Vísir - 10.05.1963, Síða 2

Vísir - 10.05.1963, Síða 2
2 V1S IR . Föstudagur 10. maí 19Cf3f. Svíamir hefðu mátt heyra meira í fíauta dómarans Fram vann hörkuEeik við Hellas með aðeins tveggja marka niun — 18:16 Stokkhólmsliðið Hellas barðist af fítonskrafti gegn íslandsmeisturum Fram í gærkvöldi, oft svo að úr íslenzkur dómuri í leik Noregs og Skotlunds Norska knattspyrnusamband- ið hefur farið þess á leit við Knattspyrnusamband íslands, að það tilnefni dómara til að dæma landsleik milli Noregs og Skotlands, sem fram fer 4. júní n. k. í Bergen. Er þetta í fyrsta sinn sem is- lenzkur dómari er kvaddur til dómarastarfa erlendis. Nánar mun tilkynnt síðar, hvaða dómari verður valinn. hófi keyrði og hefði dóm- arinn mátt nota flautu sína meira en hann gerði. Fram vann þó sigur yfir liðinu með 18:16, en mest allan leikinn var hann skemmti legur áhorfs. Svíar byrjuðu vel og skoruðu 3:1 áður en varði. Fram jafnaði en Svíar höfðu frumkvæðið í leikmun og komust í 6:4 og 7:5 yfir Fvam en tókst að jafna 8:8 rétt fyrir hálfleikslok. 1 síðari hálfleik byrjuðu Fram- arar með boltann og léku mjög vel, og náðu strax forystunni með fallegu marki Karls Benediktsson- ar af línu. Framarar náðu 2ja marka mun í 12:10 en Svíar jafna. Enn komast Framarar yfir 2 mörk 14:12 og 4 mörk yfir ( 16:12 en þá voru 11 mínútur eftir af leik. Framarar fengu fjölmörg tækifæri en voru einstaklega óheppnir. Tóm- as átti gott færi á lfnu en mistókst, Framarar fengu stangarskot og hinn ötuli línuleiksmaður, Sigurður Einarsson fékk tvö færi sem mis- tókust, óvenjulegt það! Svíar kom- ust næst að jafna 16:15, en Fram- arar skoruðu fyrst 17:15 þegar Ingólfur skoraði fallega gegnum vörn Hellas. Thelander skoraði | 17:16 fyrir Svía en rétt á eftir mun- | aði litlu að dómarinn, Frímann Gunnlaugsson eyðilegði fyrir Fram, or hann var of fljótur með dóm; ! Framari var I skotfæri, en flautan gall og Framarar fengu aukakast fyrir utan teig. Er tvær mínútur voru eftir skor- aði fyrirliði Fram, Hilmar Ólafs- son 17:16 og Framarar voru hólpn- ir. Framarar léku nú einn sinn lak- asta leik, enda er liðið komið út úr allri þjálfun. Ingólfur var góður í fyrri hálfieik, en markvörður Svía var góður í síðari hálfleik og átti oft í fullu tré við skot Ingólfs. Guðjón lét hafa sig út í alls kyns vitleysu og eyðilagði skap hans le.ikinn mikið. Sigurður Einarsson hafði hins vegar keppnisskapið í lagi og skoraði falleg mörk. Karl Benediktsson átti ágætan leik. HELLAS lék nú mun betur en í fyrri leikjum sínum en jafnframt mun harðar og ólöglegar. Dómar- inn hefði átt að láta þá heyra meira frá sér en hann gerði, og fleiri en einn maður hefði mátt yf- irgefa leikvöllinn I þessum leik. Beztu menn HELLAS voru þeir Dannell, sem hefur verið valinn í landslið Svía sem leikur í Rúss- landi eftir 2 vikur, R. Johansson, Hodin og markvörðurinn Friborg, sem varði vel. MAÐURINN SEM BREYTTI STOKE CITY í STÓRLIB Stanley Matthews róðinn framkvæmda- stjóri og hyggst nú brótt leggja skóna á hilluna Nafnið Stanley Matthews, er lík lega eitthvert bezt þekkta