Vísir


Vísir - 28.05.1963, Qupperneq 6

Vísir - 28.05.1963, Qupperneq 6
VÍSIR . ÞrWjudagur 28. maf 1963. ☆ Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands 1963 var settur í hósi Slysavarnafélags íslands Við Grandagarð miðvikudaginn 8; maí s. 1.. af formanni sam- takanna, Sigurður Magnússyni, .forstjóra, Reykjavík. Fundarstjóri var kjörinn Sig- urður Óli Ólafsson, alþingismað- ur á Selfossi, en fundarritari Reynir Eyjólfsson, kaupmaður í Reykjavík. Straumhvörf í viðskiptamálum Formaður kaupmannasamtak- anna flutti í upphafi ræðu og gerði að umtalsefni málefni smá söluverzlunarinnar og einkum og sér f lagi aðgerðir þings og stjórnar í málefnum verzlunar- innar á undanförnum árum. Minnti hann m. a. á, að sama rfkisstjóm hefði setið hér að völdum f heilt kjörtímabil, en slíkt hefði ekki áður átt sér stað í landinu um margra ára- tuga skeið. Af þessum sökum hefði fólk meira og betra tæki- færi til að meta og dæma um aðgerðir stjórnarvaldanna og á sama hátt um aðgerðir hinna, sem f stjórnarandstöðu hefðu verið. Um þessi mál fórust hon- um orð m. a. á þessa leið: „Ég ætla, að um það verði | ; '■ :: Frá aðalfundinum. Við stjórnarborðið sjást talið frá vinstri: Sigurður óli Ólafsson, Þorvaldur Guðmundsson, Sveinn Snorrason, Sigurð- ur Magnússon, Bjöm Guðmundsson, ísleifur Jónsson, Jón Mathies-sen, Ólafur Þorgrimsson og Reynir Eyjólfsson. sambönd og dugnaður og þekk- ing kaupsýslumanna fengju að njóta sín, þá yrði útkoman sú, að fólkið í landinu ætti kost á margfalt betri og í flestum til- fellum ódýrari vöm heldur en áður. anna, Sveinn Snorrason, skýrði frá starfsemi kaupmannasam- takanna á liðnu starfsári og kom þar fram, að félagslíf hefði verið all fjörugt á undanförnu ári, samtökin og einstök aðild- arfélög þeirra hafa látið mörg náð þeim tilgangi, sem þeim hafi verið ætlað. Á það er bent, að ákvarðanir verðlagsnefndar um álagningu séu órökstuddar og taki ekki tillit, eins og þó sé skylt skv. verðlagslögum, til eðlilegra þarfa þeirra fyrir- sfn og tæki svo og innrétting- ar, svo mikið, að unnt væri að mæta kröfum hvers tíma um verzlunarhætti. Aðalfundurinn lagðd áherzlu á Iögbindingu algers jafnréttis í skattamálum, þannig að öll at- ekki deilt, að á margan hátt hafi orðið alger straumhvörf í viðski.ptamálum Islendinga hin allra síðustu ár, og að í þeim efnum hafi að ýmsu leyti verið haldið á málefnum verzlunar og viðskipta af meira raunsæi og skynsemi en gert hefur verið um margra ára skeið. HiÉs veg- ar hefur svo á ýmsan hátt mið- ur tekizt og í vissum tilfellum hin alvarlegustu mistök átt sér stað“. Verzlunarálagning lækkuð Minnti hann í því sambandi á, að við setningu efnahagslaganna í ársbyrjun 1960, sem út af fyrir sig voru að dómi allra ábyrgra manna hin nauðsynlegustu og raunar hið eina, sem hægt var að gera, eins og málum þá var komið, að þá hafi hins vegar átt sér stað veruleg skerðing á hlutskipti verzlunar með því að laun hennar, — þóknun fyrir vörudreifingu, hefðu verið lækk- uð um 20—25 af hundraði á sama tfma sem öðrum þjóðfé- Iagsþegnum hefði með Iagasetn- ingu verið tryggð hin sömu laun og þeir áður höfðu. Þá