Vísir - 10.05.1963, Side 4
4
V í SIR . Föstudagur 10. maí 1963.
Bjarni Gíslason.
Eins og Vísir hefur áður skýrt
frá var Bjami Gfslason stöðvar-
stjóri i Gufunesi ráðinn sem fjar
skiptakennari við nýstofnaðan
loftskeytaskóla f Thailandi i
Austur-Asfu.
1 bréfi, sem nýlega hefur bor-
izt frá honum til kunningja hans
hér heima, segir hann ferðasög-
una frá þvf hann lagði af stað
með Pan American-flugvél frá
Keflavík og þar til hann er kom-
inn á áfangastað í Tailandi. Vís-
ir hefur fengið leyfi móttakanda
bréfsins til að birta úr því nokk-
ur helztu atriði ferðasögunnar
og fara þau hér á eftir.
„Þá erum við komin á leið-
arenda og allt gengið mjög vel.
Við höfum aðeins veríð hér í
Bangkok 1 dag, svo ég get lítið
sagt frá Thailandi. Þess í stað
get ég sagt þér ferðasöguna. Við
flugum frá Keflavík með Pan
American. Farþegar voru fáir og
allir útlendir- nema við. Það kom
okkur því skemmtilega á óvart,
þegar við vorum ávörpuð á ís-
lenzku í hátalarakerfi flugvélar-
innar og boðin velkomin um
borð. En þarna var þá komin
Alda Guðmundsdóttir, sem starf
að hefur hjá PAA um árabil.
Hún hafði verið með vélinni frá
New York og hélt nú áfram til
London eftir 20 mínútna stopp
á Keflavík. Ég spurði hana hvort
henni fyndist ekki undarlegt að
,,tylla“ sér svona á ættjörðina
20 mln. í senn, án þess að hafa
tækifæri til að hitta kunningja
og vini. 1 fyrstu hafði henni
fundizt svo, en nú var þetta
löngu komið upp í vana. Alda
er afar aðlaðandi stúlka og er
áreiðanlega hvarvetna landi sínu
til sóma. Hún kvaðst oft fljúga
til Bangkok, svo við gerum okk-
ur vonir um að sjá hana áður
en langt um líður.
Á FERÐ OG FLUGI
Við höfum nokkurra daga við-
dvöl í London í ýmsum erinda-
gjörðum m. a. til þess að fá
þar vegabréfsáritun í thailenzka
sendiráðinu svo og til að kaupa
okkur einhver föt, sem henta f
hitabeltinu.
Síðan aftur af stað með sama
flugfélagi, sem leið liggur til
Beirut, með viðkomu f Frank-
furt, Munchen og Istanbul. Að-
búnaður allur á þessu flugi er
með eindæmum, rétt eins og á
fínustu og dýrustu stöðum á
jörðu niðri. Kampavfn og kavi-
ar, hvftir dúkar, blóm og hvers
kyns pjatt. Það lætur nærri að
manni finnist dekrið fullmikið,
varla tími til að fá sér lúr, sem
væri þó tilvalið, þar sem ekkert
er að sjá í 35 þús. feta hæð,
og maður vansofinn. Að sjálf-
sögðu er margur, sem tekur mat
og drykk fram yfir svefn. Þetta
var að vísu á 1. farrými, það er
e. t. v. hægt að hvi'last á 2.
Það var ekki fyrr en í Liban-
on, sem manni fannst maður
vera kominn í annan heim. —
Strax á flugvellinum varð maður
var við breytinguna. Allt virtist
á tjá og tundri, losarabragur á
öllu og fyrirgreiðsla umboðs-
manna flugfélagsins öll f molum,
þar sem hún hafði aftur á móti
verið mjög til fyrirmyndar alls
staðar í Evrópu.
Þarna á flugvellinum sá ég
skrftna sjón. Hópur fólks, karl-
ar og konur, húkti þarna f und-
arlegum stellingum. I fyrstu hélt
ég að fólk þetta sæti á hækj-
um sér, að það væri e. t. v. sið-
ur hérlendra, en þegar það reis
á fætur, kom í ljós að það hafði
setið á nokkurs konar kjafta-
stól, sem það braut kyrfilega
saman og stakk undir hendi sér
um leið og það labbaði sig út að
flugvél, sem beið þess. Ég gat
ekki stillt mig um að spyrja,
hvaða fólk væri þarna á ferð og
var mér þá sajt að þetta væru
pílagrímar á leið tii Mekka. Þeir
ferðast með sætalausum flutn-
ingavélum, og þar með var kom-
in lausn á stólagátunni.
