Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 5
V í S IR . Fimmtudag’.ir 6. júní 1963.
5
Frá úfvsflrpsuiiiræðiimini i gærkvö9s9i:
Ræður Sjálfstæðis-
manna í útvarpsumræð-
unum í gærkvöldi ein-
kenndust allar af trú á
viðreisnarstefnunni og
trausti á dómgreind kjós
enda. Þeir sögðu sem er,
að stjómmálamönnun-
um þýddi ekki að telja
fólki trú um velmegun
ellegar móðuharðindi, ef
annað væri upp á ten-
ingnum. Fólkið fyndi
sjálft hvernig ástandið
væri, hvemig lífskjörin
væm, hvaða breytingar
hefðu átt sér stað. Ef
almenningur velur og
hafnar á kjördegi sam-
kvæmt sínu eigin mati,
en ekki blekkingum og
kosningaáróðri, þá væri
sigur Sjálfstæðisflokks-
ins tryggður.
GUNNAR THORODDSEN talaði
fyrstur af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins. Hann minnti í upphafi
á dýrmætustu eignir okkar ís-
lendinga, sjálfstæði þjóðarinnar
og frelsi elnstaklingsins. Um
þetta hvort tveggja stæði Sjálf-
stæðisflokkurinn vörð, og því
hefði hann tekið upp þá stefnu
í utanríkismálum sem bezt gæti
tryggt sjálfstæðið og frelsið. Því
hefðum við íslendingar tekið
upp samstarf á aiþjóðavettvangi
við bær þjóðir sem væru okkur
skyldar. Af þeim sökum nýtur
ísland nú, vinarhugs, álits og
öryggis, sagði ræðumaður.
Stefna Framsóknar hefur hins
vegar verið sú, að vera með og
móti NATO, með og móti hlut-
Ieysi, með og móti varnarbanda
lagi, með og móti her í Iandi.
En ríki hafa glatað sjálfstæði
sínu á annan hátt — vegna fjár
hagslegs öngbveitis. í tíð vinstri
stjómarinnar, stefndi óðum að
slíku öngþveiti, og allar alþjóð-
Iegar peningastofnanir hefðu
lokað dyrum sínum fyrir okkur.
Það er ekki fyrr en nú fyrir uni
það bil tveim ánrni, sem traust
erlendra peningastofnana hefur
verið endurvakið. Allar dyr
standa nú opnar.
í kjölfar þess hefur skapazt
athafnafrelsi, innflutningsfrelsi,
fjárfestingarfrelsi. Sparifjár-
söfnun hefur aukizt og öryggi
og aðhlynning þeirra sem minna
mega sín hefur eflzt að mun.
Allt eru þetta liðir f frelsi ein-
stakllngsins. Að bví hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn unnið, frelsi'
einstaklingsins og sjálfstæði
þjóðarinnar.
DAVÍÐ ÓLAFSSON ræddi nokk
uð bæði landhelgis- og Efna-
Ingólfur Jónsson —
Framnald at bls. 1.
ar rangfærslur Framsóknar-
mannanna, að á dögum vinstri
stjórnarinnar voru dæmi til að
bændur skorti 8—10% á mjólk-
urverðið. Framsókn tókst nú
ekki betur en svo að tryggja
hagsmuni þeirra, þótt hún sæti
sem fastast f stjórn. Þetta er
það sama og ef atvinnurekandi
héldi eftir hluta af kaupi laun-
þegans. Þannig býr Framsókn
að bændum þegar hún er við
völd. Núverandi stjórn hefur
leiðrétt þetta og tryggt bænd-
um jafnrétti á við aðra þjóð-
félagsþegna. Þykir öllum sann-
gjörnum mönnum að það hafi
ekki mátt seinna vera.
— Framsóknarmenn gerðu
búnaðarsjóðina gjaldþrota.
— Já. Viðskilnaður þeirra var
hörmulegur. Meðan þeir stjórn-
uðu höfðu bændur allt of lítið
fé og ekki var unnt að lána í
sveitirnar, nema hluta af því
sem ætlazt var til samkvæmt
lögunum. Þetta varð til þess að
bændur sátu uppi með Iausa-
skuldir á bakinu, sem voru
þeim mörgum þungar í skauti.
Og þegar Framsókn fór frá voru
sjóðirnir gjaldþrota með öllu.
Nú hefur ríkisstjórnin tryggt
að stofnlánadeildin hefur nægt
fé til umráða og er að því stefnt
að lánað verði allt að 75% af
byggingarkostnaði í sveitum og
öðrum framkvæmdakostnaði.
Má því ætla að bændur þurfi
ekki lengi enn að dragast með
lausaskuldabagga Framsóknar-
áranna.
— Eru tollalækkanirnar ekki
mikil hagsbót bændum?
