Vísir - 28.05.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 28.05.1963, Blaðsíða 1
1 SíUveiiisamningar geriir Útgerðarmenn og síld veiðisjómenn á Aust- fjörðum og Sandgerði hafa samið um kaup og kjör á sfldveiðunum í sumar. Eru þeir samn- ingar hliðstæðir þeim, sem gerðir voru hér á Faxaflóasvæðinu í nóv- ember í fyrra. Samningar tókust á Austfjörð um fyrr í þessum mánuði, en í Sandgerði var gengið frá samningum 23. maí s.l. Ná samn ingar á Austfjörðum yfir allt svæðið frá Seyðisfirði til Djúpa Framhald á bls. 5. 'NUTCKNA ARID1958 VERK VIÐREISNARINNAR ^ Stjómarandstaðan hefir haldið því fram að kaupmáttur launa hafi farið lækkandi síðustu ár- in. Það er rangt: Kaupmáttur atvinnutekna verka- manna sjómanna og iðnaðarmanna hefir hækkað um 10% síðan á tíma vinstri stjómarinnar 1958. Það þýðir með öðrum orðum að lífskjör þessara stétta hafa batnað um 10% á þessum tíma. verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna á öllu landinu er nú 42,8% hærri en hann var árið 1950. Staðreyndir þessar verða ekki hraktar af stjórnarandstöðunni. Þær eru teknar úr opinberum skýrslum sem hver og einn á aðgang að. í kaup máttartölunni ér tekið tillit til hækkaðs verðlags á þessum tíma og einnig hækkaðs kaups og þannig fundinn vöxtur kaupmáttarins. Lífskjörin hafa því batnað verulega á síðustu árum, eins og þessar tölur sýna og reyndar hver og einn veit af sínu eigin heimilisbókhaldi. Upplýsinga þessara hefir Vísir aflað sér hjá Efnahagsstofnun íslands, en sú stofnun reiknaði fyrir alllöngu út kaupmátt launa síðasta áratuginn. í ljós kemur að kaupmáttur atvinnutekna kvæntra Efnahagsstofnun íslands hefir gert ýtarlega rannsókn á kaup- mætti atvinnutekna verka- manna, sjómanna og iðnaðar- manna frá 1950. Hefir aðallega unnið að því verki Torfi Ás- geirsson hagfræðingur. Byggjast þessir útreikningar á framtölum þessara stétta til Skattstofunn- ar. Niðurstöður þessara rann- sókna eru eins og að framan greinir. 1953 Vaxandi kaupmáttur atvinnutekna vérka* mannd/ sjótnanna og tbnabarntatma Vilji menn gera sér grein fyr- ir þróun Iífskjara hjá launþeg- um, er nauðsynlegt að kanna þannig atvinnutekjurnar og bera breytingar á þeim saman við breytingar á framfærslukostn- aði. Síðan þarf að taka tillit til áhrifa skattalækkana þeirra, sem framkvæmdar hafa verið og aukningar beinna persónulegra styrkja frá 1960. Þá voru at- vinnutekjurnar þannig leiðrétt- ar bornar saman við breytingar á vfsitölu neyzluvöruverðlags. Niðurstaðan verður raunveruleg ar atvinnutekjur, sem telja má réttan mælikvarða á lífskjörin. Þegar svo tillit er tekið til þeirra hækkana, sem orðið hafa á neyzluvöru i landinu, kemur kaupmáttur atvinnuteknanna í Ijós. Það er gjörsamlega út í blá- inn að miða hér við lægsta kaup taxta Dagsbrúnar, en með þeirri aðferð hefir Þjóðviljinn fundið þann vísdóm, að kaupmáttur Dagsbrúnartímakaupsins hafi minnkað um 16% síðan 1945! Hér verður að miða við raun- verulegar atvinnutekjur, skv. skattaframtölum stéttanna sjálfra, skattalækkanir, persónu- uppbætur o. s. frv. Sjálft Dags- brúnarkaupið ákvarðast ekki ein vörðungu af grunntaxta Dags- brúnar, heldur af breytingu yf- irvinnugreiðslna, áhrifum ákvæð isvinnu, fjölda vinnustunda o. s. frv. Það er því vfsvitandi vill- andi að taka lægsta taxta Dags- brúnarkaupsins, gera tölulegan samanburð við önnur ár, en sleppa algjörlega fyrrgreindum atriðum, sem áhrif hafa á kaup mátt launa í landinu. Staðreynd er að það er at- hugun á kaupmætti stærstu launastéttanna í landinu, verka- manna, iðnaðarmanna og sjó- manna, sem gefur rétta mynd | af breytingum og kjörum ís- Ienzkra Iaunþega í dag. Sú at- hugun Efnahagsstofnunarinnar liggur nú fyrir og sýnir 10% kaupmáttaraukningu launa þess- ara stétta síðustu sex árin, eða 42.8% aukningu frá 1950. Því eru það hinar mestu rang færslur sem stjórnarandstaöan heldur fram, að kjör þessara stétta hafi versnað undir við- reisn. Sannleikurinn er allur ann ar, eins og opinberar skýrslur sýna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.