Vísir


Vísir - 28.05.1963, Qupperneq 8

Vísir - 28.05.1963, Qupperneq 8
8 V í SIR . Þriðjudagur 28. maí 1963. VT W « W M ' jBa A Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjðri: Axei Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingóifsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. t lausasölu 4 kr. eint. - Sími 11660 (5 Ifnur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Orð Sfeingríms Einn af efnilegustu foringjum ungra Framsóknar manna er Steingrímur Hermannsson. Hefir Stein- grímur margt viturlegt ritað um tæknileg mál og verk- legar framfarir og minnast menn sérlega ágæts er- indis, sem hann flutti um erlent fjármagn og stóriðju á fundi Stúdentafélagsins fyrir nokkru. En kosningar nálgast og um leið hefir framsýnin horfið úr penna Steingríms, en í staðinn rennur þaðan þröngsýnn skætingur og misvitur flokksáróður. Er það illa farið, því að vonir voru við það bundnar, að hon- um og öðrum framsýnni ungum Framsóknarmönnum myndi takast að fá flokk sinn til þess að hverfa af braut þess fullkomna ábyrgðarleysis og ósanninda, sem einkennt hefir hann síðustu misserin. Á Framsóknarfundi ræddi Steingrímur um landhelg- issamninginn við Breta og nefndi hann smánarsamn- ing. Þarf vissulega mikið til að svo náttúrugreindur maður sem Steingrímur er, skuli fá sjálfan sig til þess að bera annað eins á borð fyrir áheyrendur, þótt Fram- só!:narmenn séu. Hvaða orð mundi þá hinn ungi verk- fræðingur hafa notað um þann samning sem ríkis- stjóm Hermanns Jónassonar bauð Bretum upp á, rétt áður en hún hröklaðist frá völdum. Hermann vildi semja við Breta um veiðiréttindi á öllum ytri 6 míl- unum í þrjú ár. Það er svæði sem er rúmir 20 þús. ferkílómetrar að stærð. í núgildandi landhelgissamn- ingi fengu Bretar aðeins réttindi í básum sem eru fjómm sinnum minni en svæði Hermanns. Ef samn- ingurinn um þau þröngu svæði er smánarsamningur, þá mun íslenzk tunga vart eiga nógu sterk orð til þess að lýsa samningsboði Hermanns. f Framsóknarflokknum eru margir góðir og gegnir menn. Undir fjögur augu játa þeir velflestir að land- helgismálið var leyst á þann bezta hátt sem fáanlegur var fyrir okkur fslendinga. Því ættu þeir að beita áhrifum sínum til þess að for- ysta flokksins legði fram jákvæð mál sem til uppbygg- ingar landsins horfa, í stað þess að berjast við vindmill ur landhelginnar. Þá væri aftur unnt að skoða Fram- sóknarflokkinn sem jákvæða lýðræðisflokk. Aukning kaupmátfaríns Söngur kommúnista um að kaupmáttur atvinnu- tekna launastéttanna hafi stórminnkað undir viðreisn er fölsun, eins og flest annað sem þeir láta sér um munn fara. Tölur Efnhagsstofnunarinnar sýna að kaup- mátturinn hefir aukizt um 10% frá síðasta ári vinstri stjómarinnar. Þessar tölur verða ekki gagnrýndar eða hraktar. Þær eru byggðar á skattaframtölum verka- manna, sjómanna og iðnaðarmanna. Sá flokkur sem ætlar sér að vinna sigur á algjörum ósannindum um jafn einfaldar staðreyndir hlýtur að bíða lægri hlut við kjörborðið. Aadspyrm gegn Nasser / Irak og Sýrlandi Fyrir skömmu var talið, að svo gæti farið að ekki yrði af stofnun hins fyrirhugaða Ara biska sambandslýðveldis Egypta lands, Iraks og Sýrlands, vegna afstöðu Baathista í tveimur síð- arnefndu