Vísir - 28.05.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 28.05.1963, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Þriðjudagur 28. maf 1963, Nýja París- ardaman Eftir breiðgötum Parísarborg- ar gengur ný „týpa“ af ungum stúlkum og fagnar vori. Hún er eðlileg, kvenleg og snyrtileg og karlmönnunum virðist geðj- ast svo vel að henni að kyn- bomban fellur alveg í skugg- ann. Er hún sérstaklega lagleg? Nei, þess þarf hún alls ekki. Hún er með vel hirt og greitt hár, notar snyrtivörur í hófi og fötin fara vel og eru kvenleg, án þess þó að vera sniðin til að sýna eins mikinn kynþokka og leyfilegt er. Það er jafnvel gert ráð fyrir að þessi nýja stúlka muni „slá í gegn“ allt að því eins mílfíA AO Rh'oÍHo UnrrlAf hún fékk stúlkur um allan heim til að ganga með ógreitt hár og setja stút á munninn, eða þegar kvikmyndir Marilyn Monroe æstu ungar stúlkur til að troða bómull í brjósthaldar- Þessi stúlka klæðist fötum sem gera hana heldur unglegri en hitt. Efst á listanum eru hvítar blússur, einkum smok- ingskyrtur með skrautlegum ermahnöppum og fallegri nælu í hálsinn. Smokingskyrt- una má nota allan daginn í vinnunni, síðdegisboðinu eða hvar sem er — það er bara að skipta um pils. Og sumarskóm- eru með opnum hæl. n Eg ákæri Stórtemplar, Benedikt S. Bjarklind, hefir sent Vísi eftirfarandi bréf: Herra ritstjóri! Hinn þekkti norski biskup, Monrad Norderval, áður bezt þekktur undir nafninu íshafs- presturinn, hefur nýlega sent frá sér grein þá, er ég hef snarað á islenzku og fer hér á eftir Norderval biskup er þekktur siðbótarmaður í landi sinu og þekktur að því að segja skoðun sína og sannfæringu umbúða- laust, án nokkurrar vægðar og án nokkurs manngreinarálits. Á því fengu m. a. Þjóðverjar og þeirra fylgilið að kenna á her- námsárunum. Sveið þeim vist oft biturt undan orðum ishafs- prestsins, þótt þeir aldrei þyrðu að beita hann verulegum harð- ræðum. Eitt af þeim velferðarmálun, sem Norderval biskup lætur mjög til sín taka, er bindindis- málið. Og í þeim efnum er hann ekki myrkur í máli, fremur en öðrum. Það ber þessi grein hans órækan vott um. Þ6 að þessi grein sé fyrst og fremst skrifuð til Norðmanna, þá gæti hún vel verið stíluð til fleiri, reyndar til flestra þjóða heims, m. a. okkar fslendinga. Ég efast að vísu ekki um, að mörgum muni fljótt á litið tinn- ast biskupinn fara með stóryiði og öfgar í ákæru sinni. Mönnum er svo gjamt á að hrópa: öfgar, stóryrði, þegar um bindindis- og áfengismál er rætt og ritað af einurð og hreinskilni. Það eru svo margir, sem þurfa eitthvað að afsaka hjá sjálfum sér. En í hreinskilni spurt: Er ekki ákæra biskupsins reist á umbúðalaus- um sannleikanum einum? Er þar nokkurt orð að finna, sem ekki á fullan rétt á sér, — og það jafnt á íslenzku sem norsku? Mundi ekki blað yðar vilja birta þessa grein? Það þarf ekki þar með að gera orð biskups að sfnum. Aðeins leyfa þeim að koma fram og tala til þeirra, sem þau eru stfluð til. Mundu þeir og þjóðin öll ekki hafa gott af að heyra þau? Með fyrirfram þökk og virðingu. B. S. Bjarklind. Hinn 31. janúar 1898 ritaði Emile Zola grein f franska blað- ið „L Aurore“ undir fyrirsögn- inni „J’accuse“ — ég ákæri. Hann réðst þar harkalega að yfirvöldunum og þjóðfélaginu fyrir hin hneykslanlegu og sið- lausu málaferli gegn Alfred Dreyfus. Greinin og eftirfarandi mála- ferli vöktu voldugar hræringar. Það brakaði í gjörvallri frönsku þjóðfélagsbyggingunni. En þó að sannanirnar væru augljósar, vildi herrétturinn ekki viðurkenna mistök sín. FyrsM þáttur þessa máls endaði með því að hinn frægi rithöfundur var dæmdur f eins árs fangelsi fyrir grein sína. En málið hafði vakið mikla athygli um alla.1 heim. Hinn seinláti þjóðamúgur hafði rumskað og snúizt til ó- stjomiegrar reiði og krafizt þess að málið yrði teklð upp f þrlðja sinn. Og svo endaði það með náðun og seinna með fullri upp- reisn bæði fyrir skáldið og hinn óhamingjusama Dreyfus. ÉG ÁKÆRI! Ég freistast til að nota þessi frægu orð. Til að slöngva þeim að voru eigin þjóðfélagi, að miklum meiri hluta stjórnmála- manna vorra og menningarfröm uða, allt frá hinum allra æðstu, að lögmönnum vorum og dóm- urum, að læknastétt vorri, að fjármálamönnum vorum og auð- jöfrum, að fjölda, fjölda þeirra, sem sitja f háum embættum og njóta trausts og virðingar