Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 06.06.1963, Blaðsíða 11
VlSIR . Fimmtudagur 6. júní 1963. 11 í dag Slysavarðstofan I Heilsuverndar- stöðinni er opin allan sólarhring- inn. Næturlæknir kl. 18—8. Simi 15030. Neyðarvaktin, sími 11510, hvern virkan dag nema laugardaga kl. 13—17. Næturvarzla vikunnar 1. júní til 8. júní er í Ingólfs Apóteki. Útivist bama: Börn yngri en 12 ára til kl. 20.00. 12—14 ára til kl. 22.00. Börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er óheimill að- gangur að veitinga-, dans- og sölu- stöðum eftir kl. 20.00. ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 6. júní. Fastir liðir eins og venjulega 13.00 ,,Á frívaktinni" (Sigríður Hagalín). 18.30 Danshljómsveitir leika. 20.00 Leikritið „Ofurefli" eftir Ein- ar H. Kvaran, IX. og sfðasti kafli. 20.45 Sænsk tónlist. 21.05 Fólksfjölgun og fæðuöflun, síðasta erindi (Gunnar Grjm: son kennari). 21.30 Einsöngur: Paul Robeson . syngur vinsæl lög. 21.45 „Ski'iftamál", smásaga eftir Guy de Maupassant, f þýð- ingu dr. Eiríks Albertssonar (Kristfn Magnús). 22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið" eftir Fred Hoyle, XXVI. 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Áma- son). 23.00 Dagskrárlok. SJÓNVARPIÐ Fimmtudagur 6. júní. 17.00 Mid-Day Matinee „Arson Inc.“ ta b~BH pd TZT* 7S MW±EjJbÆ <£) PIB, eonnaitiR Er það rétt, að lfnurtið á veggnum sýni blóðþrýsting yðar, forstjóri? 18.00 Arfts News 18.15 Telenews Weekly 18.30 The Ted Mack Show 19.00 The Bell Telephone Hour 19.55 Afrts News 20.00 Zane Gray Theater 20.30 Ford Startime 21.30 Bat Masterson 22.00 The JJntouchables 23.00 Slience Fiction Theater 23.30 Lock Up. ÁRNAÐ HEILLA Um hvítasunnuna voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Nfelssyni: Ungfrú Margrét Sæmundsdóttir og Jón M. Guðmundsson kennari, Sólheimum 37. Ungfrú Sigurbjörg Ragnarsdóttir og Aðalsteinn Hallgrímsson iðn- nemi, Laugarnesvegi 29. Ungfrú Ragnhildur Kjartansdótt- ir og Ingimar Guðmundsson, bfl- Skjólbraut 11. Ungfrú Kristlaug Vilhjálmsdóttir og Hallgrímur Hreiðar Einarsson, Álfheimum 31, bílstjóri. Ungfrú Þórdís Ingibjörg Ólafs- dóttir og Gunnar Brynjar Bergþórs- son bílstjóri, Skólabraut 31, Akra- nesi. Ungfrú Sólrún Jósefína Valsdótt- ir og Ingemar Guðmundsson, bfl- stjóri, Glaðheimum 14 A. Ungfrú Bára Oddsteinsdóttir og Sigurður Hermannsson bifvélavirki, Suðurlandsbraut 106. Ungfrú Sigrún Halldórsdóttir kennari og Birgir Þorsteinsson iðn- nemi, Skipasund 3. BLÖÐ & TIMARIT Ut ér komið 29. hefti Félagsbréfa AB, sem er fyrsta hefti þessa ár- gangs. Efni þess er meðal annars: Þorkell Grímsson ritar grein, er hann nefnir Myndlist á fomstein- öld, og er það fyrri hluti, en síð- ari hlutinn mun birtast í næsta hefti. Þá er sagan Merkið eftir Svövu Jakobsdóttur, grein eftir Gylfa Ásmundsson, er hann nefn- ir Andatrú og sálarrannsóknlr og grein eftir Ólaf Jónsson um Alan Moorehead og bók hans Hvítu-Níl, en hún var aprílbók AB. Syrpu skrifa þeir Ólafur Jónsson (Haust- bækur) og Sigurður A. Magnússon (Haustverk Þjóðleikhússins). Um bækur rita þeir Kristján Bersi Ól- afsson, JökuII Jakobsson og Ól- afur Jónsson. Kristinboðssamkoma Kristniboðsflokkurinn Vorperla efnir til kvöldsamkomu í Laugar- neskirkju i kvöld kl. 8.30. Ólafur Ólafsson kristniboði talar. Mikill söngur og hljóðfærasláttur. Tekið verður við gjöfum til kristniboðs- ins i Konsó. Afmælisfagnaður Det danske selskap Det Danske Selskap varð fjömtíu ára i gær og minntist þess með veglegu hófi að Hótel Borg í gær- kvöldi. Félagið var stofnað 5. júní 1923. Helzti hvatamaður að stofnun þess var fyrsti sendiherra Dana á Is- landi, Bögild. John Fenger, aðal- ræðismaður var kjörinn fyrsti for- maður félagsins en aðrir 1 stjórn inni vou Emil Nielsen, forstjóri, Ludvig Kaaber, bankastjóri, Jensen Bjerg, forstjóri og Elskindsen, for- stjóri. Þetta