Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Fimmtudagur 6. júní 1963. Hvers vegna vel ég Þórður B. Árelíusson, skrifstofu- maður. Er við göngum að kjörborðinu 9. júní næstkomandi verður spumingin þessi: Viljum við velja hina sundur- leitu hentistefnu og stöðnun framsóknar og kommúnista eða áframhaldandi viðreisnarstefnu stjórnarflokkanna? Málið ætti að vera mjög aug- ljóst og svarið þá sömuleiðis. Núverandi stjóm er búin að koma efnahag þjóðarinnar í fast og viðunandi horf úr öngþveiti, sem blasti við, þegar „hörm- unga“-stjórnin lét af störfum. Hún hefur einnig afnumið ýmis þau verzlunarhöft, sem voru sér kenni þeirra ráðstafana, sem þá vom gjörðar, og auk þess hefur hún komið í framkvæmd ýms- um þeim nauðsynjamálum, sem of langt yrði hér upp að telja. Þess vegna álít ég að aldrei hafi verið auðveld^ra fyrir hvern ungan kjósanda að ganga að kjörborðinu og velja rétt en einmitt nú. Það ætti að taka meira en fjörgur ár að gleyma hinum úr- ræðalausu vinstri forystumönn- um, þegar þeir hopuðu af hólmi og gáfust upp fyrir erfiðleikun- um. Hvers vegna kjósa? Ungi íslendingur! - Þar sem þú hefur nú öðl- azt kosningarétt og kjörgengi, okkar helztu mann- réttindi undirgengst þú einnig þýðingarmiklar borg aralegar skyldur, gagnvart sjálfum þér, fjölskyldu þinni og samborgurum. Með atkvæði þínu velur þú forystumenn þjóð- arinnar er taka ákvarðanir, sem hafa áhrif á þitt daglega líf, hversu mikla skatta þú greiðir hversu miklu fé er varið til menntunar afkomenda þinna, hvort vegir eru lagðir og ótal fleiri atriði. Þitt atkvæði er mikilvægt Það kann að vera, að þú álítir ekki þitt eina atkvæði mikilvægt en vissulega ræður þitt atkvæði því hvort viðreisn til velmegunar haldi áfram eða hvort höft, bönn og óstjórn haldi aftur innreið sína. Núverandi ríkisstjóm hefur m. a.: — lækkað skatta — lækkað tolla — komið á frjálsri verzlun — hækkað almannatryggingar — aukið lán til íbúðabygginga — eflt atvinnulífið — tryggt fulla atvinnu Það er þitt að velja Vinstri stjóm eða viðreisn ÞAÐ ER RÉTTUR ÞINN OG SKYLDA AÐ KJÓSA. 20 NÝIR KJÓSENDUR ÚR í Guðný % \ - ** * Aðalsteins- > ^ - 4 é?'** dóttir, . skrifstofustúlka WmKKmmm sér um framsýna stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Flokkurinn hef- ur lyft Grettistaki, því hijóta íslendingar að meta það gott, sem gott hefur verið og veita Sjálfstæðisflokknum það braut- argengi sem tryggi áframhald- andi viðreisn. Fyrir nýja kjósendur á sunnu- daginn ætti valið milli stjórn- málaflokka alls ekki að vera erfitt. Þeir þurfa aðeins að bera saman tímabil vinstri stjórnar- innar, tíma hafta og glundroða í efnahagsmálum þjóðarinnar við verk núverandi stjómar und ir forystu Sjálfstæðisflokksins. Á timabili viðreisnarstjórnar- innar hafa höftin svo til verið afnumin, verzlun við útlönd að mestu leyti gefin frjáls og traustur grundvöllur lagður að efnahagskerfi landsins. Allar þessar aðgerðir og enn fleiri hafa komið því til leiðar að nú ríkir hér meiri velmegun en nokkru sinni fyrr f sögu lands- ins. Valið verður því auðvelt fyrir mig n, k. sunnudag. . Ég mun setja X trift D-lislann fyrir áframhaldandi vlðreisii ,og vel- megun . Kristfn Guðnadóttir, bankaritari Að fimm dögum liðnum mun ég ganga í fyrsta sinn að kjör- borði. Ég mun kjósa Sjálfstæð- isflokkinn, því að ég veit að einungis með sigri Sjálfstæðis- flokksins i þessum kosningum mun það, sem áunnizt hefur| á þessu kjörtímabili ekki glat- azt. Við, æskufólk, getum stað- ið vörð um uppbyggingu at- vinnulífsins og um leið stuðlað að almennri velmegun í landi okkar með því að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn. Kristján Bemhard, * Iðnverkamaður Sjálfstæðisflokknum fylgja að málum yfir 40% þjóðarinn- ar, það eitt gefur þvf auga leið að hann er flokkur allra stétta. Hinir flokkarnir hafa það sameiginlegt að vera annað hvort óábyrgir hentustefnu- flokkar eða vinna að því vilj- andi eða óviljandi, að koma hér á einræðisstjórn að austrænni fyrirmynd. Kjósendur munu um næst- komandi helgi gera það upp við sig hvort þeir æskja eftir áfram haldandi velmegun undir styrkri forystu eða að öðrum kosti glundroðaóstjórn vinstri strand- kapteinanna. Reykjavík mun veita þeim eftirminnilegt svar: X—D. Jón Adolf Guðjónsson, stud. mag. Á öllum sviðum þjóðlífsins hefur velmegun vaxið f tíð nú- verandi ríkisstjórnar. I stað þess að gefast upp, eins og glundroðalið vinstri stjórnar- innar gerði á sínum ttma í miklu veltiári, hefur viðreisnar- stjórnin borið gæfu til að vinna úr feng, sem náttúran hefur veitt þjóðinni f ríkum mæli. Reykvísk æska hlýtur að fylkja sér um stefnu Sjálfstæð- isflokksins á sunnudaginn kem- ur og tryggja þar með Geir Hallgrímssyni borgarstjóra sæti á alþingi. Hilmar Björgvinsson, stud. jur. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að hann er það afl, sem tryggir þegnum þessa lands mannhelgi öðrum flokk- um fremur. Einnig styð ég Sjálfstæðisflokkinn vegna hinn- ar traustu umbótastefnu í þjóð- málunum, sem hann beitti sér fyrir i upphafi síðasta kjör- tímabils og fært hefur íslend- ingum meiri velmegun en aðr- ar stefnur hafa áðptJjimegnað. Ég er þess fullyiss, að unga fólkið mun fylkja sér um Sjálf- stæðisflokkinn þann 9. júnf og hrinda þannig af höndum sér óþurftarmönnum íslenzkra stjórnmála. Guðlaug Ástmundsdóttir, húsfreyja. í kosningum, sem fram fara n. k. sunnudag hlýtur ungt fólk í ríkara mæli en fyrr að fylkja Gunnlaugur Jóhannsson, sölumaðun Hvers vegna ég kýs Sjálf- stæðisflokkinn? Því er auðvelt að svara. Ríkisstjóm sú, sem nú situr að völdum, hefur mark- að tímamót í sögu íslenzku þjóðarinnar. Með viðreisnar- stefnu sinni hefur hún drifið þjóðina upp úr því hyldýpi ör- væntinga og vonleysi, sem vinstri stjórnin hafði steypt henni I. Svo hörmulega hafði vinstri stjómin farið að ráði sínu að það mun taka sinn tfma að koma öllu á réttan kjöl á ný. En með því að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði mitt 9. júnf n. k. stuðla ég að áframhaldandi viðreisn og vel- megun. Styrk stefna viðreisnar trygg- ir framtíð ungra Islendinga

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.