Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 8
20 — Framsákn bauð Bretum miklu meira sem við nú höfum gert. Er það þjóð okkar til mikils sóma. Þá fagnar margur því, að at- vinnutekjur almennings hafa nú verið gerðar sem næst skatt- frjálsar, og þá einnig því, að bú- ið er að umbylta og moka út ýmsum skaðlegum, karlægum ó- lögum og ósiðum á sviði fjár- málastjórnar ríkisins, og er þar nú ósambæriiega þriflegra um að litast. Þá minni ég á hinar geysi- miklu fyrirgreiðslur til handa öll- um atvinnurekstrí landsmanna, jafnt til sjávar sem sveita. Hef- ur þar hver fengið sitt og þá ekki bændur slzt. Á ég þar við, að nú hefur með ríkisábyrgðinni verið af þeim létt þungum á- hyggjum vegna stöðugrar óvissu um verðlag útflutningsvöru þeirra, en þá skyldu höfðu Framsóknarmenn algjörlega van- rækt alla sína valdatið, alveg á sama hátt og stjórn þeirra skildi við sjóði landbúnaðarins algjör- lega gjaldþrota, en nú eru þéir með risaátaki svo myndarlega reistir við, að eftir 12 ár munu stofnsjóðir þeirra nema 500 mill- jónum króna og þá munu þeir bærir um að lána árlega út 150 milljónir króna af eigin fé. Margir minnast þakklátum huga mikillar fjáröflunar til út- lána til húsabygginga og öll fagnar þjóðin hinu endurheimta verzlunarfrelsi, en nú er á boð- stólum mikið úrval og gnægð beztu vöru á frjálsum markaði, i stað vöruskorts, svartamarkaðs og biðraða áður. Mál málanna, En það málið, sem hvað mesta athygli hefur vakið, ekki aðeins hérlendis, heldur og erlendis, er án efa hinn mikli sigur í Iand- helgismálinu, er ríkisstjórn ís- lands tókst að Ieysa fiskveiða- deiluna við Breta, sem ekki að- eins ógnaði lífi og eignum ís- lendinga, heldur var af hálfu kommúnista beinlínis til þess ætl- uð að slíta Island úr vestrænum tengslum og henda þvi síðan í fanga Rússa. Stóðu þær ráðagerðir miklu dýpra en almenningur gerði sér grein fyrir. Myndi án efa mörg- um Framsóknarmanninum bregða í brún, ef hann fengi rétta inn- sýn í þetta mikla mál og öðlast þar með nokkru gleggri skilning á því út í hvaða foraðsfen for- ingjar Framsóknar láta kommún- ista leiða sig, þegar völd þeirra eru í veði. Stærsti sigurinn. Tel ég eftir atvikum rétt að víkja nokkru nánar að þessu stórmáli, m. a. vegna ummæla stjórnarandstæðinga síðustu dag- ana. Fá mál hafa verið ofar á baugi í íslenzkum stjórnmálum allt frá fyrri Genfarráðstefnunni, vorið 1958, og þar til það var endan- lega Ieyst í marzmánuði 1961 en landhelgismálið. Og raunar má segja, að allt frá því að fyrsta og stærsta sporið var stigið — stóri sigurinn var unninn — 1 þessu einu hinu stærsta velferðarmáli íslands með lokun fjarða og flóa og útfærslu I 4 mílur vorið 1952, hafi varla nokkur mál gagntekið svo hugi fslenzku þjóðarinnar sem einmitt landhelgismálið, enda þjóðin öll alltaf viðurkennt sann- leiksgildi þess kjörorðs, sem Sjálfstæðisflokkurinn í öndverðu skráði á gunnfána sinn: „land- helgi eða landauðn“. Stefna Sjálfstæðisflokksins hef ur alltaf verið bein I þessu máli, og forysta hans í því óbrigðul. Við höfum sýnt í verki, að enda þótt við metum og virðum vel frelsisunnandi samstarfs- og vina- þjóðir okkar, þá höfum við með einurð haldið fast á rétti okkar litlu þjóðar, þegar og þar sem hann hefur rekist á hagsmuni hinna voldugu, stóru þjóða. Við höfum viljað, að íslendingar sýndu einurð án ofsa, kurteisi án fleðuháttar. Þegar þeim ráð- um hefur verið fylgt, hefur ís- landi vel farnast, ella ekki. Það sézt bezt á því, að 1952 létu all- ar þjóðir sitja við mótmælin ein, án aðgerða, þegar undan er skil- ið löndunarbann brezkra útgerð- armanna á ísvörðum fiski. En