Vísir


Vísir - 28.05.1963, Qupperneq 15

Vísir - 28.05.1963, Qupperneq 15
V í S IR . Þriðjudagur 28. maí 1963. 15 mœa □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ ERCOLE PATTI: ÁSTARÆVINTÝRI I RÓMABORG — Vertu svo vinsamlegur að skilja dyrnar eftir opnar. — Það var leiðinlegt að þessi ná- ungi skyldi koma, sagði Marcello, pað var eitthvað svo notalegt að sitja hjá yður og rabba við yður. Hún brosti til hans sem snöggv- ast. — Við getum svo sem gjarnan rabbað saman eins og fimm mín- útur til. Maðurinn var farinn inn, en hann hafði skilið dyrnar eftir opn- ar lítið eitt og Anna settist aftur hjá Marcello á tröppurnar fyrir framan dýnuverkstæðið. — Ég ætla að reykja eina siga- rettu til, sagði hún en svo verð ég að fara inn. Þegar Marcello kveikti á vindla kveikjaranum og hún snart aftur handarbak hans, sagði hann. — Hendur yðar minna mig á barnshendur. — Finnst yður það? sagði Anna og strauk kinn sína. Marcello tók hægri hönd hennar og skoðaði hana í krók og kring. — Hún er svo mjúk. Hörund yð- an er silkimjúkt. — Hörund handa minna? — Hbiundið á andliti yðar er eins mj'úkt, sagði hann og snart við kinn hennar, en svo strauk hann hár hennar frá enniu og bætti við: — Hár yðar — greiðið þér yður aldrei? — Stundum, sagði Anna þykkju- ' laust. Hún hreyfði sig ekki, lét sér vel líka, að hann renndi fingrum sínum gegnum úfið hár hennar. Svo hallaði hann sér að henni og horfði i augu hennar, en hún hreyfði sig ekki. Hann kom enn mær, en hún sat hreyfingarlaus og horfði á móti augum hans, og svo kyssti hann hana á munninn, hægt, varlega, og allt í einu, eins og af sjálfu sér, opnaðist munnur hennar, og hann fann heitan, mjúk an tungubrodd hennar milli vara • sér, og sígarettulykt í vitum sér, Þau kysstust löngum, heitum kossi — kossi, sem hinn ungi maður hafði ekki gert sér vonir um eftir jafn skömm kynni. Anna dró seinasta reykinn úr sígarettunni og sagði svo ósköp ‘rólega: ’ — Hvað er klukkan? — Korter yfir tvö. — Ég á að mæta i Scalera klukk an átta. Nú verð ég að fara inn. Marcello fylgdi henni að dyrun- um. — Hittumst við aftur? spurði hann. — Hringdu til mín siðdegis á morgun. Hann skrifaði hjá sér símanúmer hennar. Svo kysstust þau aftur jafn lengi og heitt og áður. Svo vék hún sér hægt úr faðmlögunum og hvíslaði um Ieið og hún lokaði dyrunum: •— Hringdu til mín á morgun klukkan fjögur. Góða nótt. Marcello varð aftur einn á Via Germanico. Kossarnir tveir höfðu haft þau áhrif á hann, að hann hafði enn ákafan hjartslátt. Nú, er hann hélt áfram göngunni til heimilis síns, fannst honum, að hann hefði loksins fundið konuna sem hann lengi hafði Ieitað að. Og þetta hafði gerzt svo blátt áfram og stúlkan hafði ekki sagt eitt orð, sem kom ónotalega við hann. Marcello var þrjátíu og fimm ára gamall. Hann var vel gefinn, við- kvæmur í lund, en þótt hugur hans hneigðist allmjög til kvenna og honum þætti vænt um þær, hafði engin. kona orðið á vegi haps, sem hann hafði ferigið trú á, að gæti orðið sannur félagi hans í tilhlýði- legu samlífi. Til þessa hafði hann því látið sér nægja smá ástarævin- týri, sem öll áttu sér skamman ald ur. Það hafði jafnan farið svo, er hann er hann hafði þekkt konu skamma hríð, að hann varð ein- hvers var í fari hennar, sem hon- um féll ekki, Konur þær sem hann hafði kynnzt, höfðu reynzt grunn- hyggnar eða deilugjarnar — eða þá daðurgiarnar um of og reynd- ust hafa mætpr á einhverju, sem hann hafði andst.vgð á, Honum fannst sumar hinna menntuðu kvenna, er hann kynnt- ist hafa tilhneigingu til þess að ræða mál, sem voru ofar hans skilningi, eða gjarnar á að segja eitthvað, sem fór í taugarnar á honum — aðrar voru óþolandi heimskar eða grófar í sér. Því var það, að hann hvarf