Vísir


Vísir - 17.04.1963, Qupperneq 13

Vísir - 17.04.1963, Qupperneq 13
V í S IR . Miðvikudagur 17. apríl 1963. 13 RÆÐA ÓLAFS - Framh. af bls. 9. mikil að undanförnu, ekki sízt vegna hinna miklu skipakaupa. Varðandi byggingu íbúðar- húsa, stefnir ríkisstjórnin að því, að byggðar verði á árinu 1963 1300 íbúðir en 1500 íbúðir áð meðaltali á ári á árunum 1964— 1966. Þetta samsvarar því, að fjárfesting í íbúðarhúsum verði svipuð á áætlunartímabilinu og hún var á árunum 1957—1961 að meðaltali, en með þessari á- ætlun er stefnt að því, að full- nægja þeim þörfum, sem aukin fjðlskyldumyndun skapar, jafn- framt því sem haldið sé áfram að útrýma lélegu húsnæði og bæta húsnæðisástandið með lík um hætti og gerzt hefur undan- farinn áratug. Rikisstjórnin telur, að þau markmið þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlunarinnar, sem ég hef nú lýst í aðalatriðum, séu þau, sem æskilegast sé fyrir þjóðina að kcppa að á næstu ár- uin. Telur ríkisstjórnin því rétt, að stefnan i efnahagsmálum mið ist við það í aðalatriðum að ná þessum markmiðum. Á hitt er rétt að leggja áherzlu, að i áætluninni felst ekki nein full- yrðing um það, að þróunin verði sú, sem þar er gert ráð fyrir. Breyttar aðstæður geta gert aðra þróun óhjákvæmilega eða æskilega, auk þess sem frávik frá áætluninni geta átt sér stað á einstökum árum tímabilsins. Áætlun rikisstjórnarinnar um fjárfestingu og fjáröflun á árinu 1963 er birt í sérstöku fylgi- skjali með heildaráætluninni.. Þar er gert ráð fyrir því, að fjárfestingin á árinu 1963 verði 3220 millj. kr., en það er um 19% hækkun frá árinu 1962. Hækkun verður í öllum aðal- greinum fjárfestingar, í atvinnu vegum, íbúðarhúsum, mannvirkj um og byggingum hins opinbera, en rúmur helmingur hækkunar- innar stafar þó eingöngu af aukningu á innflutningi fiski- skipa. Til þess að þessi fjárfest ing verði framkvæmd á skipu- legan hátt og samfara jafnvægi í efnahagsmálum, hefur rfkis- stjórn gert margvíslegar ráðstaf anir varðandi öflun fjármagns á heilbrigðan. hátt og skiptingu þess milli einstakra þarfa. Þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til fjáröflunar vegna fram kvæmda á árinu 1963, eru fyrst og fremst fólgnar í tvennu. Ann ars vegar hafa verið tekin stór framkvæmdalán með lánsútboði á fjármagnsmarkaðnum í Lond- on í desember s.l„ en hins vegar hefur verið samið við innlendar peningastofnanir um að þær legðu hluta af þeirri sparifjár- myndun ársins, sem þær ráða yfir, til þeirra þarfa, sem áætl un ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að leysa. Hefur þegar verið samið við banka og helztu spari sjóði um, að þeir láni 15% af aukningu innstæðna á árinu til þessara þarfa. Ennfremur hefur verið lokið samningum við At- Höfum kaupendur Höfum kaupendur að 2, 3, 4 og 5 herbergja íbúðum. Miklar útborganir. Fasteigna og skípasala Konráðs Ó. Sævaldssonai Hamarshúsinu 5 hæð (lyfta) Símar 20465, 24034 og 15965. VÉLRITUN - SÍMAVARZLA Innflutningsfyrirtæki vantar stúlku til vélrit- unar og símavörzlu. Reynsla í vélritun verzl- unarbréfa og einhver enskukunnátta nauð- synleg. Nöfn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf leggist á