Vísir - 20.04.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 20.04.1963, Blaðsíða 16
Laugardagur 20. apríl 1963. Leitað að bíl 1 fyrrinótt var bifreiðinni R 12070 stolið frá Bjargarstíg 14 í Reykjavík og var hún enn ófundin í gærkveldi þrátt fyrir all ýtarlega leit og eftirgrennslan lögreglunnar. Þetta er Chevroletbifreið af ár- gerð 1949, dökkblá að neðan með ljósan topp. Hún hafði verið skilin eftir ólæst í fyrrakvöld fyrir utan húsið nr.. 14 við Bjargarstíg, en þegar eigandinn kom út í gær- morgun var hún horfin og var enn ófundin í gærkveldi. Ef einhver gæti gefið lögreglunni upplýsingar um ferðir hennar á þessu tímabili eru þær þakksamlega þegnar. Lögreglan hefur ennfremur beðið Vísi að koma á framfæri þeirri Framhald á bls. 5 Stór bílalest bíður við Öxnadalsheiði Mikil bílalest bíður nú vestan megi við Öxnadalsheiði eftir því að vegagerðarvélar hjálpi henni við að komast yfir heiðina áleiðis til Akureyrar. Munu vera 30—40 stórir bflar í henni. 1 dag hjálpuðu vegagerðarmenn hrakningsmönnum þeim sem urðu fastir á heiðinni eins og sagt var frá í blaðinu í gær og eru þeir'nú komnir af heiðinni og halda ferð- inni áfram til Akureyrar. Vegagerðarvéiarnar eru svo fáar á heiðinni að þær geta vart annað því að aðstoða þann mikla fjölda bíla sem leggur á heiðina í tví- sýnu. Ofsaveður var á Öxnadals- heiði í gær, rok og skafrenningur. Verðlækkun landbúiwSar- véla eykur innflutninginn Augljóst er að innflutningur dráttarvéla og annarra landbúnað- arvéla stóreykst á þessu ári, og er lækkun tolla á þeirn, samkvæmt nýju tollskránni, meginástæðan fyrir þeirri ánægjulegu þróun. 40 þúsund við prófborðið Nú eru prófin óðum að hefj- ast í skólum og eru þegar fyrir nokkru hafin víða úti á landi, þar sem skólar standa heldur skemur en í kaupstöðum. Láta mun nærri að um 40.000 nem- endur gangi undir próf f hinum ýmsu skólum. 1 barnaskólum stunda nú 23875 börn nám, þar af 9274 £ Reykjavík. 1 skólum gagnfræðastigsins voru skráðir s. 1. haust um 9700 nemendur og hefur þeim fjölg- að um 500 frá fyrra ári. 1 2. bekk gagnfræðastigsins voru skráðir 3155 nemendur, þar af 1354 í Reykjavík, og munu þeir líklega flestir ljúka skyldunámi í vor. Undir gagnfræðapróf er áætlað að gangi 1100 nemend- ur, þar af 540 í Reykjavík. Enn eru ekki komnar neinar skýrslur um fjölda þeirra nem- enda, sem reyna munu við landspróf, en ef athugaðar eru tölur frá fyrri árum, má gera ráð fyrir, að fjöldinn verði um 800, þar af um helmingur f Reykjavík. í menntaskólum landsins hafa í vetur verið tæplega 1400 nemendur og hefur þeim fjölg- að um 100 frá síðasta ári. í efstu bekkjum skólanna eru um 240 nemendur, sem að líkind- um munu setja upp hvíta kolla í júnf, og f hóp þeirra bætast 24 frá Verzlunarskóla íslands. Vfsir kom f gær við í Verzl- unarskólanum, en það er eini skólinn í Reykjavík, þar sem próf eru þegar hafin. Er inn á ganginn kom, var þar fyrir hóp- ur fjórðubekkinga, sem voru að fara í munnlegt dönskupróf. Sumir lásu af kappi, aðrir gengu um gólf og reyktu til