— Jú, víst eru þær það. Tolla-
lækkunin á landbúnaðarvélun-
um sparar bændum milljónir
króna árlega. Tollar á þessum
mikilvægu tækjum hafa aldrei
fyrr verið svo lágir sem nú. Og
það er athyglisvert að meðan
Framsókn var við völd gerði
hún enga tilraun til þess að
lækka tollana.
— Stjórnarandstæðingar segja
að nú vilji englnn reisa bú í
sveit lengur.
— Þetta er rangt, eins og
annar áróður þeirra. Auðvitað
hætta alltaf einhverjir búskap
eins og jafnan á sér stað. En
margir ungir og dugandi menn
hefja búskap í sveitum landsins.
Þeir eiga þá trú á moldinni sem
Framsóknarráðherrana í Reykja
vík skortir. Framtíð þjóðarinn-
ar er einmitt undir slíkum mönn
um komin sem treysta á land
sitt og telja ekki eftir sér að
rækta það og bæta. En til þess
að íslenzkur landbúnaður eigi
framtlð fyrir sér verður stjórn-
arfarið að vera honum hagstætt.
Framsóknarkreppa má aldrei
aftur dynja yfir íslenzkar sveit-
ir, fremur en borgir og bæi.
hagsbandalagsmálið. Rakti hann
ítarlega hvernig þessum málum
hefur fram undið og sýndi fram
á hvemig kommúnistar hefðu
notað landhelgismálið til að
spilla vináttu okkar og vina-
þjóða okkar vestrænna. Málið
sjálft hefði að sjálfsögðu spilizt
jafnframt.
INGÓLFUR JÓNSSON rakti
landbúnaðarmálin og það sem
áunnizt hefði á þeim vettvangi
á kjörtímabiiinu. Færði hann
rök að bvf, hvemig hlutur
bænda hefði ávallt verið
réttur, begar Sjálfstæðismenn
hefðu íengið að ráða. Þetta
hefðu bændur fundið og það
mundu þeir þakka í kosningun-
um á sunnudaginn. Þeir vissu
um uppbyggingu lánasjóðanna,
hin stórhækkuðu framlög til
ræktunar og íbúðabygginga.
Ingólfur rakti síðan fram-
kvæmdir í raforkumálum og
samgöngumálum. Hvatti hann
alla landsmenn til að kjósa
Sjálfsteðisflokkinn, sem væri
afl og brióstvörn frelsis og sjálf-
stæðis. Sigur S’álfstæðisflokks-
ins er sigur þjóðarinnar.
JÓHANN HAFSTEIN notaði
ræðutíma sinn til að bera til
baka eilitið af beim rangfærsl-
um og blekk’ngum, sem fram
hefðu komið f ræðum stiórnar-
andstæðinga. Hann minnti á
hinn fiarstæðukennda málflutn-
ing um að forystumenn stiórn-
arflokkanna hygðust selja land-
ið í hendur útlendingum. hætta
að vera íslendingar. Enginn
niaður mundi að síálfsögðu trúa
slikum stórvrðum og hér væri
skotið yfir markið.
Hér er viðreisn á öllum svið-
um, sa«ði Jót>ann. sem stingur
í stúf við úrr^ðaleysi vinstri
stiórn-'rinnar. Sá samanburður
mundi revnast S*á1frt'“ð,-‘f''v>-kn
um baonadrjúgur á sunnudag-
inn kemur.
BJARNI BENEDIKTSSON tal-
aði síðastur ræðumanna Sjálf-
stæðisflokksins. í fyrstu vék
hann að því, hvernig stjómar-
andstæðingar hefðu f bessari
kosningabaráttu reynt að færa
umræðumar inn á önnur svið
en bau sem stæðu kjósendun-
um næst. Þeir hefðu einbeitt sér
að utanrikismáiunum. Málflutn-
ingur bar hefði bó verið með
slíkum eindæmum, að hann
gengi nú út á að telia fólki trv
um. að stiómin hefði í hyggju
að seh'a landið og landi’elmna
í hendur útlendingum. SHkt
hefð’ vitaskuld aldrei komið til
í innanríkismálum væm að
sjálfsögðu viðreisnarráðstafan-
imar á dagskrá. Það stoðaði
ekki fyrir stiórnmálamennina
að segia Hóðinni hvort hér
rfkti velmegun ellegar móðu-
harðindi. i>að finnur hver mað-
ur siálfur.
Hins ve«ar væri hægt að gera
samanburð á uonlausn Keirri oe
vonlevsi. sem ríkti í tíð vinstri
stiómnrinnar og svo aftur á
Sstand'nu i dag. Envinn kiós-
and' væri svo ungur að Þgnn
gí»fi okki ner' •"rn samanhiirð
Stjórnarandstæðingar þökk-
uðu ástandið í dag, góðæri því,
sem ríkt hefði til lands og sjáv-
ar. Allir vissu og vita þó, að
sams konar góðæri rikti 1958.
Það þýðir að fleira þarf að
koma til en góðærið eitt.
