Vísir - 26.04.1963, Síða 4

Vísir - 26.04.1963, Síða 4
V1SIR . Föstudagur 26. apríl 1963. inn var stofnaður stöðvaði Fram- sókn samþykkt lagafrumvarps forvfgismanna okkar um alls- herjar rafvæðingu íslands. Árið 1931 var þingrof rökstutt með því, að stöðva þyrfti ríkisábyrgð á láni til virkjunar Sogsins. Og við undirbúning hitaveitu fyrir Reykjavík var í fyrstu r,eynt að stöðva lánsfjárútveganir af þá- verandi valdamönnum Framsókn- ar. Hins vegar tókst Framsókn ekki að stöðva kreppuna, sem hélzt allt fram í seinna stríðið. Höftin, sem gripið var til sem bráðabirgðaráðstöfunar f upphafi kreppunnar rétt eftir 1930 hafa haldizt hér lengst af sfðan. Með gengislækkuninni 1950 var þó fyrir forgöngu okkar Sjálfstæðis- manna gerð tilraun til að veita mönnum á ný frjálsræði f at- vinnumálum. Sú tilraun var stöðvuð af Framsókn vegna þess, að þegar á reyndi vildi hún ekki missa forréttindin, sem hún hafði aflað sér með höftunum. Hún hefur ætíð viljað búa svo um, að hennar skjólstæðingar nytu ríkari réttar en aðrir. For- vfgismenn hennar geta ekki hugsað sér að missa af þeim völd um, sem þeir hafa skapað sér með þvf, að almenningur þurfi að leita til yfirvalda’ og alls kon- ar ráða og nefnda um leyfi til innflutnings og hvers konar at- hafna. Fjarri fer, að það sé mann- vonzka, sem hefur ráðið aftur- haldssemi og frelsisfjandskap Framsóknar. Þar veldur mestu um sannfæring forráðamannanna um, að þeim sé áskapað að stjóma, og sú þröngsýni, sem sjálfsdýrkuninni fylgir. Á sínum tíma hugðust þeir ætla að verja sveitirnar. gegn ofræði þéttbýlis- ins, en skildu ekki, að vöxtur þess var forsenda fyrir hinu nýja land- námi íslands og velfarnaði sveit- anna. Framkoma þeirra í kjör- dæmamálinu sannar, að þeir hugðu að hægt væri að halda við jafnvægi í byggð landsins með margföldu misrétti milli þegna þessarar fámennu þjóðar. Framsóknarmönnum tókst að stöðva leiðréttingu á kjördæma- skipuninni 1931 en urðu að semja um umbætur 1933. Og enn reyndu þeir að stöðva óhjákvæmilega endurskoðun 1942, en urðu þá að lúta í lægra haldi. Hins vegar tókst þeim lengi eftir það, að stöðva frekari réttarbætur, þang- að til þeir léku stöðvunarvaldinu úr hendi sér með vinstri stjórnar ævintýrinu. Upplausn vinstri stjórnarinnar f árslok 1958 leiddi til hinnar nýju kjördæmaskipun- ar 1959, sem Framsókn reyndi þó með öllum lífs og sálar kröftum að stöðva. Áhrif þeirrar breyting- ar hafa orðið öll önnur en Fram- sókn sagði fyrir um. Fækkun kjör dæmanna skapar héruðunum fleiri og öflugri málsvarna enella. Samheldni, sem fæst fyrir frelsi og manndáð, kemur að betra haldi og er blessunarríkari, er til lengdar lætur, en þvingun og misrétti. "En er það ekki einmitt hug- sjón samvinnunnar, sem þessir menn stæra sig af? Jú f orði kveðnu. Hug sinn til sannrar samhjálpar sýndu j air með þvf að stiöðva endurbætur almannatrygg inganna bæði 1946 og 1960. Og hollustuna við þá, sem þeir telja sig sérstaka málsvara fyrir, með þvf að reyna að stöðva endurreisn landbúnaðarsjóðanna, er þeir höfðu hlaupizt frá galtómum og gjaldþrota. Samtök almennings misnotuð. Ég ,hef rakið þessi mál, ekki til þess að fjandskapast við Fram- sókn, þvf að fylgismenn hennar eru frjálsir að sínum skoðunum, heldur til þess að rifja upp fyrir mönnum, hvers þeir mega' vænta, ef hún fær stöðvunarvald á Al- þingi islendinga. En annað er, hvort menn eigi rétt á þvf að hafa rangt fyrir sér, hitt hvort þeim haldist uppi að beita aðra rang- indum. Sök sér er, þótt mönnum komi ekki saman í