vakti hann og athygli á, hversu geipilegar breytingar og fram- farir hefðu átt sér stað í gjald- eyris- og innflutningsmálum, að f stað þess er áður var um að ræða aðeins takmarkaðar vöru- tegundir frá vöruskiptalöndun- um, væru nú á boðstólum í verzlunum vörur í öllum verð- og gæðaflokkum frá flestum löndum heims og fólkið ætti nú orðið kost á að velja og hafna, sem það ekki átti kost á áður. Hann minnti einnig á og lagði á það áherzlu, að það hefði komið á daginn, að eftir að inn- flutningsfrelsi hafi orðið að veruleika þar sem góð viðikipta Framfarir í skatta- og tollamálum • Þá minnti hann og á, að í skatta- og tollamálum hefðli orð ið gífurlegar bréytingar og fram farir hin allra síðustu ár. Það hefði verið leitazt við að upp- ræta áratuga forréttindi og ó- samræmi í þessum málum, sem hefðu skaðað þjóðfélagslega upp byggingu meira en menn al- mennt gera sér grein fyrir. Hann benti á, að hér væri að sjálf- sögðu erfitt verk að vinna og f mörgum tilfellum vanþakklátt, séð frá bæjardyrum þeirra sem forréttindanna hefðu notið, en slíkt mætti að sjálfsögðu ekki hafa nein áhrif á framgang mála að reyna að halda áfram á sömu braut og það hlyti að vera ófrá- víkjanleg krafa, að stuðla að því, að á viðskiptasviðinu sem öðru yrðu allir landsmenn látnir sitja við sama borð, að allir hefðu sömu réttindi og skyldur í þeim efnum. Þá fór hann nokkrum orðum inn á ýmis önnur málefni fé- lagslegs eðlis, sem kaupsýslu- menn hefðu að undanförnu feng izt við og þyrftu að fást við í náinni framtíð. Lagði hann á- herzlu á í þeim efnum, að kaup- sýslumenn þyrftu að hafa með sér náið samstarf á breiðum grundvelli, hvort sem þeir f dag- legum rekstri væru smásalar eða stórsalar, eða hvort tveggja. Með því að vinna sameiginlega að framgangi góðra og nauðsyn- legra hagsmunamála bæði við- skiptalegra og menningarlegra, væri hægt að koma miklu til leiðar. 17 félög í samtökunum Framkvæmdarstjóri samtak- mál til sín taka. í kaupmannasamtökunum eru nú starfandi 17 félög auk ein- staklinga, og er heildartala ein- staklinga og fyrirtækja innan kaupmannasamtakanna nú orðin rúmlega 600. Á síðastliðnu starfsári beittu kaupmannasamtökin sér fyrir stofnun kaupmannafélags á ísa- firði, en stofnendur þess voru 31. Að loRnum yfirlitsræðum for- manns og framkvæmdastjóra voru lagðar fram tillögur og er- indi til afgreiðslu fyrir fundinn, en síðan var kosið í nefndir, en fundinum frestað um eina viku til miðvikudagsins 15. maí s. 1. Meðan á frestun aðalfund- arins stóð, störfuðu nefndir, en á síðara fundinum lögðu nefndir fram álitsgerðir sínar og tillög- ur. Aðalfundurinn gerði ýmsar á- lyktanir um helztu hagsmuna- mál verzlunarinnar, og skal hér getið nokkurra: Gjaldeyris- og innflutningsmál: Fundurinn lét í Jjós ánægju vegna þeirra straumhvarfa sem orðið hafa í innflutningsverzlun- inni á undanförnum árum með auknu frelsi til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Jafnframt beindi fundurinn þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að hún héldi áfram framkvæmd þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið, unz algert innflutningsfrelsi