Vísir - 20.04.1963, Blaðsíða 8
\ 8
Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og ?>*gre:ðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði.
í lausasölu 4 kr. eint. - Sími 11660 (5 Iínur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Tilbúinn ágreiningur
Nokkuð er orðið um liðið síðan Framsókn fór
að sjá fram á það, að skrif Tímans um samdrátt og
atvinnuleysi mundi duga þeim skammt í kosningabar-
áttunni. Þeir vissu líka, að þýðingarlaust myndi reyn-
ast að gera samkomulagið við Breta í landhelgismálinu
að nokkru aðalatriði í kosningunum. Sigur ríkisstjórn-
arinnar íslenzku í því máli er svo augljós, að fólk ljær
ekki eyra orðum stjórnarandstæðinga um það. Tím-
inn var eitthvað að reyna að fitja upp á því hér fyrir
nokkru, en hætti því strax aftur. Einhverjir vitibornir
menn í flokknum hafa eflaust komið ritstjóranum í
skilning um, að það væri gagnslaus áróður.
En þá varð að finna eitthvað upp í staðinn. Ekki
var hægt að leggja út í baráttuna án þess að hafa svo
sem nokkuð misjafnt að segja um gjörðir ríkisstjómar-
viðvikudagskvöld og Hermann Jónasson í fyrrakvöld
innar. Þeir sem hlustuðu á Eystein Jónsson s. 1. mið-
vikudagskvöld og Hermann Jónasson í fyrrakvöld hafa
eflaust skilið hvaða vopn það er, sem forustúménn
Framsóknar vona að bíti þeim bezt. Það er hin upp-
logna saga um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar varðandi
aðild íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu.
Forustumenn Framsóknar vita það ofur vel, að þeir
fam þarna með rangt mál, eins og svo oft endranær.
Bjarni Benediktsson sýndi fram á það í umræðunum
í fyrrakvöld og sannaði svo vel óheilindi Framsóknar í
málinu, að þeir, sem á hann hlustuðu, ættu ekki að
vera í vafa um hið rétta. Lýðræðisflokkamir vom til
skomms tíma í meginatriðum sammála um afstöðuna
til Efnahagsbandalagsins, eða þangað til kosninga-
hræðslan greip Framsóknarflokkinn og þeir bjuggu á-
greininginn til.
Hraklegri uppgjöf í stjórnmálabaráttunni en þetta
er tæplega hugsanleg, og óheiðarlegri baráttuaðferð
er heldur ekki til.
Framsókn er alltaf óheil
Framsóknarmenn hafa fyrr leikið þann leik í mál-
efnafátækt sinni, að reyna að færa kosningarbarátt-
una yfir á svið viðkvæmra utanríkismála. Þeir notuðu
landhelgismálið óspart og af mikiíli óskammfeilni á sín
um tíma, og enn var Eysteinn Jónsson með svívirði-
legar aðdróttanir í garð ríkisstjórnarinnar, um að hún
ætli að hleypa útlendingum inn í landhelgina og fisk-
iðnaðinn í Iandinu. Eysteinn Jónsson veit vel að hann
er að fara þarna með ósatt mál, en hann virðist ekki
skilja að svona málflutningur á að vera fyrir neðan
virðingu ábyrgra stjórnmálamanna.
Framsókn er kunn að óheilindum jafnt í stjórnar-
samstarfi og stjórnarandstöðu, Henni er því aldrei að
treysta, hvorki orðum né gjörðum.
03!
V1S IR . Laugardagur 20. aprfl 1963.
Stefna fyrírhyggju
ENGINN véfengir, að íslenzku
þjóðinni hafi gengið flest í hag-
inn hin síðustu misseri. Auðvitað
er þetta ekki eingöngu ríkisstjórn-
inni að þakka, enda halda háttvirt
ir stjórnarandstæðingar þvl fram,
að það hafi orðið þrátt fyrir vond
an vilja stjórnarinnar. Málflutn-
ingur þeirra verður ekki skilinn
á annan veg en þann, að hið
vonda, sem við viljum, gerum
við ekki. Um okkur snúa stjórn
arandstæðingar því alveg við lýs-
ingunni, sem postulinn Páll gaf
á sjálfum sér: „Hið góða, sem ég
vil, gjöri ég ekki, hið vonda, sem
ég ekki Vil, það gjöri ég“.
