Vísir - 20.04.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 20.04.1963, Blaðsíða 13
13 V í S IR . Laugardagur 2Ó. apríl 19G3. Ræða Bjarna Framhald af bls. 9: allt var þetta sagt áður en við- ræðurnar í Bonn áttu sér stað hinn 28. september 1961. Eru því staðlausir stafir fullyrðingar hátt virtra stjórnarandstæðinga hér á Alþingi um, að fslenzka ríkis- stjórnin hafi fyrst eftir þær við- ræður horfið frá því að þvinga ísland inn í þá ríkisheild, sem þeir segja Efnahagsbandalagið vera. Allt, sem ég sagði síðar í málinu, var í fullu samræmi við þessar fyrstu yfirlýsingar mínar og get ég því farið fljótar yfir það og einungis minnt á niður- stöðurnar. Afstaða Sjálfstæðis- flokksins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks ins 1961 komst ég 19. október m. a. svo að orði: „Af þeim sökum getur skilyrð- islaus aðild íslands að þessu bandalagi ekki komið til mála. Og hætt er við að skilyrðin verði svo mörg og skapi slík fordæmi, að aðrir aðilar eigi erfitt með að una þeim“ Ályktun sú, sem landsfundur- ^SELUR 0,°si Willys jeppi ’55. Saab Station ’67. Opel Kapitan ’56 Citroen ’63, kr. 146.6 þús. Óskráður. Ford Consul 55. Jeppar ’42—’46. Ford St. Taunus ’55. Buick St. '52. Austin A ’49. Scoda Octavia ’61. Scoda Octavia ’59. Opel Caravan ’55. Comet ’61. Morris ’60. Ford ’58. Opei Record ’59, vill skipta á Ford Taunus. Henry J. ’55,‘ 2 dyra. Moskvitsh ’61. Moskvitsh ’55. Fiat 600 ’58, vili skipta á yngri bíl. Chevrolet ’55, mjög fallegur 6 cyl. beinskiptur. Gjörið svo vel, skoðið bílana. Símar 18085 og 19615. I----------------------- VW—’62 115 þús. VW—’57 70 þús. VW-rúgbrauC ’62 120 þús. Opel Kapitan ’60 180 þús. Chevrolet ’55 100 þús. Chevrolet ’57 100 þús. Ford ’60 Galexie 200 þús. Skipti Ennfremur hundruð ann- arra bifreiða með ýmis- konar greiðsluskilmálum. SKÚLAGATA 55 — SÍMI1581* inn gerði um þetta mál, er mjög í samræmi við það, sem sagt var í ræðu minni og er ályktunin á þessa leið: „Þjóðir Vestur-Evrópu, sem ís- lendingar hafa frá fornu fari haft mest og bezt viðskipti við, efla nú mjög samvinnu sína í efnahagsmálum, og er íslandi brýn nauðsyn á að slitna ekki úr tengslum við þá þróun. Þess vegna ber að leitast við að tryggja aðild okkar að Efnahags bandalagi Evrópu, án þess að undirgangast samningsákvæði, sem hér geta með engu móti átt við“. Sama skoðun kom enn fram í ræðu, sem ég hélt á samkomu stúdenta í Háskólanum hinn 1. desember sama ár. Þá sagði ég m. a.: „Með þessu er ekki sagt að við eigum ekki að taka þátt í efnahagssamstarfí nágranna okk- ar og vina. En við getum því aðeins gert það, að tekið sé rétt- mætt tillit til okkar óumdeilan- legu sérstöðu og sérþarfa”. Loks tók ég svo til orða i áramótagrein í Morgunblaðinu 31. desember 1961: „Efnahagsbandalag Evrópu er í örri uppbyggingu. Fleiri og fleiri þjóðir sækjast eftir aðild í því, annað hvort sem fullgildir félagar eða aukaaðilar. Ef úr að- ild ailra þeirra verður, sem nú hugleiða hana, er ótvírætt, að íslendingum skapast mikill vandi. Innan bandaiagsins myndast þá markaður, sem íslandi er höfuð- nauðsyn að útilokast ekki frá. Jafnfrarrit er alveg ljóst, að full, skilyrðislaus aðild I'slands kemur ekki til greina. Munur á mannmergð og allri aðstöðu er slíkur, að íslendingar. geta ekki undirgengizt að igta öðrum í té þau réttindi, sem fullri, skilyrð- islausri aðild eru samfara. Því meira ríður á, að rétt sé með farið. Á þessu stigi hljótum við að