Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 6
18 V í SIR . Föstudagur 26. aprfl 1963-, ; u - !; m Ólafur Thors forsætisráöherra flytur ræöu sfna á Landsfundi í gærkvöldi. Við munum þjónustu veitu þjóðinni dyggu og djuríu forystu Mér hefur verið nokkur vandi á höndum, er ég þurfti að velja -mér yrkisefni hér í kvöld. Segja má, að eðlilegast væri að nú, þegar aö kosningum dregur, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn ásamt með Alþýðuflokknum hefur stjðrnað landinu allt kjörtímabil- ið, segði ég hér sögu viðreisnar- innar f stórum dráttum. Og vissulega er frá mörgu merku að segja um það sem var, þegar við tókum við, allt það, sem við höfum aðhafzt og loks hvað við hyggjumst fyrir, ef þjóðin felur okkur forystuna að nýju. Ég játa, að mig langar til að þessi saga verði samin og skráð af einhverjum þeim, sem öllum hnútum eru kunnugastir. Ég geri mér vonir um, að hún verði ein- hvem tíma talin ekki ómerk. En hvað sem því lfður — f kvöld er ekki staður né stund til að segja hana vegna þess að aðeins er vika umliðin frá því margir merk ustu þættimir voru raktir í út- varpsumræðunum frá Alþingi. Ég mun þvf nú láta nægja að stikla aðeins á því stærsta, um leið og ég vfsa til málflutnings okkar við eldhúsumræðurnar, en þær ræður hafa nú verið birtar í blðð um flokksins. Bið ég menn að afsaka, að auðvitað verður þó ekki komizt hjá endurtekningum, þegar talað er um sömu atburði. Strax og viðreisnarstjórnin tók við völdum, lét hún fram fara úttekt á búi vinstri stjórnarinn- ar. Gerði ég þeirri úttekt nokkur skil f eldhúsdagsræðunni, er ég flutti frá Alþingi hinn 17. þ. m. Tel ég þar um svo mikilsvert mál að ræða, sem auk þess varð- andi aðalatriðið hefur allt of sjaldan verið skýrt til fullnustu af okkar hálfu, að mér þykir á- stæða til að taka hér upp það, sem þetta áhrærir í nefndri ræðu, einnig vegna þess að ég held að mér takist ekki að segja það, sem segja þarf í styttra máli. Dómur Hermanns 1958: Verðbólgu aldan er skollin yfir. í ræðunni segir: Sú rannsókn, sem viðreisnar- stjómin lét fram fara strax eftir valdatökuna, leiddi f ljós svo að ekki varð um villzt, að arfleifð vinstri stjórnarinnar var miklu uggvænlegri en menn höfðu gert sér grein fyrir, svo að ekkert blasti við annað en glundroði innanlands og greiðsluþrot út á við, ef ekki yrði fast og rögg- samlega f taumana tekið. □ öllum varð ljóst, að við svo búið mátti ekki standa. En hvað átti nú til bragðs að taka? Dæmið okkar Aðeins tvær leiðir hafa verið taldar koma til greina. Stjórnarandstaðan, einkum Framsóknarmenn, hefur haldið því fram, að auðveldast hefði vérið að búa áfram við falskt gengi og útflutningsuppbætur. Þeir vita þó, að þetta var úti- lokað. Einhvers staðar varð að fá peninga í uppbæturnar og hafði það verið gert með tollum á innflutningsvöruna, sem runnu til útflutningssjóðs. En nú var löngu komið í Ijós, að því fór svo fjarri, að þessar tolltekjur útflutningssjóðs nægðu til að standa undir útflutningsuppbót- uniun, að tekjur sjóðsins námu minna en 4 krónum af hverjum 5, sem honum bar að greiða. Þannig myndaðist halli, er nam meiru en 1/5 af andvirði útflutn- ingsins. Reynt hafði verið í tvö ár f röð að bæta úr þessu með þv{ að auka innflutning á lúxus- vörunum, sem voru tollhæstar, til þess með þvf að hækka tekj- ur