ÖRBIRGÐ OG AUÐUR
1 BEIRUT
Þarna í Beirut dvöldum við í
sólarhring. Okkur varð ekki um
sel þegar þeir heimtuðu að halda
vegabréfum okkar á meðan við
A dveldum f landinu, enda gekk
f hálfgerðum brösum að finna
þau, í öllu þessu skipulagsleysi,
þegar við komum til baka.
Þarna getur maður svo ekki
þverfótað fyrir alls konar fólki,
sem undireins vill fá að keyra
mann, selja manni eitthvað o.
s. frv.
Það var líkast ævintýri úr
1001 nótt að koma á hótel Phoe-
nicia, siíkt var skrautið og mun-
aðurinn. Þetta er nýtt hótel, u.
þ. b. 1 árs. Allir veggir og gólf
neðstu hæðar úr marmara. Strax
og við komum f anddyrið var
tekið á móti okkur með þeim
sérstaka hætti, að pilsklæddur
þjónn bar okkur bakka, hvar á
stóð gyllt kanna og bollar á
stærð við eggjabikara. Látbragð
hans gaf til kynna, að hann vildi
fá okkur til að bragða á inni-
haldi könnunnar fögru, hvað
reyndist vera lútsterkt kaffi.
Hann hneigði sig í sífellu og
sagði: „Ah’ lan Wa Sah’ lan“
hvað útleggst „verið velkomin”.
Annars tala hér flestir eitthvað
f frönsku og áletranir og aug-
lýsingar venjulega á frönsku og
arabisku.
Þegar við um kvöldið fórum f
stutta kynnisferð um borgina
komumst við brátt að þvf að
ekki er allt f pelli og purpura
hér í Beirut. Þarna f rökkrinu,
en borgin er illa upplýst eins
og margar borgir í Austurlönd-
um, sáum við koma á móti okk-
ur einhverja undarlega veru. Þeg
ar hún nálgaðist kom f ljós að
þetta var telpa á að gizka 5
ára, klædd furðulegustu tötrum.
Hún rétti fram lófann og horfði
á mig biðjandi. Augu hennar
voru stór, brún og falleg og allt
f einu minntu þau mig á önnur
augu heima á Islandi. Ég hafði
að vísu kynnzt svona löguðu
lftils háttar í París og vissi mæta
vel að maður mátti varast að
gefa svona fólki, en þar sem
telpan virtist ein á ferð og hafði
slík augu, stóðst ég ekki mátið
heldur seildist ofan í vasa minn
og gaf telpunni skilding. Merci,
sagði barnið og brosti. En þetta
hefði ég ekki átt að gera þvf
brátt fjölgaði brúnum augum.
Litlu sfðar var börnum þessum
svo smalað upp í bíl og ekið
brott og jafn lfklegt að þau hafi
sjálf ekki fengið neitt af þvf,
sem þeim hafði áskotnazt.
LITAZT UM
Daginn eftir fórum við með
leiðsögumanni um borgina. —
Komst ég þá enn betur að raun
um hve eymdin er þarna mikil.
Hvarvetna blöstu við hin ótrú-
legustu hreysi, sum ekki annað
en staurabútar og skítugar teppa
druslur strengdar milli þeirra
eða þá einhvers konar hrúgöld,
úr ryðguðu bárujárni, sem hrófl-
að var upp án nokkurrar festing
ar nema hvað raðað hafði ver-
ið nokkrum steinum ofan á þak-
ið til að halda þvf niðri. Moldar-
gólf voru í húsum og fólk sat
þar flötum beinum. Leiðsögu-
maður okkar kvað fólk það er
þama byggi vera Armena, sem
væru fátækasta fólkið í Libanon
en einnig það ríkasta. Einnig sá-
um við þarna gömul súlnagöng,
sem grafin höfðu verið úr jörðu
og taldi leiðsögumaður okkar að
margir fornleifafræðingar nú-
tímans væru þeirrar skoðunar
að þarna undir væru menjar
gamallar borgar allt frá dögum
Rómverja. Eins sáum við inn í
eina Moskuna, þar sem fólk lá
á gólfinu og tilbað Allah.
Það er afar fallegt borgar-
stæði þama. Borgin reist í fjalls-
hlíð og öll byggð á stöllum,
þannig að maður getur séð alla
borgina í einu. Þama er þvf
mjög auðvelt að rata. Götur all-
ar hafa bæði nafn og númer.
Verðlag er þarna mjög hátt og
hefur á sfðustu 10—20 árum
hækkað mjög mikið. T. d. má
nefna að lóðir, sem fyrir 15 ár-
um kostuðu 5 pjastra, kosta nú
500 libanönsk pund. Vinnubrögð
virðast mjög frumstæð. Margar
konur unnu þarna við bygging-
ar og aðra erfiðisvinnu og báru
þær á milli sín sandinn í steyp-
una í nokkurs konar trogi, sem
minnti helzt á saltfiskbörumar
heima.