þjóð- arinnar, meðal þeirra einnig presta og skólamanna. Þvf að enn í dag er hrjáður, óhamingjusamur Dreyfus á með al vor, dæmdur og brennimerkt ur af þjóðfélagi og yfirvöldum, rúinn æru og virðingu af öllum og mest af sjálfum sér, raun- verulegur þolandi, sem er miklu saklausari en hinir mörgu fr«ð- helgu, sem setjast f dómarasæt- ið yfir honum, þótt þeir séu með sekir um óhamingju hans og niðurlægingu. Það á ekki að dæma hann. Hann var ungur og óreyndur, hann elskaði lífið og allt það, sem það hafði að bjóða honum. Og hvar sem hann fór varð drykkur á vegi hans, alltaf og alls staðar, hann var neyddur til að drekka, hvort sem hann vildi eða vildi ekki, í skírnar- veizlum, í fermingarveizlum, f brúðkaupsveizlum, í erfiveizl- um, í slæmum félagsskap og í fínum félagsskap. Þar þraut aldrei drykkjarföng. Og svo varð hann drykkjumaður. Vér ákærum ekki heldur leynivínsalana, þær ljósfælnu næturhýenur, sem standa í skuggum og skúmaskotum, með flöskur í bak og fyrir. Eða kramara-álimar, sem raka sam- an gróða á umfangsmiklum ó- löglegum viðskiptum. Vér verð- um aðeins að vara oss á þeim. En þessa höfum vér rétt til að ákæra. Af því að vér höfum rétt til að vænta meira af þeim en öðrum. Það er vegna gáfna þeirra. Heimskir geta þeir ekki kallazt og því óábygir. Og vegna þeirrar ágætu menntunar, sem þjóðin hefur veitt þeim með ærnum kostnaði, til þess að þeir mættu verða hæfir leið- togar, hver á sínu sviði, í háum og ábyrðarmiklum stöðum. YÐUR ÁKÆRUM VÉR! Vér ákærum yður, lögmenn, dómarar og lögreglumenn, tsem f störfum yðar fáið séð inn í þann helvítisseld, sem drykkju- skapurinn kveikir f þúsundum heimila, yður, sem verðið að fjalla um þær glötuðu ævir, sem drykkjuskapur og drykkjutízka bera ábyrgð á. Og þó að þér hafið séð allt þetta, hve marg- ir ykkar hafa haft siðferðilegt þrek til þess að ganga fram og segja: Vér höfum dæmt sak- lausa. Vér erum sjálfir með- sekir. Vér höfum tekið þátt i að útbreiða þetta. Hve margir yðar eru fúsir til að fórna „fína“ glasinu til þess að geta verið þátttakendur i opinberu, raunsönnu stríði gegn þessu hræðilega þjóðfé- iagsböli. Því að þér vitið, að þetta er satt, og að vér höfum rétt að mæla. Þess vegna ákær- um vér yður. Þér breytið mót betri vitund. Ekki vegna þess að þér séuð heimskir og sjón- lausir. Heldur af þvf að þér eruð huglausir. Vér ákærum yður, læknar, yður sem vitið allt um hræði- leg áhrif áfengisins á manninn, bæði líkama og sál. Þér dyljið þjóðina sannleikans, af þvf að þér girnist sjálfir drykkinn. Yður ákærum vér, af því að þér eruð flestir afskiptalausir um þetta mikilvæga mál fyrir heilbrigði þjóðar vorrar, fyrir heilbrigði hinnar uppvaxandi kynslóðar og siðferðilegan styrk hennar. Og oft hafið þér beinlínis verið andvígir aðgerð- um til þess að ráða bót á þessu þjóðarböli. Þér, sem fyrstir hefðuð átt að hefja þá sókn. Það var skylda yðar sem sér- fræðingar og ábyrgð yðar er miklu meiri en vor. Því ákærum vér yður, að þér notfærðuð yður eigi kunnáttu yðar og vitneskju og hin miklu áhrif yðar til þess að þagga niður allan áfengisáróður og leiða þjóðina í hinn raunveru- lega sannleika. Vér ákærum yður, stjórnmála menn og stórþingsmenn, yður, sem ættuð að hafa velferð þjóð- arinnar fyrir leiðarljós í öllum ákvörðunum yðar. Þér látið yð- ur gott þykja að rfkið hyggi til gróða af drykkjuskap. Þér þeg- ið og látið yður vel líka, að hann er nú orðinn mestur af öllum gróðavegum ríkisins, svf- virðileg og smánarleg verzlun, byggð á lægstu hvötum fólksins. Þér hafið gleymt orðum stjórn- málagarpsins mikla, prófessors Schweigaards, sem hann við- hafði f Stórþinginu, að það sé ekki hægt að drekka sig ríka. Þér sjáið ekki einu sinni um að fórnarlömb áfengisins, drykkju- mennirnir, hljóti þá umönnun, sem þeir þarfnast. Það verðum vér að gera, bindindismenn og svokallaðir ofstækismenn! Og umfram allt ákærum vér yður, prestar og kennarar, svo margir af yður, sem standið skeytingarlausir hjá, þegar um þetta feikilega mikla vandamál er að tefla. Eins og vér áður beindum ákæru vorri gegn þeim, sem stóðu skeytingalaus- ir hjá f frelsisbaráttu þjóðar vorrar. Vér ákærum yður nu, eins og þá, af því að vér höfum rétt til að vænta af yður sem leiðtogum og siðavöndurum, að Framhald a- bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.