Batnandi hagur almennings og
þjóðarheildar, miklar framkvæmd
ir og yfirfljótanleg atvinna sam-
fara stórum styrkari stöðu út á
við, allt eru þetta svo augljósar
staðreyndir, að ekki tjáir um að
þræta. Á þessum staðreyndum
munu kjósendur byggja dóm sinn
yfir stjórnarfarinu. Stagl stjórnar
andstæðinga um samdrátt atvinnu
leysi og örbirgð, sem við höfum
viljað en mistekist að leiða yfir
landslýðinn, lýsir þeirra eigin hug
arfari. Slíkan málflutning meta
kjósendur eftir því, sem hverjum
þykir sennilegt. Þann dóm óttast
stjórnarandstæðingar og þess
vegna hafa þeir síðustu mánuði
mjög beint skeytum sínum að
stjórninni fyrir mál, sem þeir
hyggja, að íslenzkir kjósendur
eigi erfiðara með að dæma um
af eigin raun með sama hætti og
um ástandið innanlands^
Baráttu-aðferðin er þó hin sama,
þvl að eitt af hinu vonda, sem
stjórnarandstæðingar segja, að við
höfum viljað en ekki gert, sé að
sækja um aðild að Efnahagsbanda
lagi Evrópu, og þar með ofm'selja
frelsi og lífshagsmuni þjóðarinn-
ar. í veg fyrir þetta illvirki eiga
tvö eða þrjú stórmenni að hafa
komið. Fyrstur Adenauer kansl-
ari Þjóðverja, með því að tilkynna
hæstv. fjármálaráðherra Gunnari
Thoroddsen og hæstv. viðskipta-
málaráðherra Gylfa Þ. Gíslasyni
í Bonn hinn 28. septembýr 1961,
að okkur þýddi ekki að sækja
um fulla aðild að bandalaginu.
Síðan á annað mikilmennið til,
eða öllu heldur tvö, eftir því
hvor talar, Eysteinn Jónsson og
eða eftir atvikum Þórarinn Þór-
arinsson, að hafa stöðvað okkur
eða a. m. k. tafið á braut mis-
gerðanna. 1 öllum orðaflaum
Framsóknarmanna þegja þeir hins
vegar að mestu um fjórða stór-
mennið, de Gaulle Frakklandsfor-
seta, sem þó hefur óneitanlega
töluvert komið við sögu um fjölg-
un bandalagsþjóða, enda þótt á
annan veg sé en Framsóknarmenn
telja henta kosningahagsmunum
sínum.
Þegar de Gaulle synjaði í janú-
ar s. 1. Bretum um aðild að banda
laginu, urðu flestir ókvæða við,
og hafa fáir atburðir eftir stríðs-
lok 1945 komið meira róti á hugi
manna meðal lýðræðisþjóðanna.
Að sjálfsögðu reyndu talsmenn
aðildar Breta að gera sem minnst
úr því, sem skeð hafði. Þeir
lögðu og Ieggja enn kapp i að
koma í veg fyrir að verra hljótist
af, það er að samvinna vestrænna
ríkja rofni með öllu, eins og hinir
svartsýnustu segja, að við hafi leg
ið. Talsmenn fimmvéldanna,
bandamanna Frakka, keppast við
að fullyrða, að allt muni þetta
lagast áður en varir, og sjálfur
tekur de Gaulle öðru hvoru undir
það. Hann segir, að vandinn sé sá
einn, að Bretar fallist skilyrðis-
laust á Rómarsamninginn. Utan-
ríkisráðherra hans Couve de
Murville flutti enn hinn sama boð
skap á fundi í Briissél hinn 2.
apríl s. 1., og varð þá skarpur
skoðanamunur milli háns og tals-
manna Þjóðverja, þeirra Schröd-
ers utanríkisráðherra og Erhards
efnahagsmálaráðherra, að sögn
Manchester Guardian Weekly frá
4. apríl.
Ný viðhorf hafa
skapast.
Erhard efnahagsmálaráðherra
Þjóðverja er einn af þeim, sem
mest hefur lagt sig fram um að
reyna að róa hugi manha eftir
áfallið í janúar. En eins og fram
kemur í frægu viðtali, sem hann
Bjarni Benédiktsson
dómsmálaráðherra.
átti við Siiddeutsche Zeitung og
birtist hinn 5. febrúar, gerir hann
sér fulla grein fyrir, að öll hans
orð og yfirlýsingar eru einungis
einskonar hjálp í viðlögum, —
miklu meira þarf til fullrar lækn-
ingar. í því samtali spyr blaða-
maðurinn:
„Hvað er hægt að gera til þess
að England geti orðið hluti sam-
einaðrar Evrópu? Var endapunkt-
urinn settur í Briissel?"
Erhard svarar:
„Nei, að mínu áliti er svo
ekki. Mér virðist þetta vera eins
og þegar slys á sér stað. Fyrst
er kallað á hjúkrunarliða og hann
er þegar reiðubúinn til að veita
skyndihjálp, alveg eins og fyrir
kemur á knattspyrnuvelli. Hjúkr-
unarliðar eru hins vegar ekki sótt-
ir til þess að lækna sjúkdóminn,
í þessu tilfelli mjög slæman sjúk
dóm“.
