Vísir - 26.04.1963, Qupperneq 7

Vísir - 26.04.1963, Qupperneq 7
V1SIR . Föstudagur 26. apríl 1963. HS, svo sem m. a. sést af þessu: Höfuðatvinnuvegur þjóðarinn- ar, sjávarútvegurinn, var illa far inn eftir langvarandi verðbólgu og hafði á undanförnu ári orðið fyrir meira verðfalli afurða sinna en dæmi voru til um langt ára- bil. Síldarvertíðin sumarið 1960 hafði brugðizt og vetrarvertíðin 1961 verið afleit, og togararnir áttu við meira aflaleysi að 'etja en nokkru sinni fyrr. Engum hugsandi manni gat því dottið f hug, að þessi bágstaddi atvinnurekstur gæti allt í einu tekið á sig 13—19% kauphækk- anir, jafnt við sjálfa framleiðsl- una sem alla verkun aflans. Stjómarandstæðingar hafa að vísu tæpt á því, að gengisfelling hefði verið óþörf, ef vextir hefðu verið lækkaðir um 2%. Hvílík endemis fjarstæða hér er á ferð sést bezt á því, að slík vaxta- lækkun hefði aðeins létt af at- vinnurekendum 70—80 millj. króna, en kauphækkanimar lögðu nýjar byrðar á þá, er námu 550—600 millj .kr. □ En hvað þá um aðra atvinnu- vegi? Gátu þeir tekið á sig kaup- hækkanimar? Eftir gengisfallið reyndi rfkis- stjórnin til hins ýtrasta að vemda hagsmuni launþega með því að sporna af aiefli gegn þvf, að at- vinnurekendur fengju að hækka verðlagið vegna kauphækkan- anna. Var hagur og afkoma hvers einstaks fyrirtækis rannsakað áð- ur en leyft væri að hækkun kaup gjaldsins fengist að einhverju eða öllu tekin upp f verðlagið. Niðurstaða þessara rannsókna sýndi, að langflest fyrirtækin gátu sannað, að ef þau ættu að forðast hallarekstur, væri óhjá- kvæmilegt að heimila verðhækk anir, er sem næst námu kaup- hækkununum. Rétt er að upplýsa, að flest fyrirtæki S.Í.S. stóðu engum að baki í kröfunum um verðhækk- anir, sem sannar, að þau vom ekki fær um að standa undir samningunum við kommúnistana, án þess að færa afleiðingamar yfir á bök almennings. Það liggur þannig alveg ljóst fyrir, að það em Framsóknar- menn og kommúnistar, sem alla sök eiga, jafnt á hinni fyrri geng islækkun sem hinni sfðari. Með þessu er stjómarandstað- an rekin út úr sfðasta víginu. Þeim er því hentast að þagga niður í grátkerlingum sínum. Auðvitað er það rétt, að af verð- lækkun krónunnar leiða margvís- leg vandkvæði og misrétti. En hitt er jafn satt og víst, að það er ekki við þann, sem viður- kennir verðfallið að sakast, held ur við hinn, sem þvf veldur og þar með þeim verðhækkunum, sem þeir ásaka okkur fyrir. □ Hér Iýkur tilvitnunum í eld- húsræðu mfna. Það var ekki S. l.S. sjálft, heldur sambandskaup- félögin, sem engum stóðu að baki að krefjast mikilla hækkana vegna kauphækkana og sönnuðu þar með að þau töldu sig ekki geta staðið undir samninguniun, sem S.Í.S. gerði við kommúnist- ana, án þess að almenningur borg aði brúsann. Belgingur Clafs Jó- hannessonar f útvarpsumræðun- um er aðeins óvenju ósvífnar blekkingar. Þarf ég engu við að bæta því til sönnunar, að það eru kommúnistar og engu þó siður Framsókn, sem bera ábyrgð á þeim miklu verðhækkunum síð- ustu missera, sem þeir ásaka okkur fyrir. Framsókn skal meðganga. En ég vil neyða Framsókn til að meðganga. Þess vegna rifja ég enn upp hina frægu yfirlýsingu foringja þeirra á Alþingi 4. desember 1958. Þau orð mega aldrei gleym- ast. Eftir að hafa lýst Canossa- göngu sinni á fund Alþýðusam- bandsins, þegar sambandið neit- aði beiðni hans um mánaðarfrest, segir hann orðrétt: „Af þessu leiddi að hin nýja kaupgreiðsluvísitala kom til framkvæmda um mánaðamótin og ný verðbólgualda er þar með skollin yfir. Við þetta er svo því að bæta, að f rfkisstjóminni er ekki sam staða um nein úrræði í þessum málum, sem að mfnu áliti geti stöðvað hina háskalegu verð- bólguþróun, sem verður óvið- ráðanleg, ef ekki næst sam- komulag um þær raunhæfu ráð stafanir, sem lýst var jrfir að gera þyrfti, þegar efnahags- málafrumvarp ríkisstjómarinn- ar var lagt fyrir Alþingi á sfð- asta vori“. Hér lýkur ummælum Her- manns Jónassonar. Hverju er foringinn að lýsa yfir: 1. „Ný verðbólgualda er skollin yfir“. 