Vísir


Vísir - 14.05.1963, Qupperneq 16

Vísir - 14.05.1963, Qupperneq 16
pnm Þriðjudagur 14. mai 1963 Þórsmenn fyrir rétti Þingað var í Milwood-málinu [ Sakadómi Reykjavíkur í gær, og hafði þá verið hlé á rétt- arhöldum síðan s.l. þriðjudag. Skipherra og fyrsti stýrimaður af Þór komu fyrir réttinn að þessu sinni og staðfestu mæl- ingar, er þeir höfðu gert á dufl- inu, sem Óðinsmenn höfðu sett út á þeim stað, sem Milwood var að veiðum á innan landhelg- innar. Enn var gerð krafa af hálfu umboðsmanns eiganda Milwood um að togarinn yrði látinn laus, og enn var þeirri kröfu mót- mælt fýrir réttinum af hálfu sak sóknara ríkisins. Aflasala B.v. Gylfi seldi síldarfarm í gær í Bremerhaven fyrir 43,400 mörk. Togarinn var með 136 tonn, en 15 tonn af farminum fóru í gúanó vegna skemmda. Sfldin mun hafa selzt fyrir gangverð á markaðnum nú, en sfldarverðið hefir lækkað vegna aukins framboðs. Hin nýja vöggustofa Torvaldsensfélagsins S >' N -íV' ■ Hin nýja og glæsilega vöggustofa Thorvaldsensféiagsins við Sunnutorg. Dr. Luns utanríkisráðherra Hollands heimsækir Island Dr. Joseph Luns, utanríkisráð- herra Hollands, er væntanlegur Bílvelta og slys Ung stúlka var flutt í sjúkrahús I gær eftir að bifreið, sem hún var í, hafðl farið út af Þingvallavegin- um og farið þar tvær veltur unz hún nam staðar. Færeyskur maður, búsettur hér- lendis, hafði tekið Volkswagenbif- reið á leigu hjá bílaleigunni Akstri í Hafnarfirði, en skrásetningar- merki hennar er G 2674. Tók Fær- eyingurinn tvær ungar stúlkur með sér sem farþega og ók síðan aust- ur um Hellisheiði, þaðan til Þing- valla og yfir Mosfellsheiði í baka- leið. Þegar bifreiðin var komin miðja vegu milli Seljabrekku og Gljúfrasteins náði ökumaðurinn ekki beygju, sem er á veginum, bifreiðin rann til í lausri möl, sem Framhald á bls. 6. hingað f opinbera heimsókn í þess- ari viku. Kemur hann hingað á- samt frú sinni f boði utanríkisráð- herra og dveljast þau hér til mánu dagsmorguns. Ambassador Hollands á íslandi Adolph Bentinck barón, sem er ambassador Hollands í London, kemur hingað með utanrfkisráð- herrahjónunum, og tveir einkarit- arar utanríkisráðherrans. Utanríkisráðherrahjónin búa f forsætisráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Dr. Luns fer í heimsókn í stjóm arráðið á föstudag og efnir til blaðamannafundar síðdegis, en á laugardag verður farið til Þingvalla í boði ríkisstjórnar og skoðuð Sogs virkjunin og setið hádegisverðar- boð borgarstjóra. Flogið verður til Akureyrar á laugardag, ef veður leyfir. Dr. Joseph Luns. Innan skamms verður vígð og tekin f notkun Vöggustofa Thor- valdsensfélagsins, sem stendur við Sunnutorg f Reykjavfk. Eins og lslendingum er kunn- ugt hefur Thorvaldsensfélagið um margra ára skeið unnið öt- ullega að fjáröflun til bygging- ar vöggustofu og um s.l. jól minnti það m. a. á vöggustof-1 una með því að hafa mynd af ungbami f vöggu á jólamerkinu. í september árið 1960 sáu kon umar í Thorvaldsensfélaginu draum sinn loksins rætast, haf- in var bygging vöggustofunnar á lóð við Sunnutorg f Reykjavík rétt við vöggustofuna Hlfðar- enda, sem bærinn hefur rekið 'um alllangt skeið. Byggingar- framkvæmdum hefur miðað svo vpl áfram, að nú stendur vöggu- stofan næstum fullbúin og verð- ur tekin f notkun innan skamms. Útbúnaðurvöggustofunnarer all ur hinn fullkomnasti, bjartar og vistlegar stofur og í eldhúsi og þvottahúsi em allar fullkomn- ustu vélar sem völ er á. Á vöggu stofunni er rúm fyrir 32 böm, allt frá nýfæddum til 18 mán- aða. Um leið og Vöggustofa Thor- valdsensfélagsins verður tekin í notkun verður vöggustofan að Framhald á bls. 6 Vegur fyrir Olafsvíkuremi Á komandi sumri er fyrirhugað að gera akfæran veg fyrir Ólafs- vfkurenni, milli Sands og Ólafs- víkur, en þegar þeim áfanga er náð verður unnt að aka öllum venjulegum bifreiðum hringinn f í kringum Snæfellsnes. Er að þessu ekki aðeins mikil samgöngubót, heldur opnast um leið ein fegursta og skemmtilegasta ferðamannaleið á öllu íslandi. Til þessa hafa bílar með fleir- hjóladrif slarkað fyrir Ólafsvíkur- enni um fjöru, en við flóð fellur alveg upp að berginu og fyrir bragðið verður ekki komið þarna neinni vegargerð nema sprengja bergið á alllöngum kafla og leggja veginn þar uppi. Um páskana bauð Vegagerð ríkisins þessa fram- kvæmd út, en þar er um að ræða 1200 metra langan vegarkafla. Tvö tilboð bárust og voru þau opnuð s.l. laugardag. Verulegur munur var á verðtilboðum þessarra aðila. Lægra tilboðið var frá Efra- falli, er var að upphæð 9.8 millj. kr. en hitt frá Björgvini Halldórs- syni, Gunnari Gunnarssyni, Lárusi Magnússyni og Magnúsi Ólafssyni að fjárhæð 16.4 millj. kr. Ráðizt verður f þessar fram- kvæmdir svo fljótt sem auðið er,, og að því er Sigurður Jóhannsson’ vegamálastjóri tjáði Vísi f haust er hugmyndin að verkinu verði að fullu lokið í sumar og vegasam- band milli Hellissands og Ólafs- víkur komist á f haust. r Islandsmynd Zetterling: Hundahald í hundalausri borg Frá fréttaritara Vísis í London. Ég átti nýlega tal við Mai Zetterling, en í kvöld verður íslandsmynd hennar sýnd í sjónvarpi BBC. Myndin verður 45 mínútur að lengd. — Fyrst stóð ekki til að myndin yrði nema 25 mfnútur segir frú Zetterling en eftir að yfirmenn BBC sáu hana ákváðu þeir að hún skyldi vera lengri. — Hvað haldið þér að Is- lendingar segi um myndina? — Ég vona að flestir hafi gaman af henni. En þó geta orðið um hana skiptar skoðanir. — Hví það? — Ég sýni m. a. að Reykja- vík er borg þar sem „allt er hægt“. Hundahald er t. d. bann- að í Reykjavík en ég myndaði hundana þar. — En hvað munu Bretar segja? Framhald á bls. 6. Mai Zetterling

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.