Á LEIÐARENDA
Þarna var hitinn 80 stig svo
maður var orðinn heldur þreytt-
ur um kvöldið en þá yfirgáfum
við Libanon og héldum áfram
ferðinni til Karachi í Pakistan.
Þar höfðum við 40 mfnútna við-
dvöl og fannst okkur nú heldur
vera farið að volgna en það var
þó ekki nærri eins heitt og í Cal-
cutta. Þegar ég steig út úr vél-
inni þar, fannst mér eins og ég
væri að fara í gufubað, svo mik-
ill var rakinn og hitinn. Mistr-
ið var svo mikið þarna að það
þurfti að hafa kveikt á ‘öllum
Ijósum flugbrautarinnar, þó um
hábjartan dag væri. „Jæja, þarna
getið þið nú séð, hvemig það
er í Bangkok,” sagði samferða-
maður okkar ertandi, „mjög líkt
e. t. v. heldur verra." Þetta var
gamansamur Ástralíumaður og
ég vonaði að honum væri ekki
alvara.
Nú, og þá er komið að sfðasta
áfanga. Flugið frá Calcutta til
Bangkok tekur um 2 klst.
Hér í Thailandi er nú heit-
asti tfmi ársins, að vfsu nokk-
uð erfitt til að byrja með, mik-
il viðbrigði, en það er líka gott
til þess að vita, að það muni fara
batnandi.”
frlandsferð vikulega í sumar
Ferðaskrifstofan Lönd og leið
ir efnir til írlandsferðar (hóp-
ferðar) í sumar. Farastjóri verð
ur Bryndís Schram.
í ferðapistlum, sem birtir
hafa verið hér í blaðinu, hefur
verið vikið að því alloft, hvað
ísland byggðist að nokkru frá
írlandi, að þar býr skyld þjóð
okkur Islqndingum og um margt
lík, svo að margar stoðir renna
undir það, að lslendingar kynn-
ist írlandi og Irum af eigin
reynd, jafn hagstætt og það auk
þess er, að ferðast um Skot-
land, Wales og England um leið.
Tækifæri það, sem Lönd og
leiðir bjóða upp á, er sem hér
segir: Farið verður á Dettifossi
23. ágúst, sem fer beint til Dyfl
innar. Siglt er um írlandshaf,
þar sem í góðu veðri sér vel til
fjalla á N-írlandi og Skotlandi,
og.siglt er framhjá eynni Mön,
sögulega frægri og fágurri ey.
Þess ber að geta að aðbúnaður
fyrir farþega er hinn ágætasti.
Farþegaklefar eru fyrir 12
manns, Allir á fyrsta farrými,
mjög rúmgóðir og þægilegir.
Komið er til Dyflinnar á fimmta
degi eða 27. ágúst.
Dvalizt verður i Dyflinni í
tvo daga ög búið í Ivanhoe-
gistihúsi. Um ótal tækifæri til
lengri eða skemmri ferða getur
verið að ræða meðan þarna er
dvalizt auk þess, se mborgin
sjálf hefur upp á að bjóða.
Hinn 29. ágúst er farið í járn-
braut á fyrsta farrýmis .klefum
til baðstaðarins Tramore á suð-
urströnd landsins. Þar er nærri
5 km. sendin baðströnd og á-
gætir skemmtistaðir í bænum
sjálfum. Þarna verður dvalizt í
4 daga. Að kvöldi 2. sept verð-
ur farið frá Tramore í járn-
braut og ferju til Fishgard í
Wales og komið til Lundúna kl.
10 að Tnorgni næsta dags. I
London verður gist f Regent
Palace gistihúsi við Piccadilly
Circus og flogið heim með Flug
félagi Islands 6. september.
Lengd ferðarinnar er 15 dag-
ar, verð kr. 14.735,00 á einstak-
ling, allar ferðir innifaldar gist-
ing alls staðar, fararstjó.rn og
allar máltíðir (nema í Loþdon,
þar sem aðeins morgunverður
er innifalinn).
Lönd og leiðir vekja athygli
á ýmsu sem I'rland hefur upp
á að bjóða sem ferðamannaland
og ekki sízt að ferðalög þar
eru að mörgu leyti ódýr“. Ferða
skrifstofan hefur og í ferðaáætl-
un sinni vikulegar ferðir. Verð-
ur flogið (á mánudögum frá
Glasgow til Dyflinnar og dval-
ið þar í góðu gistihúsi, þriðju-
dagur er frjáls dagur í Dyfl-
inni, á miðvikudögum verður
ferðast um Suður-Irland,
fimmtudagar verða frjálsir dag-
ar í Dyflinni, á föstudögum er
flogið árdegis til Glasgow og
flogið til Reykjavíkur að kvöldi
laugardags.
I