stjórnmálum, þar verður að taka því, sem að höhdum ber og una úrskurði kjósenda. Hitt er miklu hættu- legra þegar samtök almennings, sem stci nuð eru í allt öðru skyni en að sinna stjórnmálaerjum eru dregin inn í þær og misnotuð til að torvelda löglega, lýðræðislega stjórnarhætti í landinu. Þetta er ekki einungis hættulegt fyrir stjórnarfarið heldur ekki si'ður fyrir þau samtök, sem svo er mis beitt. Frjáls, óháð verkalýðsfélög eru meginstoðir frjálsra lýðræðisþjóð félaga. Hér á landi eru og fá þjóð- félagsöfl sterkari en verkalýðs- hreyfingin. Hún hefur heldur ekki farið dult með krafta sfná. Ekkert afl hefur verið umsvifa- meira í íslenzku þjóðfélagi nú um margra áratuga skeið. Er þvf eðli legt að spurt sé, hvort verkalýðs- félögin hafi Haft erindi sem erf- iði? Við, sem nú erum komnir fram yfir miðjan aldur, munum tvenna tímana. ömurlegra ástand en hér ríkti á fyrstu fullorðinsárum mín- um„get ég vart hugsað mér. At- vinnuleysið og örbirgðin, sem því fylgdi á árunum 1932 til 1,940 fellur erigum ’úr miri’ni, er þvf kynntist. Þá gengu hér þúsundir manna atvinnulausir og áttu sér ekki málungi matar. íslenzk verkalýðshreyfing var orðin sterk á þessum árum. Samsteypustjórn Framsóknar og Alþýðuflokks var sett á stofn með hennar tilstuðl- an 1934. Þyí miður megnaði verka lýðshreyfingin þá ekki að bægja böli atvinnuleysisins frá dyrum verkalýðsins. Það var ekki fyrr en eftir hernámið, í maí 1940, sem veruleg breyting varð á kjör- um hans. Hernámið var okkur að vísu óvelkomið, en við verðum að játa, að með vinnunni, sem iþá skapaðist, varð gjörbreyting á kjörum verkamanna. Það voru ytri ástæður, okkur harla óvel- komnar, sem brgytingunni ollu, en ekki afl verkalýðshreyfingar- innar. Kommúnistar halda því raunar [ fram, að breytingin hafi orðið fyrir þeirra forgöngu, þegar gerð- ardómslögin voru að engu gerð. Játa má, að setning gerðardóms- laganna hafi verið mikil mistök, og enginn vafi er á því, að með baráttu sinni gegn þeim náðu kommúnistar því taki á voldug- asta verkalýðsfélagi landsins, Dagsbrún, sem þeir hafa síðan haldið. En áhrif þeirrar baráttu réðu ólíkt minna um afkomuna en afleiðingar ófriðarins. Pólitískri misnotkun A.S.Í. þarf að Ijúka. Hið sanna samhengi verður enn Ijósara, þegar íhugaður er mál- flutningur talsmanna verkalýðs- hreyfingarinnar um þessar mund- ir. Þeir fullyrða og birta ýmsar tölur, sem eiga að sýna, að kaup- máttur launa hafi lengstum farið minnkandi frá því skömmu eftir stríðslok. Raunar eru þessar full- yrðingar og tölurnar, sem nefndar eru þeim til stuðnings, ærið hæpn ar. En gerum ráð fyrir, að þær væru réttar. Þá verður þó að játa, að verkalýðshreyfingin hefur ekki legið á liði sínu öll þessi ár. Hvert stórverkfallið hefur rekið annað tii að knýja fram hækkað tíma- kaup. Engu að síður er niðurstað- an sú, að dómi frumkvöðla verk- fallanna, að kaupmáttur launanna hafi farið minnkandi. Jafnframt getur engum dulizt, sem augu hef ur til að sjá og eyru til þess að heyra, að heildar-afkoma verka- manna er nú öll önnur og betri, ekki aðeins betri en hún var fyrir 1940, heldur og 1947 eða 1958. Kaupmáttur launa fyrir hverja klukkustund er einungis einn þáttur heildar afkomunnar. Að vísu sá þátturinn ,sem verkalýðs- hreyfingin hefur látið sér annast um. Ef þessi þáttur hefur rýmað meðan aðrir hafa dafnað, og þá einkum þeir þættir, sem verka- lýðshreyfingin hefur ekki hirt um, þá felst í því harður dómur yfir ráðamönnum verkalýðshreyfing- arinnar og öllum þeirra umsvif- um, dómur, sem