Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 2
14 V í S IR . Föstudagur 26. apríl 1963. Bjarni Benediktsson dónismáiaráðherra og kona hans frú Sigríður Björnssdóttir koma til Landsfundarins. Samvinna við aðra er háð þvf, að unnið sé í réttum anda. í þessari rfkisstjórn hefur verið keppt að því að forðast deilur og finna farsæla, sameiginlega lausn þeirra vandamála, sem að hafa steðjað. Að þessu hefur forysta okkar gamalreynda foringja Ólafs Thors mjög stuðlað. Raunar má segja, að í ýmsum fyrri rfkis- stjórnum hafi meira reynt á hans einstöku samningalipurð og miklu mannþekkingu. En því betur hafa frábærir stjórnar- hæfileikar ólafs Thors notið sín nú og hann getað lagt sig allan fram um lausn hinna mörgu málefna, ekki allra auðleystra, sem fram úr hefur þurft að ráða. Vissulega var lítið fagnaðarefni að taka við þjóðarbúinu eins og á stóð við myndun viðreisnar- stjórnarinnar. Vinstri stjórnin flúði sízt að ástæðulausu af hólmi. Vandamálin, sem mjög höfðu magnast fyrir hennar eigin sundrung og úrræðaleysi, voru geigvænleg. Bráðabirgðastjórn Al- þýðuflokksins hafði tekizt að af- stýra hruni, en viðreisnin var eftir og óreynt var, hvort kraftar og samheldni entust til hennar. Á fyrstu mánuðunum mátti sökum gjaldeyrisskorts litlu muna, að unnt væri að afla helztu nauð- synja til Iandsins. Lækkað verðlag sumrar útflutningsvöru og léleg aflabrögð f helztu verstöðvum voru sfzt til uppörvunar. Árangursríkt stjórnarstarf. AUt hefur þetta farið betur en á horfðist og andstæðingarnir spáðu. Gamall þjóðþekktur at- hafnamaður, sem vel man og náið hefur fylgst með öllum helztu at- burðum, er hér á landi hafa gerzt frá þvf að stjómin var flutt inn í landið, sagði nýlega, að núver- andi stjórn væri hin bezta, sem hér hefði setið. Þetta er mikið lof úr munni manns, sem mælir af yfirsýn mikils aldurs og aldrei seg ir annað en það, sem honum býr f brjósti. Sagan ein fær úr því skorið, hvort þetta eru sannmæli eða ekki. Hitt segi ég hiklaust af eigin raun, eftir að hafa starfað í 5 ríkisstjórnum og náið kynnst störfum margra annarra, að það hefur verið árangursrfkara að starfa, í þessari en nokkurri ann- arri, ekki vegna þess að viðfangs efnin væru auðveldari en áður, heldur af hinu, að vinnubrögð eru öll önnur. Stórnin hefur verið samhent og stuðst við -samhentan meirhluta á Alþingi, hvert málefni hefur verið metið eftir eðli sjálfs sín og reynt hefur verið að leysa vandamálin án þess að nota þau samstarfsaðilanum til óþurftar, en undanbragðalaust unnið að því að ná umsömdum markmið- um. Jafnvel stjórnarandstæðingar býsnast yfir öllum þeim fjölda um bótamála, sem flutt hafa verið af ríkisstjóminni. Ein af skýringun- um á því, að undirbúningi þeirra hefur verið hægt að koma í verk, er sú, að stjórninni hefur að und- anförnu gefizt-tími til að sinna eiginlegum stjórnarstörfum. Áður fyrr þurftu ríkisstjórnir um langt árabil stöðugt að sitja yfir þjóðarbúinu til að forða því frá gjaldþroti og var þó stundum öllu líkara að verið væri að ráðstafa reitum gjaldþrota óreiðumanns. Tími ráðherranna fór í að ákveða uppbætur handa þessum eða hin- um og finna ráð, til að skrapa saman peninga til að geta greitt það, sem óhjákvæmilegt var talið tíl að halda helztu atvinnuvegum þjóðarinnar gangandi. Svo að ekki sé minnzt á áramótin, þegar