afgreiðslu blaðsins merkt: Vélritun, Símavarzla. vinnuleysistryggingasjóð, en viðræður við tryggingafélög og líféyrissjóði eru um það bil að hefjast. Ég mun nú ekki rekja fjár- öflunaráætlun ársins 1963 frek- ar, en ég vil fullyrða, að með henni, eins og þjóðhags- og framkvæmdaáætluninni í heild, sé brotið blað í stjórn efnahags mála hér á Iandi og tekin upp betri og skipulegri vinnubrögð en áður hafa þekkzt. Ríkisstjórnin leggur þá þjóð hags- og framkvæmdaáætlun, sem ég hef hér lýst í meginatrið um, ótrauð undir dóm þjóðarinn ar. í henni eru engar gyllingar um framtíðina eða tylliboð. Þvert á móti felur hún í sér raunhæft mat, ég mundi jafnvel segja varlegt mat, á þvl hver framleiðslugeta íslenzku þjóðar- innar verði á komandi árum og hvað hún geti veitt sér til dag- legrar neyzlu og ráðist í af fram kvæmdum. Áætluninni er hins vegar ekki ætlað að verða þröngt sniðinn stakkur, er hefti frjáls- ar athafnir manna eða þröngvi þeim í eitt mót. Hana ber öllu fremur að skoða sem leiðar- vísii Dg stefnumið fyrir alla þá, sem framkvæmdum ráða, hvort sem það eru stjómvöld, atvinnurekendur eða einstak- lingar. Hún á með öðrum orð- um að sýna þjóðinni, hvaða markmiðum hún getur náð, ef hún sameinar krafta sína að einu marki. Og hún mun þann- ig ekki hindra menn eða hefta, heldur leySa öfl framtaks og dugnaðar úr læðingi með þvf að gefa þeim raunhæft rnark- mið að stefna að. Framkvæmdaáætlunin er þannig eðlilegt framhald þeirr- ar stefnu, sem ríkisstjórnin hefur fylgt, síðan hún tók við völdum haustið 1959. Ríkis- stjórninni hefur tekizt að sigr- ast á hinum stórkostlegu efna- hagsörðugleikum, sem þá steðjuðu að þjóðinni. Vofu gjaldeyrisskorts og greiðslu- þrots erlendis hefur verið bægt frá dyrum, margvísleg höft og hömlur á athafnafrelsi manna hafa verið afnumin, komizt hefur á betra jafnvægi í efna- hagsmálum en þekkzt hefur um margra ára skeið og traust þjóðarinnar út á við hefur ver- ið endurheimt að fullu. Með þessum mikla árangri hefur tekizt að leysa að miklu leyti vandamál, sem legið hafa eins og mara á stjórn efnahags- mála og á athafnaþrá þjóðar- innar um langt skeið, en jafn- framt hefur með honum verið lagður raunhæfur grundvöllur að þeim miklu framförum, sem áætlunin gerir ráð fyrri. Eftir lausn þeirra þrálátu efnahags- örðugleika, sem Islenzka þjóð- in hefur átt við að etja, er nú hægt að beina huganum fram á við að þeim stóru og miklu verkefnum, sem óleyst eru í íslenzku atvinnulífi. Of lengi hefur kröftum þjóðarinnar ver- ið eytt til ónýtis í þras og deilur um vandamál líðandi stundar, í stað þess að horfa til framtíðarinnar og samein- ast um heilbrigða uppbygginga stefnu, er miðaði að aukningu þjóðarframleiðslunnar og bætt- um lífskjörum. Þannig. er heilbrigð stefna í efnahagsmál- um og skipuleg og traust upp- bygging atvinnulífsins tengd órofa böndum. Það er þvl ætl- un þeirra flokka, sem að ríkis- stjórninni standa, að fylgja á næsta kjörtímabili þeirri stefnu, sem mörkuð hefur ver- ið af athöfnum ríkisstjómar- innar á undanförnum árum og þeirri þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlun, sem ríkisstjóm in hefur nú lagt fram. Stúlkur — kvikmyndastörf