eftir samskonar aðgerðir 1958, sem búið var að ryðja brautina fyrir og því áttu að reynast miklu meðfærilegri, vorum við beittir vopnavaldi, enda höfðum við þá neitað að ræða mál okkar við gagnaðila. Höfðu ráð okkar Sjálfstæðis- manna þá verið að engu höfð. Lokaráð Kommúnista. Þessi styrjöld úti fyrir strönd- um íslands, sem færði svo mikla hættu yfir líf og eignir íslend- inga, að einstakt lán var að ekki dró til stórra tíðinda, hófst í september 1958. Hún var eins og svo margt illt arfur, sem núver- andi stjórn síðan tók við af vinstri stjórninni og afléiðing þeirra vinnubragða, sem sú stjórn viðhafði undir forystu kommúnista. Þeirra ráðagerðir hafa frá öndverðu staðið djúpt og byggðust á hollustunni: við Moskva. Þeim skiidist vel, að eins og útfærsla landhelginnar var lífsnauðsyn Islendingum, áttu Bretar þar mikilla og gagnstæðra hagsmuna að gæta. Ekkert mál var því eins vel fallið til að kynda ófriðarbál milli þessara varnarbandalagsbræðra og vina- þjóða eins og einmitt landhelgis- málið. Telja mátti víst, að Bretar sýndu andstöðu. Og því ónær- gætnari sem framkoma okkar gagnvart þeim yrði, því skærara myndi ófriðareldurinn loga. Við fslendingar myndum aldrei gefa okkur, beinlfnis vegna þess að við börðumst fyrir lífsviðurværi okkar, fyrir fátæka mannsins einasta lambi. Bretar myndu heldur aldrei slaka til, því hvað sem hagsmununum liði, sem þó voru miklir, mypdu þeir aldrei láta kotríkið kúga heimsveldið. Að því hlyti svo að koma, að styrjöldin á hafinu leiddi til slysa. Þá mundu fslendingar fyll- ast réttlátri reiði, ofsa og hatri, sem óhjákvæmilega endaði með því að við segðum okkur úr varn- arbandaiagi vestrænna þjóða. Lokaleikurinn í þessari svika- myllu kommúnista átti svo að vera sá, að fslendingar vísuðu varnarliðinu úr Iandi, en fælu síðan Rússum að verja landhelg- ina. Þetta er skiljanlegt frá sjón- arhóli kommúnista séð. Valdagræðgi Framsóknar. En Framsóknarflokkurinn? — „Hvað réði hans gerðum?“ spyrja menn. Svarið er: Þetta sama. Þetta eina. Þetta, sem alltof oft ræður alltof miklu hjá Framsókn: Völd- in. Þegar kommúnistar hótuðu að rjúfa stjórnina, fengju þeir ekki ráðið öllum aðgerðum í land- ——B— llillil 11111 ■ I helgismálinu, gugnaði Framsókn. Og þegar út í foraðið var kom- ið, var anað áfram. Að vísu gerði forsætisráðherr- ann, Hermann Jónasson, Atlants- hafsbandalaginu og þá fyrst og fremst Bretum sáttaboð og bauð margföld þau hlunnandi, sem við að lokum þurftum að ganga inn á, en allt fór í ólestri, svo að á- fram dró til fulls fjandskapar, sem endaði með herhlaupi Breta að ströndum íslands. Sannreyndi þá Hermann Jónasson, að hægara hafði verið að vekja upp ófriðar- drauginn en að kveða hann nið- ur aftur. Þegar núverandi stjórn tók við völdum, var henni Ijóst, að eitt hennar erfiðasta viðfangsefni yrði að létta af sér þessum illa arfi og freista þess að koma á sætt- um milli íslendinga og Breta. Andstæðingar okkar munu hafa talið, að þessar illdeilur myndu verða banabiti okkar, nema ann- að yrði fyrra til. Þeir létu einsk- is ófreistað til að loka öllum sáttadyrum og mögnuðu til svo mikils andróðurs, að fá dæmi eru til. Mátti þá ekki milli sjá, hvor deildin dugði betur, kommúnistar eða Framsóknarflokkurinn. Dag- lega bárust stjórninni áskoranir úr öllum áttum, sumar frá vold- ugum félagasamtökum, aðrar frá innstu dala hreppsnefndum o. s. frv., þar sem stjórninni var stranglega bannað að ræða land- helgismálið við Breta, hvað þá að sættast. Samningar væru svik, hvernig sem þeir væru o. s. frv. Jafn-1 framt höfðu þjöðkunnir menn uppi hótanir um ofbeldi og myndi Alþingi götunnar