vikur eða mánuðir fóru í að hlusta á kröfur hvaðanæva, kaupslaga inn byrðis um á hvað væri hægt að fallast, þvarga við kröfugerðar- menn og leita loks á náðir banka- stjóra um hjálp til að halda öllu á floti enn um skeið. Með heil- brigðri efnahagsmálastefnu hefur tekizt að eyða öllum þessum ó- fögnuði, svo að nú er unnt að gefa sig að lausn margháttaðra framfaramála. Auðvitað viðurkennum við, að forsjónin hefur verið okkur hlið- holl. Hækkandi verðlag og góður afli hin síðari misseri hafa gert okkur stjórnina miklu auðveldari en ella. En hvorugt þetta dugði 1958. Þá var það sundurlyndis- fjandinn, sem nær hafði togað þjóðarskútuna niður í sextugt djúp. Enginn skyldi ætla, að þessi fjandi væri enn að velli lagður, þó að hann eigi ekki Iengur sitt höfuðból í sjálfu Stjómarráðinu. Nú reynir á, hvort menn vilja láta hann á ný hefja innreið slna þangað. Viðreisnarstjómin er fyrsta samsteypustjórnin, sem setið hefur heilt kjörtímabil án þess að til meiriháttar klofnings stuðningsflokka hennar komi. Ég efast ekki um, að Landsfundurinn æski þess, að stjórnarsamstarfinu verði haldið áfram á sama veg og þvílíkri ósk hefur þegar verið lýst af hálfu Alþýðufl. Þá er það undir ákvörðun kjósenda kom ið, hvort hér helst skaplegt stjórn arfar eða sundrung og glundroði eiga að ráða ríkjum. Framsókn sækist eftir stöðvunarvaldi. Vegna deildarskipunar Alþingis mega stjórnarflokkarnir elcki fá færri en 32 þingmenn kosna til þess að hafa fullt vald yfir með- ferð mála á þingi og geta komið fram nauðsynlegri löggjöf. Á sama veg þurfa stjórnarandstæð- ingar að fá 32 menn til þess að tryggja völd sín. Allir, stjórnar- andstæðingar jafnt og aðrir, viður kenna, að vonlaust sé, að þeir fái meirihluta á Alþingi, hvað þá þann aukna meirihluta, sem þarf til þess að þeir geti komið fram sínum stefnumálum, ef þau eru þá nokkur, er þeir geta komið sér saman um. Kommúnistar sækja raunar fast á Framsókn til samstarfs. En svör Framsóknar eru dræm. Fyrir utan orðaskvaldur er lítið út úr henni að fá annað en hún sækist eftir stöðvunarvaldi. Keppikefli hennar er, að stjórnarflokkarnir fái ekki fleiri en 31 þingmann kosna. En fari svo mundi skapast sjálfhelda, sem ekki er sýnt, hvernig unnt yrði að rjúfa. Menn greinir á um, hverri stefnu beri að fylgja. Þó að ósamkomulagið sé illt, er stefnuleysið samt enn þá verra, ef engin ákvörðun er tekin og allt látið reka á reiðanum. Ekkert hefur reýnst lýðræðinu hættu- legra eða fremur stuðlað að veikl- un þess og hruni, þár sem verst hefur farið. En skiptir lýðræði og hollir stjórnarhættir svo miklu máli sem yið stjórnmálamennirnir viljum vera láta? Ber vafstur okkar og umstang yfirleitt tilætl- aðan árangur? Eða eru það önn- ur öfl, sem úrslitum ráða? Víst verðum við að játa, að orsakakeðjan er margslungin og oft verður ekki í fljótu bragði séð, hvað úrslitum ræður. Öruggt er þó, að umhverfi og mannshug- ur hafa gagnverkandi áhrif. Þéttbýlið uppspretta nýs landnáms. Lltum á Iandið, sem okkur hefur alið. Fram undir síðustu aldamót hafði íslandi stórum hnignað frá landnámstið, ekki einungis vegna versnandi veður- fars um langan aldur, heldur einnig sökum þess, að landsmenn skorti afl og þekkingu til að nýta það. Eftir því, sem landinu hnignaði dofnaði yfi'r dug fólks- ins, þó að áfram væri seiglast. En þegar þjóðin