Vísir - 16.05.1963, Page 8
8
VlSIR . Fimmtudagur 16. mai 1963.
VÍSIK
> • . *
CJtgefandi: Blaðaötgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og ^greiðsla Ingóifsstræti 3.
Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Þögnin um viðreisnina
í þessum kosningum velur þjóðin um það hvort hún
rill áframhaldandi viðreisn eða vandræðaástand undir
íýrri vinstri stjóm.
Viðreisnin er höfuðmál kosninganna. Hún er þegar
komin vel á veg. Hún hefir komið jafnvægi á í fjár-
málunum og fært öllum launþegum landsins ómældar
kjarabætur. Nú er það þjóðarinnar að segja til um það
hvort hún vill að áframhald verði á uppbyggingu
landsins og viðreisn efnahagslífsins, eða hvort aftur á
að hverfa í skaut óðaverðbólgu og upplausnar. Frá
slíkri upplausn hljópst vinstri stjómin 1958. Þá voru
úrræðin þrotin og þjóðarskútan að stranda.
Andstæðingar ríkisstjómarinnar viðurkenna það í
skrifum sínum að viðreisnin hafi tekizt, þrátt fyrir
móðuharðindaspádómana. Þeir viðurkenna það með
því að neita að ræða viðreisnina, méð þögninni. Flúið
er á náðir utanríkismálanna og reynt að gera viðkvæm
utanríkismál að bitbeini.
Hver trúir því að ríkisstjórnin ætli að semja um
framlengd fiskveiðiréttindi við Breta eftir kosningar?
Hver trúir því að hún hyggist opna landið fyrir er-
Iendum auðhringum til fjárplógsstarfa?
Enginn. Ekki einu sinni tryggustu fylgismenn fram-
sóknar og kommúnista.
Sigur rikisstjómarinnar er fólginn í velgengni við-
reisnarinnar. Hann er sigur þjóðarinnar allrar.
S/S óskaði aðildar
Það er erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að sverja
það lengur af sér að hann hafi viljað aðild íslands að
Efnahagsbandalaginu. Þeir Eysteinn og Helgi Bergs
mæltu báðir með því í ágúst 1961, sem stjómarmenn
SÍS, að íslendingar sæktu um fulla aðild að EBE. Þetta
er skjalfest í bókum Viðskiptamálaráðuneytisins,
þangað sem svar SÍS var sent.
Þess vegna þýðir það ekki hætishót fyrir Framsókn-
arflokkinn að halda því fram nú að ríkisstjómin hafi
bruggað þjóðinni launráð í þessu máli gegn vilja Fram-
sóknarflokksins. Að slíkum fullyrðingum er hlegið —
þegar beiðni SÍS liggur skjalfest fyrir.
En ríkisstjómin fór ekki að vilja SÍS. Hún sendi ekki
aðildarbeiðni til Brussel. Hún beið og kannaði málið.
En ef ráðum Eysteins og Helga verkfræðings hefði
verið fylgt — eða Stéttarsambands bænda, þá hefðu
aðildarviðræður hafizt í ársbyrjun í fyrra. Þessir tveir
aðilar vildu ganga miklu lengra en ríkisstjómin í átt-
ina til Bmssel. Það er ómótmælanleg staðreynd og því
væri Tímanum réttast að hætta vaðli sínum um það
að það hafi verið ríkisstjómin, sem vildi teygja sig
lengst til samkomulags við EBE.
Björn Laxdal með nýja bflinn fyrir framan háskölann. Ljósm. Vfsis B. G.
,Nýi Citroen erbesti vagn'
— segir Björn Laxdhl leTabílstjóri
Sjaldan hafa fleiri bifreiöir ofe
af mismunandi gerðum verið
fluttar til landsins, en nú eftir
að bifreiðainnflutningurinn var
gefinn frjáls. Svo að segja f
hverjum mánuði sjást á götum
borgarinnar bílar sem koma okk
ur ókunnulcga fyrir sjónir. Með
al þeirra eru tvær bifreiðir af
Citroengerð, sem vakið hafa
athygli margra vegfarenda.
Citroen ID hefur farið mikla
sigurför um Frakkland og einn
ig hefur bíllinn náð vinsældum
I Bretlandi og á Norðurlöndum.
Það sem einkum hefur vakið at-
hygli á bílnum hér, er hvað
hann stingur í stúf hvað útlit
snertir við lfestar aðrar bifreið-
ar.
TUTTUGASTI BÍLLINN.
Fréttamaður blaðsins hitti fyr
ir nokkru Björn Laxdal, leigu-
bílstjóra á Hreyfli, sem er eig-
andi annarrar Citröenbifreiðar-
innar og spjallaði við hann um
farkostinn.
Bjöm hefur ekið leigubíl í um
30 ár. Fyrst á Akureyri og síðan
hér í Reykjavík og sagði hann,
að þetta væri tuttugasti bflinn,
sem hann eignaðist. Hefur hann
átt bíla af sjö gerðum, en aldrei
fyrr Citroenbíll.