sýna stjórninni í tvo heima, ef hún hyggðist nota þjóðkjörinn þing- meirihluta til að ráða málinu lög- lega til lykta. Stjórnin fór sínu fram. Að sjálfsögðu hafði stjórnin allt þetta að engu. I-Iún gerði sér ljóst, að þessi mikli blandaði kór, uppæstur af áróðri kommúnista, vissi ekkert hvað hann söng — mótmælti, án þess að hafa hug- mynd um hverju hann var að mótmæla. Og vitaskuld höfðu hótanir þær ein áhrif að herða stjórnina til einbeittrar ákvörð- unar um að fara sínu fram, hvað sem slíkt fólk raulaði og tautaði. Stjórnin tók því upp viðræður við Breta um málið, þegar hún taldi tímabært, hélt fast og vel á málstað íslendinga og náði að lokum samkomulagi. sem Islend- ingum var svo hagstætt, að ótrú- legt má teljast. Mennirnir, sem 1958 sjálfir höfðu boðið Bretum mikil boð, sem Bretar þó höfnuðu. stóðu höggdofa, þegar þeir heyrðu hvað okkur hafði tekizt. Framsókrs bauð Bretum miklu meira. Þeir buðu Bretum afnot allra yt.ri 6 mílnanna. sem eru 20500 ferkílómetrar, í 3 ár allt árið, alls staðar og alltaf, einungis ef Bret- ar fengju.st til að viðurkenna 12 mílurnar að þessum þrem árum liðnum. En okkur tókst hins veg- ar að fá Breta til að sætta sig við að fá aðeir.s heimild til þriggia ára afnota af sem svarar 5500 ferkílómetra svæði. Og það, sem meira var og andstæðingunum þótti svo lýgilegt, að þeir ætluðu ekki að trúa sínum eigin eyrum, — Bretar féllust jafnframt á að afhenda okkur strax nýtt friðun- arsvæði utan tólf mílnanna, nokkurn veginn jafn stórt, eða 5065 kílómetra að stærð, og ekki aðeins til þriggja ára, heldur um alla framtíð. Var þó sættin okkur enn hag- stæðari en þessar tölur sýna. Bar margt til, sem óþarft er að rekja hér. Með þessum sættum hafði Is- land unnið margþættan sigur. Varðandi sjálfa Iandhelgina voru ákvæði samningsins okkur ósam- bærilega miklu hagstæðari en tafarlaus og skilmálalaus við- urkenning 12 mílnanna. En auk þess hafði nú tekizt að tengja að nýju gömul bönd samúðar og gagnkvæmrar vináttu milli Is- lendinga og Breta og með því verið vikið frá vörum þjóðarinn- ar og alls hins frelsisunnandi heims hinum beizka bikar fjör- ráða kommúnistanna. Margir erlendir stjórnmála- menn, vinveittir íslandi, hafa látið í ljósi undrun yfir því, að fslendingum skyldi takast að ná þessum sáttum og er það að von- um. Þykir mörgum með öllu ó- skiljanlegt, að íslendingar skyldu kaupa þær því einu verði, að heita því að lúta þeim lögmálum, sem allar menningarþjóðir telja sér skylt að fylgja og þeim er mest nauðsyn á, sem minnstar eru, en það er að leita alþjóða- dóms um lögmæti nýrrar út- færslu landhelginnar. En þessa yfirlýsingu gáfu íslendingar, jafn- framt því sem þeir lýstu yfir, að þeir myndu halda áfram barátt- unni fyrir stækkaðri landhelgi, eftir öllum löglegum leiðum. Höfðu íslendingar áður gert samskonar boð er ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar, en í henni áttu þeir Hermann Jónas- son og Eysteinn Jónsson sæti, árið 1953 bauð Bretum að vísa landhelgisdeilunni til alþjóða- dómsins í Haag. Hefir og enginn Islendingur Iýst betur nauðsyn íslendinga og raunar allra smá- þjóða á því, að deilur yrðu út- kljáðar fyrir alþjóðadómstóli, en ekki með ofbeldi, en einmitt ÓI- afur Jóhannesson, varaformaður Framsóknarflokksins. Ég hefi talið rétt að rifja þessa sögu upp í fáum stórum dráttum vegna þess að stjórnarandstaðan, sem varð orðfall, missti glæpinn, þegar það rann upp fyrir henni hversu þeir samningar, sem við- reisnarstjórnin náði við Breta, voru ósambærilega rniklu hag- stæðari en þeir höfðu sjálfir boð- ið Bretum, er nú byrjuð að bæra á sér í trausti