öðlaðist frelsi á ný snerist seiglan I framtak og áræði. Nýtt landnám var hafið, landnám, sem kappsamlegar hef- ur verið að unnið á okkar dögum en nokkru sinni fyrr. Að vísu hefur byggðin víða færzt saman og strjálbýlið á í vök að verjast. En þéttbýlið er uppspretta þess afls, sem þarf til, að hið nýja landnám nái til allra landsins byggða. Ræktun, vegir, brýr, hafnir, flugvellir, nýtlzku hús, og farkostur á landi, í lofti og á legi, notkun fossafls og jarðhita að ógleymdri friðun fiskimið- anna, hafa gert ísland að öðru og betra landi, gert auðveldara að Iifa hér, bætt lífskjörin flestu öðru fremur. Undirrót alls, sem á hefur unn- izt, er, að fólkið hefur fengið frelsi til að njóta manndáðar sinnar. Þrek þjóðarinnar, áræði, vinnusemi og vaxandi þekking hefur skipt sköpum fyrir ísland. Án frjálsræðis, framtaks og þekkingar er ísland lítt byggilegt, jafnvel við batnandi veðurfar eins og verið hefur síðústu ára- tugi. En þjóðin er nú einnig miklu betur en nokkur sinni fyrr undir það búin að sigrast á ó- blíðu veðurfari. Mannshugurinn hefur orðið ofan á, lætur ekki lengur hið mikilfenglega en erfiða land bera sig ofurliði. Aukið frelsi þjóðarinnar og að síðustu fullt sjálfstéeði, hag- kvæm samskipti og samvinna við aðrar þjóðir, framtak ótalmargra einstaklinga og margháttuð sam- tök almennings, og síðast en ekki slzt tækniþróun og aukin þekk- ing I flestum greinum, allt á þetta hlut I þeim sigri, sem unn- ist hefur. Aðalstefnumál Sjálfstæðisflokksins. Sigurinn er engum einum að þakka. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar lagt sitt af mörkum. Við stofnun hans fyrir 34 árum var lýst yfir því, að aðalstefnu- mál flokksins væri þessi. „1) Að vinna að því og undir- búa það, að ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstímabil sambands- laganna er á enda. 2) Að vinna I innanlandsmál- um að vlðsýnni og þjóðlegri um- bótastefnu á grundvelli einstak- lingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir aug- um“. Lýðveldi er nú fyrir löngu endurreist en að breyttum breyt- anda eru aðalstefnumálin enn hin sömu: Frelsi og manndáð. Auðvitað hefur okkur Sjálf- stæðismenn stundum borið af leið. Við erum ekki fullkomnir fremur en aðrir og oft hefur ver- ið við ramman reip að draga. Við höfum aldrei einir náð meirihluta. Eins og flokkaskipun hefur þróast eru litlar likur til þess, að svo verði í náinni fram- tíð. Þjóðin sýnist hafa ótrú á þvl að fá nokkrum einum manni eða flokki yfirráð. Svo var þegar I okkar gamla þjóðveldi og sár reynsla af erlendu einveldi hef- ur með réttu magnað vantrúna á mikilli sameiningu valds I hverra höndum sem er. Á íslandi vilja menn jafningja en ekki ofjarla. Við Sjálfstæðismenn höfum aldrei sótt eftir völdum til að undiroka aðra, heldur til að koma áhugamálum okkar fram. Þess vegna höfum við ætíð leitast við að fá sem almennastan samhug um þau mál, sem við höfum lagt megináherzlu á. Þar er fremst að minnast fyrra aðalstefnu- málsins, sem lýst var við stofnun flokksins. Við lögðum allt kapp á að sameina þjóðina um endur- reisn lýðveldisins og tókst það að lokum betur en á horfðist um sinn. Einungis örfáir ævintýra- menn einangruðust þar I and- stöðu undir forystu núverandi forseta Alþýðusambands Islands. Ástæðulaust er nú að rekja þá sögu en hollt er að minnast