jafnan eftir skömm kynni aftur í hóp kunn- ingja sinna og tók oftast nær félagsskap við þá fram yfir kynni við konur. Og leyndust með hon- um vonir um að kynnast einhverri konu, sem væri öðru vísi en allar hinar, konu, sem honum hentaði sem félagi og honum væri óbland- in ánægja að vera einn með — allan liðlangan daginn. Hann leit- aði, í fáum orðum sagt, að konu sem var blátt áfram, vel gefin og ætti til að bera vissa hugvitssemi, en hann hafði ekki enn fyrirhitt konu, sem hafði alla þessa kosti til að bera. Það var alltítt, að hin- ar menntuðu, gáfuðu konur áttu einnig til slóttugheit og fals, eða konur þessar voru yfirborðslegar og þóttafullar, en hispursleysið hjúpur, sem þær brugðu yfir sig til þess að sýnast. Og að því er hug- vitssemina snerti þá fannst hún aldrei í tengslum við hina kostina, en ef þær áttu hana til kom hún á stundum fram á þann hátt, að það nálgaðist hreinan fábjánaskap. Hið stutta viðtal við Önnu — og hann hugleiddi það nú frá öllum hliðum á göngu sinni um Prati, en hann var því vanur að grandskoða málin — fannst honum óaðfinnan- legt. Að vísu var of snemmt að kveða upp neinn lokadóm, en hún hafði að minnsta kosti ekkert sagt enn, sem varð misskilið. Hún hafði verið blátt áfram, alúðleg og ró- leg, ekkert í fari hennar bar upp- gerð vitni, hún hafði talað hiklaust og eðlilega og án þess að seilast til áhrifa, kom fram sem skynsöm og róleg stúlka, gersamlega laus við alla bragðvísi í tali. Marcello hugleiddi þetta allt — og líka koss ana tvo, i anda sams konar gagn- rýni og hann mundi beita, ef hann ætlaði sér að skrifa um þá rit- gerð. Hún hafði ósköp blátt áfram og eðlilega komið til móts við hann £ fyrri kossinum og af fullri ein- lægni — í algerri mótsögn við allt sjónleikslegt, og hún hafði á réttu augnabliki girt fyrir, að koss inn leiddi til ákefðar, með því ein- faldlega og eðlilega að spyrja hvað tímanum liði. Þannig hafði fyrsta samverustund þeirra verið laus við plla væmni og bjánalega róman- tík, sem margar ungar stúlkur voru haldnar af og settu hvimleiðári blaé á samvistir á slíkum stundum. Og vegna alvöru hennar og hófsemi hafði kossinn vakir dýpri og heit ari tilfinningar og fengið á sig blæ hins sanna, hreina, einlæga. Og að því er hinn kossinn snerti — þann í dyragættinni — þá líktist hann hinum fyrri, var rökrétt af- Ieiðing hans, og endirinn viðeig- andi er hún sagði: — Hringdu til mín á morgun Um klukkan fjögur. Góða nótt. Og svo höfðu dyrnar lokazt. Og enn eitt: Milli þessara löngu og innilega kossa hafði Önnu aldrei gleymzt að þéra hann, og taldi hann það sýna háttvísi hennar og hlédrægni, og að henni var sjálfs- öryggi í blóð borið. Marcello var enn niðursokkinn í þessa gagnrýni og hugleiðingar, er hann kom að sínum eigin úti- dyrum við Via Boezio. Hann bjó í stórbyggingu, er byggð hafði ver- ið á samvinnugrundvelli fyrir fjör- tíu árum og ætluð var til íbúðar hálaunamönnum í embættismanna- En hvað það er fallegt af ykkur að gera ykkur þetta ómak fyrir okkur. Þróun tízkunnar. Rip 11-3 stétt, og hafði því í upphafi verið þannig frá inngöngudyrunum geng ið, að með tilhlýðilegum virðingar blæ væri og var sá blær ekki enn með öllu horfinn. Við gangstéttina var járnhlið all þunglamalegt og íburðarmikið og við inngöngudyr marmaraþrep, en er inn kom var gasþefur i lofti á öllum hæðum, því að gasmælar sumra íbúðanna voru óþéttir, við dyr eldhúsa settu vinnukonur ruslakörfur á hverju kvöldi, og voru þær ekki tæmdar fyrr en undir morgun, og jók þetta sem að líkum lætur ekki á gæði þeirrar anganar sem fyrir var í lofti. Allar hurði voru úr vönduð- um viði og voru þær vel fægðar svo og látúnssnerlar og annað slíkt eins og til að minna á gljáa virð- ingarinar, sem