2. „Hin háskalega verðbólguþró- un verður óviðráðanleg, ef ekki næst samkomulag um raunhæfar aðgerðir". 3. „Við þetta er svo því að bæta, að í ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þessu máli“. Of snemmborin. Þetta eru hans orð. Þau geta ekki skýrari verið. Óviðráðanleg verðbólga var skollin á. Hermann Jónasson játar svo ótvírætt, -að samvizkuliprum mönnum þýðir ekkert að þræta. Þeir Eysteinn, Ólafur Jóhann- esson og Þórarinn geta svo spreytt sig á að sanna þjóðinni, að sú óðaverðbólga, sem Her- mann segir að sé riðin yfir og beinlínis hrýs svo hugur við að sjá hækka vísitöluna á fáum mánuðum um a. m. k. 25%, en miklu lfklegra þó 50—100%, að hann segir af sér, sé okkur að kenna. Ég er hræddur um, að óðaverðbólgan hafi verið heldur of snemmborin til þess að hægt sé að kenna okkur hana. □ Strax og viðreisnarstjómin hafði með breyttri gengisskrán- ingu viðurkennt sannvirði vinstri krónunnar, gerði hún veigamikl- ar ráðstafanir til að létta byrði þeirra, er bágast vora staddir, og þá fyrst og fremst með stóraukn um bótum almannatrygginganna. Ágrip af sögu viðreisnarinnar. Andstæðingamir hófu strax á- rásir á viðreisnina og ekki stóð á hrakspánum. Er löngu þjóðfrægt, að mestu valdamenn andstæðinganna sögðu strax f öndverðu, að viðreisnin væri farin út um þúfur, sfðan að hún væri að fara út um þúfur og loks, að hún myndi fara út um þúfur. Allar vesluðust þessar hrakspár upp og horféllu loks f pólitískum móðuharðindum Framsóknarflokksins. Reyndin varð sú, að þrátt fyrir aflabrest og geysimikið verðfall á mjöli og lýsi, sem skaðaði þjóð arbúið um a. m. k. 500 milljórir króna á fyrsta ári viðreisnarinn- ar, var svo komið á miðju næsta ári, þ. e. a. s. 196J, að þjóðin var byrjuð að safna sér gjaldeyr- issjóðum og sparifé landsmanna hafði stóraukizt. Voru menn þá sammála um að vel horfði. En þegar hér var komið, gerðu kommúnistar og Framsókn sam- særi gegn krónunni og tókst að fella hana að nýju. Og nú er það óumdeilanlegur sannleikur, að af leiðingin af þessari verðföllnu og af sömu aðilum aftur verðfelldu vinstri krónu era nær allar þær verðhækkanir, sem stjómarand- stæðingar eru að reyna að festa á viðreisnarstjómina, en sjálfir hafa valdið og bera alla ábyrgð á. Stórsigrar. Sjálf viðreisnin hefur nú þegar unnið hvern stórsigurinn af öðr- um, svo sem bezt sést á því, að í stað 216 millj. króna gjaldeyr- isskuldar íslenzkra banka, þegar viðreisnin hófst, er nú komin 1192 millj. króna inneign og að jafnframt hefur sparifé lands- manna aukizt úr 1824 milljónum í nóvember 1959 f 3655 milljónir f lok síðasta mánaðar. Er Island nú að nýju komið í tölu skila- þjóða og standa þvf nú erlendar fjárhirzlur aftur opnar, sem vinstri stjórnar óreiðan áður hafði sett slagbrand fyrir. Samfara þessu hefur viðreisn- arstjórnin verið viðbragðsharðari, athafnameiri og farsælli í fram- kvæmd og löggjöf en dæmi era til um íslenzka ríkisstjórn. Þykir mér rétt að staldra við og rök- styðja þessa staðhæfingu. Má þar til margt nefna