þess, að það var fyrst og fremst Fram- sóknarflokkurinn sem á sínum tíma stöðvaði það, að þingræðis- stjórn yrði mynduð til að Ijúka lýðveldisstofnuninni. Á því at- ferli verður ekki önnur skýring fundin en sú, að úr því að Framsókn bar ekki sjálf gæfu til að hafa forystuna, þá vildu for- ráðamenn hennar hindra, að nokkur annar flokkur hlyti þann heiður. Reynt að skapa samhug um utanríkismál. Á sama veg og okkur Sjálf- stæðismönnum tókst að skapa samhug um lýðveldisstofnunina höfum við ætíð reynt að sam- eina alla lýðræðisflokkana um þjóðholla utanríkisstefnu I fylgd með öðrum lýðræðisþjóðum. Þetta hefur gengið verr en skyldi, fyrst og fremst vegna óhollustu Framsóknarflokksins. Formaður hans reyndi með minnkandi fylgi I sínum eigin flokki, að stöðva gerð Keflavíkursamnings- ins 1946, aðild íslands að Mars- hall-samstarfinu 1948 og aðild fslands að Atlantshafsbandalag- inu 1949. Loks tókst með gerð varnarsamningsins við Bandarík- in 1951 að koma á nokkurn veg- inn heillegu samstarfi allra lýð- ræðisflokkanna um varnir lands- ins, og hélzt það, þar til Fram- sókn enn stöðvaði það f marz 1956. Við minnumst heitorðsins frá því í júnl sama ár um, að varnarliðið skyldi hrakið úr landi, betra væri að vanta brauð en þola hér 'erlendan her. Efndir þess loforðs voru þó stöðvaðar, áður en árið væri liðið, til þess að afla fjár í óstöðvandi lánahlt vinstri stjórnarinnar. Þrátt fyrir þessa dapurlegu reynslu af §töð- ugleik Framsóknar f utanríkis- málum, var þó enn reynt að hafa við hana samstarf um viðbrögð gegn þeim vanda, sem fyrirhuguð stækkun Efnahagsbandalagsins virtist mundu skapa Islandi. En ekki leið á löngu áður en Fram- sókn taldi kosningahagsmuni sína krefjast þess, að einnig það samstarf væri stöðvað og f þess stað reynt að búa til málefna- ágreining í þvf skyni að blekkja svokallaða vinstri-kjósendur til fylgis fram yfir kosningar. Á meðan við fórum með utan- ríkismálin tókst okkur Sjálfstæð- ismönnum að koma á samstarfi allra annara en kommúnista um Iandhelgismál. En sú samvinna var stöðvuð, þegar Framsókn seldi fjöreggið í hendur Lúðvfks Jósefssonar við myndun vinstri stjórnarinnar. Vorið 1958 var enn reynt af hálfu Sjálfstæðis- flokksins að fá Framsókn til að taka málið upp með fyrirhyggju. Þegar það hafði mistekizt, buð- um við síðari hluta sumars at- beina okkar að því, að reyna að hindra, að hernaðarástand skap- aðist á íslandsmiðum. Framsókn stöðvaði þessar tilraunir, og þótt- ist þá sízt af öllu þurfa á sam- vinnu Sjálfstæðismanna að halda. Loks lagði Framsókn sig alla fram um að stöðva aflétting þessa stríðsástands og þar með einn stærsta stjórnmálasigur þjóðarinnar, sem vannst með samningsgerðinni við Breta f marz 1961. Afturhaldssemi og frelsisfjandskapur Framsóknar. Lengi fram eftir reyndi Fram- sókn að stöðva eflingu sjávarút- vegs. Liðið var fram að síðari stríðsárum, þegar menn urðu að sæta ofsóknum af hálfu Fram- sóknar-ráðherra fyrir að afla fiskiskipa til landsins. Það lætur þvf undarlega f eyrum, þegar Framsóknarmenn brigsla okkur nú um það, að við viljum opna landhelgina og ofurselja útlend- ingum íslenzkan sjávarútveg. Jafn fráleitt er það, þegar Framsókn sakar okkur um seina- gang f rafvæðingu landsins. Um það bil, sem Sjálfstæðisflokkur-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.