er elzta félag danskra manna á íslandi, en 1 því em einnig margir íslendingar. Félagið hefur starfað margt um ævina. Það hefur fengið fyrirlesara, skipu- lagt ferðalög um landið, annazt um tvær danskar guðsþjónustur á ári en þar hafa prédikað sr. Bjami Jónsson, vígslubiskup og sr. Friðrik Hallgrímsson, dómprófast- ur. Stofnaður var innan félagsins hjálparsjóður, .sem einkum á ámn- um fyrir heimsstyrjöldina, veitti mörgum nauðstöddum aðstoð. Þá var á styrjaldarárunum starfandi prjónaklúbbur félagskvenna. Þegar styrjöldinni lauk sendi klúbburinn prjónavörur fyrir nokkur hundmð þúsund krónur til Danmerkur. Sendiherrar Dana á Islandi hafa ævinlega verið heiðursforsetar fé- lagsins. Núverandi stjórn Det Danske Selskab skipa I. C. Klein kaupmað- ur, formaður, Victor Strange, verk- stjóri, Kaj Bruun, gleraugnasér- fræðingur, frú Ebba Jónsson og frú I. Magnússon. stjörnuspá nr * * morgundagsins Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Taltverð hætta er hjá þér í umferðinni, sérstaklega ef þú ekur bíl. Gerðu ekki áætlanir langt fram í tímann. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Aðrir kunna að hafa litla bið- lund með þér á sviði fjármál- anna. og gætu sett þér úrslita- kosti ef þeir ættu þess völ. Sýndu sanngirni. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Samstarf við sem flesta er ráðlegt 1 dag, sérstaklega ef um hópátak væri að ræða. — Spurðu þína nánustu, hvað bezt sé að gera í kvöld. Krabblnn, 22. júní til 23. júlf: Hugsaðu um heilsufarið I dag þar eð þreyta leitar nú talsvert á þig. Leitaðu fremur til Iækna en að ljá eyra leikmönnum I þessu efni. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Loft er lævi blandið I dag og þér býðst ekki sá tfmi til tóm- stundaiðkana, sem þú hefðir kosið. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Stundum þarf maður að leika hlutverk dómarans og þá er nauðsynlegt að gera sér sem gleggsta grein fyrir öllum að- stæðum. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú ættir ekki að flíka skoðunum þínum um of við aðra í dag. Bezt væri að Ijúka þeim bréfa- skriftum, sem að undanförnu hafa beðið. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Óráðlegt að taka mikilvægar fjármálaákvarðanir í dag þar eð erfitt er að gera sér grein fyr- ir aðstæðum. Hentug tækifæri síðar. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Andstaða annarra við skoð anir þínar verður talsvert áber- andi f dag. Oft er nauðsynlegt að sigla beggja skauta byr og sýna lipurð. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Taktu lífinu sem mest með ró og Iáttu öðrum amstrið eftir. Kvöldið ættirðu að nota heima til hvíldar. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Ekki eru allir viðhlægj- endur vinir. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Yfirmenn þfnir munu reynast þér erfiðir og þú mátt taka á honum stóra þfnum til að standa í stykkinu. Mikil veðurblfða var um hvfta- þess að skoða sig um og sleikja sunnuna, og fór fjöldi fólks i sólskinið. Myndina tók Ijósm. lengri og styttrl ferðalög, til Vísis, I. M., uppi f Reykjanes- vita, en þar vom fjölmargir, sem vildu njóta hins góða út- sýnis. Kirby og Desmond tókst bless- unarlega að leysa þau vandamál, sem að höndum bar f síðustu sögu, en þessir herramenn eiga sjaldan náðuga stund, og nú fylgj um við þeim út f ný ævintýri. Desmond: Eruð þér ennþá að vinna að þessu dularfulla máli herra? —Rip: Já, en ég held að f nótt muni gerast eitthvað sér- stakt. — Rip: Og mundu, Des- mond, að þegar verið er að berj- ast gegn glæpum, þá getur end- irinn réttlætt allt. Kirby læðist meðfram húsveggjum, með upp- brettan kraga og hattinn niðri f augum. Þegar hann er að leggja upp brunastigann á glæsilegri villu, hugsar hann: ar ballið, ég vona vel. Jæja, nú byrj- að allt gangi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.