Vísir - 14.05.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 14.05.1963, Blaðsíða 2
2 V í S I R . Þriðjudagur 14. maí 198S A& Lr-i | J QrT f/y/Æm/v////////. 13 mm T3 D Mjög góBur leikur hjá KR og ÞRÓTTI í gærkvöldi Hraði, skot, mörk, góð knattspyrna. Allt þetta var að finna í leik Þróttar og KR í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikurinn var afar jafn og spennandi og um 2000 á- horfendur nutu hans frá upphafi til enda. Þróttar- amir vom mun ákveðnari í leik sínum og sýndu fá- dæma skotfimi og hraða í sóknaraðgerðum sínum og unnu leikinn á því. Hér var um óvanalega góðan leik að ræða — leik, sem of lítið er af í íslenzkri knatt- spymu. Fyrsta tækifæri leiksins, af þeim mikla fjölda, sem fylgdi, kom á 7. mín. Þá varði Gísli Þorkelsson, markvörður KR, fallegt skot Axels Axelssonar. Þróttarar voru nær bún | ir að fá mark á sig 5 mínútum síð-; ar. Ellert skailaði fyrst að marki en Þröttarar bjarga af línunni út til Jóns Sigurðssonar, sem skýtur en enn bjarga Þróttarar. Fyrsta mark leiksins kom um tniðjan fyrri hálfleik. Sigurþór Jak- obsson skaut af vítateig, en Gutt- ormur Ólafssan, markvörður Þrótt- ar, var of seinn niður og missir boltann undir sig, 1:0 fyrir KR. Q Þróttarar jafna eftir 8 mínút- ur. Axel Axelsson, vinstri út- herji Þróttar brýzt upp vinstri væng inn og skot hans alllangt utan víta- teigs lenti snöggt og óvænt í net- inu. Markvörður hreyfði hvorki legg né lið og áhorfendur lustu ekki upp fagnaðarópi fyrr en hann sótti boltann í netiö, 1:1. (®) Enn líða 8 mfnútur og á 36. mínútu er boltinn í neti Þrótt- ara, Jón Sigurðsson afgreiddi bolt- ann laglega. Þróttari ætlaði að skalla frá marki ,en Jón tók bolt- ann á lofti og sendi laglega í net Þróttar algjörlega óverjandi. Q Skömmu fyrir leikhlé skoraði hinn markheppni innherji Þróttar, Jens Karlsson jöfnunar- markið fyrir Þrótt. Hann gafst ekki | upp þótt Hreiðar væri greinilega I kominn i aðstöðu til að hreinsa frá marki og fylgir eftir. Skot Hreiðars lenti í Jens og i fallegan boga inn í mark KR, 2:2 í hléi eftir heldur betri Ieik KR, en jákvæðari fram- línuleik Þróttar. Q Jens var nær búinn að skora hjá KR með því að „klippa“ aftur fyrir sig strax á 5. mín., en Þróttur tekur forystuna með marki frá Jens, þrumuskot af 25 metra færi, eftir 11 minútna leik af fyrri hálfleik. Gísli reyndi að verja en skotið var fast og erfitt vlðureign- ar, enda í bláhornið, 3:2 fyrir Þrótt. Q Leikurinn var nú geysiskemmti Iegu.r og KRingar sýndu sig í að hafa fullan hug á að jafna met- in. Guttormur markvörður sýndi nú hvað eftir annað stórgóðan leik og vöm Þróttar barðist vel. Þrótt- arar gáfu heldur ekki upp sóknina og reyndust sóknarlotur Þróttar alltaf hættulegar vegna hraðans, sem í þeim var. Jens átti hörku- skot, sem Gísli varði yfir mjög Iag- Iega. g) 3:3 kemurá 26. mínútu. Öm Steinsen skoraði örugglega af stuttu færi, en Jón Sigurðsson átti mestan heiðurinn þar eð hann lagði Gjeðj Hibemian manna var ósegjanleg er þeir skoruðu