Ræðumaður bað menn að Iíta
á að í dag væri næg atvinna
og uppgangur í öllum fram-
kvæmdum, sparifé hefði aukizt,
hagur ríkissjóðs væri með ágæt-
um. Hér væri gróandi þjóðlíf
með þverrandi tár.
Ástæðan væri fyrst og fremst
sú, að þeir sem í ríkisstjóm
væm, hefðu komið sér saman
um að fylgja ákveðinni stefnu,
og þeir hefðu gert það af ein-
lægni. Árangurinn væri sá, að
einstaklingamir hefðu endur-
heimt frelsi sitt til athafna og
framkvæmda.
Þetta biði ríkisstjómin upp á,
ef hún héldi velli. Stjórnarand-
stæðingaar bjóða hins vegar
ekki upp á neitt — þeir vita
sem er, að fólkið vill ekkert
annað, þeir em ósamstæðir og
ósammála og það eina sem þeir
keppa að, er að fá stöðvunar-
vald, svo þeir hafi ítök í æðstu
stjóm.
Sjaldan hefði valið verið auð-
veldara en nú. Nú væri valið
um sundurlyndi annars vegar
en samhenta menn hins vegar.
Sjálfstæðismenn leggja ein-
beittir í baráttuna, til heilla og
hamingju fyrir þjóðina.
„Mikið áfall fyrir
íslenzk fluz.nál"
Harka virðist vera hlaupin I
flugmannaverkfallið, sem raun-
verulega er háð í tilefni af upp-
sögn eins flugmanns fyrir löngu
síðan. Sáttafundur hefur ekki ver-
ið boðaður. Hins végar héldu verk-
fallsmenn í flugmannafélaginu fund
í gær og samþykktu að allir flug-
menn skvldu hætta að fljúga á há-
degi f dag.
Það gildir hvort sem þeir eru
staddir hérlendis eða erlendis, og
þýðir, ef eftir því verður farið,
I að Loftleiðir og Flugfélag íslands
I geta ekki haldið flugvélum sínum
lengur úti, þótt þær séu staðsettar
erlendis og varist að lenda hér
heima, eins og þær hafa gert hér
undanfarna daga. — Til frekari
áherzlu hefur Flugmannafélagið
samþykkt að snúa sér til alþjóða-
sambands flugmanna, sem það er
aðili að, og beðið þau samtök um
BðnskóB'nn —
Framhald aí bls 9:
sem upphaflega var hugsuð sem
heimavist. Tillögur að hinni fyrir-
huguðu viðbótarbyggingu hafa
verið lagðar fyrir borgarráð og
fyrir menntamála- og fjármálaráð-
herra og er áætlað að ljúka þeim
hlut.a fyrir haustið 1964.
Iðnskólinn hefur enn fremur
greitt fyrir verklegum námskeið-
um úti á landi, m.a. haft logsuðu
og rafsuðunámskeið á Akureyri.
| að koma í veg fyrir að meðlimir
! sambandsfélaganna fljúgi flugvél-
! um Flugfélagsins og Loftleiða er-
lendis,
Af þessum aðgerðum sést að það
er harka í þeim flugmönnum, sem
fundinn sóttu í gær. Hins vegar
dylst engum að skoðanir íslenzkra
flugmanna eru skiptar á réttmæti
þessa verkfalls, og sést það m. a.
á því, að í gær lentu fslenzkir
flugmenn Loftleiðavél á Keflavík-
urflugvelli og flugu henni áfram
héðan, þrátt fyrir verkfallið, eins
og ekkert hefði í skorizt.
Það er opinbert leyndarmál að
i það er ekki deilt um kaup og kjör
í þessu verkfalli, heldur er það
' sprottið upp af uppsögn eins flug-
manns, nánar tiltekið Sverris Jóns-
sonar hjá Flugfélagi íslands fyrir
nokkrum mánuðum. Vilja þeir
j flugmenn, sem lengst vilja ganga,
búa svo um hnútana að flugfélögin
megi alls ekki segja flugmanni
upp starfi nema þá að tilgreina
„sök“ hans í uppsagnarbréfinu.
Örn Johnson, forstjóri Flugfélags
íslands, sagði í viðtali við Vísi í
morgun, að hann viidi segja það
eitt um þetta verkfall, eins og
sakir stæðu, að það væri sérstætt,
mjög alvarlegs eðlis og mikið áfall
fyrir íslenzk flugraál. Kristján
Guðlaugsson, formaður stjórnar
Loftleiða, kvaðst vilja gera þessi
ummæli að sínum, og bætti því
við að verkfall þetta hefði komið
mjög á óvart.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu
við fráfall og jarðarför móður okkar og fóstur-
móður
HALLDÓRU JÓNSDÓTTUR
Gunnlaugur Pétursson, Lára Þórðardóttir
Ásvegi 10.
i llifíWW