þessir menn hafa sjálfir kveðið upp og stöðugt klifað á. Gallinn er, að valdi verkalýðs- félaganna hefur ekki fyrst og fremst verið beitt til að bæta kjör verkalýðsins, heldur í valda- baráttu stjórnmálaflokkanna. Fátt er þjóðinni brýnni nauðsyn, en að hinni pólitísku misnotkun Al- þýðusambandsins og verkalýðs- hreyfingarinnar í heild ljúki. Vald og þýðing hennar er svo mikið, að tryggt verður að vera, að fullkomið lýðræði og frelsi ráði innan hennar. Þá fyrst eru iíkúr til þess að verkalýðsfélögin sinni heils hugar sínu mikilsverðasta verkefni, raunverulegum kjarabót um verkalýðsins. Þá mundi ekki standa á þátttöku þeirra í rann- sóknarstofnun, sem gæti orðið til leiðbeiningar um skynsamlega kröfugerð. Þá mundi og ekki vera varhugavert að fela Alþýðusam- bandinu heildarsamninga fyrir öll verkalýðsfélög, eða að minnsta kosti þau, sem sömu grein vinna, þó að slík aukning á valdi Alþýðusambandsins sé stórhættu- leg á meðan þar ráða svo ólýð- ræðislegir stjórnarhættir sem nú. Þá mundi verkalýðshreyfingin og gera sér fulla grein fyrir, að ekk- ert er mikilsverðara fyrir verka- lýðinn en stöðug aukning fram- leiðslunnar, því að á henni veltur möguleikinn til raunverulegra kjarabóta. Því verður ei jafnað, sem aldrei hefur verið safnað. Svikasamningar S.Í.S. 1961. En verkalýðshreyfingin er ekki einu almannasamtökin, sem frek- lega hafa verið misnotuð af ráða- mönnum þeirra. Framsóknarmenn byggja völd sín á misnotkun hins ópersónulega auðmagns, sem safn að hefur verið í skjóli samvinnu- félaganna. Ekki þarf að efa að þessu mesta auðvaldi á íslandi verður öfluglega beitt á móti okk ur í kosningunum í sumar. Svika- samningarnir sumarið 1961 veita forsmekk að þeim aðferðum, sem viðhafðar verða.‘ Þá sagði formað- ur SlS og forstjóri eins stærsta kaupfélagsins um vorið, að geng- islækkun mundi leiða a falmenn- um kauphækkunum. Engu að síð- ur voru fyrirtæki SlS skömmu síðar látin semja um slíkar hækk- anir og rétt þar eftir lýsti vara- formaður SlS yfir því, að nú mundi samdrátturinn hefjast. Sá samdráttur, sem Framsókn hafði spáð en lét eftir sér bíða. Um samhengið er ekki að villast og er ekki furða þótt Framsóknar- herrunum gremjist gengislækkun- in í ágúst 1961, sem gerði að engu þessi þokkalegu áform. Við Sjálfstæðismenn erum sátt- fúsir, en við slík vinnubrögð mun um við aldrei sætta okkur. Engu að síður munum við ekki takaupp þann hátt að níðast á neinum, setja þá sem aðrar stjórnmála- skoðanir hafa, til hliðar í þjóð- félaginu, eins og á sínum tíma var sagt, að búið væri að gera við okkur. Við viðurkennum mik- ið gildi bæði samvinnufélaga og verkalýðssamtaka. Það er einung is misnotkun þeirra, sem við for- dæmum og munum ætíð berjast gegn. Hinu heitum við að hafa við þau samstarf um framgang allra góðra málefna. Við treyst- um því, að sá yfirgnæfandi meiri- hluti einstakra félagsmanna, sem vill forða félagsskap sínum frá misbeitingu og valdníðslu, þoli ekki til lengdar að svo verði fram haldið. Til lengdar hlýtur það að verka þessum fjölmennu almenningssamtökum til niður- dreps, að þeim sé beitt fyrir flokksvagn hvort heldur Fram- sóknar eða kommúnista. Báðir misfara með þann trúnað, sem þeim hefur verið veittur, til að afla sér fyrir hann valda, sem meirihluti kjósenda vill ekki veita þeim við almennar kosningar. Að sjálfsögðu bitnar það jafnt á allra flokka mönnum í hinum miklu almannasamtökum, ef þeim er beitt til að efla verðbólgu, auka dýrtíð og torvelda löglega lýðræðisstjórn í