Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Föstudagur 26. apríl 1963. 27 Stjórnarandstaðan kjarklaus. Af öllu því, er ég nú hefi nefnt og mörgu fleiru stafar það, að stjórnarandstaðan hefur misst kjarkinn. Kommúnistar reyna þó enn að halda sig við sama hey- garðshomið, í trgusti þess að enn eigi Rússar ítök og úrhrök á Is- landi. Framsókn aftur á móti er uppgefin, enda þótt enn sé reynt að bera sig borginmannlega. Að þetta sé rétt, að Framsókn treystist ekki til að berjast til sigurs gegn viðreisninni, má af mörgu marka, en þó hygg ég af engu eins og ritum þeirra og ræðum um Efnahagsbandalagið. Skal ég nú vikja nokkru nánar að því, því að enda þótt flestir telji nú málið úr sögunni í fyrir- sjáanlegri framtíð, skiptir það engu máli um vítavert athæfi Framsóknar. Fyrir nokkrum mánuðum gerð ust þau athyglisverðu tíðindi l íslenzkum stjómmálum, að Fram sókn snögglega tók upp nýtt bar áttumál og þokaði því smátt og smátt fram fyrir öll hin eldri. Á ég hér, svo sem allir munu skilja, við afstöðuna til Efnahagsbanda- lagsins og tilraunir Framsóknar- flokksins til að skapa ágreining milli sín og stjórnarflokkanna um þetta viðkvæma mál og færa þar með kosningabaráttuna yfir á vettvang utanríkismálanna. Nú játa ég að sönnu, að Fram- sókn hefur áður gerzt ber að slíku glapræði, svo sem 1956, er hún ákvað að reka vamarliðið úr landi, en féll svo frá því fyrir fébætur, eða svo annað dæmi sé nefnt, þegar Framsóknarflokkur- inn var nærri búinn að eyðileggja vígstöðu íslendinga í landhelgis- málinu, til þess eins að missa ekki bægifót kommúnistanna imd an hásæti Hermanns Jónassonar. Og enn eru um þetta fleiri dæmi. En þrátt fyrir þessa fortíð Fram- sóknarflokksins vilja menn helzt ekki trúa því, að Framsóknar- menn.leiki nú enn sama gráa leik inn og leita því að einhverri eðli- legri skýringu á athæfi þeirra. Framsókn staðin að verki. Við skulum taka þátt í þessari leit. Þegar Framsókn rauf samstöð- una, lá þetta fyrir: 1. Allir lýðræðisflokkarnir voru á einu máli um, að yrði stofnað til víðtæks efnahags- bandalags- innan Evrópu — en um það hvort svo yrði, gætu ís- lendingar engu ráðið — myndi íslendingum það mikið hagsmuna mál að verða aðnjótandi þeirra fríðinda, sem fylgdu tengslum við það í einu eða öðru formi. 2. Að þessi fríðindi gætu Is- lendingar þó ekki keypt því verði að heimila erlendum þjóðum bein an eða óbeinan aðgang að fisk- veiðalandhelginni né heldur frjálsan rétt til fjárfestingar eða atvinnu. 3. Að af þessari veiku að- stöðu íslendinga leiddi, að lýð- ræðisflokkarnir yrðu að forðast allan ágreining um málið, svo að þeir spilltu ekki málstað þjóð arinnar. Það var einmitt sameiginlegur skilningur stjórnarflokkanna og Framsóknar á mikilvægi málsins og nauðsyn á einingu lýðræðis- flokkanna, sem því olli, að þrátt fyrir allan ágreining um innan- ríkismálin, tóku allir þrir flokk- amir, á frumstigi málsins, hönd- um saman um að freista þess að tryggja hagsmuni Islendinga með sameiginlegu átaki. Því er það, að þrátt fyrir flekk aða fortíð Framsóknar fylltust menn undrun, er flokkurinn allt I einu skar sig út úr, afneitaði fortíð sinni, fór með bein ósann- indi um skoðanir og afstöðu stjómarflokkanna til málsins, en hóf síðan ádeilur og beinar árásir á þá út af þessum upplognu sök- um. Og nú spyrja menn: Hvers vegna gerir Framsókn þetta? Hvernig stendur á því, að Framsókn skuli allt I einu í upp- hafi kosningabaráttunnar bera þetta vandmeðfarna utanrlkismál á kosningabálið? Stefna Sjálfstæðis- flokksins. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur nú I útvarpsræðu frá Alþingi hinn 18. þ. m. sannað, svart á hvltu, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá öndverðu kveðið skýrt á um það, að hann myndi aldrei und- irgangast neina þá kosti I þessu máli, sem þjóðinni gætu reynzt skaðlegir. Er engu þar við bæt- andi. Skjöldur okkar er hreinn, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn fyrr og síðar verið oddviti I frelsisbaráttu þjóðarinnar og jafnan vökulu auga verið á verði og gætt þess, að engum haldist uppi að fara gálauslega með fjör- egg þjóðarinnar. Veit ég að I þessum efnum nýtur Sjálfstæðisflokkurinn lang mests trausts íslenzku stjórnmála flokkanna, trausts, sem nær langt út yfir flokksfylgið. Frá því sjónarmiði er með öllu óþarft að fara um þetta mál fleiri orðum. Þó skal það gert, vegna þess að öll hegðan Fram- sóknarflokksins I því er stórlega vítaverð og er fullkomlega mak- legt, að honum sé refsað fyrir at- hæfið með því að afhjúpa hann, úr þvl friðurinn hvort eð er, er farinn út um þúfur. Út af fyrir sig ber það hvorki vott mikillar ábyrgðartilfinning- ar né skynsemi og ekki heldur um góðan ásetning að gera upp á milli tveggja -kostá áður upp- Iýst ér, hvað' félst I hVorum um sig. En þetta er það, sem Fram- sókn hefur gert og afsakar sig með þvl, að aukaaðild verði bana biti íslendinga og því komi tolla- leiðin ein til greina. Ég staðhæfi að þetta sé sagt gegn betri vitund, meðan enginn veit til fulls hvað I aukaaðild felst, og sé ekkert annað en kosn ingablekking. Framsókn viti enn ekki fremur en aðrir, hvað auka- aðild sé og vilji þvl I raun og veru rétt eins og stjórnarflokk- arnir fá úr þvl skorið áður en valið er. Andstaðan svona út I bláinn sé ekkert nema veikvbna tilraun til að skapa sér sérstöðu I kosningunum sem eins konar llfvörður þjóðfrelsisins. Það yrði of langt mál að telja hér upp öll þau rök, er sýna og sanna, að Framsóknarflokkurinn talar nú algjörlega gegn betri vit und I þessu máli. Þess er heldur ekki þörf vegna þess að skjal- fest er traust Framsóknarmanna á þeirri aukaaðild, sem þeir nú látast fordæma. Réttur settur. Við skulum setja rétt og leiða vitni: Fyrstur mætir formaður flokks ins, Eysteinn Jónsson. Áminntur um sannsögli, aðspurður um álit hans á aukaaðild og aðþrengdur viðurkennir hann, að á ráðstefnu Frjálsrar menningar, sem haldin var I Reykjavík 27. janúar I fyrra, hafi hann mænt vonarauga til þessarar aukaaðildar, samkvæmt 238. gr. Rómarsáttmálans og lýst sínum allra innsta manni rheð þessum orðum: „Ég vil ekki trúa því, að þetta mál liggi að lokum þannig fyrir, að um tvennt verði að ræða fyrir íslendinga: að ganga undir á- kvæði I þessum efnum, sem er ómögulegt fyrir litla þjóð