— Þegar við spyrjum Bjöm
irvernig honum hafi dottið í hug
að festa kaup á þessum bíl svar
ar hann:
— Sennilega kom það til af
því, að ég hafði fylgzt með
þessum bíl undanfarin ár, að
vísu aðeins af afspurn. Síðan
vildi svo til að hingað til lajids
ins komu tveir bílar, annar fór
til franska sendiráðsins, en
hinn var sýningarbíll. Ek ég nú
á þeim síðarnefnda.
LÆKKAR EKKI.
— Og hverja telurðu helztu
kosti bílsins?
— 1 sem skemmstu máli sagt:
Hvaða útlit snertir finnst mér
bílinn vera stílhreinn. Hann eyð
ir ekki miklu benzíni og það
er okkur leigubflstjórum fyrir
miklu. Á hverja 100 km. innan-
bæjar fer hann með um 11 Iítra,
en í akstri utanbæjar 8,4 lítra.
Bíllinn hefur svokallaðar burðar
magnsfjaðrir og er sama hversu
mikill þungi er í honum upp að
1720 kg. hann lækkar ekki.
Hægt er að hækka hann upp í
fjórar mismunandi hæðir, eftir
því á hvernig vegi er ekið. Og
þessar fjaðrir hafa þá eiginleika
að þær taka úr allan titring.
Aðeins sex koppar eru á bfln-
um til þess að smyrja. Allar
járnplötur neðan á honum eru
ryðvarðar. Stýrisendarnir eru
mjög ofarlega og gefur bað þeim
aukna endingu. Svo að síðustu
get ég nefnt sætin sem eru al-
veg sérstaklega góð.
— Loftbremsur eru á bílnum.
Enginn stýrishnúður er, sem
margir hafa farið illa á. Bakið á
framsætinu er sérstaklega vel
stoppað, svo að farþegar geti
ekki meitt sig ef þeir kastast
fram, svo aðeins fátt eitt sé
nefnt.
Finnst þér nógu gott rými f
bflnum?
— Já, t. d. er enginn hólkur
í gólfinu fyrir drifskaft af því
framhjóladrif er á bflnum og
gefur það aukið rými fyrir fæt
ur farþeganna og í aftursætinu
geta með góðu móti rúmazt
þrír fullorðnir karlmenn. En
framsætið er þó í þrengra lagi.
— Að síðustu Bjöm geturðu
nefnt eitthvað sem hefur brugð
izt þínum vonum?
— Nei, það finnst mér erfitL
Ég hef verið með bílinn á stöð-
inni í rúman hálfan mánuð
og það hefur ekkert komið fram
sem valdið hefur mér vonbrigð
um. Það eina sem ég gæti kvart
að yfir er hvað fólk er forvitið
og það vill fá mig til þes að
leika alls konar „kúnstir", t. d.
hækka hann upp og Iækka á
vfxl. Já, nýi Citroen er bezti
bíll.
Kostir ógóðahlutans:
30 % hærra kmp i
OFNASMIÐJUNNI
Ofnasmiðjan er eitt þeirra
fáu fyrirtækja, sem hafa tek
ifl upp þann hátt afl greifla
starfsfólki sínu ágóðahlut á
fast kaup, í samræmi vifl
aukin afkðst. Á síflasta ári
nam ágóflahluti þessi 30% í
viflbót við fasta kaupið, án
þess þó að um lengingu
vinnutímans væri að ræða.
Þessar merkilegu upplýsingar
koma fram I blaði Ofnasmiðj-
unnar, Smiðjan, sem árlega kem
ur úr á sumardaginn fyrsta. Þar
er skýrt frá því að ágóðahluti
12 starfsmanna, sem unnu á.
Iðjutaxta hafi á árinu numið um
20 þús. krónum. Er það 30%
viðbót við taxtakaupið. Vinnu-
vikan var hins vegar ekki nema
45 stundir (nettó). Er hér um
raunúæfar kjarabætur að ræða,
sem byggjast á auknum afköst-
um við vinnuna, án lengingar
vinnutíma.
Það var árið 1955 sem Ofna-
smiðjan fór inn á þá braut að
leggja niður eftirvinnu en heita
starfsmönnum fjárhagslegri þátt
töku í þeim hagnaði, sem áynn
ist við að leggja niður eftir-
vinnu og með aukinni vinnu-
hagræðingu. Ef framleiðslan
minnkaði ekki frá þvl sem áður
var, þá skyldi vikulega greiðast
jafngildi 6 eftirvinnutíma. Fljót-
lega kom í ljós, að ekki dró úr
framleiðslunni við niðurfellingu
eftirvinnunnar, heldur óx hún
verulega. Segir forstjóri Ofna-
smiðjunnar, Sveinbjöm Jónsson,
í greininni, að flestum sé það
ljóst, að það er starfsmaðurinn
sjálfur sem ákveður með iðni
sinni og hagsýni hvað hann og
allir aðrir bera úr býtum.
Eftir útliti fyrstu þriggja mán
aða þessa árs n:á ætla að ágóða.
hlutinn hækki nokkuð á þessu
ári.