Vísir - 26.04.1963, Síða 12

Vísir - 26.04.1963, Síða 12
Föstudagur 26. apríl 1963. Veitt heið- / ursdoktors- nafnbét Á miðvikudaginn veitti dr. Þórð- ur Eyjólfsson hæstaréttardómari viðtöku heiðursdoktorsnafnbót frá Helsingforsháskóla. Var það við hátfðlega athöfn í háskólanum. Dr. Þórður Eyjólfsson er annar islend- ingurinn sem Helsingforsháskóli veitir heiðursdoktorsnafnbót. Ólafi prófessor Lárussyni var veitt sú nafnbót árið 1955. Færð þyngist Vegir spillast ört með hverjum deginum sem Iíður. Sumir vegir, eins og t. d. Vaðla- heiðarvegur, eru orðnir ófærir litl- um bílum, og ekki er fyrirsjáan- legt annað en Vaðlaheiðin verði ó- fær öllum bílum þegar líður á dag- iim. VETUR KONUNGUR KVEDUR i ™' t,- mSiM f'ííss:!i5*s ■ iTÍSMffll -ikíÆif toSæK k uæZíL ' {Qy. (Mfy '*&+r~4 Sjlífcgr.' ■■ jf||J88i> 11 Geymír SkeiBarársandur gull? Um tvö eða þrjú undanfarin ár hefur Bergur Lárusson forstjóri og bræður hans á Kirkjubæjar- klaustri haft forgöngu um það að að leita að merkum skipsfarmi sem talinn er að sé grafinn ein- hversstaðar í Skeiðarársandi. Herma ýmsir annálar frá því að eftir miðja 17. öld hafi hollenzkt Indíafar strandað á Skeiðarársandi og hafi dýrmætur farmur verið í því. Nýlega fengu Klausturbræður þá hugmynd að gaman væri að hefja leit að skipinu í sandinum og um tvö undanfarin ár hafa verið f gangi undirbúningsathuganir, en enn ýtarlegri athuganir og mæling- ar voru gerðar austur þar fyrir fáeinum dögum. Voru þær athug- anir gerðar í samráði við Gunnar Böðvarsson verkfræðing. I morgun leitaði Visir til Gunn- ars Böðvarssonar og innti hann eftir þvf hvernig þessum rannsókn- um væri háttað. Hann sagði að mælingar á svæðinu væri allmikið verk, tæknilega séð, og það tor- veldar rannsóknir nokkuð að ekki verður komið við nógu fullkomn- um leitartækjum. Slík tæki væru svo dýr að ekki kæmi til mála að búa þau til í þessu skyni og enn síður að kaupa þau erlendis frá. Þarna mun um að ræða málm- leitartæki, en þau eru til af mis- munandi gerðum, eftir þvf til hvers þau eiga að notast. Mest er til af tækjum til að leita í grunnum jarðvegi, m. a. eru þau mikið not- uð f styrjöldum við leit að jarð- sprengjum og öðru slíku. Þá eru líka í notkun tæki til að Ieita að stórum málmgrýtisleifum úr flug- vélum, en þar er einkum miðað við leit á stórum landsvæðum. Hvorug þessara tækjagerða henta hér. Þrátt fyrir þetta sagði Gunnar að leitarmenn hafi nú á dögunum fundið við mælingar á sandinum eitthvað sem bendir til þess að málmur sé þar grafinn á ákveðnum Frœgur kjarnorku- muBur í heimsákn Þúsundir barna í fylgd með I foreldrum sfnum fögnuðu sumri í gær með þátttöku f skátaguðs- 1 þjónustu og í skrúðgöngum og I hátiðahöldum barnavinafélags- I ins Sumargjafar, sem eru orðinn . fastur liður f bæjarlffinu á sum- ardaginn fyrsta. Hátíðahöld 1 dagsins fóru fram f hefðbundn- | um stíl. Geysifjölmenn útisam- I koma var f Lækjargötu og sam- . komur og skemmtanir fyrir börn ' f hinum ýmsu samkomuhúsum I bæjarins. Veðrið var ekkl sem | hagstæðast, sólarlaust og nokk- . uð hvasst, en vfst er um það að börnin létu ekki sitt eftir liggja. stað. Um hvað þarna er að ræða er þó enn ekki unnt að fullyrða neitt og fæst ekki úr þvf skorið nema með borunum eða uppgreftri. Staður sá sem mældur hefur verið út, er við mynni Skeiðarár að austanverðu. Mjög erfitt er að Framh. á bls. 3. Hr. Gunnar Randers forstjóri