Vísir - 14.05.1963, Blaðsíða 3
V1 SIR . Þriðjuöagur 14. maí 1963
3
9
Vorið er komið í Mosfells-
sveitinni. Mesti annatími bænd-
anna er byrjaður og það kemur
nýtt Iff f bændur og búalið.
Sauðburður er hafinn og á
hverjum degi bætast við í heim-
inn nýjar lifandi verur, fallegar
gimbrar og stoltir hrútar, valtir
á fótunum.
En það er fleira en lömb sem
fæðzt hafa að Hrfsbrú og
Monfelli í Mosfelissveit s.l.
viku, því hún Stjarna hans Ingi-
mundar á Hrfsbrú kastaði og
ein kýrin hans Bjama á Mosfelli
eignaðist hinn myndarlegasta
bolakálf.
Við skruppum því uppeftir og
tókum þessar skemmtilegu
myndir, sem prýða Myndsjána
í dag og boða komu vorsins í
Mosfellsdalinn,
Fyrst var haldið að Hrisbrú
og rauðstjörnótta merin hans
Ingimundar Ámundarsonar
bónda mynduð með vikugamla
folaldið sitt og gekk það vei
þvf Stjama reyndist vera hin
bezta „fyrirsæta“. Eftir að
hafa myndað Stjömu héldum
við yfir að næsta bæ og hittum
þar bömin hans séra Bjama á
Mosfelli, sem eru voða dugleg
að hjálpa pabba við öll vorverk-
in. Fylgdu þau okkur til Hiimis-
kollu, sem var í túninu fyrir
ofa.n bæ með tvflembingana
sem voru fyrstu lömbin sem
fæddust á Mosfelli. Eftir
nokkurn eltingaleik voru lömbin
handsömuð og eftir það reynd-
ist ekki erfitt að fá móðirina
á myndina. Síðan var haldið
niður í fjós en þar var tveggja
daga gamall boiakálfur, sem sá
dagsins ljós í fyrsta sinn rétt
um Ieið og hann var myndaður
og auðvitað mátti ekki gleyma
að hafa Snata með.
’ ' ~rrtv'l u-'kohH go
ir^axetjrae' l ijokeinlión Jnssv
(Ljósm. B. G.>-
;
- -
• ■
.
Hk
VOR I MOSFELLSSVEIT
‘ . , ‘r
$
V:: mJ.