Vísir - 28.05.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 28.05.1963, Blaðsíða 7
V í S IR . Þriðjudagur 28. maí 1963. HRÆDD m AÐ MNANLANDSMÁLM Þess vegna hefur hún þyriað upp moldviðrinu um utanríkismólin Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið þeirrar skoðunar, að rangt sé að blanda utanríkis- málunum Lnn í dægurþrasið um innanlandsmálin, enda eigi lýð- ræðisflokkamir að hafa þar samstöðu og deilur að vera ó- þarfar. Þetta hefur þó farið á annan veg vegna þess, að Fram sókn hefur bæði hú og fyrr reynt að nota utanríkismálin á hinn ósæmilegasta hátt til at- kvæðaveiða í kosningum. Síðustu árásir Tímans og Eysteins Jónssonar á stjórnar- flokkana fyrir stefnu þeirra í utanríkismálum ætti ekki út af fyrir sig að reynast mikil kosn- ingabomba, því að hér er ná- kvæmlega um sömu stefnu að ræða og Framsókn hefur áður fylgt, þegar hún hefur verið í ríkisstjórn og meira að segja fyrrihluta núverandi kjörtíma- bils, að því er snertir afstöð- una til Efnahagsbandalags Evrópu. Ástæðan er því ekki sú, að Framsjkn sé þar raunverulega á öndverðum meiði við stjórn- arflokkana, heldur hitt, að með því að beina umræðum og blaðskrifum sem mest inn á þessar brautir verða rökræður minni um innanlandsmálin, en þar eru Framsóknarmenn löngu komnir í sjálfheldu, sem þeir með engu móti geta losað sig úr. Allir spádómar þeirra um samdrátt, atvinnuleysi og móðu harðindi af völdum stjórnar- stefnunnar hafa reynzt mark- leysa. Allt hefur farið þveröfugt við það, sem þeir sögðu. Það hlýtur því að vera erfitt fyrir frambjóðendur Framsóknar- flokksins að koma nú fram fyr- ir kjósendur og hlusta þar á ræðumenn stjórnarflokkanna reka ofan í þá allar hrakspárn- ar og sýna fram á það með ó- yggjandi staðreyndum, að þjóð- in hefur aldrei búið við betri lífskjör en nú. Það getur varla verið væn- legt til fylgisaukningar, að segja fólki, sem hefur nóga at- vinnu og betri fjárráð en nokkru sinni áður, að hér ríki atvinnuleysi, fátækt og jafnvel móðuharðindi. Og það getur heldur ekki verið vænlegt til sigurs, að segja fólki, sem vill vinna og er þakklátt fyrir að hafa næga atvinnu, að hér sé verið að innleiða vinnuþrælkun og það megi ekki vinna svona mikið. En til einhvers verður þó að grípa í málefnafátæktinni, ein- hverjar kosningasprengjur þarf að finna upp — og þá er gripið til utanríkismálanna, reynt að telja almenningi trú um að ver- ið sé að stofna frelsi og sjálf- stæði þjóðarinnar í hættu með Ein helzta kosningabomba Tímans um landhelgina, birt 19. maí. Hún sprakk eftir þrjá daga. Eysteinn Jónsson. — Hann er orðinn að athlægi albjóðar í Efnahagsbandalagsmálinu. — Hann hefur verið með fullri að- ild, aukaaðild og nú síðast við- skipta. og tollasamningi! rangri utanríkisstefnu og því haldið fram, að Ieiðin til þess að rétt stefna verði upp tekin sé sú, að fela Framsókn og kommúnistum stjórnartaumana, eða taka Framsókn inn í ríkis- stjórnina. Sjálfstæðismenn eru óhræddir. En úr því að Framsókn hefur kosið það, að draga utanríkis- málin inn í kosningabaráttuna, geta Sjálfstæðismenn óhræddir varið þá stefnu, sem hefur tryggt þjóðinni öryggi og hag- sæld og aukið traust hennar og virðingu meðal annarra þjóða. Þetta er einnig sú stefna í ut- anríkismálum, sem hinir vitrari og gætnari menn í Framsóknar- flokknum telja hina einu réttu, þótt þeir láti nú Iítt til sín heyra, vegna þess að öfgamenn- irnir og hálf-kommúnistarnir virðast ráða lögum og Iofum í flokknum. Það er öllum vitanlegt, að kommúnistar eiga þá ósk heit- asta, að stofna til illinda við grannþjóðir okkar og