Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 1
 Landsfundur Sjálfstæiisflokksins 1963 Fóstudagur 26. apr'il 1963 BLAÐ II. Setning Landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1963. Formaður flokksins Bjarni Benediktsson í ræðustóL Starf núverandi ríkisstjómar ár- angursríkara en nokkurrar annarrar Aðalverkefni síðasta landsfund ar var að setja flokknum nýjar skipulagsreglur. Síðan hefur mik- ið starf verið unnið til að koma þessum reglum í framkvæmd. Fjöldi nýrra flokksfélaga hefur verið stofnaður víðs vegar um iand og fulltrúa- og kjördæma- ráð kosin. Enginn efi er á, að skipulag flokksins er nú öruggara og nær til fleiri fylgismanna hans en nokkru sinni fyrr. Fram- kvæmdarstjóri flokksins, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, hef- ur unnið ósleitilega að því að treysta á þennan veg rammann um starf okkar. Vil ég hér með þakka honum dugnað hans og árvekni. Að sjálfsögðu hafa margir fleiri lagt hér hönd að verki, enda er allt undir því kom- ið, að flokksmenn láti ekki skipu- lagsreglurnar verða dauðan bók- staf, heldur hvatningu til lifandi starfs og sfvakandi áhuga. Síðan ræddi Bjarni Benedikts- son nokkuð um framkvæmd hinna nýju skipulagsreglna. Gat hann þess að nú væri eldraunin eftir. Allir Sjálfstæðismenn von- uðust til þess að hið nýja skipu- lag reyndist flokknum sá styrk- ur í kosningunum, sem því. er fyrirhugaður. Samhent ríkisstjóm. Ólafur Thors forsætisráðherra mun nú á eftir gera grein fyrir störfum ríkisstjórnarinnar. Skal ég því ekki rekja þau en að sjálf- sögðu verður dómur manna um flokkinn nú mjög háður því, hvernig þeir telja, að ríkis- stjórninni hafi til tekizt. Þessi ríkisstjórn er að vísu samsteypu- stjórn svo sem hér á landi hefur lengst af tíðkast og flokkaskipan þjóðarinnar hefur leitt til. Sam- starfsflokkarnir nú eru auðvitað ekki sammála um allt. Sjálfstæð- isflokkurinn er fyrst og fremst málsvari einkaframtaks ien Al- þýðuflokkurinn ríkisforsjá. En báðir hafa lært af reynslunni. Sjálfstæðismenn skilja, að án margháttaðra rfkisafskipta og samhjálpar kann einstaklings- framtak að leiða til öngþveitis. Alþýðuflokkurinn viðurkennir, að án afreka einkaframtaksins verð- ur ríkið máttvana og ófært til aðstoðar og forsjár. En nú sem fyrr, mundi auð- velt að finna deiluefni og magna þau, ef vilji væri fyrir hendi. Ræða Bjarna Benediktssonar formanns Sjálf stæðisflokksins við setningu landsfundar 1 .. ....... mm—mmm—nmm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.