fylgjast náið með því, sem gerist innan bandalagsins sjálfs og í samningum þess við þá, sem nú æskja aðildar. Jafnframt verð um við að kynna öðrum afstöðu okkar, annars vegar þörf á eðli- legu samstarfi og því að útilokast ekki frá nauðsynlegum mörkuð- um, og hins vegar, að þessu fylgi engir þeir kostir, sem skaðlausir eru fyrir stærri og öflugri þjóð- ir, en mundu verða afarkostir fyrir okkar fámennu þjóð, sem enn er að mestu háð harla óviss- um fiskimiðum umhverfís land- ið“. Þessar tilvitnanir sýna, að rík- isstjórnin hefur frá upphafi fylgt í þessu vandasama máli stefnu fyrirhyggju og varúðár. Málið liggur nú ekki fyrir í þeirri mynd, sem ráð hafði verið fyrir gert. Um lausn vandans verður ekki dæmt fyrr en sést hvort hann skapast og þá hvers eðlis hann verður. Ef víðtæk efnahags bandalög myndast, má svo fara, að ákvarðanir þeirra ráði úrslit- um um okkár hag, svo smáir sem við erum, jafnt, hvort sem við verðum aðili eða ekki. Kynni þá að vera eina ráðið til þess að hagsmunir okkar verði ekki þverbrotnir, að við tengjumst þessum samtökum með einhverj- um hættii en þá má aldrei láta af þeirri varúð, sem við Sjálf- stæðismenn höfum viljað gæta gegn Efnahagsbandalagi Evrópu og ég hef hér að framan rifjað upp/ Hér er um þvílíka lífshagsmuni íslenzku þjóðarinnar að tefla, að þá má aldrei gera að leiksoppi. Sfzt af öllu villa um fyrir mönn- um með þvf að búa til deilur út af því, sem a. m. k. allir Iýð- ræðissinnar eru sammála um í meginatriðum. Hvað þá að skrökva því upp, að til standi að afsala rétti yfir landi eða land helgi. Og er þá óneitanlega ólík- lega til logið, þegar látið er í það skína, að ríkisstjórnin hafi i hyggju að gera sinn mikla sigur í landhelgisdeilunni að engu með því að veita erlendum þjóðum veiðiréttindi innan fiskveiðilög- sögunnar eftir að fullar sættir hafa náðst við Breta með endan legri viðurkenningu þeirra á 12 mílum og okkar nýju, ómetan- legu grunnlínum. Þeir, sem slíkar sögur semja, sanna einungis, að þeir óttast umræður um hin raunverulegu úrlausnarefni, og viðurkenna þar með, að ríkisstjórninni hefur tek izt svo vel í gerðum sínum, að þeir vilja umfram allt hindra, að kjósendur kveði upp sinn dóm á þeim grundvelli. Þess vegna er þrautaráðið að gera okkur upp vondan vilja, sem er í algerri andstöðu við allar okkar athafnir og það, er áunn- izt hefur fslenzkri þjóð tii heilla eftir að viðreisnin hófst. útsvör og hluti af söluskatti. Söluskatturinn hefur fært sveitarfélögunum nýjar tekjur, sem hér segir. Árið 1960 56 millj., 1961 71 miilj., 1962 83 millj. og 1963 104 millj. eða samtais á þessum 4 árum 314 millj. kr. Þessi ráðstöfun hefur því gert hvort tveggja í senn að gefa sveitarfélögunum aukið svigrúm til athafna og gert þeim kleift að lækka útsvörin. FjéSsóff enskunám- skeið á Akureyri Enskunámskeið stendur yfir á Ak ureyri um þessar mundir, en nám- skeiðið er haldið á vegum íslenzk- ameríska félagsins. Til kennslunnar hafa verið fengin amerísk hjón, Frank Perri, sem starfað hafa hérlendis um nokkurt skeið á vegum Fullbrightstofnunar- innar. Hafa þau undanfarið verið í Reykjavík, en eru nýkomin norður til Akureyrar. Námskeið þeirra hjóna hófst mánudaginn 18. þ. m. og mun vara í þrjár vikur. Þátttakendur eru 120 [ talsins, og er þó ekki nema brot i af þeim fjölda sem sótti. Fleiri en ' þetta var ekki unnt að veita við- | töku. Kennt er í 16—20 manna | flokkum, jafnt byrjendum sem i þeim er