Vísir - 06.04.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 06.04.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Laugardagur 6. apríl 1963. be: bb Freyr Sverrisson L Fæddur 14. ágúst 1948 — Dáinn 31. marz 1963. Allt var bjart yfir ævibrautu þinni æska þín fögur og hlý. Blikandi vonir og brosljúf vinakynni, bjart svo að hvergi sá ský. Þú varst svo hreinskilinn, hugljúfur drengur heill bæði í starfi og þraut. Því er svo logsárt að sjá þig ei lengur, sjá þig nú hafinn á braut. Skólinn er hnípinn og skuggaleg ströndin skúrablá fjöllin í dag. Hrímdökk og föl eru framtíðarlöndin, . fjarlægt er gleðinnar lag. Einmana hlýða nú vondaprir vinir vágestsins ógnandi róm. Enginn fær skilið, við allra sízt hinir þar örlaga nístandi dóm. Aldrei skín framar við augum og'sinni indæla brosið þitt skært. Samt skal það geymast í muna og minni milt eins sólskinið tært. Hljóðnuð er rödd þín úr hljómbrotum dagsins. Himinninn grætur í nótt. Harmandi söknum við ljúfasta lagsins loks, þegar allt verður hljótt. Þöglir við göngum að leiðinu lága leggjum þar blómsveig í kveld. Störum svo hljóðir á hafdjúpið bláa. Heillumst við dagroðans eld. Sjá, þú ert horfinn en samt ertu nærri samgróinn öllu sem skín. Æskunnar veröld er öll orðin stærri að eilífu minnumst við þín. Ríkarður, Kristján, Ingi og Pétur. BIFREIÐASALA Laugavegi 146 — Símar 11025 og 12640. býður yður í dag og næstu daga til sölu eftirtaldar bifreiðar: . Studebaker 1947 30 manna rútubíl Ford ’47 á kr. 30.000,00 Ford F-100 sendib. ’55 kr. 70 þús. Greiðslu- skilmálar. Opel Carvan: ”54, ’55, ”56 og ’60. Mercedes-Benz: ’55, ’56, ’57, ’58, ’60 og ’61. NSU Prinz ’63 sem selst fyrir fasteignabréf. Enn, sem ávallt er úrval 4ra, 5 og 6 manna, auk stat- ion, vöru- og jeppa-bifreiða fjölbreyttast hjá RÖST sf. Vaxandi viðskipti, síaukin þjónusta, og ánægja við- skiptavina okkar sannar yður bezt, að það er hagur beggja að RÖST annist fyrir yður viðskiptin. Laugavegi 146 Simar 11025 og 12640. Hjfilbarðaverksfæðið M Y L L A N Viðgérðii á alls Kona, njólbörðum - Sel|um einm, stærðii hjóibarða - Vönduð vnna - Hagstæu verð M Y L L A N Þverholti 5. iuuh*iiiiwi:i I ■ * B U I I ■ ■ ■ • Ingvar Asmundsson — Þórir Ólafsson I ■ U ■ ■ U ■ O I Botvinnik — Petrosjnn Samkvæmt nýjustu fréttum ætl- aði það ekki að ganga of vel að koma einvíginu um heimsmeistara tiltilinn í skák af stað. Og tókst það reyndar ekki fyrr en eftir langt þras og beina milligöngu F. I. D. E. Botvinnik lýsti því nefni- lega yfir á síðasta ári, að hann mundi ekki verja tignina gegn sam- landa sínum. Þar að auki kvaðst hann þjást af of háum blóðþrýst- ingi og ekki telja ráðlegt að leggja of mikla taugaspennu á sig. Petro- sjan tók þetta víst ekki mjög al- varlega, en bað þó um nokkurn frest eftir að Botvinnik ákvað að tefla og vildi byrja einvígið 30. marz. Botvinnik vildi nú hins vegar byrja sem allra fyrst og krafðist þess, að einvígið hæfist eins og venjulega hinn 15. marz. Eftir nokk- urt þóf og milligöngu alþjóðasam- bandsins var svo fallizt á að hefja einvígið hinn 23. marz. Þar að auki munu allar greinar einvígis- samningsins hafa verið undirritaðar fyrir fjórum mánuðum! Eftir slíkt streð ofan á allt erfið- ið, sem er því samfara að hljóta áskorunarréttinn, er ekki við því að búast, að taugar Petrosjans séu í góðu lagi. Enda teflir hann fyrstu skákirnaf greinilega langt undir styrkleika. 