þess, að gleymsk- an sé farin að breiða hiúp sinn yfir ótrúlegan sigur viðreisnar- stjórnarinnar í þessu mikla vel- ferðarmáli þjóðarinnar. Jafnframt gerir stjórnarand- staðan leik að því að spana Breta upp til nýrrar sóknar með því að þrástagast á því, að viðreisnar- flokkarnir munu reiðubúnir að framlengja fríðindin, aðeins ef Bretar vilja láta svo lítið að orða það. Sýnir þetta enn sem fyrr hið algjöra ábyrgðarleysi þessara manna, sem þó að þessu sinni vonandi reynist ekki þjóðhættu- legt, því hvorki munu Bretar telja sér sæma að ámálga slfkt, né heldur munu viðreisnarflokk- arnir framlengja fríðindin urn svo mikið sem einn dag. Hvar er Framsókn á vegi stödd? Öll síðari ára saga Framsókn- ar í landhelgismálinu sýnir hvar flokkurinn er á vegi staddur. Er ástæðulaust að leyna þjóðinni því, að það er orðið mikið og þungt áhyggjuefni, að Framsókn- arflokkurinn skuli orðinn svo háður eða samrunninn kommún- istum að annan daginn lætur höf uðblað hans beint og óbeint að því liggja að reka beri varnarliðið úr landi og sumir framámenn flokksins eru beinlínis opinber- lega meðlimir í félögum „her- námsandstæðinga", sem hafa að höfuðmarkmiði að segja fsland úr NATO. Er það því framt að því barnaleg bjartsýni að treysta Framsókn til að standa vörð um samstarf íslands við frelsisunn- andi þjóðir, ef flokkurinn á völd sín undir að svíkja þann göfuga málstað. Og hvaða vit er yfirleitt í allri pólitík Framsóknarflokksins síð- ustu misserin, baráttu þeirra fyr- ir að brjóta niður viðreisnina, enda þótt þeir viti, að þá tekur við algjör glundroði, fjandskap- urinn gegn sættunum við Breta, flóttinn frá fyrri málstað í þvi skyni að eiga samleið með kommúnistum varðandi Efnahags bandalagið, andstaðan gegn land- vörnunum og NATO, ef ekki er verið að undirbúa valdatöku upp á „bezta kjarasamning", þ. e. a. s. þau beztu kjör sem kommún- istar skammta. En samningar og völd kosti hvað sem kosta vill. Ég held, að þessa rás viðburð- anna stöðvi ekkert nema einbeitt andstaða innan fylkinga Fram- sóknar, sem láti slika auðsveipni við kommúnista varða fráhvarfi frá Framsóknarflokknum. Mótr spyrna þessa fjölda í Framsökn, sem veit, að undir styrkleika frelsisunnandi þjóða eiga fslend- ingar þjóðfrelsi sitt og öll hin helgustu mannréttindi, sem marg- ir vilja heldur verja með Iífi sínu en lifa án, þarf að magnast, rísa upp og taka í taumana. Bregðist þeir líka, þá verðum við hinir að láta okkur skiljast, að fækki lýð- ræðisflokkunum á íslandi úr þremur í tvo, þyngjast skyldur okkar við ættjörðina að sama skapi. Og hér skal ekki dugað eða drepist. Hér skal dugað, en ekki drepist. Kjósendur Framsóknar taki völdin af foringjunum. Ég játa manna fúsastur, að margir þeirra ágætismanna, sem skipa þinglið Framsóknar eru fjarri þvi að vera kommúnistar Þeir hafa aðeins fylgt sínum for- ingjum. En hér duga engir fróm ir ásetningar. Hér verða menn að taka af skarið. minnugir þess, að of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan i. En annars verða Framsóknar- menn að gera upp sitt dæmi sjálfir. Reikni þeir skakkt, mun- um við reikna dærr.ið fyrir þá og taka af þeim kjósendurna, því íslendingar vilja ekki verða hjá- leiga Moskvu. ; Foringjar Framsóknarflokksins skulu fá að sanna það, að vilji þeir ekki halda utanríkismálum þjóðarinnar utan og ofan við svað sinnar eigin valdastreitu, þá endar það með því, að þeim verður sjálfum haldjð utan og neðan við íslenzk stjórnmál, að öðru leyti en því, að einhverjir þeirra verða undirdeild í þeirri undirdeild frá Moskvu, sem héi starfar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.