Vísir - 06.04.1963, Blaðsíða 3
VÍSIR . ^augardagur 6. apríl 1963,
Cunnan við er Skerjafjörður,
þar sem grásleppur veiðast
í torfum á vorin; að austanverðu
er sjálf borgin, þar sem hún rís
á einum níu hæðum, tveim bet-
ur en sjálf höfuðborg heimsins,
Róm. í vesturátt er útsærinn.
S>etta er táin við Faxaflóa, Sel-
tjarnarnes.
Dumbungsveður í miðri viku
— brimið svarrar við Gróttu.
Kolgrænn sjórinn fellur að og
brotnar. í fjarska skrlða herskip
— skyldu þau vera rússnesk?
Eða eru þetta freygátur úr
brezka sjóhernum í kurteisis-
heimsókn, sem komnar eru til þess
að mynnast við fyrsta april kaf-
bát íslenzka lýðveldisins?
Ljósmyndavélin er með að-
; «\«.*VV^ - wv..
X
. iZ:
'■
■
*
dráttarlinsum — og þeir skyldu
rétt reyna. Nú er glerjum vélar-
innar beint á vitann og brimið. í
forgrunni eru skreiðarhjallar og
annáð stáss. Svo er snúið til
baka og áð í Ráðagerði, sem er
ffægur staður, — þar bjó áður
sunnlenzkt klan í miklu veldi,
sem kunni að notfæra sér auð-
liníir sjávarins. Hvemig gat eitt
öreigaskáld reynt að slá sig til
rid<3ara með því að kveða um
nesið, sprota Reykjavíkur: „Sel-
tjamarnesið er lítið og lágt — —
lifa þar fáir og hugsa smátt, o.
s. frv.“
Blómleg atvinna var löngum á
Seltjarnarnesi þrátt fyrir „léns-
herrakerfi". Máttarstólpar, sjó-
sóknarar, hörkutól bjuggu við
reisn á býlum eins og Mýrarhús-
um, Pálsbæ, Nesi, Nýjabæ, Ráða-
gerði. Þeir sóttu gull í greipar
Ægis, voru fyrirmynd annarra að
dugnaði og ráðvendni og komu
mörgum til manns í skóla lffsinsí
Á hægri hönd er Nesj gamla
landlæknissetrið. Húsið er nálega
tvö hundruð ára gamalt. Þar bjó
Bjarni Pálsson, fyrsti landsfýsi-
kus Islands, tengdasonur Skúla
fógeta.
Ýmsar kynjasögur ganga af
nesinu. Það er ramt bragð af
staðblænum. í góðviðri og stund-
um í vondu veðri leitar margur
borgarbúi út á nes til þess að
anda að sér sjávarlyktinni eða
hlusta á brimniðinn eða njóta
annarra lystisemda. Þegar skark-
ali borgarinnar sker hlustir og
kapphlaup er þreytt við tímann
eins og heimsendi sé I nánd, er
Seltjarnarnesið kyrrðin uppmál-
uð, yfirlætislaust og svo sunn-
lenzkt. — s t g r.