að ganga undir, eða hrekjast alveg úr öllum tengslum við þessi lönd. Ég held þvert á móti, að 238. grein I Rómarsáttmálanum sé sett þar inn til þess að þau lönd þurfi ekki að slitna úr tengsl um, sem ekki geta gengið inn á grundvallaratriði Rómarsamn- ingsins“. Þetta er vitnisburður Eysteins Jónssonar. í fyrra setur hann allt sitt traust á aukaaðildina sam- kvæmt 238. gr. Rómarsáttmál- ans. Nú afneitar hann þeim djöfli og ákærir þá fyrir land- ráð, sem rétt aðeins vilja athuga betur þetta átrúnaðargoð Ey- steins frá I fyrra, áður en þeir varpa því fyrir róða og slást að nýju I för með Eysteini, sem nú öslar I þveröfuga átt, I leit að kjörfylgi. Án efa er óþarft að leiða fleiri vitni um óheilindi Framsóknar úr þvl framburður formannsins er svona ótvlræður. Samt þykir rétt að lofa rit- ara flokksins, Helga Bergs, fram- kvæmdarstjóra, að segja sína skoðun. Hann vitnaði á sömu sam- kundu og formaðurinn, á þessa leið: „Ef til vill liggur lausn þessa vanda falin I Rómarsáttmálanum sjálfum. Samkvæmt 238. grein hans er einmitt gert ráð fyrir þvl, að þjóðir, sem ekki treyst- ust til að taka á sig skuldbind- ingar sáttmálans, en vilja tengja viðskiptalíf sitt bandalaginu, geti gert sérsamninga við það ... En ætti ég að lýsa skoðun minni á þvl, eins og hún er á þessu stigi málsins, væri hún á þá leið, að okkur bæri að biða, a. m. k. þangað til sýnt þykir, að samningar Breta og Dana við bandalagið tækjust og Norðmenn hafa sótt um aðild eða tengsl, og þegar svo væri komið að óbreytt- um öðrum ástæðum, þá bæri okk- ur að kanna möguleika á samn- ingi um tengsl samkvæmt 238. gréininni“. Formanni og ritara Framsókn- arflokksins ber þannig ekkert á milli. Báðir setja allt sitt traust á aukaaðildina, samkvæmt 238. gr. Rómarsáttmálans. Loks er rétt, að Tíminn sé dreg inn fyrir dómstólinn. Hann vitn- aði I fyrra á þessa leið: „Hinu er svo ekki að neita, að þvl geta fylgt verulegar tor- færur, ef við höfum ekkert sam- starf og engin tengsl við banda- lagið. Jafnvel þótt við reiknum með því, að vinaþjóðir okkar, sem eru I bandalaginu, beiti okk- ur ekki viðskiptaþvingunum, ættum við samt á hættu að drag ast út úr þeirri eðlilegu þróun, sem nú er að verða á samstarfi vestrænna þjóða. Þess vegna er eðlllegt, að við leitum eftir að hafa gott samstarf við banda- lagið, t. d. með þvl að tengjast við það á þann hátt, sem banda- lagssáttmálinn ætlast til, að hægt sé fyrir þjóðir, sem ekki telja sig hafa aðstöðu til að verða beinir aðilar. Þetta er sú leið, sem Grikkir hafa valið og Svíar og Svisslendingar og Austur- ríkismenn ætla sér að fara“. Eins og öllum er kunnugt, er það aukaaðildin, sem allar þessar þjóðir hafa kosið. Formaðurinn, ritarinn, blaðið. Allt einn hósíannasöngur til lofs þeirri aukaaðild, sem sama þrenn ing nú fordæmir. Hér þarf því ekki frekar vitn- anna við. Það er sannað með eigin orð- um þessara manna, að þeir hafa haft tröllatrú á aukaaðild sam- kvæmt 238. gr. Rómarsamnings- ins, og byggt allar sínar vonir á henni, enda þótt þeir hafi ekki fremur en stjórnarflokkarnir kveðið upp úr um, hvort rétt væri á því stigi málsins að velja endanlega