vissulega var þarna á öllu, í upphafi, Marcello gekk á tánum inn í íbúð sína. í forstofu hennar var gríðarmikill klæðaskápur frá'15. öld. Var hann úr þykkum viði og járnsleginn og fyllti helming for- stofunnar, en þarna var líka dökk máluð kommóða úr sarnskonar viði ög stöðú'á henni tveir stórir kerta- stjakar úr bronsi, sem gljáðu svo fallega, að Ijóst var að þeir voru fægðir reglulega. Til hliðar var róðukross af viði gerður og undir honum hilla og á henni hálfopinn pappakassi með fimm eða sex siga- rettupökkum, en faðir hans, Cenni greifi, hafði rétt til kaupa toll- frjálsar sigaréttur í páfagarði, og notaði sér þann rétt. Gamlar ábreiður voru á gólfum, bæði í forstofunni og göngum, sem úr henni lágu, og var þungt loft og mettað ryki. I göngunum, sem Marcello nú lagði leið sína um til herbergis síns, var komið fyrir alls konar húsgögnum, en gamlir minja gripir héngu á veggjum, sverð og fleira og dýrahúðir. Og meðan Mar cello var að hátta hélt hann áfram gagnrýnishugleiðingum sínum og og sannfærðist um það enn betur, að Anna væri stúlkan, sem hann hefði svo lengi leitað að. Hann minntist þess, er'hún notaði orðið bufala um eina af kvikmyndunum, sem hún hafði leikið í, og þannig T A Tarzan og Ito, forða sér hið bráðasta úr maurabúinu, og reika um skóginn. Tarzan: Þarna er góð ur miðdegisverður Ito. Þetta er fyrsta frumskógarveizlan okkar saman Ito, steikt Armadillo. Ito: Og Armadillo, er með sinn eigin pott á bakinu. Tarzan. Tarzan: Við verðum að taka með okkur mat, þegar við klífum fjallið, VIÐ trúum ekki á neina fjalladrauga, ekki rétt Ito? Ito: Ég hef aldrei reynt að klífa fjallið Tarzan, Mombai sagði mér að það væri mjög hættulegt. leitt í ljós að hún var farin að til- einka sér orð úr rómverskri mál- lýsku, að hún hafði gert það án þess að vottaði fyrir, að hún mikl- aðist af neinu. Hún var ekkert upp með sér af því, að vera farin að tileinka sér það sem rómverskt var, eins og títt var um fólk úr öðrum borgum og utan af lands- byggðinni, er sezt hafði þar að, og vildi sem fyrst reyna að sanna að það væri borgarar í heimsborg, og leit með fyrirlitningu á uppruna sinn. Þesu fór fjarri, að því er hana varðaði, að það vottaði fyrir hjá henni, að henni væri skemmt frek ar en að henni fyndist til um notk- un slíkra orða. Þótt hún þannig tileinkaði sér að nokkru talshætti kvikmyndavera borgarinnar gerði hún það bíátt áfram og yfirlætis- laust. Nú var það staðreynd hugs- aði hann, að í kvikmyndaheimin- um urðu margir fyrir áhrifum sem kippti þeim úr skorðum, en hún leit á þann heim að nokkru sem á- horfandi, sem vottar fyrir hæðni hjá, en er opinskár og einlægur. Og engan áhuga lét hún i ljós hverjar skoðanir aðrir hefðu um þetta haft, hefðu eða kynnu að hafa. Og upp úr þessu hugsunarslangri féll Marcello Cenni í væran svefn. «, Daginn eftir hringdi Marcello til hennar klukkan fjögur. Hún var ekki heima, en hafði beðið hús- freyjuna, að skila til hans, að hún yrði komin heim klukkan sjö. Þar sem enn voru þrjár stundir til stefnu lagði Marcello leið sína í skrifstofur hálfsmánaðarrits, er nefndist Samkundan, en það var bókmenntalegs efnis. Þar gat hann alltaf átt von á að hitta einhvern vina sinna eða kunningja úr rit- höfundahópi. Skrifstofur þessar voru á fyrstu hæð stórbyggingar við Via del Gam bero. Umferðarhávaðinn frá göt- unni barst inn þangað um lítinn glugga yfir aðalinngangi, en skrif- stofurnar voru baka til og aðeins tvær og fremur litlar. Þar voru nokkur skrifborð, stólar hér og þar og teikningar á veggjum. Þarna var mikið skrafað og hljóp mönnum oft kapp í kinn, en honurn féll vel hið bókmenntalega and- rúmsloft, er þarna var.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.