Vísir - 20.04.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 20.04.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 20. apríl 1963. rr varúðar hefír ráðið í EBE-málinu um“ vera reiðubúinn til að taka upp samninga um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. En hann bætti því við, að ekki virtust nein ar bráðar horfur á nýjum samning um. Málin standa því þannig nú, að de Gaulle segir, að Bretar geti hvenær sem er fengið aðild að bandalaginu, ef þeir falli frá þeim skilyrðum, sem núverandi ríkis- stjórn í Bretlandi hefur sett. Hún telur sig hins vegar hafa teygt sig svo langt sem frekast er unnt og hefur ekki sízt fyrir þá undan látsemi goldið afhroð meðal kjós- enda. Það afhroð er svo mikið, að formaður andstöðuflokksins er þegar farinn að ferðast um til að sýna sig sem væntanlegan for- sætisráðherra Stóra Bretlands og sjá aðra, sem hann þá ætlar að hafa samvinnu við. Hann segir eins og de Gaulle, að víst komi að ild Breta að Efnahagsbandalaginu til mála, ef, og þá kemur það, sem skilur á milli og úrslitum ræður, Frakkar fallist á ný við- bótarskilyrði af hálfu Breta um- fram þau, sem íhaldstjórnin hefur sett og de Gaulle hefur þverneit- að. Um afstöðu stuðningsmanna Bandalagsins í Bretlandi má lesa í forystugrein Manchester Guard ian Weekly hinn 11. apríl. Þar segir: .......ekki eru margir, sem geta hugsað sér að taka upp samn inga, jafnvel eftir að de Gaulle er farinn frá. Breskur iðnaður óskar ekki nýs langs óvissu-tímabils og brezkir stjórnmálamenn hafa ekki lyst á að endurtaka Brujisel-reynsluna. Jafnvel þó að synjun de Gaulle hefði ekki komið til, þá hefðu skilyrði, sem lfkleg voru verði skaðsamleg. Betra kynni að hafa verið fyrir okkur að fallast hreint og beint á Rómarsáttmálann og semja innan frá í Bandalaginu, en eftir fjögur eða fimm ár héðan í frá mun bandalagið hafa tekið þeim þroska, að slíkt mundi ófram- kvæmanlegt". Hið liðna er horfið. Þessar eru staðreyndir málsins. Fram hjá þeim verður með engu móti komizt, hvort sem okkur lík ar betur eða verr. íslendingar ráða engu um þróunina í þessu og við gerum okkur broslega, ekki einungis £ augum annarra, heldur okkar eigin, ef við ímyndum okk- ur, að við vegna væntanlegra kosninga hér getum lagað atburða rásina í okkar hendi. Nauðugir viljugir verðum við að bíða og sjá hvað setur. Hið liðna er horfið og enginn veit hvað við tekur. Þess vegna sýnist flest þarfara en að eyða orku og tíma í að þræta um það, sem liðið er, hvað þá nú eftir á að vera að búa til ágrein- ing um það, sem aldrei var ágrein ingur um að efni til milli lýðræð isflokkanna. Því að þegar menn tala um annað hvort aukaaðild að Efnahagsbandalaginu eða við- skipta- og tollasamning við það, ef til hefði komið, þá er það einungis ágreiningur um form en ekki efni. Háttvirtir Framsóknar menn játa sjálfir, að þeir hafi lengi vel talið aukaaðild æskilegt form, en horfið frá því, þegar þeir seint og um síðir fengu vitneskju um, að hugsan- legt væn að gera tolla- og við- skiptasamning við bandalagið. Það tjáir ekki nú, eftir elleftu stundu, að láta svo sem aukaaðild hljóti að hafa einhverjar ákveðn- ar, okkur óhagkvæmar skuldbind ingar í sér fólgnar. Framsóknar- menn vita jafnvel og aðrir, að