1. SKÁK. Hvítt: Petrosjan . Svart: Botvinnik Nimzo-indversk vörn. 1. d4, Rf6 2. c4, e6 3. Rc3, Bb4, 4. Dc2, d5 „Þessi Ieikur er ekki i samræmi við grundvallarhugmynd þessa varnarkerfis, en er réttlætan- Iengur vegna slæmrar stöðu hvítu drottningarinnar á c2. D-peðið er valdlaust um stúndarsakir og svart ur stefnir þegar mönnum sínum til baráttu um miðborðið“ (Bot- vinnik). 5. cxd5 6. Bg5, h6 7. Bxf6, — Á Skákþingi Sovétríkjanna 1941 lék Keres gegn Botvinnik 7. Bh4, en fékk tapstöðu eftir 7. — c5, 8. O-O-O, Bxc3 9. Dxc3, g5 vegna alltof hættulegrar kóngsstöðu. Þó virðist það vera rökréttari leikur að reyna að varðveita biskupa- parið. 7. Dxf6 8. a3, Bxc3 9. Dxc3, c6 10. e3, 0-0 11. Re2! — Stahl- berg telur riddarann virkari á f4 eða g3 en f3. Botvinnik kemur nú í veg fyrir að riddarinn komist til f4 og rekur hann frá g3. 11. , He8! í skákinni Reshevsky — Geller, Ziirich 1953 lék svartur 11. — Bf5 og fékk slæma stöðu eftir 12. Rf4, Rd7 13. Be2, He8 14. 0-0, Rf8 15. b4. Minnihlutasókn hvíts færði honum unnið tafl. 12. Rg3, g6! 13. f3? — „Eftir 10 ár verður skákin jafnteflisdauðan- um að bráð“ sagði Capablanca ár- ið 1924, rétt fyrir stórmótið f New York. Hann hafði þá ekki tapað skák í átta ár og þóttist því hafa nokkuð til’síns máls. Nokkrum dög um síðar tapaði hann fyrir Réti í frægri skák og síðan heimsmeistara tigninni þremur árum sfðar. Og hvaða ánægju hefðu menn af skák ef þeir Iéku aldrei af sér? 13. — h5! 14. Be2, Rd7 15. Kf2? — Áætlun hvíts var að hróka stutt og leika síðan e4 við tækifæri og ná þannig góðu taki á miðborðinu eða sprengja upp til sóknar á kóngsarmi. En framrás h-peðs svarts h.i’ur um stundarsakir kippt skorðunum undan þesari áætlun, Petrosjans, en þó miklu fremur komið taugakerfi hans úr jafnvægi. Miklu betra var að hróka stutt og vinna að framrás e-peðsins, þrátt fyrir nokkur leiktöp: T. d. 15. 0-0, h4 16. Rhl, De7 17. Kf2, og þótt svartur hafi betri stöðu hefur hvítur þó eitthvert stefnumál! En eins og skákin teflist nú verSur það nánast hlutverk hvíts að bíða dauða síns. 15. t——, h4 16. Rfl, Rf8 17. Rd2, He7, Hhel, Bf5 19. H3?, — í slík- um stöðum sem þessum jafngilda svona peðaveikingar hreinni upp- gjöf.. Reynandi. var Bd3 og eftir uppskipti á biskupunum hefur hvít ur einhverja taktíska möguleika á að halda skákinni. 19. ~ , Hae8 20. Rfl, Re6 21. Dd2? 4 I ® í t I. í i t * I ' ’A* íe. f Ekki er eyðandi orðum að svona leikjum. Botvinnik hefði nú getað gert út um taflið með 21. — Rg5! Við hótuninni Bxh3 er ekkert að gera, t. d. 22. Kgl, Bxh3, 23. gxh3, Rxh3 + 24. Khl, Dg5 25. Kh2, Hxe3 26. Kxh3, Dgl og siðan g6 — g5 — g4+. 21. —, Rg7 22. Hadl, Rh5 23. Hcl, Dd6 24. Hc3, Rg3 25. Kgl, Rh5 “S. Bdl, He6 27. Df2, De7 28. Bb3, gu 29. Bdl, Bg6 30. g4 Hxg 31. Rxg3, Rf4 32. Dh2, c5! Svartur hefur teflt af miklu öryggi og þjarmað miskunnarlaust að hvítum. Með þessum leik rekur hann enda- hnútinn á skákina á skömmum tíma. 33. Dd2, c4 34. Ba4, b5 35. Bc2, Rxh3+ 36. Kfl, Df6 37. Kg2, Rf4+ 38. exf4, Hxel 39. fxg5, De6 40. f4, He2+ og hvítur gefst upp, þar eð manntap verður ekki um- flúið. Þ. Ó. HUSGÖGN STERK OG STÍLHREIN KÓNISKT KRÓMAP PÓLERAS f.y 'y i SENDu; ELEKTROLUX UMBOÐIÐ LAUGAVEG 69 SÍMI 36200

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.