Kjamorkustofnunar Noregs (Insti tutet for atomisk energi) kom hing að í gær og flytur hér fyrirlestur á vegum félagsins Ísland-Noregur síðdegis í dag um kjarnorkuna og vatnsorkuna. Tíðindamaður frá Vísi átti stutt viðtal við Randers í morgun, sem sagði m.a.: — Ég mun í erindi mínu ræða um sambandið milli kjarnorku og Gunnar Randers vatnsorku eins og gera má ráð fyrir að það verði á næstu árum, með sérstöku tilliti til Noregs. — Jafnframt mun ég ræða vatnsorku Noregs, en hún er meiri á íbúa en f næstum nokkru öðru landi og mun hún verða nýtt að % árið 1975. Verðlag vatnsorku- og kjamorkurafmagns. — Þá teljum við, að svo verði komið, að verðlag á kjamorkuraf- magni verði komið svo langt niður að ekki verði mikill munur á verði á því og vatnsorkurafmagni. Við álítum því tíma til kominn Framhald á bls. 3. Einar bóndi f Mýnesi í Eiðaþing- há hefir lagt fram framboðslista Óháðra kjósenda á Austurlandi. Einar f Mýnesi var upphaflega kommúnisti og síðan alþýðubanda lagsmaður og einhvers konar þjóð- vamarmaður. Hefir hann nú fjar- lægzt kommúnista svo mjög að honum hrýs hugur við kommún- istadekri Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnar og' má skoða framboð ið sem gagnframboð móti sam- bræðslu kommúnista og Þjóðvarn ar, eða sem eins konar samfylkingu þeirra vinstri manna, sem ekkert vilja með kommúnista hafa, undir hvaða flaggi sem þeir sigla. Talið er mjög líklegt af kunnugum að mikill meirihluti þjóðvamarmanna á Austurlandi kjósi lista Einars, en ekki Lúðvík Jósefsson, og vitað er að Framsóknarmenn, sem eru nú vonsviknir og hneykslaðir yfir kommúnistaþjónkun Eysteins Jóns sonar á undangegnu kjörtímabili, muni mótmæla þeirri þjónkun með því að kjósa þennan nýja lista vinstri manna á Austurlandi. Lág markstala meðmælenda framboðs- lista við Alþingiskosninga er 50, og varð lista Óháðra kjósenda á Austurlandi engin skotaskuld úr þvf að afla þeirra. Á listanum sjálf um era 3 bændur og 3 verkamenn. Bláa bandið ruddi brautina Ríkið yfirtekur hjúkrunurstöðinu Samkomulag hefir orðið um það, milli heilbrigðismálaráðu- neytisins og Bláa bandsins, að hjúkrunarstöð þess við Flóka- götu 29 og 31 verði rekin af á- fengisvörnum ríkisins frá 1. júní n. k., en yfiramsjón áfengis- varna ríkisins hefir sjúkrahúsið að Kleppi samkvæmt gildandi lögum um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. Hins vegar rekur Bláa bandið áfram vistheimilið í Víðinesi á Kjalar- nesi, en þar dveljast að stað- aldri 15 menn, skemmsti dval- artími er 6 mánuðir. Bláa bandið hóf rekstur hjúkrunarstöðvarinnar við Flókagötu haustið 1955, þar var þá eitt hús og rúm fyrir 18 sjúklinga en nú dveljast þarna 45 drykkjusjúkir menn í tveim- ur húsum. Segja má með sanni að Bláa bandið hafi verið braut- ryðjandi á sviði lækningar og meðferðar drykkjusjúkra og það sé eðlileg þróun þessara mála, eins og fleiri heilbrigðis- og mannúðarmála, að ríkið taki við af áhugamannasamtökum þegar starfsemin verðu^ æ umfangs- meiri. Jónas Guðmundsson hef- ir verið formaður stjómar Biáa bandsins og Guðmundur Jó- hannsson framkvæmdastjóri þess frá upphafi og hafa þeir unnið mikið og óeigingjarnt starf sem alkunnugt er orðið. Jónas Guðmundsson sagði í stuttu viðtali við Vísi f morg- un að ástæðan til þess að ríkið tæki nú við rekstri hjúkrunar- stöðvarinnar væri fyrst og Framh. á bls. 3.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.