aukaaðild getur náð yfir 1—99 af hundraði skuldbindinga Rómar- samningsins. Það fer allt eftir þvf hvernig um semst. Framsókn- armenn vita einnig ofurvel, að aukaaðildarsamningur þarf alls ekki að leiða til fullrar aðildar slðar, svo sem glögglega hefur komið fram í viðræðum Svfa, Svisslendinga og Austurríkis- manna við fulltrúa Efnahags- bandalagsins. Þá er það og hrein fjarstæða, að viðskipta- og tolla- samningur tryggi, að viðsemjend ur fitji ekki upp á ýmiss konar réttindaveizlum sér til handa gegn þvf að veita viðskipta- og tolla- fvilnanir. Hvernig sem að er farið, þá reynir hvor aðili f þessum samningum sem öðrum að gæta sinna hagsmuna, lætur ekkert af höndum nema hann telji sig fá jafnvirði f staðinn. Slíkur er Iffs- ins gangur, frá honum sleppum við ekki fremur en aðrir. Aðild annarra Vestur-Evrópu- ríkja að Efnahagsbandalaginu mundi óhjákvæmilega hafa skap að okkur mikinn vanda. Frá þröngu eiginhagsmunasjónarmiði I’slendinga getum við því grátið þurrum tárum yfir því, að úr þess ari stækkun bandalagsins virðist lítt ætla að verða f bráð. Ég segi þetta ekki vegna þess, að við Sjálfstæðismenn hefðum skotið þessum vanda fram af okkur, ef hann hefði að höndum borið. Slíkt er ekki okkar háttur. Þó að við myndu með einum eða öðrum hætti reyna að tengjast þessu bandalagi og öruggasta leiðin til þess að ná hagkvæmum samning um við það væri að sækja um aðild. Með öðrum hætti yrði ekki kannað til hlítar, hvaða kostir væru í boði, enda væri hæg- urinn hjá að leita lausari tengsla eða hætta samnings- gerð, ef aðgengileg kjör fengjust ekki. Þessi skoðun kom fram hjá samtökum allra meginatvinnu- vega Islendinga, sem ríkisstjórn in leitaði álits hjá sumarið 1961 nema Alþýðusambandi íslands. Það eitt lagðist gegn því, að við sæktum um aðild. Hin öll, þar á meðal Samband fslenzkra sam- vinnufélaga og bændasamtökin voru hlynnt þvf, að við legðum fljótlega fram inntökubeiðni í Efnahagsbandalagið. Undir þessa skoðun tók Morgunblaðið hinn 19. ágúst 1961, og sagði hana rétta.......einkum þegar það er haft í huga, að við getum á hvað stigi sem er hætt samninga umræðum . . . “. Um þetta megin- atriði þegja Framsóknarmenn, þegar þeir vitna í þessa Morgun blaðsgrein. Þessi skoðun, sem flestir aðrir en kommúnistar höfðu þá, var skýrt orðuð f sam- þykkt, sem gerð var á þingi ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið var á Akureyri fyrri hluta september 1961. Samþykkt hinna ungu manna hljóðar svo: „Þingið telur rétt, að Island æski um upptöku f Efnahags- bandalag Evrópu, svo að unnt sé að fá sem gleggstar upplýsingar og viðræður um réttindi og skyld ur vegna slfkrar upptöku. Síðan Ummæli dómsmálaráð- herra 1961. „ísland hefur enn ekki gert sér ljóst, hverja afstöðu við eig- um að taka til Efnahagsbanda- Iagsins. En mikill áhugi er fyrir málinu, bæði meðal stjórnmála- manna og almennings. Greinr- legt er, að margir erfiðleikar eru á þvf fyrir okkur að ganga í bandalagið eftir því sem málin liggja nú fyrir. En það eru einn- ig miklir erfiðleikar á þvf að vera utan við ... Þetta er ein af viðurhluta- mestu ákvörðunum, sem ísland hefur þurft að taka lengi. En við erum ekki komnir svo langt að við getum sagt hver úrslit- in verða að lokum — nema kommúnistar. Enn hafa hvorki flokkarnir né ríkisstjórnin mynd- að sér neina skoðun um hvern- ig við eigum að meta málið. Fyrir Noreg er erfitt að taka ákvörðun um aðild að Efnahags- bandalaginu, það skiljum við. En það er ennþá erfiðara fyrir ís- land — Noregur hefúr náð miklu lengra í uppbygingu atvinnu- og efnahagslífsins. Það er erfiðara fyrir okkur, sem ekki erum komn ir jafn langt ... Ég vil ekki segja neitt jákvætt, hvorki með eða á móti aðild að Efnahagsbandalag- inu. — Hefur hlutleysið, • hreint pólitfskt, nokkra þýðingu? spyr blaðamaðurinn. — Það hefur hvergi nærri sömu þýðingu eins og f Svíþjóð. Það eru önnur atriði sem munu vega þungt, t.d. rétturinn til atvinnu- rekstrar. Á Islandi geta lifað miklu fleiri menn en nú. Frjáls Ræða Bi Benediktssonar dómsmóla- róðherra við útvarpsumræðurnar teljum þýðingarlaust að deila um það, sem ekki hefur orðið, þá gerum við okkur fullljóst, að auk- ið samstarf þjóða í milli, einnig í efnahagsmálum, er fyrr eða sfðar mögulegt f einhverri mynd. Á meðan með öllu er óvfst til hverra það nær og hversu víð- tækt það kann að verða, er þýð- ingarlaust að tala um einstök efn- isatriði, hvað þá form. En megin stefnan er ljós, það er sama stefnan, sem við höfum frá upp- hafi fylgt gagnvart Efnahags- bandalaginu. Ég skal því rekja hana nokkuð, og því fremur sem andstæðingar okkar hafa þar mjög hallað réttu máli. Þvf erum við raunar svo vanir, að ég mundi láta mér það f léttu rúmi liggja, en um leið og ég hrek ásakanir þeirra geri ég samtímis grein fyrir framtfðarstefnu okkar, hve- nær sem á reynir. Meginstefnan Ijós. Eftir að Bretar höfðu sótt um aðild að Efnahagsbandalaginu, var það almælt skoðun seinni hluta sumars 1961, að öll eða nær öll Evrópuríki vestan járntjalds skuli metið, hvort æskilegt sé að óska aðildar að þessu banda- lagi“. Rétt eftir að þessi samþykkt var gerð, eða um miðjan septem- ber 1961, tók ég við störfum forsætisráðherra og gegndi þeim í forföllum Ólafs Thors til árs- loka. Á þessu tímabili gafst mér nokkrum sinnum færi á að ræða um afstöðu Islands til Efnahags- bandalagsins opinberlega og setti þar fram skoðun ríkisstjórnarinn ar á málinu, sem Sjálfstæðisflokk urinn hefur óhikað fylgt. Það fyrsta, sem ég sagði um þessi efni var við norskan blaðamann, er talaði við mig hinn 20. september 1961. Samtal þetta birtist m.a. í Sunnmörsposten í Álasundi hinn 26. september þ. e. tveimur dög- um áður en samráðherrar mínir áttu viðtölin í Bonn, sem stjórnar andstæðingar hafa hér á Alþingi fullyrt að gerbreytt hafi afstöðu ríkisstjórnarinnar til þessa máls, og geta ummæli mfn með engu móti verið tilorðin vegna áhrifa af þeim samtölum, sem sfðar fóru fram. Sunnmörsposten hefur þetta eftir mér m. a.: vinnumarkaður í svo litlu landi sem Islandi er ekki jafn ein- faldur eins og f landi, sem þegar áður hefur náð langt f iðnvæð- ingu. — Hinn mikli fiskútflutningur frá íslandi mun sennilega hafa mikla þýðingu, þegar þið takið afstöðu? spyr blaðamaðurinn. — Já, ef ísland yrði útilokað frá hinum stóru mörkuðum í Efnahagsbandalagslöndunum mundi það verða alvarlegt áfall fyrir landið. Við höfum haft sterk ast viðskiptasamband við löndin f Vestur-Evrópu, svo verður og sennilega f framtíðinni. .. Við seljum einnig til Sovét og annarra landa í austri. ... Enginn getur sagt skilyrðis laust já við Efnahagsbandalaginu í dag ...