nafn á knatspyrnumanni í heiminum í dag. Hvar sem er vita menn hver Stan- ley er, enda ekki að undra því Sir Stanley Matthews hefur að baki furðulega reynslu á knatspyrnu- vellinum. í vetur varð hann 48 ára en er samt enn talinn bezti hægri útherji Bretlands, og al- kunnugt að honum er það að þakka að Stoke City er nú að vinna sig upp í 1. deild í Englandi. Þegar Mathews varð 48 ára í febrúar s.l. leit Ieikjatafla hans þannig út: Leikir: Mörk. Deildarkeppnin 675 70 Bikarkeppnin 82 11 Lansleikir 54 2 „Inter-League“leikur 13 8 Með liði Stóra-Bretlands 2 Samanlagt eru þetta 826 opin- berir leikir og 91 mark. Matthews er ekki stoltur af mörkunum. „Það er ekki hlutverk útherja að skora“, segir hann. „Miðjutríóið á undir venjulegum kringumstæðum að skora mörkin, en auðvitað geta kringumstæðurnar hagað þvi svo til að útherji eigi að skjóta að marki.“ Fyrir tveim árum var talað um að nú væri Stan ,,gamli“ að syngja sitt síðasta vers í knattspyrnunni, en hann var þá enn ieikmaður hjá Biackpool. Um þetta leyti var Stoke City í fallhættu I 2. deild fjárhagur liðsins var afar lélegir' skuldirnar hrúguðust upp og féla,; ið skuldaði um 80.000 pund, félags ándinn var lélegur og fólk var hæM að sækja leiki liðsins og meðcl a horfendafjöldinn langt undir 10.000 manns. Það var þá sem undrið gerðist. Stoke City keypti Stanley Matt- hews fyrir ,,slikk“, aðeins 2.500 pund, sem eru ævintýralegustu kaup, sem gerð hafa verið I ensku knattspyrnunni og líklega þó víðar væri leitað. Stoke fékk strax í fyrsta leik 44.000 manns f niður- nídd og ómáluð áhorfendastæðin og smám saman fór Stoke City að rétta úr kryppunni. Liðið vann hvern ieikinn á fætur öðrum, leik- menn sýndu nú mun betri leiki en áður, áhorfendatalan jókst óðum og er nú komin vel yfir 20.000 að meðaltali, félagið gat greitt skuld- irnar, lagað áhorfendastæðin og grasvöllinn, svo hvort tveggja er sérlega fallegt og smekkiegt. Að auki eru nýjar framkvæmdir á döf- inni: Ný áhorfendastæði eiga að rísa, en ( þeim eiga að vera ný búningsherbergi, fundarsalir og skrifstofur félagsins. Þetta á að kosta um 150.000 pund. Að auki eyddi Stoke 50.000 pundum ( nýja leikmenri í fyrra. Stjörnur eins ••'t Denis Violet (Marich. U.), Eddie 'ituart (Wolves), Eddie Clamp ^Arsenal), voru keyptir. Allt þetta gerðist þegar félagið keypti Sir Stanley Matthews frá Blackpool. Svo mikil áhrif hafði Matthews á liðið með leik sínum, enda er hann af fjölmörgum sér- fræðingum talinn bezti hægri út- herji Englands ennþá, þó lands- Framh. af bls. 10 I H ■ ■ ■ ■ O I Ingvar Asmundsson — Þórir Ólafsson !■■■■■• Frá Skákþingi íslands Hér koma nokkrar skákir, sem tefldar voru á nýafstöðnu Skák- þingi íslands. Þótt þær séu að vísu allar nokkuð gallaðar, sýna þær greinilega, að hart var barizt og alltaf brotið upp á einhverju til að hleypa lifi í stöðurnar. Meðan svona er teflt, ætti ekki að skorta áhorfendur á skákmótum hérlendis. Hvítt: Ingi R. Jóhannsson Svart: Freysteinn Þorbergsson Caro-Kann vörn 1. e4, d5 2. exd5, Rf6 3. c4, c6 4. d4, — Hvítur græðir ekkert á að halda í peðið, t. d. 4. dxc6, Rxc6 5. Rf3, e5 og svartur hefur ágæta stöðu fyrir hið fórnaða peð. Stanley Matthews. 