Síðar í samtalinu segir Erhard:
„Ég líi á mig sem skottulækni,
ef ég héldi því nú fram, eftir
áfallið mikla í Briissel, að ég réði
yfir' einhverju undrameðali. Skoð
un mín er þessi: Það þarf meira
til en að klastra upp á hlutina
með plástrum. Rækileg læknis-
meðhöndlun er það eina, sem dug
ar“.
Erhard segir berum orðum,
hvert hann telji læknisráðið vera.
Það er að leita til, Bandaríkja-
manna: „Þeir verða að hjálpa okk
ur að sprengja þá skel, sem
Evrópu virðist aftur vera að lok-
ast inn í. Slíkt getur aðeins tekizt
fyrir tilverknað brennandi hug-
sjónar, sem fyllir fólkið eldmóði".
Þetta eru orðrétt ummæli Er-
hards og hann bætir síðan við:
„ . . . meginviðfangsefni okk-
ar verður áfram að sýna það ótví-
rætt, að ekkert fái rofið pólitíska
samheldni okkar og vestrænna
þjóða. Ekkert og enginn, vildi ég
segja, því að hvar stæðum við, ef
við hefðum ekki getað treyst
bandamönnum okkar, einkum
Bandaríkjum Norður-Ameríku".
Gegnum allt samtalið gengur
það eins og rauður þráður, að það
eru ekki fyrst og fremst Bretar,
sem Erhard er að hugsa um, þó
að hann vilji samstarf við þá,
heldur eru það Bandaríkjamenn
og víðtækt samstarf undir þeirra
forystu, sem hann leggur megin-
áherzlu á. Annað telur hann
skottulækningu, sem að litlu
gagni muni koma. En það er ekki
einungis Erhard, hinn fremsti með
haldsmanna aðildar Breta innan
Efnahagsbandalagsins, sem telur,
að alveg ný viðhorf hafi skapazt
við synjun de Gaulle.
Staðreyndir málsins.
Einn af ákveðnustu andstæðing
um aðildar Noregs í Efnahags-
bandalaginu er Verkalýðsflokks-
maðurinn Trond Hegna, formaður
fjárhagsnefndar norska stórþings-
ins. Hann skrifar f þriðja hefti
Nordisk kontakt grein um hin
nýju viðhorf, sem skapazt hafa
fyrir Norðurlöndin vegna atburð-
anna í janúar. Þar rekur hann
fyrst, hvernig mismunandi afstaða
til Efnahagsbandalagsins hafi
horft til nýs aðskilnaðar og klofn-
ings milli norrænu landanna
fimm. Síðan segir hann:
„Og svo erum við komnir að
fundinum í Osló 1963. Hver sem
ástæðan kann að vera, — hvort
sem það eru góð öfl eða ill, hvort
sem það er tilviljun eða breyti-
leiki heimsins, sem hefur Ieitt til
niðurstöðunnar, — þá er einn
hlutur viss: hið liðna er horfið og
allt er orðið nýtt“.
I framhaldi þessa segir hann síð
ar um norrænu löndin fimm:
„ . . . ekkert er bundið sér-
stökum fjárhagsskuldbindingum
við önnur lönd og mun ekki verða
það í fyrirsjáanlegri framtíð".
Og það eru fleiri en beinir þátt
takendur í deilunni um aðild Evr-
ópuþjóða að Efnahagsbandalag-
inu, sem telja, að slík fjölgun sé
úr sögunni um fyrirsjáanlega
framtíð. Bandaríski blaðamaður-
inn Sulzberger, sérfræðingur stór
blaðsins New York Times í utan-
ríkismálum, skrifaði grein í blað
sitt um væntanlega heimsókn hins
nýja formanns brezka verkamma
flokksins Harold Wilson til Banda
ríkjanna rétt áður en hann kom
til Washington. 1 greininni segir,
að búast megi við því, að Harold
Wilson verði áður en langt um
líður forsætisráðherra Stóra-Bret-
lands. Efni greinarinnar er það,
að sýna fram, á að Bandaríkja-
stjórn þurfi ekki að kvíða sam-
starfi við Wilson. Þeim munikoma
saman um flest annað en aðild
Breta að Efnahagsbandalaginu,
sem Wilson sé andvígur, en það
skipti ekki máli, því eins og
standi sé það mál ekki aðkallandi.
Þegar til Bandarikjanna kom,
lýsti Harold Wilson sjálfur yfir
því, að sögn New York Times
frá 2. apríl, að ef flokkur hans
fengi völdin, mundi hann „á rétt-
um tíma og með réttum skilyrð-
LTB