ekki fá
hann. Ég get sagt honum, sagði
hann í mikilli hugaræsingu, ég get
sagt honum hvernig þú ... drapst
manninn þinn.
Hún horfði á hann skelfingu lost-
in.
Þér haldið í raun og veru, að ég
hafi gert það? spurði hún lágt,
hásum rómi.
— Það skiptir engu máli fyrir
mig hvort þú átt sök á dauða
hans eða ekki, — svo heitt elska
ég þig, að læt mig það engu skipta.
En þú skalt verða mín. Það var
ég sem tryggði þér frelsi, og það
var ég sem útvegaði þér hæli og
starf hér. Þú ert það eina í öllum
heiminum, sem skiptir máli fyrir,
mig. Og ég er reiðubúinn að leggja
allt í sölurnar fyrir þig — hvað
sem er.
í Hugaræsingunni hafði hann
hækkað röddina. Hann tók utan
um hana og þrýsti henni að sér.
‘Hún streittist á móti, en hann var
henni sterkari, og hann þrýsti kossi
á samanbjfnar varir hennar, ennið,
augun, og í hvert skipti fór eins
og kuldahrollur um hana, en hann
dró andann þungt á milli eins og
maður móður af hlaupum.
Allt f einu hætti hún að streit-
ast f móti. jHún stóð algerlega
hreyfingarlaus. Hann hvíslaði að
henni einhverju, sem hún skildi
ekki til fulls. Hann hélt henni enn
fastri og hélt áfram að kyssa hana,
en öðru vfsi en áður.
Hugboð, sem var skilningi henn-
ar sterkara, hafði þau áhrif, að
hún tautaði fyrir munni sér:
— Viltu í raun og veru mig, Rup-
ert? — Er það svo í raunkmi?
Hann hætti að kyssa hana. Það
var eins og hann stirðnaði upp.
Hann sleppti tökum á henni, starði
á hana svo ákaft, að það var engu
líkara en að hann ætlaði sér að
grafast fyrir um leyndustu hugs-
anir hennar. Henni fannst tillit
hans lamandi, næstum dáleiðandi.
Hún stóð þarna titrandi og skildi
ekkert í sjálfri sér að hafa talað
eins og hún gerði. Henni var að
eins eitt Ijóst, að hún hataði þenn-
an mann, sem stóð þarna og starði
á hana eins og hann vildi kúga
hana til ambáttarhlutverks, ef ekki
annars verra. Og tillit augna
hans var slíkt, að það rann nú
upp fyrir henni, svo skýrt sem'
verða mátti, hvern mann hann hafði l
að geyma og að honum mátti til
alls trýa, — hún sá og fann, að
mannvonskan undir niðri var slík,
að hana hafði ekki órað fyrir, að
hún ætti eftir að verða slíks vör
í fari nokkurs manns.
— Reynið þetta aldrei aftur,
sagði hún hásum rómi.
— Við hvað áttirðu þá?, spurði
hann hásum rómi.
— Ég veit það ekki, sagði hún
lágt.
— Víst veiztu það, sagði hann
leiftrandi augum. Hún reyndi að
líta upp og horfa á hann ögrandi.
— Ég meinti ekkert sérstakt,
sagði hún stutt í spuna, — mér
bara datt þetta í hug til þess að fá
yður til þess að sleppa mér.
Hún hló stuttlega.
— Og það heppnaðist.
— Það er mishepþnað bragð hjá
þér. Ég vil — komast yfir þig
þú skalt verða mín. Láttú þér ekki
detta í hug, að þú sleppir.
KuldahroIIur fór um hana. Hann
hafði endurtekið það, sem hann
sagði rétt áður. En rödd hans.var
breytt. Og augnsvipurinn var ann-
ar. Og henni fannst allt í einu, að
orð hans rriátti skilja á annan veg
en hún hafði hugsað. — Hún sneri
sér undan til þess að losna undan
dáleiðsluáhrifum augna hans. Svo
hljóp hún frá honum. Hún var
smeyk um, að hann mundi reyna að
koma í veg fyrir, að henni tækist
að komast burt, en hann gerði enga
tilraun til þess.
.Húh vgþ. komin út í forstofuna.
Hún haf’ð'i sloppið. En hún hélt á-
fram — og hugsaði um það eitt að
komast sem lengst frá honum, burt,
burt . . .
V: kapituli.
Hún sá skugga bregða fyrir við
hornið á göngunum. Hafði Jónatan
haft rétt fyrir sér? Angan af ilm-
vatni barst að vitum hennar. Á
andartaki var hún sjálf komin fyrir
hornið og hljóp upp stigann. Hún
sá skugga bregða fyrir við glugga
uppi, og svo sá hún .meira en
skugga — hún sá Díönu hverfa
þarna uppi.
Sorrel hægði á sér. Hana langaði
sannarlega ekki til að rekast á
Díönu nú -— fráleitt meira en
Díönu langaði til að hitta hana.