stúlkur á aldrinum 14—30 ára, verða ráðnar næstu daga til kvikmyndastarfa, reynsla sem fyrirsæta eða leikkunnátta er EKKI skilyrði og koma allar stúlkur, jafnt til greina. Hafið tal af okkur næstu daga kl. 7-11 e. h. 18 m/m FILMAN Laufásveg 25 . Sími 13252. BÍLAKYNNING í HÁSKÓLABÍÓ Þrjár tegundir franskra bifreiða verða sýndar í Háskólabíói næstu daga. Hér er um að ræða tvær tegundir frá hinum heimsfrægu Citroen verksmiðjum, Citroen ID 19, og Citroen 2 CV. Þriðja teg- undin er Panhard DL 17. Citroen nýtur mikilla vinsælda um heim allan, og er óhætt að fullyrða að það er ekki vegna út- litsins. Verksmiðjurnar hafa alltaf staðið mjög framarlega á sviði ým- issa tækninýjunga, í sambandi við bifreiðaiðnað. Þetta sannast meðal annars á Citroen ID 19, sem gæddur er þeim fágæta eiginleika, að geta hækkað sig og lækkað. Þegar t.d. bifreið- inni er ekið á ósléttum vegum, hækkar hún sig upp og gerir það keyrsluna að miklum mun þægi- legri. Panhard og Citroen, eru nokkuð skyld fyrirtæki, og hafa bílar frá verksmiðjunum þótt í sérflokki, sökum sparneytni, og þess hve hagkvæmir þeir eru á allan hátt, auk þess hafa þeir sannað gæði sín I fjölmörgum keppnum. Allar bifreiðarnar liggja mjög vel á vegi, og kemur það meðal annars til af því að þær eru með framhjóladrifi. Allar nánari upplýsingar er að sjálfsögðu hægt að fá í Háskóla- bíói, og svo hjá umboðinu, sem er Sólfell h.f. KVOLDVAKA F.l Kvöldvaka Ferðafélags islands, sem frestað var seint I s. 1. mán- uði vegna veikindaforfalla fyrirles- arans, dr. Haraldar Matthíassonar, verður haldin f Sjálfstæðishúsinu annað kvöld (fimmtudag). Eins og áður hefur verið skýrt frá, flytur dr. Haraldur Matthías- son þar erindi um Bárðargötu, þ. e. leið þá sem talið er að -Gnúpa- Bárður hafi faríð þegar hann flutti búferlum úr Bárðardal og suður í Fljótshverfi fyrir um það bil 10 öldum. Þetta er ein mesta auðn- arleið á öllu íslandi, en viða stór hrikaleg og sérkennileg náttúrufeg urð. Hámarki fegurðar nær leiðin f Vonarskarði milli Tungnafellsjök uls og Vatnajökuls. Erindi sínu til skýringar sýnir dr. Haraldur allmargt litskugga- mynda af þessari leið, flestar tekn- ar á s. 1. sumri, er Ferðafélag ís- Iands gerði út sérstakan leiðangur á nokkrum hluta leiðarinnar. Þess má og geta, að næsta Árbók félags ins fjallar einmitt um þessar slóðir og er hún væntanleg innan skamms. Auk erindis dr. Haraldar á kvöld vökunni annað kvöld verður þar myndagetraun óg að lokum stiginn dans til miðnættis. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN PANTIÐ TÍMANLEGA VORIÐ ER í NÁMD VOLKSWAGEN Ek ÆTÍÐ UNGUR WBREYTINGAR‘- tU þess eins „AÐ BREYTA T1L“ hefir aldrei verið stefna VOLKSWAGEN og þessvegna getur V olkswagen elzt að árum en þó haldist í háu endursöluverði. — Engu að síður er Volkswagen í fremstu röð tsekni- lega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnlegar endurbætur farið fram á honum og nú síðast nýtt hitunarkerfL jg Gjörið svo vel að líta inn og okkur er ánægja að sýna yður Volkswagen og afgreiða hann fyrir vorið. Yolkswagen er einmitt framleiddur fyrir yður HEILDVERZLUNIN HEKLA H F Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.