löndunum. Er frá þessu sagt í eftirfarandi grein, sem ekki hefur komizt að fyrr vegna þrengsla í blaðinu, en nú herma síðari fréttir, að verið sé að gera nýjar tilraunir til sátta, og kunni Nasser enn að hafa sitt fram. Er nú eftir að vita hvort sú verður reyndin, eða hvort aftur sækir í sama horf. í fréttum frá Beirut í vik- unni sem leið var svo að orði komizt, að togstreitu milli Baathista 1 Sýrlandi og Irak ann ars vegar og stuðuingsmanna Nassers forseta Egyptalands hins vegar myndi ekki linna, hvernig svo sem stjórnarkrepp- an í þessum löndum leystist. Baath-sósíalistar í báðum lönd- um vilja hafa þar öll ráð í sín- um höndum, til þess að geta haft a. m. k. jafnsterka aðstöðu og Nasser forseti í fyrirhuguðu arabísku sambandslýðveldi. Baath-leiðtogamir líta svo á, að Nasser tefli fram stuðnings- mönnum sinum í þessum lönd- um til þess að auka þar áhrif sín, og geta markað stefnuna og ráðið mestu í hinu fyrirhug- aða sambandsríki. Fyrir þetta vilja Baathistar girða. Vald byltingarráða. Bent er á það í þessum frétt- um, að frá því herbyltingin var gerð í Irak 8. febrúar og í Sýrlandi 8. marz, hafi raunveru legt löggjafar- og framkvæmda vald í írak og Sýrlandi verið í höndum byltingarráðanna, sem Baathistar hafa yfirráðin í — ríkisstjórnimar í báðum löndunum — séu verkfæri naz- ista. Og svo virðist, eftir síðari fréttum að dæma, þrátt fyrir allar yfirlýsingar um arabiska einingu og samstarf, að hið sama verði áfram uppi á ten- ingnum, þótt ríkisstjórnirnar hafi verið endurskipulagðar. Stjórn Ahmeds Hassan el- Bakr hershöfðingja í írak baðst lausnar 11. þ. m. nokkrum klukkustundum eftir að stjórn- in í Sýrlandi baðst lausear, en forsætisráðherra hennar var Salah el-Bitar, sem er Baathisti. Abdul Salam Arif forseti i írak bað el-Bakr hershöfðingja að mynda nýja stjórn. í írak eins og f Sýrlandi hafði mótspyrnan gegn yfirráðum Baathista verið allmjög vaxandi fyrir stjórnar- kreppuna og komið til átaka, einkum í Sýrlandi. Áður en el- Bakr baðst lausnar fyrir sig og.s- ráðuneyti sitt höfðu fimm ráð- herrar, sem ekki eru úr flokki Baathista, beðizt lausnar, og þrír húttsettir liðsforingjar, stuðningsmenn Nassers, sögðu sig úr byltingarráðinu sama dag inn og el-Bakr baðst lausnar. Meðal ráðherranna sem báðust Iausnar var Fuad Aref, sem fór með mál Kúrda, og ráðherrar þeir, sem fóru með fjármál, við skiptamál, iðnaðarmál og hús- næðismál. Ásakanir í garð Baathista. Birt var bréf húsnæðismála- ráðherrans Abdul Sattar el- Nasser. Hussein, en hann var fulltrúi Istiqlalflokksins (sem styður Nasser) í stjóm Iraks. í bréfi þessu sakaði hann Baath-flokk- inn um að hafa rofið samkomu- lag, sem hann átti að hafa gert við aðra þjóðernissinnaða flokka, er hann var að undir- búa valdasviptingu Abduls Kar ims Kassim, sem var myrtur. Ei-Hussein sagði, að samkomu- lagið hefði verið um samein- aða forustu arabískra þjóðern- issamtaka í írak eftir að Kassim forsætisráðherra hefði verið steypt. Þá sagði el-Hussein að Baathflokkurinn hefði tekið allt vald í sínar hendur bæði i stjórn inni og hernum. Kröfur Nassersinna. 