“. Nokkrum dögum eftir að ég átti þetta blaðaviðtal vék ég að sama efni í ræðu, sem ég hélt hinn 24. september á samkomu í hátíðarsal Oslóarháskóla og sagði m. a.: „Enn í dag hefur fordæmi ykk ar ómetanlega þýðingu fyrir okkur. Aðild Noregs að Atlants- hafsbandalaginu Tíáfði úrslitaá- hrif á Islandi. Eins kann að verða um þau miklu efnahagssamtök, sem nú er verið að efna til. Er þó ljóst, að gallarnir við frjálsan vinnumarkað og rétt til stofnun- ar og rekstrar atvinnutækja eru því meiri, sem þjóðin er minni og land hennar minna nýtt. En hættan á einangrun ef til vill einnig meiri. I þessum efnum er bæði Noregi og íslandi mikill vandi á höndum. Islendingar hafa þess vegna ríkan áhuga fyr- ir nánu samráði við Norðmenn um lausn þessa vanda". Raunar hafði ég fyrr f þessu erindi vikið að ýmsum þeim atr- iðum, sem úrslitaþýðingu hafa um afstöðu okkar til Efnahags- bandalagsins. T. d. spurði ég: „Getur svo fámenn þjóð hag- nýtt svo stórt og erfitt land þann ’ig, að það verði henni ekki of- viða? Og þá ekki sfður: Getur svo fámenn þjóð haldið sinni eigin menningu, byggt upp nútímaþióð félag og haft sitt eigið ríki með ölium þeim kvöðum og skyldum er slíku fylgja? Um þetta er það eitt að segja, að okkur kemur ekki annað til hugar en að gera það. Við segj- um, eins og Lúther forðum: „Hér stend ég, ég get ekki annað“. Alþjóðasamvinna nauðsynleg. Síðan held ég áfram og segi: „... Meiri hluti fslenzku þjóð- arinnar veit, að hún lifir ekki ein f heiminum og verður að taka þátt f þeim alþjóðasamtökum, sem nútfminn krefst. Öll vitum við, að þróunin sæk ir í þá átt, að stærri og stærri samtök ríkja myndist. Án slíkra samtaka verða möguleikar tækn- innar ekki nýttir, enda krefst af- nám fjarlægðanna nánara sam- starfs en nokkru sinni fyrr. Sam tímis því, að þessi nauðsyn verð- ur æ augljósari, fer fram splundr un gamalla ríkisheilda, þvf að hver þjóð fyrir sig vill ráða sín- um örlögum. Saga íslands og raunar einnig Noregs er dæmi þessarar þróunar. Þarna sýnist hvort stríða á móti öðru. Þegar betur er skoðað eru and- stæðurnar ekki eins miklar og í fljótu bragði virðist. Samstarf frjálsra manna hvílir á því, að það sé í raun og veru frjálsir menn, sem ákvörðunina taka. Skilyrði þess samstarfs, sem nú stefnir að, er, að hver þjóð hafi frelsi til ákvörðunar um, hvort hún tekur þátt f því eða ekki. Það tjáir ekki að beita kúgun, heldur verður frjáls ákvörðun hvers um sig til að koma. Ákvörð un, sem byggist á því, að eigin hagur, ásamt réttmætu tilliti til annarra, ráði því, sem gert er. Sumir tala um nauðsyn þess að mynda nýjar stórar ríkisheild- ir. En allt slíkt, sem hr*fur þving- un í sér fólgna, er orðið úrelt, heyrir til liðinni tíð. Sannmæli er það, sem ég heyrði bandarísk- an fræðimann, sem sennilega er betur en nokkur annar að sér um þýðingu þióðernis fyrir fram- vindu síðustu alda, segja á al- þjóðafundi f fyrra: „Hugsið ekki um nýjar rfkis- heildir, lítið til Norðurlandanna og lærið, hvernig þjóðir geta unn ið saman“. Ég vek enn athygli á þvf, að Framh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.