að reyna að róa taugarnar (reyk- ingar eru þó stranglega bann- aðar á göngum skólans), og enn aðrir stóðu bara og röbb- uðu saman, hafa gert sér fulla grein fyrir að iítið verður lært á síðustu mínútunum. Framh. á bls. 5. , w, / / • t V/// //// // ttt.lt z Vísir hefir haft tal af þremur innflutningsfyrirtækjum í þessu sambandi. Vélasala Hamars h.f. hefir selt þrisvar sinnum meira af Deutz-dráttarvélum það sem af er þessu ári en á öllu árinu 1962, enda Iækkar verð á hinum ýmsu stærðum þessara véla frá 12 upp í 28 þúsund krónuf, nær einvörð- ungu vegna tollalækkunarinnar. Hafa pantanir stóraukizt síðan toli skráin kom fram. Meðalstærð Deutz-vélanna lækkar í verði um 17 þúsund krónur, kostaði áður 102 þúsund, en kostar eftir tolla- lækkunina 85 þúsund. Auk tolla- lækkunarinnar valda ört vaxandi vinsældir þessara dráttarvéla sölu aukningu þeirra. Samkvæmt upp- lýsingum frá fyrirtækinu er Deutz- vélin eina loftkælda dráttarvélin á markaðinum, og er þvf engin hætta á þvf að frjósi á henni. Globus h.f. flytur inn mikið af landbúnaðarvélum. Árni Gestsson, forstjóri þessa fyrirtækis, sagði blaðinu að pantanir hjá honum hefðu ekki aukizt að ráði ennþá, en hann byggist við að þær færu að stóraukast er tollalækkunin kemur til framkvæmda. Hann nefndi nokkur dæmi um tollalækk anir á ýmsum vélum og tækjum. Reimknúinn gnýblásari kostar eftir lækkunina kr. 10.200, lækkar um 1600 krónur og tengiknúinn reim- blásari kostar kr. 13.500, lækkar f verði um 2.400 krónur. Þessir blásarar eru mjög eftirsóttir af bændum. Moksturstæki á dráttar- vélar kosta kr. 14.000, iækka um 1900 krónur, mykjudreifarar kosta kr. 13.800, lækka um 900 krónur, Framh. á bls. 5 I munnlegu dönskuprófi: Prófdómarinn Björn Bjamasorj er lengst til vinstri og af svip hans má ætla að nemendur standi sig vel. Kennarinn, Gfsli Ásmundsson fylgist vel með öllu sem Hildigunnur Ólafsdóttir sem er „uppi“, segir, en Jónína Ebenezerdóttir t. h.) býr sig undir að koina upp næst. Þinglausnir Síðustu fundir í Al- þingi voru haldnir í gær. Þinglausnir fara fram í dag. Fundir voru í báðum deildum, og voru 8 mál afgreidd sem lög frá Al- þingi. Þau voru: Tollskrá, tekjustofn ir sveitafélaga, fasteignamat, almenningsbókasöfn, tækni- skólar, lög um skemmtanaskatt, dragnótaveiði í fiskveiðiland- helgi, og makaskipti úr landi jarðanna, Laugadalshóla, og Miðdalskots. Þá voru og haldnir síðdegis- fundir í sameinuðu þingi og voru 14 mál á dagskrá, auk fyrir spurna sem bornar voru fram utan dagskrár. Þeirra er getið annars staðar í blaðinu. I lok funda, ávörpuðu forset- ar deilda, Jóhann Hafstein neðri deild og Sigurður Ö. Ólason efri deild, þingheim, og óskuðu mönnum góðrar heimkomu og þökkuðu gott samstarf á liðnu kjörtímabili. Ólafur Jóhannesson og Lúðvík Jósepsson svöruðu fyrir hönd þingmanna og báru fram sömu óskir og þakkir til þingforseta. Tóku þingmenn undir þessi orð með þvi að rísa úr sætum. Sjélfstæðisfólk! iunið Varðarkaffið í Valhöll í dag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.