sigurmarkið gegn St. Mirren á laugardagr inn. Það var framherjinn Baker, sem áður var hjá St. Mirren, sem skoraði þetta mark hjá sínu gamla félagi á Easter Road vellinum. Guttormur, markmaður Þróttar, ver glæsilega hörkuskot KR-ings, boltann mjög fallega fyrir Örn. Upp haf þessa var aukaspyrna sem Ell- ert tók á miðjunni. Þróttarar áttu góð færi til að ná forystunni á 30., 31. og 32. mín. Gísli varði á þessum mínútum hörkuskot frá Ólafi Brynjólfssyni og Haukur Þorvaldsson skaut ó- vænt hörkuskoti í samskeyti niarks ins og í endamörk. Q Úrslitamarkið kom hins vegar á 35. mín. Boltinn kom frá vinstri kanti frá Axel Axelssyni, rann inn um sóknarmenn og varn- armenn til Ólafs Brynjólfssoar, sem var síður en svo í góðu færi, en sá litla smugu fyrir boltann og skaut í bláhornið, fast og gott skot, sem Gfsli réð ekki við. Síðustu mínúturnar voru hörku- spennandi og báðir aðilar áttu tæki færi, en Þróttarar drógu sig nokk- uð í vörn og héldu 4:3 og báðum stigunum í þessari viðureign. Þróttur á eftir sigurinn, ásamt Val, möguleika á að vinna Reykja- vikurmeistaratitilinn f ár. Það er hin mesta synd að Þróttur skuli vera í 2. deild á íslandsmótinu, því liðið er sannarlega skemmtilega leikandi og það Iiðið, sem mesta „púðrið“ er í. Axel Axelsson var Iangbezti Ieikmaður liðsins og með þessu áframhaldi verður hann fyrsti landsliðsmaður Þróttar. Gutt- ormur Ólafsson er mjög góður mark vörður og undarlegt að framhjá Framh. á bls. 6. Tottenham missti af strætisvagninum Everton búið að vinna 1. deildina Everton er öruggt um sigur í 1. deild f Englandi. Fyrirliðinn, Ray Vernon, vakti geysihrifningu hinna 70,000 áhorfenda, er fylltu Goodi- son Park á laugardaginn, er hann skoraði tvívegis í fyrri hálfleik, en útherjinn Axel Scott (áður Glas- gow Rangers) skoraði þriðja mark Everton, en í síðari hálfleik skoraði Vornon sitt þriðja mark í þessum 4:1 sigri yfir Fulham. Tottenham keppinautur Evertons um sigursætið, tapaði úti í Man- chester fyrir United með 0:1. Það var Alex Harley, sem skoraði í seinni hálfleik. Mark hans slökkti síðustu von Tottenhams um sigur í deildinni og þar með um að fá þátttökuréttinn í Evrópubikarkeppn inni næsta ár, sem er að vonum eftirsóknarvert vegna hinna svim- andi peningaupphæða, sem fylgja honum. I' 2. deild vann Stoke Chelsea í spennandi leik 1:0, en Sunderland fór upp í 2. sæti með sigri yfir Swansea úti, 3:4. í Skotlandi vann Hibernian St. Mirren með 2:1 og tryggði sá sigur áframhaldandi veru þeirra í 1. deild. Úrslit í Englandi: 1. deild Arsenal — Burnley 2—3 Bolton Wand.—Leichest. City 2—0 Everton — Fulham 4—1 Manchester City—Tottenham 1—0 Sheffield Unit. — Liverpool 0—0 West Bromwich—Aston Villa 1—0 Vest Ham — Leyton Orient 2—0 2. deild Chelsea — Stoke 0—1 Leeds United — Huddersfield 0—1 Luton — Charlton 4—1 Middlesbrough — Cardiff 3—1 Newcastle United — Preston 2—2 Norwich — Grimsby 0—0 Southampton — Sunderland 3—4 Swansea — Sunderland 3—4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.