sé komið á, frá hvaða landi sem er. Verðlagsmál: Fundurinn benti á það, að reynsla undanfarinna ára hefði sannað, að núgildandi verðlags- löggjöf og verðlagsákvarðanir á henni byggðar, hafi ekki getað tækja sem vörunni dreifa. Þetta sé þá síður en svo til þess fall- ið að tryggja neytendum lægst vöruverð, enda er þeim innflytj- endum, sem hagstæðust vöru- kaup gera, beinlínis refsað fyrir þau með lægri álagningu. í sum um tilvikum hafi ákvarðanir verðlagsnefndar leitt til tafar- lausra og beinna hækkana vöru verðs, enda þótt ætla megi, að hið gagnstæða hafi verið til- gangur þeirra. Telja Kaupmanna samtökin að fámenn pólitísk nefnd, sem valin hefur verið úr hópum flestra annarra en þeirra sem reynslu hafa af verzlun eða annarri framleiðslu, hafi þegar sýnt að hún hvorki hefur að- stöðu né möguleika til þess að tryggja sem mestar hagsbætur fyrir landsmenn. Sllkar hags- bætur fást ekki nema með strangasta og almennasta verð- lagseftirliti sem tiltækt er, en það er verðlagseftirlit hvers ein asta neytanda í landinu, með öðrum orðum frjálst verðlag byggt á frjálsri samkeppni, fram boði og eftirspurn og dómi kaup andans. Þess vegna skorar aðalfundur Kaupmannasamtaka íslands 1963 á á háttvirt alþingi og rík- isstjórn að afnema gildandi verð lagsákvæði og fella niður um- boð verðlagsnefndar og verð- lagsskrifstofu, en fela það I hend ur almenningi í landinu, svo að hann geti orðið aðnjótandi þeirra hagsbóta, sem af frjálsri samkeppni leiðir. Um skatta og tollamál: Aðalfundurinn beindi áskorun til hæstvirts fjármálaráðherra um að hann láti hraða gerð reglugerðar um fyrningaraf- skriftir, og jafnframt bent á nauðsyn þess að verzluninni væri heimilað að afskrifa áhöld vinnufyrirtæki hefðu sömu skyldu til skattgreiðslu, hvort sem fyrirtækin væru í einkaeign félaga eða opinberra stofnana. Þá hvatti fundurinn löggjafar- valdið til að hafa jafnan vel í huga ákvæði stjórnarskrárinnar um vernd eignarréttarins við setningu skattalöggjafar og vek- ur í því sambandi athygli á við- horfi dómstóla til löggjafar um stóreignaskatt nr. 44/1957. Að lokum var lýst ánægju með endurskoðun tollskrárinnar og lögfestingu nýrrar tollskrár, og hvatt til þess, að áfram yrði haldið að vinna að lækkun hvers konar tolla. Verzlunarbanki ú Islands h.f.: Fundurinn beindi þeirri áskor- S un til viðkomandi stjórnvalda, að þau beittu sér fyrir því, að Verzlunarbanka Islands h.f. verði sem fyrst veitt heimild til viðskipta með erlendan gjald- eyri. Á fundinum kom fram tillaga um aðild Kaupmannasamtak- anna að stjórn Verzlunarráðs ís- lands, en frestað var að taka efnislega afstöðu til tillögunnar þar til síðar. Stjómarkjör Á fundinum var lýst kjöri full trúa einstaklinga I stjórn Kaup- jj mannasamtakanna, en kjörinn S hafði verið Sig. Óli Ólafsson, alþingismaður á Selfossi. Aðalfundurinn kaus að lokum oddamann í stjórn Kaupmanna- samtakanna fyrir næsta ár og var kjörinn Sigurður Magnús- son, forstjóri í Reykjavík, og varamaður hans Pétur Sigurðs- son, kaupmaður í Reykjavik. Stjórn Kaupmannasamtakanna Framh. á bls. 10

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.