Svo herti hún upp hugann og hún
reyndi að gera sér í hugarlund,
að það væri þó eitthvað skoplegt
við allt þetta næturrölt í húsinu.
Það var engu líkara en að röltið
væri orðið að venju hjá flestum,
sem áttu þarna heima.
Hún leit sem snöggvast inn til
Jónatans. Hann svaf vært. Svo
læddist hún að dyrunum á sínu eig-
in herbergi, en þær voru læstar.
320
Náðir þú númerinu ... ?
Mikið vildi ég, að læknirinn minn
skildi veikindi mín eins vel og þú,
Þrúða mín!
Hún var búin að gleyma, að hún
hafði læst þeim og tekið lykilinn
með sér. Svo varð henni hugsað
til Daviðs, Ruperts og Díönu, og
hversu ömurlegt það væri, að Jóna
tan litli skyldi alast upp á heimili
þar sem skilyrðin voru slík sem
þarna.
Er inn var komið læsti hún dyr-
unum á eftir sér, stóð svo kyrr og
hugleiddi allt, sem fyrir hana hafði
komið, síðari hún fór út fyrir 1
—2 klukkustundum.
Hún minntist þess, sem Jónatan
hafði sagt, að einhver hefði verið
í eldhúsinu. Hann hafði heyrt ann-
arleg hljóð og farið á kreik. Rupert
hafði sagt, að hann hefði sofið.
Annar hvor hlaut að hafa logið.
Og það þurfti ekki að fara í neinar
grafgötur um hvor þeirra mundi
ljúga. Vitanlega Rupert. Jónatan
hafði enga ástæðu til þess?
Hvað var Rupert að brugga?
Hvers vegna laug hann? Ef Jóna-
tan hafði heyrt eitthvað hlaut Rup-
ert að hafa heyrt það líka. Var það
Rupert, sem hafði verið í eldhús-
inu? Og skotizt þaðan inn í setu-
stofuna? En hvers vegna? Hvers
vega? Hvers vegna vildi hann leyna
því, að hann hafði verið í eldhús-
inu?
Allt í einu sló út á henni köld-
um svita. Henni hafði flogið í hug,
að það hefði verið Rupert sem var
£ stiganum nóttina áður? Hugsan-
legt var, að nú hefði hann skotizt
inn í dagstofuna, er hann heyrði
til hennar og Jónatans. Án þess að
gera sér fyllilega Ijóst hvað hún
ætlaði sér gekk Sorrel hægt og
hljóðlega yfir herbergið að dyrun-
SÆNGUR
í ýmsum stærðurp. — Endur-
nýjum gömlu sængurnar.
Eigum dún og fiðurheld
ver.
Dún- og fiðurhreinsun
Kirkjuteig 29. Sími 33301
T
A
R
Z
Tarzan lá á botni gryfjunnar,
og hann var reiður sjálfum sér
fyrir að hafa ekki gætt sín bet-
ur. Hann reyndi að stinga hnífn-
um í gryfjuvegginti og lyfta sér
upp, en gryfjan var of djúp.
Tarzan ætlaði að fara að kalla
á vini sýna, dýrin og biðja þau
hjálpar, þegar hann varð var
TAFCZAN WAS ASOUT TO CALL
TO ONE 0r HIS ANIMAL =KIENP’S
FOR HELP WHEN HE HEAKF’
SOA\E MOVEMENT AESOVE. . .
við einhverja hreyfingu uppi yf-
ir.
um á svefnherbergi frú Vane. Svo
opnaði hún dyrnar varlega. Tungl-
birtu lagði inn um gluggann.
Skugga bar á rúm hennar. Gamla
konan svaf vært. Hún læddist með
fram rúminu. Hún lagði leið sína
að dyrunum á leynistiganum. Ef
lykillinn stæði í skránni gæti hún
ekki komizt þar út. En lykillinn
Húseigendur
á hitaveitusvæði.
Er hitareikningurinn óeðlilega
hár? Hitna sumir miðstöðvar-
ofnar illa? Ef svo er, þá get ég
lagfært það.
Þið, sem ætlið að láta mig
hreinsa og lagfæra miðstöðvar-
kerfið í vor og sumar, hafið
samband við mig sem fyrst.
Ábyrgist góðan árangur. — Ef
verkið ber ekki árangur, þurf-
ið þér ekkert að greiða fyrir
vinnuna.
Baldur Kristiansen
pípulagningameistari
Njálsgötu 29 — Sími 19131
iifreiðnr
fyrir
skuidcibréf
Vuxhall ’53
Dodge pikup ’53
Chevrolet stadion
’50.
Þessir bílar fást
fyrir skuldabréf.
RAUÐARÁ
SKÚLAGATA 55 — SfSlI 158X2
Nælonuiidirpils
Verð kr. 85.00
/