landinu. Verð- bólgumeinið verður vafalaust seinlæknað á meðan vald þess- arra miklu samtaka er notað heil- brigðum stjórnarháttum til hindr- unar. Hitt yrði þó enn skaðsam- legra, ef látið væri undan ofbeld- inu og meirihluti þjóðarinnar kúg aður til að láta af stefnu sinni. Slíkt má aldrei verða. Framsókn vill komast í viðreisnarstjórnina. Formaður Framsóknar segir nú, að ekki sé „árennilegt fyrir lands menn“ að fela stjórnarflokkun- um „einum saman forræði mála sinna á næsta kjörtímabili". Hann vill sem sé þessa stundina ólmur komast í samfylgd okkar. Það leynir sér svo sem ekki, hvert hugur hans stefnir. Af öllum stjórnmálaflokkum. höfðum við oftast og lengst haft stjórnarsamvinnu með Framsókn- arflokknum. Þvi miður hefur sú samvinna ætið verið erfið og ár- angurinn harla misjafn. Erfiðleik- arnir hafa ekki einungis átt ræt- ur sínar að rekja til skoðanamun- ar, sem þó oft hefur verið mikill sökum afturhaldssemi og ófrels- isástar Framsóknar. Ekki hefur minna um valdið andinn, sem ráðið hefur hjá samstarfsflokkn- um. Samstarf, sem byggist á ó- heilindum annars aðilans, er stöð- ugt situr á svikráðum við hinn, reynir að magna deilur í stað þess að setja þær niður, og aldrei fæst til að virða neitt málefni málefnisins vegna heldur notar allt til kaupskapar, þvilíkt sam- starf getur aldrei orðið haldgott. Þessir sömu eiginleikar hafa lýst sér í samstarfi Framsóknar við aðra jafnt og Sjálfstæðisflokkinn. I þessu er öllu öðru fremur að finna skýringuna á því af hverju samsteypustjórnir urðu ætið skammlífar á meðan annaðhvort varð að sæta samstarfi við Fram- sóknarflokkinn eða kommúnista. Því að vitanlega eru kommúnist- ar Framsóknarmönnum sizt sam- starfshæfari. Munurinn er sá, að menn vita fyrirfram hvað skilur kommúnista og lýðræðisflokka og vænta ekki hollustu eða sam- starfshátta frjálshuga manna af þeim. Þess sjást sízt nokkur merki, að Framsókn og kommúnistar hafi breytt um starfshætti svo að horfur séu á, að þeir yrðu ein- lægari í samstarfi nú en áður. Ekki mundi þó megá setja slíkt fyrir sig, ef um málefni væri hægt að semja. En öll viðleitni þeirra hefur verið I þá átt að reyna að stöðva viðreisnina, sem stjómarflokkarnir eru staðráðnir i að efla. Um þann skoðanamun verður kosið. Val kjósenda. Ég varpaði fram þeirri spurn- ingu, hvort lýðræði og hollir Stjórnarhættir hefðu eins mikil áhrif, sem við stjórnmálaménn- irnir viljum vera láta.‘ Eiris ög fram hefur komið í orðum minum er margt fleira en gerðir stjórnar- valda, sem miklu ráða um þróun- ina, og því fer fjarri, að allar at- hafnir stjórnmálamanna leiði til góðs. En hitt er ótvírætt, að stjórnmálamenn geta komið miklu til vegar, þó að þeir ráði ekki við allt. Aldrei hefur munurinn á þvf, sem horfir til ills og góðs, verið auðsærri í íslenzkri stjórnmála- baráttu. Annars vegar er sundr- ung, úrræðaleysi og löngun til að stöðva farsæla framþróun þjóðfélagsins. Hins vegar sam- starf um ákveðna stefnu til við- reisnar og velfarnaðar. Val kjós- andans veltur á því, hvort hann kýs heldur stöðvun og stjórnleysi eða samhjálp, frelsi og mann- dáð. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda Höfum flutt skrifstofu vora í Bolholt 4, 3. hæð til vinstri. SÍMI 33614. Hádegisfundur Verður haldinn í Súlnasal Sögu kl. 12,15 á morgun Jdnas H. Haralz flytur erindi um þjóðhags- og framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar. Þátttaka tilkynnist skrifstofu vorri. Verzlunarráð íslands.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.