vel færir eru orðnir í mál ! inu og hafa jafnvel allt að 4 ára enskunám að baki. Á hámskeiðinu er eingöngu kennt talmál. Kennslan fer fram á kvöldin í lesstofu Íslenzk.ameríska félagsins við Geisiagötu. Kennslugjaldi er mjög^hóf stillt, aðeins 100 krónur fyrir hvern þátttakanda. Nemendurnir á námskeiðinu telja kennslu mjög góða, en tímann hins vegar of stuttan. Nárpskeiðið verð- ur þó ekki framlengt, vegna þess að kennararnir geta ekki verið lengur. BIFREIÐAS ALAN Ræða Gunnars — Framhald af bls. 7. við það að leika á vísitöluna, en hún felur auðvitað engu að síður í sér kjarabót fyrir fólkið í landinu. Tekjuskattar lækkaðir. Tekjuskattslögin voru einnig meingölluð. Skatturinn var það þungur, bæði á einstakl- ingum og atvinnufyrirtækjum, að hann dró úr framtaki, vinnusemi og framkvæmdum. Skatturinn var það ósanngjarn, að hann leiddi t|l allt of almenns' undan- dráttar undan skatti. En þar sem tekjur launamanna eru yfirleitt taldar fram að fullu, þá lenti skattþunginn á þeim í ríkara mæli en réttiátt var. Allsherjar- endurskoðun skattalaganna hefur farið fram og tekjuskattur lækk- aður bæði á almenningi og at- vinnurekstri. Við þær umbætur hefur skattasiðfeðið batnað mjög í landinu. Til þess að vega á móti tekjutapi ríkissjóðs af skatta- lækkun, til þess að afla fjár tii sveitarfélaganna, svo að þau gætu lækkað útsvörin og til þess að afla fjár til almannatrygginga og annarra nauðsynja, var á fyrsta ári stjórnarinnar lögleidd- ur 3% smásöluskattur, en sú tegund fjáröflunar hefur í flest- um nágrannalöndum verið upp tekin og þykir réttlátari, hand- hægari og ódýrari í framkvæmd en háir beinir skattar og ólíkt vinsælli en þeir, ef nefna má orðið vinsældir 1 sambandi við skatta. En smásöluskatturinri er miklu lægri hér en annars stað- ar, t. d. er hann 6% í Svíþjóð og 11% í Noregi, en 3% hér. Síðan þessi söiuskattur var lög- leiddur vorið 1960, hafa engir tollar eða skattar verið hækkaðir ■né nýir á lagðir. Þrenn fjárlög, fyrir árin 1961, 1962 óg 1963 hafa þvf verið afgreidd án nýrra tolla eða skatta. 314 millj. til sveitafélaga. Jafnhliða endurskoðun á fjármálum ríkisins fór fram gagnger endurskoðun á fjár- hagsmálum sveitarfélag- anna og fyrstu heildarlög voru sett um tekjustofna sveitarfé- laganna. Otsvarsstigar voru sam- ræmdir, einn ákveðinn útsvars- stigi lögfestur fyrir öli sveitar- félög í stað eldri reglu um að jafna niður eftir efnum og á- stæðum. Sveitarfélögum voru fengnir nýir tekjustofnar, lands- Símar 11025 og 12640 RÖST Símar 11025 og 12640 HÖFUM TIL SÖLU: Fjölbreytt úrval jeppa-bifreiða, þ. á m. Land-Rover og Austin-Gipsy 1962. OPEL CARAVAN, REKORD og KAPITAN flestar árgerðir MERCEDES-BENZ, flestar árgerðir. VOLKSWGEN, flestar árgerðir. VOLVO !958, ekinn 45 þús. mílur. UNIMOG 1954 með glæjum. Kr. 50 þúsund. HÖFUM KAUPENDUR Á BIÐLISTA AÐ: FORD TAUNUS. FORD ANGLIA og PREFECT. VOLKSWAGEN 1958—1961. Látið RÖST annast fyrir yður viðskiptin, það er beggja hagur. Komið og skráið bifreiðina til sölu hjá RÖST, því þangað beinast viðskiptin I vaxandi mæli. Allt gert til að þóknast viðskiptavinunum. BIFREIÐASALAN Við breytum bílum í peninga og peningum í bíla. Komið - Skoðið - Seljið - Kaupið Landrover ’62 benzín Opel Capitan ’59 Taunus Station ’58 Chervrolet ’58 orginal Chervrolet Station ’58 Renau Daulphin ’61 Ford ’56 2 dyra og Pontiac ”55. Hringið í sima 23900 og 20788.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.