1 Sýrlandi höfðu stuðnings- menn Nassers lýst forsætisráð- herrann dr. Sami el-Judi „banda mann Baathista". Kunnugt var að leiðtogar stuðningsmanna Nassers í Sýrlandi gerðu fleiri kröfur en að mynduð væri ný stjórn, þ. e. um jafna fulltrúa- tölu við Baathflokkinn bæði f ríkisstjórn og byltingarráði, og að liðsforingjar, er studdu Nass er og sviftir voru stöðum í hern um, fengju þær aftur, að stofn- uð yrði hernaðarleg nefnd, sem hefði með höndum stöðubreyt- Nú líður óðum að því að dreg ið verði í hinu giæsilega happ- drætti Sjálfstæðisflokksins. Að- eins NÍU dagar eru til stefnu. Skorað er á stuðningsmenn fiokksins að gera skil hið allra fyrsta í aðalskrifstofu Sjálfstæð isflokksins við Austurvöll, en hún verður opin frá 9—22 dag- lega. Sérstakir trúnaðarmenn um allt land sjá um skil í öðr- um kjördæmum. ingar og frávikningar, og að aflétt yrði banni á útkomu blaða, sem studdu Nasser og stefnu hans. Þessum kröfum hafnaði Byltingarráðið, nema að aflétta banninu á útkomu stuðn ingsblaða Nassers í Damaskus. Bandarískur áróður? í Kairofréttum var Banda- ríkjastjórn sökuð um að hafa beitt áhrifum sínum í Bagdad og Kairo til þess að stofnað yrði arabískt sambandsrlki með þátttöku Nassers, en þó skyldu Baathistar hafa þar yfirráð, þar sem þeir væru eindregið fylgj- andi samstarfi við vestrænar þjóðir. í sömu fréttum var sagt, að Bandaríkjastjórn beitti áhrif um sínum til þess í Kaíró, að fallizt yrði á hið nýja viðhorf í Sýrandi og væri gefið í skyn, að ef það hefðist ekki fram, myndi verða mjög dregið úr efnahagslegri aðstoð Bandarlkj- anna við Egyptaland. í Kairó varð forsætisráðherra efnið Sami-el-Jundi fyrir hörð- um árásum — honum væri teflt fram af Baathistum, svo að þeir gætu náð öllum völdum £ sínar hendur. Ráðizt var á hann persónulega og sagt, að lausn- arbeiðni hans væri engin lausn á vandanum og myndi ekki verða til þess að endurvekjn traust. Hefur Nasser sitt fram? Valdhafar I Irak og íiýriandi eiga enn við mótspyrnu að glíma heima fyrir og aftökur, en það er ekki sízt athyglis- vert, að Baathistar virðast hafa slakað á fyrri kröfum varðandi bandalagsstofnunina, og mun það bæði vera af innanlands- ástæðum og nú er einnig ofar- lega á dagskrá. Mun það hafa sín áhrif einnig I Irak og Sýr- landi, að Afríkuþjóðir eru nú að treysta einingu sína og sam- tök, og hefur verið komið á laggirnar Stofnun sjálfstæðra Afríkuþjóða, og eru þar I fremstu röð þjóðaleiðtogarnir Nasser forseti Egyptalands og Ben Bella forsætisráðherra Tunis, — og urðu þeir samferða frá Addis Abeba, eftir að und- irritaður hafði verið sáttmáli um Afríkustofnunina, og er til Kairo kom var framundan að þeir settust á nýjan fund með höfuðleiðtogum frá Irak og Sýrlandi, um stofnun hins ara- biska sambandsríkis. — Og eru nú sagðar fyrir því meiri líkur en fyrir 10—14 dögum, að bandalagið verði stofnað og Nasser að sjálfsögðu æðsti baður þess. — A. TH. Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins eru minntir á að happ- drættið er fyrst og fremst til eflingar starfsemi flokksins í sambandi við þær Alþingiskosn- ingar, sem nú fara í hönd. Kjör dæmin fá óskipt þann hagnað sem þau leggja fram í seldum happdrættismiðum. Munið að dregið verður 5. júní n. k. — aðeins fjórum dögum fyrir kosn- ingar. Stuðnmgsmenn SjáBístæðisflokksins •........"J..1 btowtomm

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.