4. —, cxd5 5. Rc3, e6 6. Rf3, Be7 7. Bg5, 0—0 Komið er upp algengt afbrigði í Caro-Kann vörninni eftir breytta leikjaröð. Hvítur á nú um tvennt að velja, leið þá, sem hann velur í skákinni eða framhald, sem oft er kennt við Botvinnik 8. c5, b6 9. b4, bxc5 10. bxc5, og svartur hefur þröngt tafl. Leið sú, er Ingi velur, gefur hvítum þægilegt og rúmt tafl. 8. Bd3, dxc4 9. Bxc4, b6 10. De2, Bb7 11. 0—0, Rc6 12. Hadl, Rd5 Svartur leitar uppskipta, enda mun það rökrétt úrræði í stöðum sem þessurn. Hvítur leikur ekki nú þeim leik, sem svartur býst við (Bxe7) og virðist það rugla hann nokkuð í ríminu. 13. Bxd5?i, Bxg5? 14. Be4!, Bh6 Þessi ólánlegi leikur er framhald fyrri afleiks. Svartur hyggst halda í biskupaparið, en gerir sér ekki grein fyrir, hve hættulegt það er. Eðlilegast hefði verið að leika 13. —, exd5 14. Bxe7, Dxe7 og ekki er sjáanlegt að svartur eigi í miklum erfiðleikum. Hvítur leggur nú undir sig miðborðið og fyrirbyggir, að svartur nái nokkurri mótssókn. •Hvítt: Bragi Kristjánsson Svart: Jón Kristinssbn Sikileyjarvörn. 1. e4, c5 2. Rf3, Rc6 3. d4, cxd4 4. Rxd4, g6 5. Be3, Bg7 6. Rc3, Rf6 7. f3, — Byrjunarkerfi þetta krefst mjög nákvæmrar taflmennsku af beggja hálfu og allt hik er vara- samt. Þessi leikur hvíts er of hæg- fara og nær svartur fljótlega frum- kvæðinu í sínar hendur. 7. —, 0—0 8. Dd2, — Hvítur átti að koma í veg fyrir framrás d-peðsins með öllum tiltækum ráð- um, t. d. 8. Rb3, eða 8. Bc4. 8. — d5! 9. Rxc6, bxc6 10. e5, Rd7, 11. f4, Da5 12. Re4?. Drottningarleikur svarts var ekki góður og hefði hvlt ur nú átt að notfæra sér drottn- ingarflanið og leika 12. a3!, svartur á þá talsvert erfitt um vik, því að framrás b-peðsins vofir alltaf yfir. Reyni svartur að hindra hana með 12. —, Hb8 leikur hvítur samt sem áður 13. b4!, Hxb4 14. Rxd5! og vinnur. 12. — Dxd2f 13. Rxd2, e6 14. R-b3, He8 15. Bd3, Bf8 16. c3, a5 17. Rd4, Ba6! Fallega leikið. Svart- ur hefur tryggt sér frumkvæðið ör- ugglega og eftir þennan leik verður æ erfiðara fyrir hvítan að halda I horfinu. 18. Bxa6, Hxa6 19. 0—0—0?, — Hvítur gerir sér réttilega grein fyr ir að úrslitaátökin verða á drottn- ingarvæng, en ekki er ráðlegt að etja fyrirliða orustunnar beina leið I þann eld, a. m. k. ekki meðan margir menn eru á borði. 19. — Hb8 20. Rf3, c5 21. Hhfl, a4! 22. g4, c4! Auðséð er að ekki var það nein tilviljun að stjórnandi svörtu mannanna hreppti annað sæti á Skákþinginu. Hann hefur byggt upp yfirburðast.öðu og fylgir markvisst þeirri áætlun, sem hann hefur set't sér. 23. a3, Bc5 24. Bd4, Hab6 25. Hf2, Hb3 26. Hc2, Bxd4 27. Hxd4, Rc5 28. Rel, H3b7 29. Kbl, Re4 30. Kcl, Kg7 31. f5?, — Von er að þolinmæði hvíts sé á þrotum. Þessi örvæntingarfulla tilraun til mótspils er andvana fædd og flýtir aðeins fyrir úrslitunum. Hér var síðasta von hvíts, að leika g5 og bíða siðan átekta. Þótt svartur hafi Framh. af bls. 10 esmbwcís&v.w' : í'jvrssmm

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.