aukaaðild, en hafna öllum öðrum leiðum, sem heldur ekki þá fremur en nú var rétt að gera, meðan málið liggur ekki ljósara fyrir. En, segja menn, er þá ekki hugsanlegt, að Framsókn hafi snú izt gegn aukaaðildinni vegna ein- hverra nýrra upplýsinga I mál- inu. Nei, um aukaaðild vitum við ekkert meira I dag en við viss- um, þegar Framsókn var að vitna um ágæti hennar 27. janúar. En enda þótt menn vildu gera hlut Framsóknar sem beztan og reyndu þvi að gera þvl skóna, að nýjar upplýsingar hefðu komið fram, sem tefldu aukaaðildinni úr leik, sjá menn, er þeir hug- leiða málið, að um ekkert slíkt getur verið að ræða, beinlínis vegna þess að ef Framsókn I raun og veru hefði snúizt gegn aukaaðildinni af nýjum málefna- legum ástæðum, hlaut flokkurinn að gera ráð fyrir að auðið myndi að sannfæra stjórnarflokkana og þá auðvitað freistað þess, en haldið samfylgd á meðan. Þannig hlaut sérhver samvizkusamur að- ili, sem skildi nauðsyn einingar- innar, að halda á málinu. Þetta gerði Framsóknarflokk- urinn ekki einfaldlega vegna þess að ekkert nýtt hafði fram komið, en auk þess var tilgangurinn ekki lengur sá, að skapa samstöðu, heldur þvert á móti rjúfa sam- stöðu, til þess að reyna að skapa sjálfum sér sérstöðu I þeirri fölsku von að með þvl bætti hann vlgstöðu sína I kosningun- um, á kostnað þjóðarhagsmuna. Það er þannig óumdeilanleg staðreynd, að hér liggur fyrir ásetningssynd. Fyrir þetta er til- gangslaust að þræta. Örvinglan og óheiðarleiki Framsóknar. Fyrir þvl spyrja nú margir kjós endur Framsóknar: Hvernig stendur á þvl, að for- ingjar. okkar leika okkur svona grátt? Hvað er það, sem því veldur, að þeir skuli hætta á að ganga svona algjörlega I berhögg við fortíð slna, sannleikann og þörf þjóðarinnar fyrir heiðarlegt sam- starf lýðræðisflokkanna I máli, sem, þegar þessi afbrot voru framin, var ætlað að verða myndi eitt mesta hagsmunamál þjóðar- innar? Og þannig spyrja fleiri en Framsóknarkjósendur. Þannig spyr þjóðin. Við þessu er ekki til nema eitt svar, þetta: Framsóknarflokkurinn er lang- þreyttur á valda- og áhrifaleys- inu. Hann óttast auk þess um framtíðina, takist honum ekki að rjúfa fimm ára einangrunina. Honum er orðið ljóst, að þjóðin fagnar þeim straumhvörfum, sem viðreisnarstjórnin hefir valdið á mörgum þýðingarmestu sviðum þjóðlífsins. Hann gerir sér grein fyrir því, að óðum vex skilning- ur þjóðarinnar á því, að það sé ekki viðreisnarstjórnin, heldur sú verðlitla vinstri-stjórnar-króna, sem hún tók við, sem valdi hin- um óhugnanlegu verðhækkunum, sem á eru orðnar. Hann veit, að þegar svo er komið er vonlaust, að berjast gegn sjálfri viðreisn- inni. Það er þegar þessi sannleikur rennur upp fyrir Framsóknar- mönnum, að þeir missa jafnvæg- ið og dómgreindina. Ekkert skal ógert látið, er aukið geti fylgi þeirra, I þeirri von að þeim tak- ist að þrengja sér inn í stjórnina með Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkn um. Fyrir því skulu nú línur þeirra lagðar, þar sem líklegast sé til fanga og því beitt, sem þeir rauðu helzt gleypi. Frá þeim geti verið liðs að vænta, en einskis frá stjórnarliðinu. Sama sé hvaðan