útflutningssjóðsins og jafna hallann. Þetta var auðvitað neyð- arúrræði, sem auk þess mistókst einfaldlega vegna þess að fólkið vildi ekki kaupa nægilega mikið af rándýrum óþarfanum. Þar við bættist, að þessi óheilbrigða stefna varð að byggjast á er- lendum lánum, en frumskilyrðið fyrir þvf, að erlend lán fengjust var einmitt, að algjörlega yrði breytt um stefnu. Kerfi, sem byggist á lántökum, sem ekki voru fáanlegar nema gjörbreytt yrði um kerfi, bar dauðameinið undir hjartarótunum og var því sjálfdautt. Það sjá allir. Um þetta þarf ekki frekar að ræða. Gengisfall eini möguleikinn. Eftir stóð þá sá eini möguleiki, að gerbreyta um stefnu, viður- kenna rétt gengi krónunnar, en afnema uppbæturnar. Sá vandi, sem nú tók við, var að ákveða rétt gengi þeirrar vinstri stjórnar krónu, sem við- reisnarstjómin tók við — að taka út vinstri krónuna, — ef svo mætti segja. Til þessa vandaverks voru vald ir hinir hæfustu innlendu og er- lendu sérfræðingar, sem völ var á. Er skemmst frá að segja, að eftir að þeir höfðu framkvæmt ýtarlegar rannsóknir urðu þeir allir sammála og gerðu því sam- eiginlega tillögu til stjórnarinn- ar. Það er eftirtektarvert, að sér- fræðingamir mátu krónuna tals- vert minna virði en stjómin eftir atvikum taldi rétt að fallast á. Vildu þeir hafa 40 eða helzt 42 kr. f bandarfskum dollar. Stjórn- in ákvað 38 krónur. Gerði hún sér þó auðvitað ljóst, að var- færnara var að meta krónuna lægra, eða eins og sérfræðing- arnir ráðlögðu. Með því var hætt an á nýju krónufalli, ef eitthvað gekk úr skorðum, minni. Höfuð- sjónarmið okkar voru hins vegar þau, að vart væri þess að vænta, að skráð gengi krónunnar yrði bráðlega hækkað aftur, þótt eitt- hvað batnaði í ári. Væri því rétt- mætt að tefla nokkuð á tvær hættur, til þess að halda krón- unni uppi. Auk þess vildi stjóm- in halda vísitölunni f skefjum af fremsta megni, en vitað var, að hún hækkaði um eitt stig fyrir hverja krónu, sem dollarinn hækkaði um. Og loks bættist það við, að stjórnin lagði höfuðá- herzlu á, að auðsannað væri, að ekki hefði verið hallað á vinstri stjórnina við úttekt á búi hennar, svo ekki gæti leikið á tveim tungum, hver ábyrgð bæri á þeim verðhækkunum, sem í kjölfarið hlutu að sigla. Hér er því um ekkert að vill- ast. Viðreisnarstjórnin lét skrá krónu vinstri stjómarinnar mikið hærri en sérfræðingarnir töldu hyggilegt eða jafnvel verjanlegt. Enginn getur því með rökum vé- fengt, að það er vinstri stjómin, en ekki viðreisnarstjórnin, sem veldur þeim verðhækkunum, sem nú em á orðnar og sem ere af- leiðing af sæmilega réttri skrá- setningu vinstri stjómar krón- unnar í febrúar 1960. Varðandi síðari skrásetninguna f ágúst 1961 er það að segja, að enn valda þeir sömu og fyrr. Þar voru enn að verki Framsóknar- menn og kommúnistar. Svik’asamningar. Fram að þeim tima hafði verið föst venja, að yinnumálasamband S.l.S. og Vinnuveitendasamband íslands kæmu fram sem ein heild í samningum við Alþýðusamband íslands eða einstök verkalýðsfé- lög. En vorið 1961 skar S.Í.S. sig allt f einu út úr, gerði sér- samning við kommúnista um kauphækkanir og neyddi með því aðra atvinnurekendur til þess að fylgja í kjölfarið. Námu kaup- hækkanirnar frá 13—19%. Með þessu var nýtt gengisfall ákveð- okkur af verkum og fyrirætlunum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.