Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 7
VlSIR . Fimmtudagur 6. júní 1963. 7 Sjálfstæðisflokkinn ? HINUM ÝMSU STÉTTUM SEGJA ÁLST SITT Stefanía Magnúsdóttir, stud. philoe. Framtak og framkvæmdir, blómstrun og velmegun í hví- vetna er það, sem ríkt hefur síðustu árin. Þessa stefnu vil ég áfram í stað hafta og þvingana vinstri stjómar. , Signý uíf m Guðmunds- "X SJÉlP Ragnar H. t % Æm dóttir, Guðmundsson, i 1 % ]|| \ á§l|P^ bankaritari. E* Þann 9. júní n. k. kýs ég í fyrsta skipti í alþingiskosning- um og valið verður auðvelt fyrir mig. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn. Hann er víðsýnasti flokkurinn, flokkur síungra hugmynda, og er þess verður að njóta at- kvæða okkar unga fólksins. Með því að setja X við D-ið n. k. sunnudag, búum við bezt í haginn fyrir framtíðina. Guðbjörn Tómasson, húsgagna- smiður. ,'i.; Við-fall vinstri stjórnarinnar og tilkomu viðreisnarstjómar- innar var sem þungu fargi væri létt af íslenzku þjóðinni, sem allt of lengi hafði búið við al- gjöra ringulreið í efnahagsmál- unum. Ungt, frjálslynt fólk metur að verðleikum þær ráðstafanir sem ríkisstjómin hefur gert til úr- bóta. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur unga fólksins og fram- tíðarinnar. Megi hann í næstu ríkisstjórn vinna fleiri afrek ís- lezku þjóðinni til handa. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn því sú mikla viðreisn efnahags- málanna, sem átt hefur sér stað á undanförnum 4 árum, gerir hann verðugan trausts unga fólksins. Unga fólkið vill að sú samhenta stjórn, sem nú er við völd haldi áfram, en vill ekki þann glundroða sem yrði ef kommúnistar eða framsókn- armenn kæmust í oddaaðstöðu. Unga fólkið vill viðreisn en ekki höft. Unga fólkið í Reykja vík kemur Geir Hallgrímssyni borgarstjóra á þing. Gunnar Berg Bjömsson, flugmaður. Eg kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna hinnar heilbrigðu stefnu hans í efnahagsmálum þjóðar- innar, er gert hefur þjóðinni kleift að standa við skuldbind- ingar sínar gagnvart öðrum þjóðum. Fyrir forgöngu Sjálfstæðis- manna hafa framkvæmdir stór- aukizt á síðasta kjörtímabili. Einnig sýnir það greinilega velmegun almennings hve spari- sjóðsinnistæður hafa aukizt mikið á kjörtímabilinu. Þórólfur Beck, knattspyrnu- >uaður. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ég vil tryggja íslenzku bióðinni frelsi, jafn- rétti og framfarir. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur einkum beitt sér fyrir málefnum sem mér eru hugleikin, en það eru málefni æskunnar. íþróttahreyfingin hefur alltaf átt hauk í horni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er, og nægir að nefna hina glæsilegu íþrótta- og sýningar- höll sem nú er að rísa í Laug- ardalnum, sem sönnun þess. Með tilkomu byggingar þessar- ar verða án efa þáttaskil í íþróttahreyfingunni. íslenzk æska leggur sitt að mörkum n. k. sunnudag og tryggir Siálf- stæðisflokknum brautargengi. py . ...r'r J" H Þórður, ; , ; , ^Óskarsson, ' : fiug- B umsjónarmaður. § Baldur Sveinsson, kennari: Ég mun kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Það geri ég vegna þess að hann hefur sýnt það í orði og verki, að stefna hans í þjóðarmálunum er ábyrg og farsæl. Sú stefna hefur gefið þjóðinni öryggiskennd, sem hún hefur lengi þráð. Þess vegna er stefna Sjálfstæðis- flokksins stefna mln. Anna Guðnadóttir, rúsfrú. Þar sem ég kýs nú í fyrsta sinn, hef ég undanfarið, frekar en áður, kynnt mér stefnu og sjónarmið stjórnmálaflokkanna. Mér finnst Sjálfstæðisflokku-r inn vera traustasti og víðsýn- asti stjórnmálaflokkurinn, sem rekur stefnu þá, sem án efa er farsælust fyrir íslenzku þjóðina. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn á sunnudaginn kemur, vegna þess að sú stefna sem hann hefur markað á síðustu fjórum árum leiðir til ört vaxandi vel- megunar og þróunin er já- kvæð. Sú stefna er Framsókn- arflokkurinn og kommúnistar hafa boðað myndi rífa niður allt, sem áunnist hefur á síð- ustu árum. Sú óvissa og henti- stefna, sem þá yrði tekin upp hæfir mér ekki. Það er stað- reynd, sem ekki er hægt að neita með sanngirni, að sam- anburður á vinstri stjórn og viðreisnarstjórn er allur við- eisnarstjórninni í hag. Það sem Framsóknarflokkur- inn býður upp á, er algjör hentistefna og raunar hafa þeir staðfest það sjálfir með bræðra- laginu við kommúnista og hvernig þeir hafa komið fram í stjórnarandstöðunni, að ekkert er svo lágkúrulegt að ekki megi nota það. '.ommúnistar bjóða það sama og kommúnistar í Austur-Ber- lín bjóða; Berlínarmúr. Ég vona að aldrei verði lagður krans fyrir mig á Reykjavíkurmúr. Ulfar 'iiiðmundsson. aukizt og velmegun þjóðarinnar hefur aldrei verið meiri. Stjórnarandstaðan 1 á erfitt með að skýra þetta og kveður jafnvel svo rammt að, að hún segir að hin banvæna atvinnu- leysisstefna stjórnarinnar sé að drepa landslýð úr vinnuþrælk- un. Mér virðist sem kjósendur hafi einungis um tvær leiðir að velja. Annars vegar upplausn og öngþveiti sundrungaflokk- anna þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Hins vegar styrka, ötula og samhenta stjórn undir forustu Sjálfstæð- isflokksins. Hika ég því ekki við að kjósa hann á sunnudag- inn. Er ég hóf að hugleiða með sjálfum mér hvaða flokki ég ætti að veita stuðning minn þann 9. júní, varð fyrst fyrir mér að rifja upp hvernig á- standið var þegar vinstri stjórnin fór frá. Nefndarfargan og ails kyns ófrelsi þar mönnum til mikils baga. Lánstraust þjóðarinnar í erlendum lána- stofnunum var brotið. Hin mikla stjórnvizka ráð- herrann hafði knúið fram geig- vænlega verðbólguöldu og var hún skollin yfir. að þeirra eigin sögn, er þeir stukku frá skömminni og veltu afleiðing- um verka sinna yfir á aðra. Ekki /irðist mér af þessu að Framsóknarmenn og kommún- istar hafi haft mikla trú á land- inu eða sjálfum sér árið 1958, en nú hefur trú þeirra á landið vaknað að nýju og er bað skiljanlegt, því ólikt er uin að iitast. Gjaldeyrisstaða og traust þjóðarinnar út á við hefur stór- Soffía Pétursdóttir, ‘lugfreyja. Ég hefi ferðazt lítils háttar erlendis. I þeim löndum, þar sem atvinnuþróunin er komin á hátt stig og búið er við frjálst menningarlíf og velmegun, er fylgt í höfuðatriðum sömu stefnu í innanríkismálum og 'gert hefur vérið hér á landi, í tíð núverandi rikisstjórnar. Sjálf stæðisflokkurinn hefur sýnt að hann tryggir íslendingum mesta velmegun op þjóðfélagslegt ör- yggi. Þess vegna kýs ég D-list- ann á sunnudaginn. Jakob Hafsteen, stud. jur. Vegna þess að ég álít að stefna sú er Sjálfstæðisflokkurinn fylg ir verði farsælust fyrir framtíð Islands. Það er staðreynd, hvað sem stjórnarandstöðuflokkarnir segja, að ríkisstjórninni hefur orðið stórmikið ágengt og verð- ur ekki séð að stjórnarandstöðu flokkarnir muni standa betur saman um hagsmuni íslands. Vinstri stjórnin sannaði það svo að ekki verður um villzt. VALID CSJér réft — ÞoS ei óréft Ritstjórar Asgeir Thoroddsen og Ragnar Kjartansson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.