og varðandi laga- setningu m.a. þetta: Lög um dómsmálastörf, lög- reglustjórn o. fl., lög um lands- ____________19 dóm, lög um ráðherraábyrgð, lög um meðferð opinberra mála, lög um hæstarétt, lög um ríkisfang- elsi, lög um héraðsfangelsi, lög um almannavarnir, lög um þjóð- skrá og almannaskráningu, sveit- arstjórnarlög, lög um launajöfnuð kvenna, lög um byggingarsjóð ríkisins, lög um aðstoð við van- gefið fólk, lög um aðstoð við fatlaða, lög um læknaskipan,' lög um atvinnubótasjóð, lög um verkamannabústaði, lög um Bjarg ráðasjóð, lög um tekjustofna sveitarfélaga, lög um ríkisá- byrgðir, lög um lækkun aðflutn- ingsgjalda, lög um ríkisábyrgðar- sjóð, lög um tekju- og eignar- skatt, lög um sameiginlega inn- heimtu opinberra gjalda, lög um kjarasamninga opinberra starfs- manna, lög um stofnlánadeild sjávarútvegsins, lög um stofn- lánadeild landbúnaðarins, lög um lausaskuldir bænda, lög um ábúð jarða, lög um Verzlunarbanka ls- lands, lög um Samvinnubanka Is- lands, — margvísleg önnur lög- gjöf um banka og peningamál, lög um heimild ríkisstjórnarinnar til að taka framkvæmdarlán, lög um Iðnaðarmálastofnun Islands, lög um byggingar í sveitum, lög um Handritastofnun íslands, lög um Iistasafn ríkisins, lög um lánasjóð íslenzkra fiámsmanna, lög um heyrnarleysingjaskóla, lög um jarðhitasjóð og jarðboran- ir, erfðalög, lög um lífeyrissjóð sjómanna, lög um freðfiskseftirlit, lög um Fiskveiðasjóð íslands, lög um verðlagsráð sjávarútvegeins, lög um Fiskimálasjóð, lög um sllílarútvegsnefnd, lög um afla- tryggingarsjóð sjávarútvegsins, lög um verzlunarmál og Verð- lagsmál, lög um tollvörugeymslu, lög um sameiningu Áfengis- og tóbaksverzlunar rikisins, lög um iðnlánasjóð, lög um bændaskóla, siglingalög, sjómannalög, lög um byggingarsjóð aldraðs fólks, lög um lögreglumenn, lög um tón- listarskóla, Iög um aðstoð við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa, lyfsölulög, lög um heimild til þess að afhenda þjóð- kirkju Islands Skálholtsstað, lög um almenningsbókasöfn, lög um Kennaraskóla íslands, lög um Tækniskóla íslands, lög um líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins, lög um tollskrá. Er þá ónefnd sjálf viðreisnar- löggjöfin frá 1960, þ. á m.: lög um efnahagsmál, lög um sölu- skatt, lög um jöfnunarsjóð sveit- arfélaga, lög um skipan innflutn- ings- og gjaldeyrismála, lög um tekjuskatt og eignarskatt, lög um útsvör, lög um almannatrygging- ar. Skal hér staðar numið, þótt margt sé ótalið. Mun mörgum þykja nóg komið, en mér þótti rétt, að upptalningin sýndi, að ekki hafa menn setið með hend- ur í skauti að jafnaði. Treysti ég mér tæplega að kveða á um, hvað merkast sé I þessarilöggjöf, enda munu um það skiptar skoðanir. Flestir mundu þó fyrst nefna við- reisnarlöggjöfina frá 1960. En sé litið yfir farinn veg, munu menn mjög fagna hinni róttæku breytingu á tryggingar- löggjöfinni. Efast ég um, að al- menningur hafi gert sér grein fyrir, að nú greiða tryggingam- ar 4 krónur I stað hverrar einnar fyrir viðreisn. Tel ég víst, að aldrei fyrr hafi nokkur þjóð á jafn stuttum tíma gert hlutfalls- lega svipað þv£ eins stórt átak til þess að jafna milli manna og sjá borgið rétti pess þurfandi, Ræða Óiafs Thors forsætisráðherra á Lands- fundi Sjálfstæðisflokksins í gær Á Landsfundi f gær. Bjami Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors forsætisráð' herra og Gunnar Thoroddsen varaformaður flokksins. Nei, ég þarf engu við að bæta.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.