aðrar lýð- ræðisþjóðir, sem við eigum samstöðu með í Atlantshafs- bandalaglnu. Og það kemur sér auðvitað einkar vel fyrir konim únista, að fá aðal málgagn eins lýðræðisflokksins í Iið með sér við þá iðju, og að Tíminn skuli ganga svo langt í þessum á- róðri, að Þjóðviljinn hafi þar engu við að bæta. Slík aðstaða hefur víða reynzt kommúnist- um drýgri en þeirra eigin á- róður, til þess að grafa undan Iýðræðinu. Afstaðan til Efnahagsbanda- lagsins. Allir sem fylgjast eitthvað með skrifum dagblaðanna, hljóta að hafa gert sér grein fyrir því, að Framsókn er löngu orðin að viðundri í af- stöðunni til Efnahagsbandalags- ins. Til skamms tíma voru allir lýðræðisflokkarnir sammála í megin atriðum um afstöðu ís- lands til bandalagsins, en Fram sókn vildi þó ganga lengra en stjómarflokkamir og Iáta ís- land sækja um fulla aðild 1961. í janúar 1962 sögðu þeir Eysteinn Jónsson og Helgi Bergs, sem áður höfðu viljað fulla aðild, að nú teldu þeir aukaaðild heppilegri, og í nóv- ember 1962 segjast þeir vilja tolla- og viðskiptasamning! Stjórnarflokkarnir hafa hins vegar frá upphafi viljað fara að öllu með gát og ekki binda sig við aukaaðildina fremur en t. d. tollaleiðina, en fyrst og fremst bíða og sjá hverju fram yndi og taka svo ákvarðanir sam- kvæmt því. En svo gerist það, að þróun- in verður sú, að málið er úr sögunni, a. m. k. um langa Hermann Jónasson. — Hann vék Einari M. Einarssyni úr skipherrastöðu á Ægi 1937, eft- ir kröfu Breta. framtíð — og þá rýkur Tíminn upp til handa og fóta og fer að reyna að gera sér úr því kosn- ingamat! Er þetta ekki málefna- leg uppgjöf? Landhelgismálið. Flestir muna enn viðbrögð Framsóknarleiðtoganna þegar verið var að leysa landhelgis- deiluna við Breta 1961. Enginn vafi er á því, að stór meirihluti þjóðarinnar, þar á meðal margt Framsóknarfólk, fagnaði því samkomulagi, sem gert var. Sigur íslenzku ríkisstjórnarinn- ar í því máli var svo glæsilegur, að Framsóknarleiðtogarnir sár- öfunduðu hana af málalokun- um. En f stað þess að fagna unnum sigri, eins og þjóðhollir menn, þótt andstæðingar þeirra ættu í hlut kusu þeir að skipa sér undir merki kommúnista og ráðast á ríkisstjórnina fyrir hið mikla afrek, sem hún vann. Og svo var þessi fræga yfirlýsing gefin: „Framsóknarflokkurinn lýsir yfir, að hann muni líta á vænt- anlegan samning við Breta sem nauðungarsamning og nota fyrsta tækifæri, sem gefast kann, til að leysa þjóðina and- an oki hans“ -—"og þáverandi formaður flokksins lét sér þau orð um munn fara, að samning- urinn væri „markleysa ein“! Er hægt að hugsa sér meira ofstæki, ábyrgðarleysi og ó- svífni en slíkar yfirlýsingar? Þessari stefnu hefur svo Framsókn fylgt, eða látist fylgja, æ síðan, og oft er Tím- inn búinn að verða sér og flokknum til skammar f skrif- um um þetta mál, þótt aldrei hafi hann fengið eins ömurlega útreið og nú síðast, þegar öll lygi hans um landhelgismálið var afhjúpuð og endanlega kveðin niður með yfirlýsingu brezku ríkisstjómarinnar þ. 21. maí s.I. En svo takmarkalaus er ó- skammfeilni ritstjórans, að hann hælist um yfir því með gleiðletraðri forsíðufyrirsögn, að hann hafi „knúið fram ský- laus svör frá Bretum“, en virð- ist ekki athuga, að þessi ský- lausu svör eru jafnframt sönn- un þess, að allar dylgjur og að- dróttanir blaðsins um undan- slátt í landhelgismálinu hafa verið blekkingar og markleysa ein. -x SKEIFAN SKEIFAN B-deild SKEIFUNNAR selur í dag lítið gölluð eldhúsborð og stóla með miklum afslætti B-deild Skeifunnar sími 16975 Kjörgarði Laugaveg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.