Vísir - 22.04.1963, Síða 2

Vísir - 22.04.1963, Síða 2
V í S I R . Mánudagur 22. apríl 1963. jr %______, _____, q~)J r~J 5T& T“ T v. /////^mzv///////ám/í//^ Markvörður mótmælir: LiBsmenn ÍR voru kallaBir blesar Reykjavlk, 16. apríl ’63. Ég vil leyfa mér að mótmæla hinum ómerkilegu orðum, er íþróttafréttaritari Tímans kastar fram í grein, er hann skrifar um leik K.R. og Þóttar þann 9. þ. m. En í greininni kemst hann svo að orði: „Og þrátt fyrir lúalegar til- raunir blesa óviðkomandi Þrótti til að koma K.R. niður í aðra deild“. Þessi orð, sem að framan eru rit- uð hafa Í.R.-ingar tekið sem sneið til sín þar eð þeir töpuðu seinni leik sínum við Þrótt í nýafstöðu íslandsmóti. En séu það lúalegar aðfarir, ef lið tapar fyrir öðru liði þá ætti hitt að vera engu minna lúalegar aðfarir að vinna annáð lið. Svo svo þá virðast öll lið mótsins hafa komið ódrengilega fram, sér í lagi Í.R. og Víkingur fyrir að vinna F.H. og gera að engu vonir þeirra um sigur á mótinu. Annars var ekki ætlunin að leggja dóm á hvað væri lúalegt og hvað ekki, heldur hitt, að benda háttvirtum greinarritara á, að skrif eins og hann hefur í frammi eru frekar til að skaða lþóttimar held- DRENGIAHLAUP ÁRMANNS Hið árlega drengjahlaup Ár-, I manns fer fram 1. sunnudag í' I sumri þann 28. apríl n. k. Keppt verður í 3ja og 51 1 manna sveitum. Kepþt verður i I um 2 silfurblkara, sem Eggert . | Kristjánsson stórkaupmaður og ' I Jens Guðbjörnsson hafa gefið { og hafa sveitir Ármanns unnið | I þá tvisvar í röð. Þátttakcndur gefi sig fram' I við Jóhann Jóhannesson, Blönduhlíð 12, sími 19171 eigi { ' síðar en 25. apríl. ur en hitt. Því að með því að skrifa eins og hann skrifar, álítur almenningur að annað liðið hafi fyrirfram ákveðið að tapa, og þar með hafi verið búið að ákveða hver ynni, og sé svo, þá er ekkert gaman að horfa á þessa íþrótt lengur, og þar með fækkar áhorf? endum. Annars ætlaði ég að bera í bætifláka fyrir Í.R. með þeim orð- um að þeir hafa ætið síðan ég byrjaði að spila með þeim, spilað veikt í fyrri hálfleik, misjafnlega þó, en svo sótt sig í seinni hálf- leik, svo varð einnig raunin í þetta sinn, þrátt fyrir að þeir töpuðu leiknum. En þar sem tapið var ekki alveg f samræmi við áætlan- ir greinarhöfundar, þá var sjálf- sagt að viðhafa ljótan munnsöfn- uð, og kasta skít að Í.R.-ingum fyrir. Annars ætla ég ekki að fara fram á að greinarhöfundur biðji .afsökunar þvf það hefur hann ef- laust ekki ætlað sér, heldur hitt að hafi K.R.-ingum þótt þá ó- rétti beitta þá hefðu þeir án efa kært leikinn, en svo langt hefur greinarhöfundur ekki komizt f hugsun sinni heldur viljað sjálfur leika dómara öllum til skaða. Og vil ég ljúka greininni með þeim orðum, að betur er ekkert skrifað um fþróttirnar, heldur en að kasta skít að þeim þvf almenningsáhug- inn er ekki það mikill, að búbót verði að. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Finnur Karlsson. Keflavík — Akranes 1:5 í fyrsta leik ársins í knattspyrnunni Skagamenn unnu fyrsta knatt- spyrnuleik ársins, en han fór fram í góðu veðri í Keflavík í gærdag. Leikurinn er liður f Litlu bikar- keppninni, sem er háð milli Akra- ness, Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Úrslit leiksins voru ekki réttlát að dómi áhorfenda, sem hlutlausir gátu talizt, en Skagamenn græddu mjög á óþéttri vörn Keflavíkur, en leikur Keflavíkur var í engu verri en Skagamanna. Fyrstu tvö mörkin f leiknum komu frá Skagamönnum, bæði ó dýr og hefði markvörður átt aí koma til sögunnar í bæði skiptin Var staðan þannig í hálfleik ai Akranes leiddi 2:0. Lið Keflavíkur hefur sýnilega lagt mikla rækt við þjálfun og verður fróðlegt að fylgjast með framgangi liðsins í sumar, er það byrjar aftur í I. deild. Af Akur- nesingum vakti Ríkharður Jónsson mikla athygli, en hann er nýkom- inn heim frá Þýzkalandi sem kunn- ugt er af fréttum og vakti athygli hve mikið honum hefur farið fram frá í fyrra og er hann nú gjör- samlega óhaltur. Nýliði í Akranes- liðin, 3. flokks pilturinn Eileifur vakti og verðskuldaða athygli í i stöðu hægri útherja. Frá leik Akurnesinga og Keflvikinga í gær. Ingvar Elísson setur annað mark Akurnesinga. Knötturinn átti som kunnugt er að „rúlla“ f Reykjavík f gær, en ekki varð neitt af því, þar eð ekki var búið að koma vellinum 1 stand, en veður var hið bezta og sem sumar væri, og völlurinn góður að sögn. Reykjavíkurmótið hefst væntanlega á miðvikudaginn kem- ur með leik KR og Vals. Margir æfingaleikir hafa farið fram að undanförnu, en í þeim hefur Þróttur m. a. unnið KR og Valur íslandsmeistara Fram, en annars er varasamt að taka slíka leiki of bókstaflega, því sjaldnast er mikið tekið á í þeirri baráttu. Meistararnir töpuðu Á föstudagskvöldið fór fram 1 að Hálogalandi * íþróttarevía í fréttamanna og tókst í alla t staði ágætlega. Fullt hús á- / horfenda skemmti sér hið bezta, 1 en hundruð manna varð frá að t hverfa. Hefur sjaldan verið í annað eins mannhaf við Há- / logaland og að þessu sinni. S Stjómir ÍR og KR glenntu i sig í hinni nýju íþrótt, sem í þama var kynnt og lauk svo að / jafntefli varð, enda dæmdi leik- / stjórinn ágæti, Magnús Péturs- S son að KR skyldi fá aukastökk, í sem jafnaði metin. í Körfuknattleiksúrval léku og í lauk svo að A-landslið vann ; U-landslið með 15 stiga mun i 61:46. í Rúsínan f öllu saman var i svo leikur fþróttafregnritara og / íslandsmeistaranna í handknatt- 1 leik, sem höfðu fengið áskorun i frá hinum fyrmefndu. Er ekki t að orðlengja að fréttamenn / unnu skjótan sigur og var dóm- 1 arinn svo velviljaður að flauta \ leikinn af meðan þeir höfðu yf- t ir og stóðu enn allir. Var / frammistaða blaðamanna góð, S einkum Sigurðar Sigurðssonar í sem kom heim frá skíðalands- í mótinu hálftíma fyrir Ieik, og / þjálfara liðsins Einars Bjöms- J sonar (eb), sem svalaði liðinu » á köldu vatni úr skolpfötu t sinni. / Myndimar sem hér fylgja 1 sýna Ásbjörn Sigurjónsson, sem \ keppti með blaðaliðinu ,en hann i var tilkvaddur sélrega til að / bjarga málunum en hin myndin i er af einum stjórnarmanna ÍR i \j glennu, en hann er Vignir Guð- k mundsson, blaðam. Morgun- ? blaðsins (vig.) og mun hafa J verið „fúx“ liðsins í glennunni, \ má sjá að áreynslan hefur verið í gífurleg. /

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.