gott kemur og þá aldrei of dýru verði keypt. Um þetta er aðeins tvennt að segja. Fyrst það, að varlega sl^yldi Framsókn treysta því, að henni bættust fleiri atkvæði frá þeim rauðu, jafnvel þótt ginið yrði við tálbeitunni, en sem jafn- gildi þeim atkvæðamissi vitibor- inna Framsóknarkjósenda, sem ekki vilja þola foringjunum önn- ur eins bellibrögð og þeir nú hafa reynt að beita. Hitt annað er, að I þessu ótút- lega áhættuspili Framsóknarleið- toganna felst játning þeirra og uppgjöf og fullkomið vonleysi um að geta ráðið niðurlögum við- reisnarinnar, sem þeir þó hafa vanvirt og hlaðið óhróðri svo út yfir tekur. Ég endurtek. Það dregur ekkert úr sök Fram sóknar að nú er svo komið, að telja má nokkurn veginn víst að þetta mál sé úr sögunni um fyr- irsjáanlega framtíð a .m. k. I sama eða svipuðu formi og áð- ur var ætlað. Ég læt menn um að velja þessu atferli Framsóknar heiti. í máli sem vel gat orðið eitt hið afdrifa- ríkasta sem að dyrum þjóðar- innar hefir borið árum eða ára- tugum saman og lagði því þung- ar skyldur á herðar öllum lýð- ræðisöflum þjóðarinnar, rífur Framsókn samstarf lýðræðisflokk anna að tilefnislausu og fer með helber ósannindi á hina lýðræðis- flokkana, sem þeir voru og I hjarta sínu eru sammála, hrein landráð. Þetta athæfi á sér ekki mörg fordæmi I stjórnmálasögu Islendinga. Svo er fyrir þakk- andi. □ í hverju felst viðreisnin? j' Ég ætla þá I sem styztu máli að lýsa viðreisnarstefnunni I efna hags- og fjármálum og jafnframt að sýna fram á hvílfk vá er fyrir dyrum, ef horfið væri frá við- reisnarstefnunni og tekin upp stefna stjórnarandstæðinga. Aðalmarkmið stefnunnar I pen- ingamálunum á undanförnum ár- um hefir verið að skapa jafnvægi I efnahagslífi landsins inn á við og út á við og efla gjaldeyris- forðann. Jafnframt hefir verið • lögð á það áherzla, að þetta mark mið næðist án þess að rekstrar- örðugleikar sköpuðust hjá fyrir- tækjum og án þess að atvinna minnkaði. Til að framkvæma þessa stefnu hefir verið beitt nokkurri tak- mörkum á endurkaupum Seðla- bankans á afurðavlxlum frá því sem áður var, bindingu hluta af innlánaaukningu banka og spari- sjóða I Seðlabankanum og hækk- un vaxta á innlánum og útlánum. Þessi stefna í peningamálun- um ásamt aðgerðum á öðrum sviðum efnahagsmála hefir leitt til þess, að sparnaður hefir auk- izt mikið og hluti þessa sparn- aðar hefir verið lagður inn í Seðlabankann, vegna bindingár- innar og frjálsra aðgerða bank- anna sjálfra. Þetta hefir svo aft- ur gert Seðlabankanum kleift að auka gjaldeyrisforðann. Þannig hefir stefnan í peningamálum ver ið ein helzta stoðin undir þeim árangri, sem náðst hefir I því að bæta stöðu landsins út á við. Viðhorfin í efnahagsmálunum hafa breytzt verulega á undan- förnum mánuðum. Gjaldeyrisforð inn er orðinn það mikill, að ekki er ástæða til þess að jleggja sömu áherzlu á aukningu ljans eins og áður. Mikil hækkun hefir orðið á tekjum manna, bæði vegna auk inna aflabragða og hækkunar launa. Þetta hefir leitt af sér verulega aukningu neyzlu. Jafn- framt hafa framkvæmdir aukizt Framh. á bls. 22.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.